Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1999, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1999, Qupperneq 8
42 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 JjV 6//ar Reynsluakstur Volvo S80: Hugsaður og hannaður sem lúxusbOI Volvo S80 er að útliti til dæmigerð- ur Volvo en sker sig þó frá t.d. 70 bíln- um með mýkri línum og alveg sér- staklega inndreginni „mittislínu“ sem kemur fram í breiðri gluggasyllu að utanverðu sem liggur aftur eftir bíln- um og verður bersýnileg aftan frá í sérkennilega formuðum afturljósum. Að innan er hönnunin virðuleg og þægileg og augljóst að mikið er í þennan bíl lagt. Frágangur og nostur við sæti og klæðningu er einkar að- laðandi og býður af sér góðan þokka. Það er þó fyrst þegar farið er að aka sem bestu kostir Volvo S80 birtast. Billinn sem prófaður var er með minni vélinni af tveimur sem i boði eru: 5 strokka 2,4 lítra 20 ventla vél, Volvo S80 ” en9in framúrstefna heldur virðulegar, sígildar línur. Myndir DV-bílar Teitur „Mittislínan" kemur skemmtilega út á afturljósunum. TtS* - Nokkrar tölur: Vél: 5 strokka 2,4 1, 170 ha. Snúningsvægi 230 Nm. Hröð- un 0-100 9,5 sek. (handskipt- ur), hámarkshraði 220 km (handskiptur), meðaleyðsla 9,21 á 100 km (handskiptur). 5 gíra handskipting eða sjálf- skipting. Einnig fáanleg V6 vél, 2,8 1, 272 ha. v. 5400 sn. mín. Snún- ingsvægi 380 Nm v. 5000 sn.mín. Hröðun 0-100 7,2 sek., há- markshraði 250 km, meðal- eyðsla 10,9 1 á 100 km. 4 gíra Geartronic-valskipting. Læsivarðar diskabremsur á öllum hjólum. Lengd-breidd-hæð: 4822- 1832-1434. Hjólahaf 2792 mm. Dekkjastærð: 215/55x16. Verð: frá kr. 3.555.000. Umboð: Brimborg hf., Bíldshöfða 6. Það leynir sér ekki að hér er Volvo á ferð. „aðetns" 170 hestafla. Með henni var fimm gira sjálfskipting með sérstakri vetrarstillingu til aksturs í hálku og snjó. Þar að auki er bíllinn með stöð- ugleikakerfi og spólvöm (Stability & Traction Control - STC) - sem reynd- ar reyndi ekki á þann tíma sem DV- bílar höfðu Volvo S80 með höndum. Skemmtilegur á öllum hraða- sviðum Þar er skemmst frá að segja að þó þetta sé minni vélin er bíllinn frískur og kraftmikili og auðvelt að skjótast á honum og auka hraða snögglega þeg- ar til þess þurfti að taka. Annars er það sannast sagna að þessi bíll er mjög skemmtilegur á öllum hraða- sviðum, líka á hægri ferð. Öll svörun er eins og best verður á kosið og heml- un er í fullu samræmi við hröðun og hraðamöguleika á þessum bíl. Fjöðr- un er góð - frekar stíf án þess að vera höst og gefúr bíinum góðan stöðug- Allt við höndina sem til þarf. Skjárinn á útvarpinu er greinilegur aflestrar. Diskadrifið fyrir geislaspilarann tekur fimm diska í einu og hægt er að stilla lagaval af þeim eins og hugurinn girnist. 1 íTc y í ssíssili leika á ósléttum og jafnvel holóttum vegi. BOlinn liggur alveg sérlega vel og fer vel um alla, ekki síst þá sem sitja aftur i og hafa nóg rúm fyrir sig endanna á milli - líka fætuma. Nokk- uð þrengir að þegar þrír eru komnir í aftursætið en jafnvel þá leynir sér ekki að þessi bíll er hugsaður og hannaður sem lúxusbíll. Sem dæmi um margvísleg þægindi innbyggð í þennan bíl má nefna sjálf- virka hitastillingu á miðstöð/loftkæl- ingu þar sem bilstjóri stillir hitann fyrir sig og framsætisfarþegi fyrir sig. Sérstakur hitablástur er líka fyrir aft- ursæti, m.a. í millipósti sem jafnframt hjálpar til að halda aftari hliðarrúð- um móðulausum. Útvarpi er stjómað með hnöppum á stýrishjóli og einnig innbyggðum GSM-síma sem er með hljóðnema í bakspegli og hátalara í höfuðpúða ökumanns. Sé bíllinn með skriðstilli er því líka stjómað með hnöppum í stýrishjóh. Ökumannssæti er með rafstýrðum stillingum og þre- foldu minni, þannig að hver þriggja ökumanna getur með einum hnappi fengið sætið í sína réttu stillingu. Aksturstölva er með sjá i mælaklasa í hentugu sjónarhomi fyrir ökumann- inn. Öruggasti fólksbíll í heimi Þá er ótalið Volvo-öryggið, en Vol- vomenn fullyrða að S80 sé ömggasti fólksbill í heim hvað árekstursöryggi áhrærir. Auk tveggja líknarbelgja að framan sem segja má að séu orðnir staðalbúnaður flestra bíla er S80 með líknarbelgi í ytri hliðum framsætis- baka sem belgjast út við hliöarárekst- ur, svo og voldug líknartjöld sem spretta niður úr lofti bílsins ofan við hliðarhurðir til að hlífa farþegum og ökumanni við höfuðhöggi þó bíilinn verði fyrir árekstri á hlið. Auk þess era margfaldar styrkingar í sílsum, hurðum, gólfi, stöfúm og lofti til að taka sem tryggast við hliðarhöggi - þetta er hið gamalkunna SlPS-kerfí Volvo. Þar að auki er Volvo S80 með WHIPS, en það er vöm fyrir hnykkslysum viö aftanákeyrslu. Þeg- ar ekið er aftan á bíl era fyrstu við- brögð þeirra sem í honum sitja þau að þeir kastast fram á við en síðan aftur á bak. Við það verða flest hnykkslys- Ef einhver vill ræða leyndarmál f GSM-símann um borð er sérstakt tól til þess. Annars er síminn hand- frjáls með stýringu frá stýrishjóli. Frá vissu sjónarhorni eru virðulegar og sígildar línur S80 jafnvel dálítið sportlegar. in sem enda m.a. með því að fólk verð- ur fyrir hálsmeiðslum. 1WHIPS- kerf- inu lætur sætisbakið undan og hailar sér aftur til þess að höggið við aftur- kastið verði sem allra minnst. Meira afl fáanlegt Ef mönnum duga ekki þau 170 hest- öfl sem 5 strokka vélin býður upp á má fá 6 strokka vél, 272 hestafla. Um hana sagði JR18. júlí síðastliðinn, eft- ir kynningu á bíinum í Gautaborg, aö „ein allra mesta nýjungin er að í þess- um bíl hefúr Volvo tekist að koma fyr- ir þverstæðri sex strokka vél og er þetta í fyrsta sinn sem það er leyst með því að hafa gírkassann á enda vélarinnar. Hér á árum áður vora komnir bílar með þverstæðum sex strokka vélum en þá var gírkassinn undir vélinni. Þessi lausn Volvo kall- ar á mjög stuttan gírkassa, „þann stysta í heimi“, segja Volvo-menn stoltir." Gírkassinn sem hér er minnst á er fjögurra gíra Geartronic-sjálfskipting með valskiptingu, sem þýðir að öku- maður getur valið að nota skipting- una alsjálfvirka eða handstýrt henni sjálfur ef hann kýs það heldur. Með stærri vélinni og Geartronic kostar þessi lúxusbíll fimm milljónir og funm þúsund krónur. Flestum ís- lendingum dugar að viti undirritaðs minni vélin. Við hana má fá hand- skiptan 5 gíra kassa og þannig kostar bílhnn 3.555.000 krónur án sérstaks aukabúnaðar. Með sjáifskiptingu fer sú útfærsla upp í 3.705.000 krónur. Miðað við allt sem þessi bíll hefur að bjóða er það ekki slæmur kostur, eins og sannast hefúr nú þegar á viðtökun- um hérlendis. -SHH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.