Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 Jj"V 38 ftf/ar Zafira er byggður á sama grunni og Opel Astra, hjólahaf er þó lengra og inn- anrýmið nýtt vel. í útliti ber mest á því hve yfirbyggingin er teygð langt fram. Breiðir hliðarlistar setja sinn svip á bílinn. Gott aðgengí er að Zafira, hurðir opnast vel. Til að auðvelda farþegum í aftasta bekknum að komast inn er hægt að renna miðbekknum fram og gefa þannig betra aðgengi. Glasahöldur fyrir farþega í mið- bekknum eru haganlega felldar inn í armpúðann. Aftast í gólfi farmrýmis er lítið hólf sem geymir tjakk, öryggisþríhyrn- ing og annað smálegt. Opel Zafira er fjölhæfur bíll, með sæti fyrir sjö farþega, en hægt að breyta með lítilli fyrirhöfn í tveggja sæta bíl með mikla flutningsgetu, og það án þess að fjarlægja sæti. Myndir DV-bílar JR Reynsluakstur Opel Zafira: Snoturt útlit og fjölhæfur „Með þessum nýja og fjölhæfa fjölskyldubíl, Opel Zafira, sem byggður er að mestu á sama grunni og Opel Astra, er Opel að setja nýj- an staðal í þessum flokki bíla,“ sögðu talsmenn Opel við kynningu á bílnum fyrir síðustu helgi. „Zafira er með sæti fyrir sjö og vegna nýs fyrirkomulags sætanna getur einn maður breytt þessum sjö sæta bíl í tveggja sæta bíl með mikla flutningsgetu með pláss fyrir 1700 lítra af farangri á nokkrum sekúndum, og það sem meira er, án þess að þurfa að fjarlægja eitt einasta sacti“. „Flex7“ nefna þeir hjá Opel þetta nýja kerfl og hafa sótt um einkaleyfi á lausn- inni að sögn þeirra Opel- manna sem kynntu okkur nýja bílinn á Algarve í lok siðustu viku. Kerflð byggist á því að hægt er að leggja öft- ustu tvö sætin niður, annað hvort eða bæði, og fá þannig slétt gólf. Sætinu er velt fram yfir sig þannig að bólstraða hliðin fellur ofan í gólfið en sætisbakið myndar slétt gólf í farmrýminu. Ef þörf er á meira plássi er miðröðinni ýtt fram, setan sjálf sett í upprétta stöðu þannig að bekkurinn í heild tekur lágmarkspláss. Á sama hátt er hægt að renna miðröð sætanna fram til að fá meira pláss og léttara inn- og útstig fyrir farþega í öftustu sætun- um, en hægt er að renna mið- röðinni 540 mm fram og til baka. opnar eða lokaðar. Vasar eru á baki framsætanna og aftast í gólfl farm- rýmisins, aftan við þriðju sætaröð- ina er hólf sem hefur að geyma tjakk, öryggisþríhyming og annað smálegt. Snoturt útlit Hönnuðum Opel hefur tekist vel að nýta þann grunn sem þeir sækja til Opel Astra til að koma fram með fjölhæfan fjölskyldubíl. Langt hjóla- haf, 2,7 m, lítil skögun að framan og Lítill að utan en stór að innan Heildarlengd Zaflra er 4,32 m, breiddin er 1,74 og hæðin 1,68,18 sm hærri en stationgerð Opel Astra. Hjólahafið er 2,70 m, níu sentí- metrum meira en Astra, sem gerir nýtingu innanrýmisins, einkum hvað varðar 3ju sætaröðina, betri. Það var greinilegt um leið og sest var inn í Zaflra í þessum reynslu- akstri á þekktum ferðaslóðum ís- lendinga í Algarve í Portúgal fyrir helgina að hér hefur plássnýtingin verið ofarlega á baugi hjá hönnuð- um Opel. Hirslur og hólf eru næg, skúffa undir farþegasæti að framan, höld- ur fyrir gosflöskur eða bolla innan seilingar, en þær eru framan við framsætin, felldar inn í armpúða í miðbekknum og til hliðar við öft- ustu sætin tvö. Auk hanskahólfs og hefðbund- inna vasa á hurðaspjöldum eru geymsluhólf í ytri brún framsæt- anna sjálfra sem gerir aðgengi að þeim gott, hvort sem hurðir eru Framsætin eru sérlega góð og léttilega hægt að hækka bíistjórasætið eða lækka eftir þörfum hvers og eins. Geymsluhólf utan á sætinu næst hurðinni er þægilegt í notkun. aftan og mikil sporvídd (1.470 mm að framan og 1.487 mm að aftan) gera sitt til að gera þenna bíl jafn- rúmgóðan og raun ber vitni, en samtímis stuðlar þessi hönnun að þægilegri akstri og meiri stöðug- leika. TO þess að gera brattur framendi með litlum hliðarrúðum fyrir fram- an framhurðimar gefur bílnum létt yfirbragð og setur svip sinn á bílinn í heild. Þessar litlu hliðarrúður gera sitt gagn í akstrinum en þykkur frampóstur skyggir á útsýni til hliða í akstri. í heild er yfirbragð bílsins snoturt og að dómi þess sem þetta skrifar er þetta laglegur bíll. Þykkir gúmmílistar á hliðum setja svip á bílinn um leið og þeir veita mikla vernd gegn höggi frá hurðaopnun nærliggjandi bíla á þröngum bílastæðum, en fátt er hvimleiðara en fá djúpar rispur á bíla við slíkar aðstæður. Sérlega stöðugur Opel Astra er lipur bíll í akstri og stöðugur en Zaflra tekur honum fram, bæði hvað varðar þægindi og íjöðrun en ekki síður veggrip og rásfestu. Það gafst gott tækifæri til að reyna bílinn á ósléttum og krókótt- um sveitavegum í nágrenni Al- garve, eins og þeir þekkja sem þar hafa dvalist í sumarleyfl. Það var hægt að aka þessum bíl hratt við slíkar aðstæður og það var ekki fyrr en farið var að taka krappar beygjur á of miklum hraða sem hægt var að fá bílinn til að sveifla sér til að aftan. Framhjólin héldu hins vegar sínu striki, sem gerði það að verkum að ökumaðurinn hafði ávallt á tilflnningunni að hann hefði fulla stjórn á bílnum. Fjöðrunin er svipuð og í Astra en búið er þó að breyta afturfjöðruninni, bæði til að mæta lengra hjólahafi og eins til að gefa þeim sem sitja í öft- ustu sætaröðinni meira pláss, auk þess að búa til pláss fyrir sætin þegar þeim er rennt fram til að búa til farmrými aftast. Sprækur Boðið er upp á tvær ECOT- EC-bensínvélar, 1,6 litra, 100 ha og 1,8 lítra 115 ha. Síðar í sumar er 2,0 lítra turbodísil- vél einnig í boði, 82 hö. Báðar þessar bensínvélar voru reyndar í bílnum í þess- um reynsluakstri á Algarve. Með 1,8 lítra vélinni er þetta sérlega sprækur bíll og þegar sjálfskipting er komin til við- bótar er þetta sérlega þægi- legur og ljúfur bíll. Vegna þeirra reglna sem gilda um innflutning bíla á íslandi er einsýnt að það verður 1,6 lítra bíll- inn sem verður ofan á hér heima og því var lögð meiri áhersla á að reyna þá gerð Zafira. í sem stystu máli kom bíllinn vel út með þessa vél. Snerpan er ágæt og gírhlutfoll hæfa vel þannig að togsvið vélarinnar nýtist til fulls. Þetta var hægt að sannreyna vel frá flugvellinum í Faro til Al- bufeira þegar við voru fimm ferða- félagamir í einum bíl með allan okkar farangur. Gírskiptingin er ágætlega lipur en stundum þurfti að beita lagi til að setja í 5. gírinn. Þetta er einkum vegna þess að Zafira er með góðan armpúða í miðju til mikilla þæg- inda í akstri en á móti kemur að gírskiptingar eru heldur þving- aðri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.