Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 3
Honda Accord 2,0i 5 g.,4 d. ‘95 90 b. 1.450 b. Honda Civlc 1.5 Lsi.4 d. ‘94 65 b. 780 b. Honda Civic i.4is. 5 d. ‘96 3i o. 1.150 b. Honda Civic 1.4is. 3 d. ‘97 20 b. 1.220 b- Dalhabu Tei, 4x4. 5 g., 5 d. '98 23 b. 1.480 b. Toyota Corolla 5 g., 5 d. ‘98 25 b. 1.420 b. Toyota Corolla 5 g.. 4 d. ‘96 49 b. 1.030 b. Tovola Corolla 1,6, ssk., 5 d ‘98 14 b. 1.470 b. Toyota Carina 2.0. ssk., 5 d. ‘97 40 b. 1.610 b. Toyota Carina 1.8. ssk.,4 d. 97 22 b. 1.470 b. Toyota Ra« 4, ssk.. 5 d. ‘97 46 b. 1.900 b. MMC Pajero, langur, S d ‘93 no b. 2.250 b. MMC Pajero, langur, 5 d. ‘90 134 b. 1.090b. MMC Lancer 5 d. ‘93 89 b. 950 b. Mazda 323Fssk.,5d. ‘97 50 b. 1.580 b. Mazda 323 GLXI, 4 d. ‘95 65 b. 750 b. Ford Escort sl.. 5 g. 5d. 40 b. 1.090 b. Citroln XM 2,0,5 d. ‘93 138 b. 1.090 b. VW Polo 5 g., 3 d. ‘98 7b. 1.030 b. VW Polo 5 g„ 3 d. ‘98 16 b. 990 b. VW Golf GL 5 g„ 4 d. ‘96 42 b. 1.200 b. Opel Corsa sw.,1,4, ssk.,5d. ‘98 10 b. 1.090 b. Range Rover Vo., ssk., 5 d. ‘88 185 b. 750 b. Renaull 10RN,4d. ‘96 71 b. 750 b. Suzuki Vitara JLXI, 5 d. ‘92 118 b. 890 b. Subaru Legacy st„ 5 d. ‘97 67 b. 1.690 b. Subaru Impreza st, 5 g., 5 d. ‘07 15 b. 1.450 b. JL>V LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 Við hönnun Daily City Truck var mikið upp úr því lagt að vel færi um ökumann og hans starf yrði sem léttast. Hér er það Eiríkur Lindenskov frá Sósíalnum í Færeyjum sem lætur á það reyna. Samkeppnishæft verð Um það var spurt á fundi með for- ystumönnum Iveco hvort þessir bíl- ar yrðu fáanlegir með sjálfskipt- ingu. Svo er ekki - a.m.k. ekki fram- an af. Ekki var talið líklegt að nógu margir viðskiptavinir yrðu fusir til að snara út þeim aukakostnaði sem sjálfskiptingin sjálf kallar á, né heldur þeim aukakostnaði sem rekstur hennar hefur í för með sér umfram hefðbundinn gírkassa og kúplingu. Á þessari stuttu hringbraut, þar sem sífellt er komið að næstu beygju, er varla hægt að segja að ráðrúm hafi verið til að nota sjötta gírinn. En hinir fimm léku í hendi og bíllinn var líkastur stórum fólks- bil í akstri. í 37 stiga hita datt eng- um í hug annað en hafa alla glugga opna eins og kostur var á - nema á þeim fáu en mjög eftirsóttu kynn- ingarbílum sem voru með loftkæl- ingu. Samt var a.m.k. við þessar að- stæður vandalaust að halda uppi samræðum í bilunum. Iveco Daily City Truck kemur væntanlega í sölu hér heima seint í sumar eða í haust. Verð liggur ekki endanlega fyrir en á blaðamanna- kynningunni á Spáni staðhæfðu for- ystumenn Iveco að verðið yrði í sumum flokkum hið sama og á eldri bílnum og í öllum flokkum vel sam- keppnishæft við helstu keppinauta í þessum flokki bUa. -SHH í flokki grindarbíla er Iveco Daily í fararbroddi í Evrópu. Nýi bíliinn tekur tillit til eldri eigenda þannig að pallar og flutningshús af eldri bílunum ganga beint og fyrirhafnarlaust á grind nýja bílsins. Ingvar Helgason og Bílheimar: Hringferð um landið með bíla- og búválasýningu - byrjar í Reykjavík um helgina Ingvar Helgason og BUheimar eru að fara af stað í hringferð um land- ið með bUa- og búvélasýningar. Sýnt verður það helsta sem fyrir- tækin hafa upp á að bjóða. Um er að ræða búvélar frá Véladeild Ingvars Helgasoncir, Nissan- og Subaru-bíla frá Ingvari Helgasyni, Opel og Isuzu frá Bílheimum. Byrjað verður með stórsýningu á Sævarhöfða í dag, laugardaginn 29. maí, frá 12-17, og á morgun, sunnu- dag 30. maí, frá 14-17. í næstu viku verður lagt upp vest- ur og norður um land, byrjað i Borgamesi og haldið síðan norður og austur og endað í Þorlákshöfn 10. júní. bílar 37 Whonda NOTAÐIR BÍLAR Vatnagörðum 24 Sími 520 1100 Jim Rogers og Paige Parker hófu hnattreisu á Þingvöllum á nýársdag í þessum Mercedes Benz GLK, sérbúnum sportjeppa sem er samsuða CLK-sportbílsins og G-jeppans frá Benz. Þau komu í vikunni til höfuðborgar Suður-Kóreu, Seoul, eftir 22.482 kílómetra akstur um Evrópu og Asíu. Jim Rogers og Paige Parker í heimsreisu á CLK-jeppanum frá Benz: Komin til Seoul í S-Kóreu Flestir lesendur DV-bíla muna ef- laust eftir Jim Rogers, unnustu hans, Paige Parker, og skærgula CLK-sportjeppanum frá Mercedes Benz, sem lagði upp í tveggja ára heimsreisu héðan frá íslandi á ný- ársdag, en feröina hófu þau hér á landi með þvi að aka á milli jarð- skorpuílekanna sem skilja að Amer- íku og Evrópu, og það er hægt að gera á aðeins einum stað, Þingvöll- um. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jim Rogers leggur í heimsreisu. Hann fór ásamt þáverandi kærustu hringferð um jörðina á BMW-mótor- hjólum á árunum 1990-1992, alls 104.693 kílómetra, auk þúsunda kíló- metra í viðbót í flugvélum og ferj- um. Ástæða þess að Jim Rogers leggur nú í hnattferð öðru sinni er að hann hyggst skrásetja hvemig heimurinn er um aldahvörf en ferðin hófst 1. janúar 1999 og lýkur 31. desember 2001. En hvernig hefur ferðin gengið? Fyrir þá sem hafa aðgang að Inter- netinu er hægt að fylgjast með ferð- um þeirra Jims og Paige á slóðinni www.milleniumadventure.com, en fyrir þá hina er rétt að stikla á því helsta sem gerst hefur á undanföm- um mánuðum, en í vikunni komu þau skötuhjú á þeim gula til höfuð- borgar Suður-Kóreu, Seoul. Héðan til meginlands Evrópu Frá Þingvöllum lá leiðin um hringveginn um ísland og, eins og flestir muna, lentu þau í nokkram hrakningum á Hólsfjöllum. Héðan komust þau 7. janúar og voru þá 1623 kílómetrar að baki. Frá íslandi var siglt með bílinn og kerruna góðu til írlands en í millitíðinni gisti parið í Edinborg og Glasgow en fór þaðan til Hull, til móts við bílinn. Lag var upp frá Immingham þann 18. janúar og ekið um Belfast, Dublin og til Nenagh, þar sem aftur var lagt í siglingu með ferju Stena Line frá Rosslare. Kílómetrateljar- inn var kominn í 2.725. Ekið var um Bristol og London á Englandi til Folkestone en þaðan var farið um Ermarsundsgöngin yfir til meginlandsins og til aðal- stöðva Mercedes Benz í Sindelf- ingen í Þýskalandi til að ná í G-jepp- ann sem fylgja átti parinu í heims- reisunni. Kílómetramælirinn komst þar í 4.674. Áfram var ekið um Þýskaland, suður til Múnchen, til Linz í Aust- urríki, Búdapest í Ungverjalandi, um Serbíu og Búlgaríu til Istanbul. 8.084 kílómetrar að baki. Þvert yfir Asíu Frá Istanbúl, sem er á mörkum Evrópu og Asíu, var lagt upp og haldið áleiðis austur um Asíu. Tyrkland var yfirgefið þann 22. febr- úar, ekið um Georgíu, Aserbaídsjan, þar sem áð var í olíuborginni Baku þann 26. febrúar, áður en lagt var með ferju yfir Kaspíahafið. Kíló- metramir voru orðnir 10.877. Næst lá leiðin um Túrkmenistan og komið við í Bukara, Samarkand og Tashkent. Þegar hér var komið sögu var kominn 14. mars og kíló- metranir orðnir 12.933. Frá Tashkent í Túrkmenistan lá leiðin um Kirgisistan og Kasakstan og þar var komið að kínversku landamærunum þann 1. apríl og 14.338 kílómetrar að baki. Mánaðarferð um Kína Það tók þau Jim og Paige um mánuð að ferðast um Kína. Eftir 21 viðkomustað voru þau loks komin til höfuðborgarinnar, Peking, þann 6. maí, en meðal viðkomustaðanna á leiðinni voru staðir eins og Zhengzhou, Nanking og Shanghai. Dagleiðimar í Kína voru býsna misjafnar, eða frá tæplega 200 kíló- metrum upp í 694 kílómetra, en þeg- ar lagt var upp með ferju frá Tianj- in út á Gulahafið þann 17. maí voru alls 22.482 kílómetrar að baki. í vikunni komu þau svo til höfuð- borgar Suður-Kóreu, Seoul, en það- an munu þau aka um landið áður en hoppað verður yfir til næstu landa. Við munum segja frá næstu áföngum i þessari heimsreisu siðar. Þau Jim og Paige era væntanleg aftur til íslands 31. desember 2001, en þá lýkur þessari hringferð um jörðina formlega á Þingvöllum, þar sem hún hófst um síðustu áramót. -JR Honda Civic 1,5 V-tec 5 g.‘98 rauður, ek. 32 þ. Verð. 1.390.000 Honda CR-V 2,0, ssk. ‘98 grænn.ek. 16 þ. Verð. 2.190.000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.