Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1999, Blaðsíða 2
GSM-tölvupóstur@sms.tal.is: Tölvupóstur í vasann Nýtt íslenskt forrit Hugbúnaðurinn sem gerir þetta kleift er sem áður segir smíðaður og hannaður af starfsmönnum Hugvits og Tals. Um er að ræða alíslenska forritun án erlendrar fyrirmyndar. Að sögn Hugvitsmanna fór mest vinna í að þróa milliliðinn sem flyt- ur tölvupóstinn yfir í SMS texta- skilaboð. Einfaldara var að smíða notendaviðmótið á vefnum. - nýtt íslenskt forrit sendir tölvupóst áfram í GSM-síma Nýtt forrit, sem Tal hefur lótið hanna, gerir mönnum kleift að fá tölvupóstinn sinn fluttan yffir í GSM-símann. Ólafur Árnason, þjónustustjóri Tals, segir að þetta sé mjög hentugt fyrir menn sem eru mikið á ferðinni og námsmenn sem eru með tölvupóst í skólanum. Einfalt í framkvæmd Enn sem komið er er Islandia Intemet eini netþjónustuaðilinn sem er með sjálfvirka afritun og flutning á tölvupósti til GSM-not- enda hjá Tali. Þeir sem em með net- samskipti sín hjá Islandia og síma frá Tali geta því á einfaldan hátt á heimasíðu Tals, www.tal.is, gerst áskrifendur að þessari þjónustu. Ólafur segir að aðrir GSM-notendur hjá Tali, sem em með netsamskipti sín hjá öðram aðilum, eigi hins veg- ar að geta samið við þau netfyrir- tæki um afritun og framsendingu á tölvupósti sinum til Tals. Einnig má benda á að allir viðskiptavinir Tals fá netfangið símanúmer@sms.tal.is og þannig er hægt að senda tölvupóst frá venjulegum tölvupóstforritum (t.d. Outlook og Eudora) í GSM-síma TALs. „Miðað við fjölda farsíma- notenda hér á landi, sem vex sífellt, er GSM- síminn að verða jafnsjálfsagður hlutur til að ganga með á sér og peningaveski. Notkun- armöguleikar þessa undratækis em alltaf að aukast," segir Ólafur Áma- son, þjónustustjóri Tals, en nýverið hóf Tal að bjóða viðskiptavinum sínum þjónustu sem gengur út á að fá allan eða útvalinn tölvupóst send- an sem SMS-textaskilaboð í GSM- símann. Algeng boðleið Nú á dögum, þegar tölvupóstur er orðinn ein algengasta boðleiö manna á milli, getur verið gott að þurfa ekki að vera við tölvu til að vita hvort mikilvægur póstur hafi borist. Tal fékk tölvusérfræðinga hjá Hugviti til að smíða fyrir sig for- rs~ I ÍlílJJH'ÓilJ' rit sem flytur tölvupóst yfir í sím- ann og flokkar tölvupóstinn þannig að viðkomandi getur á einfaldan hátt stillt hvaða tölvupóst hann vill fá sendan. Allur tölvupóstur sem berst á netfang viðkomandi GSM- notanda hjá ákveðnum netmiðlara er afritaður og sendur áfram í sér- hannað tölvuforrit sem sér um að kalla á upplýsingar um hvaða skil- yrði viðkomandi notandi vill að pósturinn uppfylli til að verða áframsendur í GSM-símann. Síðan sendist sá tölvupóstur áfram og birt- ast fyrstu 35 orðin (160 stafir) sem SMS-textaskilaboð í símanum ásamt netfangi sendanda. Forgangsröðun tölvupósts Ólafur segir að ekki þurfi að skrá sig sérstaklega til að nota þessa þjónustu. Einungis þurfi að fara inn á heimasíðu TALs www.tal.is og smella á hnappinn @sms.tal.is. Hægt er að ráða því hvaða 77/ dæmis er hægt að láta forritið fíokka póstinn þannig að ein- ungis verði framsend- ur póstur frá einu ákveðnu neifangi eða nokkrum netföngum og veija þá daga og þann tíma dags sem pósturinn berst. tölvupóstur kemur í símann með því að skilgreina marga hópa af pósti og forgangsraða þeim. Skilgreiningin felur í sér: netfóng, titil, tíma dags, vikudaga og mikil- vægi pósts. Til dæmis er hægt að láta forritið flokka póstinn þannig að einungis verði framsendur póst- ur frá einu ákveðnu netfangi eða nokkram netfóngum og velja þá daga og þann tíma dags sem póstur- inn berst. Vélmenni í stað lækna? í framtíöinni veröur aö öllum líkindum hægt að láta vélmenni framkvæma ákveðna hluta skurðaðgerða til að létta undir með læknum. Hver skyldi eiga von á því að vélmenni myndi fram- kvæma hjarta- aðgerð á sjúk- lingi á íslandi í dag? Það gæti breyst innan nokk- urra ára því í Seattle í Bandaríkj- unum hefur vísindamönnum tek- ist að þróa vélmenni sem koma á að mörgu leyti í stað læknis. „Ná- kvæmnin er ótrúleg,“ segir Robert Lazzara, skurðlæknir við The Hope Heart Institute, þegar hún afhjúpaði vélmennið fyrir 5.000 manns. Vonir era bundnar við aö vélmennið geti framkvæmt ná- kvæmustu hjartaaðgerðimar þar sem ekki þarf að framkvæma meiri háttar skuraðgerð á sjúk- lingnum. Hjartaaðgerð með vél- menninu yrði framkvæmd þannig að læknir stjómaði því með fjar- stýringu en á skjá fyrir framan hann myndi hann sjá inn í líkama sjúklingsins og þannig getur hann auðveldlega stjórnað aðgerðinni. Framleiðendur Matvæla- og heilbrigðiseftirlits Bandaríkjanna hafa nú til meðferðar hvort nota megi vélmennið til tilrauna á 150 hjartasjúklingum víðs vegar í Bandarikjunum. „Ef það gengur eftir kemur í ljós hvort við getum sett vélmennið á almennan mark- að,“ segir Yulan Mang, stofnandi tölvufyrirtækisins Computer Motion Inc. sem hannaði hugbún- að vélmennisins. : GSM-simann itaóoó. Nýjar orðabækur gefnar út: Erlend tungumál í tölvunni Útgáfúfyrirtæk- ið Mál og menn- ing hefur gefið út tvær nýjar tölvuorðabækur hér á landi. Þetta er dönsk- íslensk orðabók og ensk-íslensk, ís- lensk-ensk orðabók. Báðar þessar orðabækur innihalda yfir 45.000 uppflettiorð úr nútímamáli. Örðabækur á tölvutæku formi hafa notið sívaxandi vinsælda með- al þeirra sem hafa aðgang að tölv- um, enda bjóða þær upp á ýmsa kosti umfram hefðbundnar orða- bækur. Þessar orðabækur Máls og menningar eru auðveldar í notkun, hraðvirkar og með einfeldri upp- setningu. Sveigjanleg leitarvél getur fundið merkingu orða og hægt er að beita ýmsum leitaraðferðum. Notandinn getur að auki bætt við orðasafnið að vild og sett upp sitt eigið glósusafn. Orðabókin er sérstaklega hönnuð til að nota með öðrum forritum og tek- ur hún aðeins lítinn hluta af skján- um. Oröabækumar eru á geisladiski og er þeim hlaðið inn á harða diskinn á tölvunni. Hinar nýju tölvuoröabækur eru ætl- aðar fyrir Windows 95/98 og NT og er þeim hlaðið inn á harðan disk af geisladiskum. jjílJJHÚilj' i.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.