Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1999, Blaðsíða 4
20 umh verf i MIDVIKUDAGUR 14. JULI 1999 Minna sorp í tunnuna Stór hluti heimilissorps eru matarafgangar. Þá má nota t garöinn til aö bæta v. hann. Grafiö holu í (0 beö, e.t.v. 1 metra á ~~ kant og bætiö mold- inni sem kemur upp úr £ holunni í nærliggjandi beö. Setjiö greinar •jj^. neöst í holuna til aö j- lofti betur um hana og (i\ svo laufblöö eöa ann- *** aö þekjandi efni ofan á. Síöan er holan fyllt ; meö tiltækum úr- gangi, svo sem kaffi- korgi, eggjaskurn, grænmetisafgöngum og slíku. Flestur matur má fara ofan { holuna en þó ekki fiskur eða kjöt því þá laöast meindýr að staönum. Þegar holan er orðin full er sett mold yfir hana og grafin ný á öörum staö í garð- inum. Eftir nokkurn tíma veröa miklu meiri hæringar- efni í moldirini og%róðurinn dafnar. Umhverfismál Olíufélagsins hf.: Órofa hluti af starfseminni mhverfisráðuneytið veitti í fyrra Olíufé- laginu hf. umhverf- isviðurkenningu ráðuneytisins en fyr- irtækið hefur í mörg ár hugað að um- hverfisáhrifum starfsemi sinnar. Fyr- ir um fjórum árum var mörkuð sér- stök umhverfísstema sem varð um leið hluti af heildarstefnumótun fyrir- tækisins. Stofnaður var vinnuhópur um umhverfismál og í framhaldi af því var ákveðið að koma á fót form- legu umhverfis- og öryggisstjórnunar- kerfi hjá Olíufélaginu hf. í framhaldi af þessu var sérstakur starfsmaður ráðinn til þess að sjá um umhverfis- og öryggisstjórnunarkerfið. Umhverfiseftirlit á þjónustustöðvunum Umhverfisstefna Olíufélagsins nær til allra starfsmanna, jafnt stjórnenda sem almennra starfsmanna. Olíufélag- ið hf. leggur áherslu á að allir starfs- menn, hvar sem er á landinu, hafi í huga ábyrgð sina. Mikil áhersla er lögð á eftirlit með umhverfisþáttum á þjónustustöðvunum. Komið hefur ver- Krókhálsi 1 - simi 567-8888 - fax 567-8889 - www.pmt.is ið á skjalfestum verklagsreglum til þess að fylgjast með og mæla reglu- lega höfuðeinkenni reksturs og starf- semi þjónustustöðva Olíufélagsins sem geta haft umtalsverð áhrif á um- hverfið. Verklagsreglurnar fela í sér skráningu upplýsinga til að rekja megi frammistöðu og rekstrarstýr- ingu sem er mikilvæg fyrir stefnu og markmið Olíufélagsins hf. i umhverf- ismálum. Sorp flokkað Lögð er áhersla á að mengunar- varnabúnaður þjónustustöðva sé full- nægjandi og virkni sé ávallt sem best. Við þróun og val á nýjum vörum og þjónustu er lögð mikil áhersla á að tekiö sé tillit til umhverfisins. Á aðal- skrifstofu fyrirtækisins er sorp flokk- að í gæðapappír, dagblöð og tímarit og annan úrgang. Á þjónuststöðvunum er sorp flokkað í pappír, pappa, gler og máima, spilliefni og annan úrgang. Öll úrgangsolía er endurnýtt hjá Sem- entsverksmiðjunni á Akranesi. Alltaf hægt að gera betur Þó svo að mikið átak hafi verið gert með því að koma á heilsteyptu umhverfis- og öryggisstjórnunarkerfi hjá Olíufélaginu hf. vita stjórnendur fyrirtækisins að alltaf er hægt að gera betur. Umhverfisstjórnun er spurning um viðhorf sem menn til- einka sér smám saman. Stjórnendur fyrirtækisins vita að stöðugt er hægt að gera betur og er umhverfisstjórn- un órofa hluti af allri starfsemi fyrir- tækisins. -hdm Umhverfis- stefna ESSO - allar bensínstöövar Olíufé- lagsins hafa rekstrarhandbók þar sem kemur fram umhverfis- stefna bensínstöðvarinnar. - stöövarstjóri ber ábyrgö á umhverfisstefnu bensínstöðv- arinnar og sér til þess að henni sé framfylgt. - verklagsreglur eru útbúnar og notaðar til að finna hættu, meta áhættu og áhrif og koma á forvörnum og fyrirbyggjandi aðgerðum til að minnka áhættu I og tryggja að farið sé að lögutn. - skjalfestar verklagslýsingar eru notaðar til að tryggja um- hverfisvernd. - þörf á þjálfun er skoðuð reglulega og starfsmenn sendir á námskeið. - skilvirkt upplýsingaflæöi er milli starfsmanna bensín- stöðva, aðalskrifstofu, birgja, viðskiptavina, verktaka og yfir- valda um umhverfismál. - neyöaráætlun er til fyrir allar bensínstöðvar Olíufélagsins. '- skráningar eru á eftirliti, frá- vikum og úrbótum og þeim er safnað yfir hæfilegt tímabil. - skoðao er reglulega hvort Ol- íufélagið hafi náð markmiðum sínum varðandi umhverfismál. - innra eftirlit er framkvæmt reglulega samkvæmt áætlun og þar til gerðum verklagsregl- um. Haraldur Böðvarsson hf. Pnóun tengd umhverfismálunn - starfsmenn enu virkir þátttakendur Olís liefur unnið að fjölmörgum umhverfis- og uppgræðslumálum um árabil. Það er stefna fyrirtækisins að standa vörð utn náttúru íslands. Með umhverfisstefnu sinni vill Olís stuðla að því að hver kynslóö skili landinu og auðlindum þess ( betra horfi til þeirrar næstu. Fyrirtækið Haraldur Böðvarsson hf. er elsta útgerðarfyrirtæki landsins. í 93 ára starfi þess hefur ávallt verið lögð áhersla á að fyrirtækið vinni i sátt við lífríki lands og sjávar. Fyrir- tækið hefur nýlega gefið út veglega upplýsingahandbók og má í henni finna ýmsan fróðleik um umhverfis- stefnu fyrirtækisins. Innra eftirlitskerfi Það er staöfesta og markmið Har- aldar Böðvarssonar hf. að fyrirtækið framleiði einungis úrvals afurðir úr fiskistofnum sem nýttir eru á skyn- saman og sjálfbæran hátt úr hreinu og ómenguðu hafsvæði. HB kappkost- ar að umgangast auðlindina af virð- ingu og varfærni. í fyrirtækinu er innra eftirlitskerfi sem miðar að því að bæta og fegra nánasta umhverfí fyrirtækisins. HB leggur ríka áherslu á að afurðir sem framleiddar eru hjá fyrirtækinu innihaldi ekki skaðleg efhi af örverufræðilegum eða efha- fræðilegum toga. íslensk stjórnvöld hafa varið miklum fjármunum i rann- sóknir á lífríki hafsins og heilnæmi sjávar og nýtur fyrirtækið góðs af því. Á undanförnum árum hefur verið unnið myndarlega að aðbúnaði starfs- manna og verndun umhverfis og þar lagður grunnur að markvissum vinnubrögðum í anda umhverfis- stjórnunar. Við þessa vinnu hefur verið horft til margra atriða og má þar nefna úrgangs- og fráveitumál, hráefnisnotkun og nýtingu, notkun og meðhöndlun hættulegra efna, vöru- þróun með tilliti til umhverfismála, umbúðanotkun og gæðamál. Stjórn- endur fyrirtækisins hafa unnið ötul- lega með starfsmönnum sínum að stöðugum umbótum á hráefnanotkun og bættri nýtingu hráefnis. Fjöhnarg- ar nýjungar litu dagsins ljós í fram- leiðslu HB á síðasta ári. Vöruþróun hjá fyrirtækinu með tilliti til um- hverfismála er öflug og koma margir starfsmenn þar að málum. Sem dæmi má nefna framleiðslu á þurrkaðri loðnu þar sem þróuð hefur verið tækni sem hvergi er notuð annars staðar í heiminum. Þá er unnið að rannsóknarverkefni með nýja tækni við frekari vinnslu á uppsjávarfiski og hefur verkefnið fengið stuðning Rannsóknarráðs íslands. Mengun minnkað Eitt af aðalmarkmiðunum við end- uruppbyggingu síldar- og fiskimjöls- verksmiðju fyrirtækisins var að bæta umhverfi verksmiðjunnar, minnka lyktar- og reykmengun frá henni ásamt því að vinna verðmeiri afurðir. Eftir að lokið var við að taka allt afsog í verksmiðjunni í gegnum þvott sem dró verulega úr lyktarmengun er vinna nú langt komin við uppsetn- ingu búnaðar þar sem afsogið er tekið frá þvottaturni og það brennt í eld- hólfum kyndikatla verksmiðjunnar. Vonir eru bundnar við að með þess- um aðgerðum verði árangur enn betri varðandi minnkun á lyktarmengun. Þá er ljóst að tilkoma nýrri og full- i------------'-------'------------~™~~----------" Umhverfismark- mið Haraldar Böðvarssonar - heilnæmi afurða og gæða- stjórnun við framleiðslu þeirra. - að umgangast auðlindir sjávar af ábyrgð. - að hámarka nýtingu á hráefn- um. - að koma í veg fyrir orkusóun. - að nota fjölnota umbúðir þar sem því verður við komið. - að nota umhverfisvæn efni. - að umgengni um fyrirtækið sé til fyrirmyndar. |I|I_V__ S^S?Í__| nnsi 1''"' Bi í i- U___ ¦ -:¦¦':¦. | _«V ¦* < _k*_ ¦ fi' i/**fjHT Apj riciBB n_ ¦ tjrju __rc__'__ -^__[ ¦--—______, PBr ^JI uiMi..I*l!'..,.,........ ': komnari skipa sem útgerðin hefur ný- lega keypt og verið er að byggja mun skila betra hráefni til verksmiðjunnar sem er mikilvægur þáttur í því að vinna enn verðmeiri afurðir og auk þess verður minni lykt við þá fram- leiðslu. Verksmiðjan hitar upp húsnæðið Unnið hefur verið mikið starf við að nýta svokallaðan glatvarma frá þéttivatni soðkjarnatækja til upphit- unar á húsnæði fyrirtækisins. Hér er um að ræða mikla orku sem hefur hingað til verið ónýtt. Nýlega var byrjað að hita hluta af húsnæðinu með þessari orku og á næstu mánuð- um verður allt húsnæði fyrirtækisins á Akranesi hitað upp með þessum varma þegar verksmiðjan er í gangi. Umhverfishópur hjá starfsmönnum í nýútgefmni upplýsingahandbók um rekstur og starfsemi fyrirtækisins er sett fram stefna HB i umhverfis- málum. Til að vinna að og viðhalda markmiðum sem koma fram í stefn- unni hafa starfsmenn verið skipaðir i umhverfishóp sem gerir tillögur að umbótaverkefnum og vinnur að fjár- hagslegu-, tæknilegu- og umhverfís- legu mati á mismunandi lausnum. Hópurinn skilgreinir markmið hvers verkefnis, ábyrgðarmaður er skipaður og verklok áætluð. -hdm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.