Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1999, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1999, Page 4
22 . mTA-i '■ MATUR KÖKUR Café Conditori Copenhagen: MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 1999 Sérfræðingar i konfekt- og kökugerð Tina B. Hanssen og Þormar Þorbergsson hafa rekið saman Café Conditori Copenhagen undanfarin tvö ár. Þau sérhæfa sig í evrópskri konfekt- og kökugerð. Tina gefur okkur uppskrift að marsipanlog-, eplaköku og tetruffelkökum. Volg eplakaka 1 kg epli 75 g smjör 75 g púðursykur smávegis kanill Bræðið smjörið í potti og bætið síðan púðursykri út í. Afhýðið eplin og skerið þau í báta. Bland- ið eplunum síðan saman við smjörið og púðursykurinn. Stráið smávegis kanil yfír og hellið deig- inu í eldfast mót. Bakist við 190 gráður í 22 mínútur. Marsipanlog 400 g Odense tilbúinn kransakökumassi 120 g gróft rúgbrauð 20 g möndluflögur Kransakökumassanum er blandað saman við rúgbrauðið sem er skorið í litla teninga. Legg- ið massann á milli plastpoka og rúllið honum út jafhstórt og form- ið sem kakan er látin í. Penslið með eggi og skreytið með möndlu- flögum. Bakist við 190 gráður í 18-20 mínútur. Tetruffel (konfektmolar) 20 g kínverskt te 2 dl vatn 400 g Valkrona dökkt súkkulaði 3 dl rjómi 25 g ósaltað smjör kakó tO skrauts Setjið teið í skál. Sjóðið vatnið og hellið yfir teið. Látið standa í þrjár mfnútur. Saxið súkkulaðið mjög smátt og setjið það í skál. Varstu að safna? Provence stellið hefur nú verið hætt í framleiðslu, þess A vegna seljum við J9 nú á meðan / ■ birgðir endast ailt Provence með 50% ■ afslætti. Notaðu tt. tækifærðið og gerðu góð kaup! liíltlHh iifön Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • sfmi 510 8010 Tina B. Hanssen gefur uppskriftir að Ijúffengum evrópskum kökum og konfekti. Hellið rjómanum í lítinn pott og látið suðuna koma upp. Sigtið teið í rjómann og hellið síðan blönd- unni rólega yfir súkkulaðið og hrærið í á meðan. Bætið smjörinu við súkkulaðimassann. Þegar massinn er orðinn volgur er hon- um hellt í form. Leggið fllmur yflr og látið hann kólna. Síðan eru mótaðar litlar kúlur sem velt er upp úr kakói. Kókos smákökur 300 g hveiti 100 g kókosmjöl 200 g smjör 200 g sykur 1 egg 5 g hjartasalt Hnoðið öllu saman í einu og rúllið í fjórar lengjur. Geymið rúllumar í kæli í eina klukku- stund og skerið þær síðan i þunn- ar sneiðar, ca 1/2 cm. Bakið kök- umar í ofni við 200 gráður í ca 6-8 mínútur. -em Marsipanlog-kakan er verulega girnileg að sjá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.