Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Side 2
LAUGARDAGUR 15. MAI1999 Aðdáendur sportbíla fá mikið fyrir sinn snúð þessa dagana á Avital-sport- bílalsýningunni í Laugardalshöllinni. Ein af skærustu stjörnunum á þessari sýningu er Audi TT, sportbíllinn glæsi- legi sem Hekla frumsýndi á dögunum. Þessi djarflega hannaði sportbíll sást fyrst á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt haustið 1995. Þá var tekið til þess hve bíllinn var djarflega hannaður, mikið byggt á bogaformum og lagt upp úr því að sameina grófleika og finleika, með notkun á burstuðu áli. Venjan er sú að þegar frumgerð bíls sést í öllu sínu veldi á bílasýningu og þegar kemur síðan að Qöldaframleiðslu vill margt fara forgörðum í hönnun og frumleika og þvi biðu margir spenntir eftir bílnum eftir að Audi hafði tilkynnt að hann myndi fara í framleiðslu. Það fór kiiður um salinn á bílsýningunni í París á liðnu hausti þegar hulunni var svipt af þessum nýja sportbíl, glæsileik- inn var greinilega enn í fyrirrúmi og fátt eitt hafði tapast frá frumgerð að fullgerðum bílnum. Bogmyndað form Það er greinilegt að hönnuðir TT eru að leika sér með þau bogmynduðu form sem einkenna bila frá VW-samsteyp- unni þessa dagana. Þessi form hafa sést vel í „álbílnum", A8, frá Audi, einnig í nýju bjöllunni, Passat og fleiri bílum. Þessi leikur að formi sést vel þegar horft er á TT frá hlið. Stór hjólin, lágir hliðargluggar, breiðir póstar og sér- stætt formið grípur augað. Þegar sest er inn takmarkar hátt byggingarlag á framenda nokkuð yfir- sýn fram á veginn og sömuleiðis breið- ir hliðarpóstamir. Hliðarhurðir eru stórar og þykkar og það heyrist vel þegar þeim er lokað. TT hefur góðan kost við lokun hurða sem birtist í því að um leið og hurð er opn- uð eða lokuð sígur hliöarrúðan niður um nokkra millímetra þannig að miklu léttra er að loka en ella. Um leið og búið er aö loka lyftist rúðan aftur sjálfkrafa og bíllinn er harðlokaður. AudiTT rými í góðu lagi. Það eina sem má finna að er að þegar sest er inn fmnst manni að ökumaður og farþegi í framsæti sitji óþarflega neðarlega en þetta venst strax. TT er svokailaður 2+2 bíll því hann er með tvö aftursæti, en þar er minna pláss og hann raunar svo þröngur að vart er hægt að ætlast til þess að full- orðnir setjist í þessi sæti, en það er kannski líka bara aukaatriði þegar TT á íhlut. Farangursrýmið kemur hins vegar nokkuð á óvart. Stór afturhlerinn opn- ast hátt upp og gefúr ágætt aðgengi. Hægt er að leggja bak aftursætanna fram og fá þannig aukna flutningsgetu. Reynsluakstur Audi TT: Vélin í TT er „bara“ 1,8 lítra en gefur 180 hestöfl við 5.500 snúninga. Þetta er fyllilega nægilegt afl og þegar við bætist einn sá besti gírkassi sem hægt er að finna í bíl af þessu tagi, léttleikandi en um leið ákveðinn í skiptingum, þá er gaman að aka. Það var vel blautt á þá tvo daga sem við vomm með Audi TT í akstri, dag- ana fyrir opnun Avital-sportbílasýning- arinnar, þannig að þá reyndi töluvert á rásfestu og veggrip hjólanna. Það var Þegar horft er á bílinn frá hlið sjást bogalfnurnar enn frekar, há miðlína og lágir hliðargluggar. Lítil hliðarrúða aftan við hurðirnar undirstrikar vel góða hönnun útiits. DV-myndir Teitur Audi TT er fallega hannaður bíll. Bogmynduð formin setja sinn svip á bílinn hvar sem á hann er litið. Ljósin falla þétt að yfirbyggingunni. Hér eru þrjú afturljósker falin undir sléttu gleri. Lengd: 4.041 mm. Breidd: 1.856 mm. Hæð: 1.345 mm. Hjólahaf: 2.422 mm. Sporvídd, f/a. 1528/1513 mm. Eigin þyngd: 1.240 kg. Vél: 4ra strokka, 1.781 cc, 180 hö. (132 kW) v/5.500 sn. Snúningsvægi 235 Nm við 1.950-5000 snúninga. Fjöðrun: MacPherson-gorma- fjöðrun að framan, vindufjöör- un aftan, jafnvægisstöng. Stýri: Tannstangarstýri með hjálparafli. Snúningshringur bíls: 10,5 m. Hjól: 205/55R16. Verð: Frá kr. 3.650.000. Það er þægileg tilfinning að setjast inn í Audi TT. Leðurklædd framsætin taka vel á móti manni og umhverfið er eitt listaverk hvað varðar hönnun og frágang. Mælaborðið er með því sér- stæðasta sem gerist í dag. Umhverfis mæla og stjórntæki eru hringir úr burstuðu áli. Kantað en um leið matt yf- irborð álsins hefur á sér yfirbragð ákveðins grófleiká en er um leið ákaf- lega finlegt. Hringformið birtist hér í ýmsum myndum: hringir um lofttúður og einnig í kringum gólffestingu á hulsu um gírstöngina. Meira að segja fellur mött hlíf úr áli yfir útvarp og hljómtæki, en hún renn- ur léttlega frá sé stutt á hana með ein- um fingri. TT er ákaflega rúmgóður bíll ef ein- ungis er horft til framsætanna. Breidd innanrýmisins er góð, höfuð- og fóta- NANKANG ^..2..................' Mæla - og barkaviögerðir Hjólbaröaverkstæði Sudurlandsbraut 16 sími 588 9747, fax 588 9722 ':ic: (VDO) BORGARDEKK Hringlaga mælar í anda alvörusportbíla, læsilegir jafnt að degi sem nóttu. Aftursætið er svolrtill brandari, fullvaxið leðursæti en allt of þröngt til að nýtast fullorðnum. Glæsilegt umhverfi ökumanns, mikið af burstuðu áli, leðri og fallegri hönn un. líka auðvelt að fá bílinn til að spóla í upptaktinum en um leið og hann var kominn af stað var engum blöðum um það að fletta að hér er aksturshæfni Audi-bílanna hvaö best og var þó nógu góð fyrir. Snúningsvægið er líka harla gott, eða 290 Nm, sem nýtist vel á löngu sviði, eða frá rétt undir 2000 snúningum upp í 5000 snúninga. Af þessu leiðir að það er auðvelt að „gleyma sér“ við aksturinn, hægja ferðina í til þess að gera of háum gír og rífa hann síðan á fulla siglingu aftur. Eigulegur bíll Venjulega eru sportbílar á borð við Audi TT of miklir sportarar til að duga vel í daglegum bæjarakstri. TT er and- stæða alls þessa. Þetta er bíll sem er veru- lega eigulegur og myndi nýtast vel ef ekki væri þörf á að nýta aftursætið daglega. Hurðir eru stórar og þungar en lokast léttilega vegna þess að hliðarrúðan sígur niður nokkra millímetra þegar lokað er. Vélin er vel innpökkuð í vélarhúsinu og 180 hestöflin duga vel, einkum vegna skemmtilegs gírkassa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.