Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 3
43 JDV FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 Opel Zafira 1,6 Lengd: 4.317 mm Breidd: 1.742 mm Hæð: 1.684 mm Hjólahaf: 2.694 mm Sporvídd, f/a: 1470/1487 mm Pyngd: 1.381 kg. Farangursrými (7/5/2 sæti): 150/600/1700 lítrar Vél: Þverstæð, 4ra strokka, 1.598cc, 100 hö (74 kW) v/6.000 sn. Snúningsvægi 150 Nm v/3.600 sn. Eyðsla: 10,9 1/100 km innan- bæjrar, 6,8 í utanbæjarakstri, 8,3 í blönduðum akstri. Drifrás: Framhjóladrif, 5 gíra handskiptur gírkassi. Fjöðrun: MacPherson gormafjöðr- un að framan, snúningsás með langstæðum örmum aftan. Jafn- vægisstöng að framan. Gasfylltir höggdeyfar á öllum hjólum. Hemlar: 280 mm kældir diskar framan, 230 mm skálar að aftan. ABS aukabúnaður. Hjól: 195/65/R15 Stýri: Rafdrifið vökvastýri. Snún- ingshringur bíls 10,5 m. Verð: Ekki vitað en gæti verið í kring um 1.700.000. Umboð: Bílheimar, Sævarhöfða. Látlaust umhverfi í heild verður að segja að innrétt- ing Zafira sé látlaus. Mælaborðið er nánast samkvæmt „þýskum staðli", virkar vel og er þægUegt en ekkert prjál. Upplýsingaskjár með útvarpsrás, klukku og upplýsingum írá aksturs- tölvu er hægra megin við sjálfa mælana og í góðri sjón- línu frá öku- manni. í bílunum sem við reyndum í Portúgal var útvarpið með inn- byggðum leiðsögu- skjá, sem gaf upplýsingar um alstur á fyrirfram ákveðin áfangastað, en slíkur leiðsögubún- aður tengd- ur gervi- hnattastað- setningar- kerfum er sífellt að verða al- gengari í bíl- um en við höfðum ekki áður reynt bíl þar sem þessi búnaður er jafnhaganlega sambyggður útvarpinu og hér. Zafira er í tveimur stigum búnað- ar, „Comfort" og „Elegance" auk grunngerðarinnar. Grunngerðin, sem er aðeins fáan- leg með 1,6 lítra vélinni, er með raf- knúið vökvastýri, 15 tomma hjól, rafstýrða og upphitaða hliðarspegla, fjarstýrðar samlæsingar, litaðar rúður og afturrúðuþurrku svo það helsta í búnaði sé talið upp. Comfort-gerðin er komin með hæðarstillanlegt stýrishjól, rafstýrð- ar rúðuvindur í framhurðum, raf- stýrða sól- lúgu, hlíf yfir farangurs- rými, hlífðar- mottu á farm- rými og burð- arboga á þaki. Elegance er enn betur bú- inn. Hér er stýrishjól leð- urklætt, loft- kæling er komin til við- bótar við mið- stöð og loft- ræstingu, rúðuvindur eru rafstýrð- ar á öllum hurðum auk þess sem hægt er að leggja fram bak farþega- sætis að framan til að fá enn meiri flutningsgetu. I útliti skilur Elegance sig frá hin- um gerðunum tveimur með króm- uðu grilli, þokuljósum og fallegum sex arma áÚelgum. Hingað í lok sumars Þrátt fyrir að sala hefjist á Zafira í mörgum Evrópulöndum á næstu vikum er ekki von á bílnum hingað til lands fyrr en að áliðnu sumri. „Bílheimar eiga bíla í ágúst-fram- leiðslu, þannig að fyrstu Zafira-bíl- amir koma á markað hér heima í byrjun september," segir Hannes Strange, sölustjóri Bílheima, sem var með okkur blaðamönnunum við kynninguna í Portúgal. „Við erum hins vegar að vinna í því að fá sýn- ingarbíl fyrr, þannig að væntanleg- ir kaupendur geti skoðað bílinn á næstu vikum eða mánuöum," segir Hannes. „Hvað búnað áhrærir má reikna með því að aðaláhersl- an verði lögð á 1,6- bílinn í grunngerð, en þó mun bíllinn verða betur búinn en boðið er upp á á megin- landi Evr- ópu. Við mun- um eflaust fara svipaða leið og með Opel Astra, bæta við búnaði sem markaður- inn ætlast til að sé í bíl í þessum gæða- flokki," seg- ir Hannes Strange. Verðið á Zafira liggur ekki fyrir enn en hjá Bílheimum er vonast til að grunngerð Zafira geti orðið á verði í kringum 1.700.000, en það verður tíminn að leiða í ljós. Góður kostur Zafira er góður kostur fyrir margra hluta sakir. Bíllirm er rúmgóður, „Flex7“-kerfið gerir þetta að raunhæf- um fjölnotabíl. Þetta er bíil sem er sér- lega góður fyrir þá sem þurfa til skipt- is að flytja marga farþega og mikinn farangur. Bíll sem hentar vel fyrir þá sem eiga til dæmis sumarbústað því stundum þarf að flytja mikið dót og í annan tíma getur verið gott að hafa aukasæti þegar bamabörmmum eða öðrum aukagestum er boðið með. Bíllinn hefúr vissulega þann galla að þegar sætaraðimar þrjár em í notlam er farangursplássið næsta lít- ið en vegna fjölhæfni sætanna er auö- velt að breyta því og haga á ýmsan hátt. Fullvíst má telja að hlutur fjöl- hæfra fjölskyldubíla á borð við Opel Zafira eigi eftir að vaxa hér á landi og því verður spennandi að sjá hvaða viðtökur þessi bíll fær þegar hann kemur hingað. -JR Þegar búið er að leggja aftasta bekkinn nið- ur og renna miðsætinu fram er farangurs- rýmið orðið býsna stórt enda er flutnings- getan 1700 lítar. Mælaborð í staðalgerð Zafira er notadrjúgt en alveg laust við prjál. Lúxusbíllinn Volvo S80 aðeins framleiddur sem 4 dyra fólksbíll: Beinlínis stefnt í samkeppni við vinsælustu lúxusbílana Viðstaddur kynninguna á Volvo S80 um helgina var Hans Höglund, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Evrópudeildar Volvo, með aðsetur í Brussel, en auk verksmiðja sinna í Svíþjóð á Volvo verksmiðjur í Belg- íu og Hollandi. Hann flutti ávarp og fór nokkrum orðum um tilurð S80 og tilgang Volvo með hönnun þessa bíls. í stuttu viðtali DV-bíla við Höglund var hann beðinn að ræða nokkru nánar það sem hann tæpti á í erindi sínu, að með markaðssetn- ingu S80 væri tilgangur Volvo öðr- um þræði sá að halda lengur í þá sem átt hefðu langbaka (herra- garðsvagna) Volvo en þyrftu ekki lengur á þeim að halda. „Það er ekkert launungarmál að Volvo hefur ekki gengið sem skyldi að höfða til þeirra sem helst vilja eiga og nota fjögurra dyra fólks- bíla,“ svaraði Höglund. „Volvo hef- ur alla tíð verið leiðandi á markaði langbaka en með S80 er beinlínis stefnt á samkeppni við dýra lúxus- bíla, eins og BMW og Mercedes Benz, sem Volvo hefur fram að þessu ekki getað keppt við á þessum grundvelli. Með þessum bíl von- Hans Höglund, framkvæmdastjóri þró- unarsviðs Evrópudeildar Volvo CC. umst við til að geta haldið lengur í viðskiptavini okkar og jafnvel náð nýjum sem ella hefðu keypt bíl af keppinautunum. Og S80 verður að- eins boðinn sem 4 dyra stallbakur. En við munum halda áfram og búa til fleiri gerðir bfta á þessari sömu grunnplötu, öðruvísi bfta en samt bíla af háum gæðastaðli. Ég minni á að þegar þessi bíll var fyrst Volvo S80 frumkynntur á íslandi: Sýningarbílarnir allir seldir Helgina fyrir páska kynnti Brim- borg hf. nýja lúxusbílinn, Volvo S80, í fyrsta sinn hérlendis. Kynningin hófst með gestaboði þar sem Egill Jóhanns- son, framkvæmdastjóri Brimborgar, lýsti lítillega nýjum glæsilegum húsa- kynnum Brimborgar á Bíldshöföan- um þar sem fyrirtækið hefur rúma 10 þúsund fermetra til ráðstöfunar, þar af verða um 3000 fermetrar í sýningar- sölum fýrir bíla. Starfsmenn Brim- Færri bílar smíðaðir borgar hf. eru nú samtals 105, í Reykjavík og á Akureyri. Egill kynnti Volvo S80 bílinn nokkrum orðum sem öruggasta fólksbíl í heimi og vitnaði þar m.a. til þess að hann er búinn líknarbelgj- um að framan og á hlið, en auk þess Egill Jóhanns- son, fram- kvæmdastjóri Brimborgar hf. ífyrra Ef litið er til heimsframleiðslunnar á bílum voru í heild smíðaðir færri bíl- ar í fyrra en árið þar á undan. Ef lögð er saman tala fólksbUa, vörubíla og sendibUa þá nam þessi samdráttur um 2,3 prósentum samkvæmt upplýsing- um frá OICA, samtökum bUaframleið- enda í heiminum. AIls voru smíðuð 51,9 mUljón vélknúin ökutæki í heim- inum í fýrra. Af hálfu samtakanna er sagt að sam- dráttur eigi sér stað í Asíu, Norður- Ameríku og Suður-Ameríku en á hinn bóginn hafi verið aukning í bUafram- leiðslu í Evrópu í fyrra. Framleiðsla fólksbUa dróst saman um 1,9 prósent á heimsvísu í 37,1 millj- ón bUa, aðaUega vegna samdráttarins í þeim löndum sem sagt var frá hér að framan. Ódýrari bílar í Bandaríkjunum Ódýrir bUar og bensín á lágu verði. Þetta er nokkuð sem alla dreymir um og þennan draum er hægt að láta ræt- ast í Bandaríkjunum. Nýir bUar hafa lækkað umtalsvert í verði þar í landi að undanfórnu og á síðasta ári lækkuðu þeir niður í lægsta verð sem sést hefur frá árinu 1980. Meðalverð bUa þar var 20.816 doU- arar í fyrra sem samsvarar um 1450.000 krónum. Bensínverðið hafði heldur ekki verið lægra frá árinu 1979. Ástandinu er kannski best lýst með skopteikningu sem nýlega sást í bandarísku blaði. Þar sást skUti utan við bensínstöð og á því stóð: Ókeypis fyUing ef þú kaupir sex dósir af Pepsi. líknartjöldum sem verja ökumann og farþega höfuðhöggi í hliðarárekstri. Er þetta enn aukin útfærsla á hliðar- árekstravöminni SIPS sem Volvo hef- ur haft í bUum sínum í nokkur ár. Þá er S80 búinn svoköUuðu WHIPS, en það er sérstakt varnarkerfi sem ver ökumann og farþega fyrir bak- og hálshnykk ef ekið er aftan á bUinn. 10 S80 bUar voru sýndir um helgina hjá Brimborg og voru þeir aUir seldir fýrirfram, en verðið er frá tæplega 3,6 mUljónum króna upp í rétt rúmar 5 mUljónir, eftir búnaði. Alls hafa nú þegar verið seldir 41 þúsund bUar af þessari gerð, þar af 24 þúsund í Evr- ópu. -SHH kynntur var boðað að Volvo myndi koma með einn nýjan bU á ári næstu árin, og það mun verða gert.“ Nú hefur Ford keypt Volvo. Hverju breytir það fyrir ykkur? „Kaup Ford á Volvo verða ein- ungis til að styrkja Volvo sem merki. Meginástæðan fyrir kaupun- um er sú að Ford leitast við að eign- ast sterkustu merkin ef þau eru til sölu og Volvo er sannarlega öflugt merki, þekkt og virt. Ford á fyrir Jaguar, Lincoln og Aston Martin sem allt eru topplúxusmerki, fyrir utan 35% hlut í Mazda. Þegar fram líða stundir verða þessi tengsl tU þess að efla og styrkja alla þessa framleiðslu, auk móðurfyrirtækis- ins sjálfs, Ford, með því að hægt verður að samræma og samhæfa framleiðsluna með tilliti tU íhluta og sumpart hönnunar. Hvert merki rekið sem sjálfstæð eining Eins og Ford hefur þegar sýnt og sannað með tilliti tU hinna merkj- anna verður hvert merki rekið sem sjálfstæð eining. Hvert um sig verð- ur áfram hjá sínu umboði víðs veg- ar um heiminn, nema eitthvert sér- stak tUefni verði tU annars. Hér á íslandi vill svo tU að Ford og Volvo eru í höndum sömu umboðsaðila en það er nánast tilviljun í þessu sam- hengi. Ég vU nota tækifærið og hrósa Brimborg fyrir gott samstarf og góða, faglega vinnu. Það hefur aldrei borið skugga á samstarf Brimborgar við Volvo. Og það er guUs ígUdi fyrir Volvo að eiga inni hjá svo góðu fyrirtæki og nú í þessu sérlega glæsUega húsi, þar sem all- ar tegundir sem Brimborg selur eru í raun á sama gólfi en þó aðskildar." Nú berast þau tíðindi að Wolf- gang Reitzle, sem var næstráðandi BMW til skamms tíma en rekinn þaðan um mánaðamótin janú- ar-febrúar ásamt Bernd Pischets- rieder aðalforstjóra, hafi verið ráð- inn yfirmaður lúxusbíladeildarinn- ar hjá Ford. „Það er rétt. Hann verður yfir- maður Tuve Johanneson, aðalfor- stjóra Volvo Car Corporation, og heyrir sjálfur beint undir yfirstjórn Ford. Hann verður æðsti yfirmaður Volvo, Jaguar, Lincoln og Aston Martin. Við væntum okkur mikils af honum, hann hafði unnið frábær- lega gott starf hjá BMW og gjör- þekkir bæði framleiðslu og mark- aðssetningu lúxusbíla. Það er ekki síst fengur að fá hann tU liðs við okkur nú þegar við erum að fara af fuUum krafti i samkeppni í þessum flokki bUa.“ -SHH til á lager, t.d. í Hyondai, Toyota, BMW, Peugeot, Mitsubitshi. LEÐUR "'grei&slufrestur a oorum gerðum. t Eingöngu á sætm úrvalsleöur. Unniö af fagmönnum. S. Kristensen bóhtrurh ogbætum bíUnn ab innan Smiðjuvegur 2S <7, Kópavogi. Sími/fax 587 4510, E-mail: skrístensen @mmedia.is j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.