Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1999, Blaðsíða 10
Því hefur verið haldið fram að alla langi til að vera stjörnur, sem er auðvitað algjör þvæla því flesta langar það alls ekki neitt. Suma langar þó að verða stjarna en aðeins örfáir hafa það sem til þarf. Áður en lengra er haldið á frægðarbrautinni er hér handhægt próf sem svarar spurningunni: • Þú færö boö um aö mœta á allar hugsanlegar opnanir, frumsýningar og í kokkteilboó þeg- ar frœgir, erlendir menningarbolt- ar rúlla til landsins. Eina vikuna gerist þaö aö þú fœrö bara eitt boðskort, boö um aö koma á sýn- ingu á hannyröum þroskaheftra sem haldin er í nágrenni Kirkju- bœjarklausturs. Hvaö gerir þú? a) Rífur boðskortið í bræði, seg- ir hingað og ekki lengra og heitir þess að mæta aldrei aftur í boð. b) Ferð austur, en stoppar stutt, lýgur að þú þurfir að komast í bæ- inn til að vera við opnun á bíla- sölu. c) Ferö austur og tekur með þér blaðamann frá Séð og heyrt. Þú sýnir sýningunni rosalegan áhuga, lætur taka af þér myndir með vistmönnum og kaupir tvö verk. Þú hefur loksins hœtt þér út r á lífiö en þangaö hefur þú ekki viljaö fara lengi út af öllu bögginu. Þú ert aö drekka í rólegheitum þeg- ar draugfullur maöur kveikir á því hver þú ert og vindur sér aö þér. Hann hellir sér yfir þig og fer aö segja þér hversu ömurlegur þú ert í hans augum. Hvaö gerir þú? a) Hleypur í burtu eins hratt og þú | getur. b) Samþykkir allt sem maðurinn seg- ir, ferö að gráta og reynir að faðma byttuna. c) Verð þig með rökum eins og: „Jæja, ert þú eitt- hvað skárri, hel- vítið þitt?“ Þegar M b Er hún glöð Inn í sér þegar smákrakkarnir blðja um elgin- handaráritun? það gengur ekki, ræðstu á manninn og reynir að lemja hann til óbóta. w—bb Þagnar heiti potturinn þegar hann blrtlst? o Þú ert á flugvelli meó barn- 'S? iö þitt meö þér. Blaöamaöur vindur sér aó barninu og spyr þaó hvort ekki sé erfitt aö eiga svona frœgt foreldri. Hvað gerir þú? a) Brosir kumpánlega til blaða- mannsins og leyfir honum að bulla í krakkanum. b) Setur upp hundshaus og dregur krakkann í burtu. c) Sérð rautt og kýlir blaðamann- inn kaldan. & ■ Þú fœrö jákvœóa gagnrýni í f þorpsblaöi í Evrópu. Hvaó ger- ir þú? a) Ekkert. b) Klippir grein- ina út og límir í sérstaka úr- klippubók. c) Sendir Mogg- anum fax með greininni og hringir svo dagiega í rit- Safnar hann úf. Þf^kUppum um blaðið hefur . gert þessu skil. slal,an s'g? Þú ert dauöadrukkinn úti á landi og berar þig í blakkátifyr- ir framan einhverja vitleysinga. Þeir taka af þér myndir og setja á Netiö. Hvaö gerir þú? a) Flýrð land. b) Biðst afsökunar í sjónvarpinu. c) Semur lag og í myndbandinu gerir þú grin af honum vel öllu saman. við athygli kvenfólks? Þú ert að koma úr sundi og ’á móti þér ganga þrír strákar, á aö giska ellefu ára. Þú sérö þaö á þeim aö þeir þekkja þig og þaö er kominn geðveikisglampi í augun á þeim, eins og oft vill henda þegar almúginn sér stjörnu. Þeir hlaupa í áttina aö þér en hvaö gerir þú? a) Hleypur í burtu eins hratt og þú getur. b) Gengur framhjá og þykist ekki heyra í strákunum sem æpa á þig fúl- yrðum. c) Hægir á göngu þinni og gantast við strákana. Gef- ur þeim svo eigin- handaráritun til að losna við þá. Fær hún barnum? frið á Éfi Þú fœrö hörmulega gagn- rýni og ert auövitaö á öldungis ööru máli en gagnrýnandinn. Hvaö geriröu í málinu? a) Færð vini þíni til að skrifa há- vær mótmælabréf í blöðin og heldur sjálfur fram samsæris- kenningum. b) Ert fúll í tvo tíma og heilsar ekki gagnrýnandanum næst þegar þið mætist á götu. c) Ekkert. Þú þarft aö mála einbýlis- húsiö aö utan. Hvernig beröu þig að? a) Kaupir málningu og málar hús- ið næst þegar veður gefst til þess. b) Færð málara til að mála húsið fyrir þig. c) Lætur umboðsmanninn redda sponsor hjá málningarframleið- anda. Svo lætur þú málningar- framleiðandann efna til get- raunar þar sem fyrstu verð- launin eru að fá að mála húsið þitt. Þú ert aö koma heim af ■*— skralli í leigubíl og fattar þeg- ar heim er komiö aö þú átt ekki pening fyrir bílnum. Hvaö gerir þú? a) Hleypur í burtu eins hratt og þú getur. b) Segir leigubílstjóranum frá þessu, ert auðmjúkur og lofar að þú munir leggja inn á reikn- inginn hans á mánudaginn. c) Spyrð: „Veistu hver ég er?“ Þegar bílstjórinn jánkar því spyrðu: „Myndirðu láta Elvis borga?“ 9 Þú ert meö leyninúmer og ^'svarar aldrei í símann fyrr en fólk er búið aö tala inn á símsvar- ann. Einn daginn hringir hundleiö- inlegur bekkjar- bróöir úr menntó og býöur þér í 10 ára útskriftaraf- mæli. Hvaó gerir þú? a) Mætir, ert kvöldið á enda og þykir rosa- lega gaman að hitta krakkana aftur. b) Kíkir inn í korter en segist svo þurfa að fara annað. c) Skiptir um leyninúmer. Hvernig reiknarðu út stigin? Hvert a) gefur 0 stig. Hvert b) gefur 1 stig. Hvert c) gefur 10 stig. 0-9 stlg. Þú ert vonlaus og verður aldrei annað en það sem þú ert; óþekkta lítilmennið. Enginn mun nenna að lesa minningar- greinina um þig, ef þú færð þá nokkra. 10-80 stlg. Þú ert meðaljón og finnst allt best í meö- alhófi. Þér finnst hinn gullni meðalvegur vera vegurinn þinn og hlykkjast um hann á meöalstórum bíl. 81-100 stlg. Ef þú ert ekki stórstjarna nú þegar verö- ur ekki langt að biða að þú verðir það. Þú hefur allt sem til þarf; egóið, hrokann og hégómann, og algjöra blindu á eigin galla. Til hamingju! Notar hann strætó? /1 laugardai Nú eru kaupmenn á Laugaveginum á fullri ferð við að undirbúa laugar- daginn en þá er langur laugardagur og búðir opnar til ki. 17. þaö er af nógu að taka á Laugaveginum á laugardaginn en ýmsar verslanir eru líka byrjaðar að rýma fyrir haustvörum og verður því fjöldi góðra tilboða í gangi, auk þess sem margar verslanir eru að hefja útsöiur. Frítt er í öll bílastæðahús á iaugardögum en frítt í stöðu- og miðamæla eftir kl. 14. 1 miðborginni eru um 300 verslanir og ótrúlegur fjöldi veitinga- og kaffihúsa. Austurrískt Kaffihús Laugaveg 73 Skiljið skarkalan eftir: komið niður í kaffi í dag og langan laugardag! Kaffi og kaka kr.450,- Smáréttir og bjór með 10% afslœtti. Sjáumst! 10 f Ó k U S 2. júlí 1999 /ffl—>

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.