Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1999, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 !á 26 Hestar eignuöumst hann í hestakaupum fyrir sex árum og létum fyrir tvær merar. Hann var sem ungur býsna bald- inn og treysti ekki manninum og það tók langan tíma aö gangsetja hann. Konan á mikinn þátt í tamningunni á honum. Hún var í tvö ár að nudda i honum. Ótti er ekki léttlyndur en traustur og með stöðugt lundarfar. Hann spjallar við mann á morgnana Guömundur Einarsson Fæddur: 22.9. 1961. Hestur: Ótti frá Miðhjáleigu, i tölti, íjórgangi og ftmiæfmgtun. Þátttaka á HM: 0. íslandsmeistari: 0. og lætur vita ef honum er misboðið. Okkur hefur gengið mjög vel í keppni og höfum komist tvisvar sinnum í A-úrslit á íslandsmótum og við sigruðum á Suðurlandsmót- inu á síðasta ári. f upphafl ársins vorum við í 4. sæti á World Rank- listanum í íjórgangi. Ég hef ekki keppt á heimsmeist- aramóti til þessa en hef tekið þátt í Norðurlandamótum þrisvar sinn- um: árið 1984 í Noregi, 1990 í Dan- mörku og 1996 í Svíþjóð," segir Guðmundur. -EJ Sigurður Sigurðarson Fæddur: 6.1. 1969. Hestur: Prins frá Hörgshóli í fimm- gangi, gæðingaskeiði og slaktaumatölti. Þátttaka á HM: 0. íslandsmeistari: 3. Sigurður Sigurðarson: Bestur í fimmgangi „Prins er 11 vetra undan Skugga-Baldri og Perlu frá Hörgshóli en hún var ótamin og ósýnd. Hann er í eigu Þorkels Traustasonar," segir Sigurður Sig- urðarson. „Prins er afar sérstakur persónu- leiki og það er ekki sama hvernig maður kemur að honum. Hann er afar viljugur en viðkvæmur en ég þekki hann vel og því er samstarf okkar ágætt. Við urðum íslandsmeistarar í fimmgangi árið 1998 og höfum verið í A-úrslitum tvisvar áður. Prins er með yfir 100 punkta í gæðingaskeiði og yfir 80 punkta í tölti og hæst hef- ur hann fengið 7,40 í fimmgangi. Sterkasta grein hans er fimm- gangur," segir Sigurður. -EJ Ég hef verið með hann frá því Þorsteinn fékk hestinn. Erill er fyrst og fremst tölthestur og þar liggja mínir möguleikar aðallega. Ég fer einnig í fjórganginn því hann gæti hugsanlega verið valinn sem liðsstjórahestur og þá þarf að liggja fyrir þekking á hæfileikum hans. Erill hefur hæst fengið 95 punkta í tölti. Okkur hefur gengið vel í keppni og á Reykjavíkur- meistaramótinu rétt marði Oddur hann en þar urðum við í 2. sæti. Ég hef sjálfur tekið þátt í tveimur til þremur úrtökum og stefni á að komast á heimsmeistaramót fyrr en seinna," segir Daníel. -EJ Fengum Ótta í hestakaupum - segir Guðmundur Einarsson Sannkallaður gammur - segir Vignir Siggeirsson „Það hefur gengið eins og í lyga- sögu með Ofsa,“ segir Vignir Siggeirs- son. „Ég tók við honum í mars 1998 og keppti á honum í fyrrasumar og upp- skeran var 4. sæti 1 B-flokki á lands- mótinu, 4 sæti í tölti á landsmótinu og 4. sæti í tölti á íslandsmótinu. Ofsi er 9 vetra, undan Otri frá Sauðárkróki og Snældu frá Viðborðsseli, og er eig- andi hans Finnbogi Geirsson. Mér skilst að Ofsi hafi verið vandamála- hestur en við náðum vel saman. Hann er mikill rýmishestur og er ofsalegur viljahestur, sannkallaður gammur. Hann er með viljugustu hestum sem ég hef riðið. Einnig á ég þann kost að fara og verja heimsmeistaratitil minn á Þyrli frá Vatnsleysu en það er draumurinn að endurheimta heimsmeistaratitlinn á nýjum hesti og það væri ekki leiðin- legt að vinna á Ofsa,“ segir Vignir Sig- geirsson. -EJ Rúmur og námfús - segir Sölvi Sigurðsson um Gand „Þorsteinn Kristjánsson, skip- stjóri á Eskifirði, keypti Eril fyrir tveimur árum og var stefnan þá sett á heimsmeistaramótið í Þýskalandi," segir Daníel Jónsson sem keppir í tölti og fjórgangi. „Erill er 7 vetra, undan Pilti frá Sperðli og Gnótt frá Steinmóðar- bæ. „Ótti er sterkur fjórgangshestur enda grunngangtegundimar góðar,“ segir Guðmundur. „Hann er 11 vetra, undan Þrótti frá Miðhjáleigu, sem var undan Adam frá Meðalfelli. Móðir Ótta er Mjó- blesa frá Miðhjáleigu sem var undan Hreggnasa frá Hreggsstöðum og Drottningu frá Búðarhóli. Við hjónin „Gandur er 10 vetra, undan Baugi og Styrju frá Fjalli í Skaga- firði og er í eigú Vilhjálms Skúla- sonar og Unnar Steinson," segir Sölvi Sigurðsson. „Hann er rúmur og geðgóður klárhestur, greindur og námfús með stórbrotinn persónuleika. Ég keppti á honum i ungmennaflokki á íslandsmóti fyrir þremur árum og varð í 2. sæti í tölti og fjórgangi og í 3. sæti á fjórðungsmótinu á Hellu sama ár. Síðan hef ég ekki riðið hon- um fyrr en í vetur að ég fékk hann í hendurnar aft- ur. Ég ákvað ekki að fara i úrtök- una fyrr en nýlega en stefni á að afla mér meiri reynslu," segir Sölvi. -EJ Sölvi Sigurðsson Fæddur: 12.1. 1978. Hestur: Gandur frá Fjalli, í tölti og fjórgangi. Þátttaka á HM: 0. fslandsmeistari: 2. „Ég fékk Prins í vetur og hef verið að keppa á honum í vor. Þekki hann reyndar frá árun- um 1993 og 1994 er ég var með hann í keppni," segir Al- exander Hrafnkelsson. „Viðar Halldórsson, eigandi Prins, hefur yfirleitt verið með hann í keppni og gengið vel. Prins er 14 vetra, brúnn, undan Goða frá Ásum, sem var undan Hrafni frá Holtsmúla og Hrafnhildi frá Hvanneyri. Móðir hans, Prinsessa frá Hvítárbakka, var brúnskjótt hlaupahryssa í kappreiðum. Þaðan Alexander Hrafnkelsson Fæddur: 4.4.1966. Hestur. Prins frá Hvítárbakka, í fimmgangi, gæöingaskeiði, tölti, slaktaumatölti og 250 metra skeiöi. Þátttaka á HM: 0. íslandsmeistari: 0. hefur hann senni- lega snerpuna. Prins er mikill gæðingur og rosa- legur vekringur. Hann er jafngóð- ur á allan gang þó skeiðið sé hans aðall. Hann er með fljótustu skeið- hestum sem ég hef verið með og á best 22,4 sek. í 250 metra skeiði þó ekki hafi verið stílað á kappreiðar til þessa. Ég stíla inn á samanlagðan ár- angur í fimmgangi, tölti og skeiði og fer örugglega í 250 metra skeið- ið því þar er vægið meira," segir Alexander. -EJ Möguleikarnir í töltinu - segir Daníel Jónsson Daníel Jónsson Fæddur: 30.7. 1976. Hestur: Erill frá Kópavogi, í tölti og Qórgangi Þátttaka á HM: 0. fslandsmeistari: 4.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.