Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 2
40 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 DV ir/ar Reynsluakstur Hyundai Sonata: Kóreski bílaframleiðandinn Hyundai er smám saman að sækja í sig veðrið og bílamir að komast á borð við japanska að frágangi, gæðum og búnaði. Sonata heitir flaggskip Hyundai á íslenskum •markaði og kom ný útfærsla af honum á síðasta ári. Nýja Sonatan hefur fengið góðar móttökur og það líka í Ameríku, þar sem tíma- ritið Car and Drive komst svo að orði að loksins hefði Hyundai boð- ið fram bU sem gæti keppt við Toyota Camry og Honda Accord lið fyrir lið. Þegar bíUinn var frumkynntur fýrir evrópskum blaðamönnum sagði BGS m.a. þetta inn hann í DV-bílum: „Sætin eru þokkalega mjúk en mættu vera dýpri og styðja betur við læri og bak, sérstaklega ef ekið er greitt um krókótta vegi. Þetta er eitt af því fáa sem i rauninni er hægt að gagnrýna, fyrir utan dynki sem heyrðust stundum ef ekið var yfir snöggar ójöfnur í mal- biki eða krappar holur og virtust tengjast fjöðrun bílsins sem annars var mjúk. AUur sjálfsagður búnaður er í Sónötunni, svo sem rafdrif í rúð- um og speglum, samlæsingar, hemlalæsivöm og fleira. Aðgengi að öUum stjómtækjum er gott. Fint pláss er fyrir farþega aftur í og sérstaka athygli vakti nýr ör- yggisbúnaður fyrir böm, fimm punkta öryggisbelti í innbyggðum bamastól í aftursæti, sem er stað- albúnaður.“ Um bílinn með minni Vélinni, sams konar og prófaður var hér- lendis, sagði BGS: „AUur íburður er minni, enda mun ódýrari bUl. Aksturseiginleik- ar em þeir sömu og í venjulegum akstri fann maður ekki vemlegan mun. En ef maður vUdi skjóta sér fram úr öðrum bUum varð fyrst merkjanlegur munur á snerpunni þótt 2,0 lítra bUlinn sé ails ekki með litla snerpu. MiUihröðun 60-100 km/klst er 5,5 sek. með stærri vélinni en 6,3 sek. með þeirri minni. Miðað er við sjálf- skipta bUa. Útlitið er það sama á báðum bU- um, straumlínulag með langri vél- arhlíf, stór og nokkuð skemmtUeg hæfi og drepur hraðann á auga- bragði þegar á þarf að halda. Bíllinn er búinn tölvustýrðri spólvöm sem að vissu marki virkar um leið sem stöðugleikastýring. Fjöðrunin er afar skemmtUeg á venjulegum göt- um og jafnvel mggubrautum ís- lenska vegakerfisins. Hraðahindr- anir em leikur einn fyrir Hyundai Sonötu og þvottabretti étur hún upp. Afturámóti verður fjöðrunin hörð og hávaðasöm þegar kemur í krappar holur og ekki frítt við að bUlinn kasti sér aðeins að aftan. Þetta, ásamt of miklum vegardyn, er það sem helst verður fundið að þægindum í Hyundai Sonata. Á það hefur áður verið minnst á þessum síðum að það er engu líkara en Asíumenn hafi öðmvísi heym en Vesturlandabúar, a.m.k. er mun al- gengara að finna óþægUega mikinn vegardyn og/eða vindhljóð í Asíu- bUum en þeim sem hannaðir em og framleiddir í Evrópu. Vel búinn Hvað um það: Almennt séð liggur Sonatan vel á vegi og er þægUeg í stýri. Hún veitir vissa öryggistU- finningu sem fylgir góðum akst- Hyundai Sonata ber það með sér að vera fólksbíll í flokki fullrar stærðar. sannkaUaða dýrðardaga. Það er einna helst að nokkuð skorti á rými þegar á að hlaða í skottið; það tekur aðeins 375 lítra sem er lítið miðað við þessa stærð af bU. Að dómi undirritaðs virka sætin fremur hörð fyrst þegar sest er inn í bUinn. Það er þó aðeins fyrst í stað og maður situr vel í þeim og þreyt- ist lítið. Þau styðja ágætlega undir læri en hliðarstuðningur við bak mætti vera meiri. Ökumannssætið er fjölstillanlegt á hæð, haUa og fjar- lægð. StýrishaUinn er líka stiUan- legur þannig að það er auðvelt að fmna sér þægUega steUingu undir stýri. Armbrík innan á hurð og einnig miUi sæta - sem er tveggja hólfa hirsla í leiðinni - liggur vel við handleggjum í góðri ökumanns- steUingu. Hins vegar hlýtur maður að undrast í bíl í þessum flokki að hann skuU ekki vera með upphituð sæti. Áklæðið er snoturt og gott að koma við það. Handbragð á frágangi að innan er prýöUegt og bUlinn er vel búinn aUs konar smáhirslum, blaðapokar aftan á framstólum og innbyggt gleraugnahiUstur yfir bakspeglinum. Með tölvustýrða spól- vörn Vélin er 4 strokka 2 lítra vél sem skUar 136 hestöfium og ágætu við- bragöi, aðeins 9,6 sek. í hundraðið, með dágóðri millihröðun. Gírkass- inn er sjálfskiptur 4 gíra. Sonatan tekur ágætlega við þegar henni er röskleg gefið. Hemlun er líka við Rúmgóður og þægilegur Skottið opnast vel niður en rýmið í því er með því minnsta sem gerist í Það er býsna rúmt um aftursætisfarþega. Einkum er gott rúm fyrir fæturna. flokknum. ljós bæði að framan og aftan.“ Skottið í minna lagi Nú á vordögum gafst kostur á að taka Sonötuna til kostanna við ís- lenskar aðstæður. Að ytra útliti leynir sér ekki að þessi bíll er hannaður með það fyrir augum að vera virðulegur og gefa fyrirheit um þægindi og rými. Hvort tveggja stendur hann viö, þó sérstaklega rýmið. Hann er prýðilega rúmgóð- ur i framsætum, einkum á lang- veginn, og þokkalega á hliðar. í aft- ursætum er hann sérlega þægileg- ur, fótarými yfirdrifið, jafnvel þó leggjalangir sitji frammi í. Það fer betur um þrjá aftur í en gerist hjá helstu keppinautum og þegar far- þegamir eru bara tveir eiga þeir Innbyggður barnastóll með fimm punkta belti er staðalbúnaður í aftursæti Sonötunnar. Vélin er 2 lítra, 136 hestafla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.