Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1999, Blaðsíða 1
13. júlí 1999 UMHVERFI Vissir þú? • ... aö hægt er að endurvinna pappakassa sjö sinnum? • ... aö það fer 95% minni orka í að framleiða áldós úr endurunnu hráefni? • ... að flísfatnaður er gerður úr endurunnum plastflöskum? • ... að sterk eiturefni sem not- uð eru til að verjast meindýrum geta safnast upp í fituvefjum manna og dýra? • ... að efni sem notuð eru til úðunar á vetuna eru hættuminni en hin sem eru notuð á sumrin? • ... að tvinni er úr endurunnu plasti? • ... að á suðvesturhluta lands- ins falla til um 200 þúsund tonn af lífrænum úrgangi? • ... að einungis lítið brot er nýtt til uppgræðslu? • ... að þessi 200 þúsund tonn af lífrænum efnum myndu duga til að græða upp svæði á stærð við hálft Þingvallavatn? • ... að urðun lífrænna efna, svo sem húsdýraáburðar, getur valdið mengun? Eyðing ósons í hámarki áriö 2000 Óson er lofttegund í lofthjúpi jarð- ar og kemur í veg fyrir að skaðlegir geislar sólar komist til jarðarinnar í of miklum mæli. Vísindamenn hafa haft miklar áhyggjur af því að óson- lagið eyðist en þá myndu dagar manna vera taldir á jörðunni. Mörg efni eyða ósoni og eru þar kunnust svokölluð klórflúorkolefni sem finnast t.d. í kælivökva gamalla isskápa, í frauðplasti, við efnagreiningar, í slökkvitækjum og úðabrúsum, leysi- efni við þurrhreinsun og fituhreins- un. Nú er hætt að nota klórflúor- kolefni á flestum sviðum en ónnur efni geta haft skaðvænleg áhrif. Gerð- ir hafa verið alþjóðasamningar um hætta losun á ósoneyðandi efhum og hafa þeir skilað umtalsverðum ár- angri. Gert er ráð fyrir að eyðing ósons verði í hámarki árið 2000 og það byggist síðan upp á ný. -HG Nægjusemin skiptir máli Iblokk í Grafarvoginum búa hjón að nafhi Bergljót Þor- steinsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur og garðyrkjufræðing- ur, og Ólafur Oddsson, upp- eldisfulltrúi og markaðsstjóri Skóg- ræktar ríkisins. Þau eru bæði þekkt að mikilli virðingu fyrir umhverfi sínu og að vera fyrirmynd annarra í að "ganga vel um umhverfi sitt. Blaðamaður DV byrjaði á því að spyrja að því hvers konar lífsstíll það væri að lifa í sátt við umhverf- ið og Bergljót svarar: „Það er nú ekki svo flókið. Við reynum að haga okkur þannig að við tökum ekki bara við gæðum náttúrunnar held- ur gefum líka til baka. Þetta er spurning um að vera ábyrgur og leggja sitt af mörkum." Hjónin eiga sumarbústað í Kjósinni og rækta þar eigið grænmeti og ber og stunda skógrækt. Þau tjalda oft úti í skógi og nota þá íslenskar jurtir í te og ýmislegt fleira. „Það er mjög gott, þegar maður er til dæmis að tjalda úti i skógi, að teygja sig í næsta birkitré og tína nokkur lauf af því i te. Svo er blóðberg og mynta mjög góð í te. Það er líka hægt að nota myntu sem kryddjurt og rækta hana heima. Ég gaf einu sinni ná- grannakonu minni myntujurt og hún notar hana mikið og er mjög hrifin." Hvorki eitur né til- búinn áburður í tuttugu ár Þau hjónin versla oft í verslun- inni Yggdrasill, sem er sú eina á landinu sem er einungis með líf- rænt ræktaðar vörur. Annars segir Ólafur að þeim finnist miklu betra að borða sitt eigið grænmeti og taki eftir miklum mun á bragðinu á eig- in grænmeti og því sem fæst í stór- mörkuðum. „Það er ekkert óæti en maður veit hvað maður hefur i höndunum þegar maður er með eig- in framleiðslu. Það er safaríkara og bragðbetra en annað grænmeti, enda tökum við það ferskt upp úr garðinum. Við' höfum hvorki notað. tilbúinn áburð né eitur á mat- jurtirnar og gróðurinn okkar í um tuttugu ár og hann dafnar mjög vel. Þegar maður notar tilbúinn áburð geta lifverur í moldinni, eins og ánamaðkar til dæmis, skaðast og Bergljót og Ólafur í sumarbústaðnum ÍKjósinni. það hefur mjög slæm áhrif á jarð- veginn." Bergljót tekur undir þetta. „Mér finnst íslensk náttúra yndis- leg. Hún er hins vegar viðkvæm og maður þarf að gæta sín að ofbjóða henni ekki." Fara með ruslið í bústaðinn En umhverfisvernd fer ekki bara fram inni í skógi. Hún fer ekki sið- ur fram inni á heimilunum. Hvern- ig haga þau heimilishaldinu á vist- vænan hátt? Bergljót verður fyrst fyrir svörum. „Við skúrum til dæm- is gólfin alltaf með grænsápu sem er mjög góð og sláum blettinn okkar með handsláttuvél. Það er mjög þægilegt og þarf ekkert rafmagn, snúrur eða bensín. Svo notum við sem allra minnst af þvottaefnum, því yfirleitt er notað allt of mikið af þeim. Við notum sólsápu við þrif því hún er mjög góð og umhverfis- væn." Ólafur bætir við að þau flokki alltaf sorpið sitt og hafi sér- tunnur fyrir lífrænan úrgang sem fellur til á heimilinu. „Við söfnum svo saman lífræna úrganginum, för- um með hann upp í bústað og not- um hann til jarðgerðar þar. Þannig nýtast þessi næringarefni sem eru fólgin í matarafgöngum og öðru slíku á heimilinu. Þetta er auðvitað talsvert stúss og á veturna fbrum við ekki eins oft upp i bústað og neyðumst þá til að henda þessu. Það er auðvitað mjög slæmt og við von- um að bráðlega geti fólk flokkað ruslið á heimilinu sjálft því það er auðvitað langbest. Það eru ekki all- ir sem hafa aðgang að sumarbústað eins og við." Allt veltur á almenningi En hvað vilja hjónin segja við þá sem vilja breyta um lífsstíl og lifa í sátt við nátturuna? Ólafur segir að fyrsta skreflð sé að afla sér þekking- ar á málinu og leita upplýsinga um hvað er í valdi venjulegs fólks að gera fyrir umhverfi sitt. „Svo er bara um að gera að þreifa sig áfram og með virkari þátttöku almennings í verndun umhverfisins kemur þetta allt saman." Bergljót tekur undir þetta. „Við hugsum núna allt of skammt fram á við. En það hefur orðið mikil vakning hjá almenningi og í reynd meiri en við bjuggumst við." Ólafur samsinnir. „En það sést samt ekki enn á umgengni fólks. ís- lendingar henda miklu rusli á al- mannafæri og við höfum stundum farið út að tína ruslið í kringum okkur þegar okkur hefur ofboðið það. Þetta er auðvitað verst á vorin, enda þarf alltaf sérstakt hreinsunar- átak þegar ruslið kemur í ljós eftir veturinn. Auðvitað ætti umgengnin að vera með þeim hætti að þetta væri ekki nauðsynlegt. Það ' sem þarf er að láta fólk njóta þess fjár- hagslega séð að ganga vel um um- hverfi sitt." Bergljót og Ólafur eru þeirrar skoðunar að stjórnvöld þurfi að breyta stefhu sinni í um- hverfismálum. „Við eram samt þess fullviss að þetta velti allt á almenn- ingi. Hann ber ábyrgðina. Ef þjóðin beitir sér í þágu umhverfismála taka srjórnvöld við sér og opna aug- un fyrir þessum mikilvæga mála- flokki. Þá sleppa menn kannski tak- inu af stóriðjudraumunum og gera sér grein fyrir verðmætunum sem felast í nátturunni og góðri um- gengni við hana." -HG Vetur 6:50-22:30* 8:00-20:30* rnm því þar er sannkölluð vatnaparadís | Sumar 6:50-22:30 8:00-22:00 * Sölu h J" y mi Upplýsingasími sundstaða í Reykjavik er 570-7711.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.