Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 7
45 LAUGARDAGUR 29. MAI 1999 ■ýt 'k ★ ■ye n miar Hver eða hverjir fara rétt að? ■ A ■ C ■ E ■ C og E Nafn Nafnr Heimili Sfmi 1 anen Hver eða Það er ekki vandalaust að fara fram úr bíl á þjóðvegi. Þar verður að hafa ýmislegt í huga og athyglin Umferðargetraun % / / / / Bílastæöi Bílastæöi Bílastæði Bílastæöi B 3 r~H3 I-----1 !---------------------------1 Hverjir eiga forgangsrétt? Svar: B og D eiga forgangsréttinn Vinningshafar í Umferðargetraun 4: Allt upp úr 25. grein umferðarlaga Góð þátttaka var í umferðargetraun 4 sem birtist í DV-bílum 1. maí síðast- liðinn. Þar var spurt um forgangsrétt í ákveðnum tilvikum þar sem annars vegar skiptust á aðalbraut og útakstur af bílastæði, en hins vegar aðalbraut og hliðargata. Hvort tveggja var án sérstakra merkja um biðskyldu og/eða stöðvunarskyldu. Um þessi efni eru umferðarlögin al- veg skýr. Um fyrra tilvikið segir svo í 25. grein umferðarlaganna: „Nú ætlar ökumaður að aka út á veg af bifreiðastæði, lóð, landareign, bensínstöð eða svipuðu svæði ... og skal hann þá veita umferð í veg fyrir leið hans forgang." Samkvæmt þessu ber A að veita B forgang. í síðara tilvikinu ber C að veita D forgang þar sem C hefur D sér á hægri hönd. Um þetta gildir hægri reglan svonefnda, að sá sem hefur bíl sér á hægri hönd skal gefa honum forgang ef sérstök merking gefur ekki tilefni til annars. Um þetta segir í 25. grein umferðarlaganna: „Þegar ökumenn stefna svo að leið- ir þeirra skerast á vegamótum, opn- um svæðum eða svipuðum stöðum skal sá þeirra sem hefur hinn sér á hægri hönd veita honum forgang." Rétt svar í umferðargetraun 3 er því B og D. Þeir eiga forgangsrétt. Það voru Bifreiðar og landbúnaðar- vélar sem gáfu verðlaun í mnferðar- getraun 4. Fyrstu verðlaun voru arm- bandsúr, önnur verðlaun lyklaveski úr mjúku leðri og þriðju verðlaun voru slæða. Þegar dregið var úr rétt- um lausnum komu upp eftirtalin nöfn: 1. Armbandsúr: Sölvi B. Hilm- arsson, Álftarima 3, Reykjavík. 2. Lyklaveski: Kristrún Hall- grímsdóttir, Skarðshlíð 10C, Akur- eyri. 3. Slæða: Aðalheiður Halldórs- dóttir, Skjólbraut 9, Kópavogi. Verðlaunin verða send til vinn- ingshafa. Umferðargetraun 5: hverjir fara rétt að? verður að vera í lagi. Menn verða líka að kunna að fara eftir þeim merkingum sem vegakerfið býður upp á. Á þeirri teikningu sem við bjóð- um upp á í dag er mikið um framúr- akstur. Eins gott að umferðin virð- ist öll liggja á einn veg. Raunar er það ekkert óalgengt: burt úr bæjun- um fyrir helgar, til bæjanna eftir helgar. Samt skiptir miklu að fara rétt að við framúraksturinn. Og við spyrjum hver eða hverjir ökumannanna, sem merktir eru A, C og E, geri það. Að þessu sinni er það Brimborg hf. sem gefur verðlaunin. 1. verð- laun eru voldug ferðaskjóða, svo vönduð að ekki er erfitt að ímynda sér að hún geti orðið erfðagripur. Ekki er verra að hún skuli bera merki Volvo. 2. verðlaun eru póló- bolur með merki Volvo og húfa, merkt Fordbílnum Ka, en 3. verð- laun eru golfhanski og húfa, merkt Volvo. Klippið þrautina út úr blaðinu og merkið x við réttan reit. Skrifið greinilega nafn og heimilisfang og síma. Lausnir þurfa að hafa borist fyrir 17. júní. Dregið verður úr réttum lausnum. Utanáskriftin er DV-bíiar, Um- ferðcirgetraun 5, Pósthólf 5380, 125 Reykjavík. 2. verðlaun: Pólóskyrta og húfa, 3. verðlaun: Golfhanski og skyggni merkt Ka frá Ford. rneð Volvomerki. Hópbílar endurnýja með Renault: Fengu fjóra nýja hópferðabíla Hópbílar hf. bættu við sig fjórum nýjum hópbílum nú á dögunum þeg- ar þeir fengu afhenta þrjá nýja hóp- ferðabíla af gerðinni Renault Hiade RT, 55 og 47 farþega, og einn af gerð- inni Renault Master Minibus sem er 15 sæta smárúta. Renault Iliade er nýr hópferðabíll sem tekur við af FRl sem á sínum tima var valinn hópferðabíll ársins. Iliade hefur það helst fram yfir FRl að vera liprari í akstri og þægilegri fyrir ökumanninn, hefur auk þess betri spegla. Vélin er 340 ha. og gir- kassinn er 8 gíra. BíUinn er með læsivarðar bremsur, spólvörn og Thelma-drifskaftsbremsu. Þá má einnig nefna að í bílnum er geisla- spilari, myndbandstæki og tvö sjón- vörp, bílbelti í öUum sætum og fleira. Renault Master Minibus er með 113 ha. vél, læsivarðar bremsur og 3 punkta bUbelti fyrir hvert sæti. Verðið telst lika gott, 3.350.000 krón- ur tU þeirra sem hafa hópferðaleyfi. HópbUar hf. voru stofnaðir 1995 með kaupum á hópbílarekstri Pálma Larsen hf. Nú eiga HópbUa hf. 14 hópferðabíla sem samtals taka um 570 farþega, þar af 8 af Renault- gerð. Á myndinni má sjá tvo nýja Renault lliade hópferðabíla en fyrir framan þá standa Heiðar Sveinsson, sölustjóri Renault VI hjá Bifreiðum & landbúnaðarvélum, Gísli Guðmundsson, forstjóri B&L, og Gísli Friðjónsson, framkvæmdastjóri Hóp- bfla hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.