Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Blaðsíða 3
20 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 21 Sport Bland i poka Stuóningsmenn KR sýndu íslenskri knattspyrnu mikla lítilsvirðingu á KR- vellinum í gærkvöld með því að fagna innilega tapi ÍBV gegn MTK i forkeppni meistaradeildarinnar. Það er öllum ís- lenskum liðum i hag, líka KR, að sem bestur árangur náist í hverjum einstök- um Evrópuleik. Leiftursmenn hafa aldrei unnið á KR- vellinum í sex heimsóknum sinum i vesturbæinn. KR-ingar hafa unnið fjóra leiki og þetta var annað jafntefli liðanna en Leiftur hefur reyndar aðeins unnið einn af 12 leikjum félaganna I efstu deild. Það vakti athygli að Einar Guömunds- son aðstoðardómari var settur á þennan leik llkt og í viöureign liðanna í fyrra. Einar kom sér fyrir á sömu línu og þá. í fyrra dæmdi hann af löglegt mark Leift- ursmanna og i gær veifaði hann til merkis um vítaspyrnu á norðanmenn. Einari verður því líklega ekki hleypt i gegnum göngin yflr í Ólafsfjörð næst er hann hyggur á ferð um Norðurland. Framhaldssaga fostu leikatriðanna hjá KR-ingum heldur áfram. Liðið fékk á sig sitt níunda mark í gær, beint úr auka- spymu, og það á það sameiginlegt með hinum átta að koma ekki í gangandi leik. Fimm mörk hafa komið eftir hom- spyrnur, þrjú eftir aukaspymur og eitt úr vitaspymu. Öll níu mörk Leiftursmanna í fyrstu 11 leikjum sumarsins hafa verið skomð af útlendingum. Brasilíiumenn hafa gert 5 (Santos 3, Da Silva 2) og Færeyingur- inn Une Arge fjögur. Rútur Snorrason frá Vestmannaeyjum gekk í gær til liðs við Keflavík eins og sagt var fyrir um í DV i gær. Hann samdi til hálfs fjórða árs, eða út tímabil- iö 2002. Gunnar Oddsson verður áfram leik- maður með Keflavík, þrátt fyrir þjálfara- skiptin þar á bæ, en á timabili var í stöð- unni að hann skipti um félag. Adolf Sveinsson er hins vegar á fömm frá Keflavík og hefur átt í viðræðum við nokkur félög. Eyþór Sverrisson, sem hefur leikið einn leik með Breiöabliki í úrvalsdeildinni i Þorvaldur Guðbjörnsson úr Leiftri og Sigþór Júlíusson úr KR í kapphlaupi um boitann á KR-vellinum í gærkvöld. DV-mynd Hilmar Þór - of sterk fyrir KR-inga sem töpuðu tveimur dýrmætum stigum á heimavelli KR-ingar misstu aðeins flugið í úrvalsdeild karla í knattspyrnu í gær er þeir náðu aðeins jafntefli gegn Leiftri í vesturbænum, 1-1. Leiftursmenn lögöu upp leikinn mjög skýrt, vörðust mjög aftarlega og settu vissulega öðrum liöum for- dæmi hvemig hægt er að stöðva KR-liðið sem var búið að skora lang- flest mörk í deildinni, eða 23. Aukaspyrnur settu mikinn svip á leikinn, sem var ekki mjög grófur, en menn voru þó meira að hugsa um að stöðva andstæðinginn en að spila boltanum. Það var því eftir öllu að aukaspyrna Alexandre da Silva á 29. mínútu, sú 19. í leiknum, opnaði leikinn. Kristján Finnboga- son greip þó í tómt og aukspyma da Silva flaug heila 40 metra, yfir Kristján, og alla leið í mark KR- inga. Fyrsta sóknartilraun gestanna setti KR-inga því i erfiða stöðu. KR-ingar héldu þó sínu striki en vandamálið var þó sem fyrr að opna mannmarga vöm Ólafsfirðinga. Það var því með innkomu Einars Guð- mundssonar aðstoðardómara að sóknartilraunir heimamanna báru loks árangur. Einar veifaði hendi á Pál V. Gíslason eftir gott upphlaup Sigþórs Júlíussonar. Dómur þessi var mjög umdeildur og gestimir allt annað en sáttir. En hörð mótmæli uppskáru aðeins tvö gul spjöld og Guðmundur Ben- ediktsson skoraði að öryggi úr vít- inu. Seinni hálfleik- ur var slakur og pirraðir KR-ingar misstu einbeiting- una og létu duglega og vinnusama Leiftursmenn brjóta niður sóknar- leik sinn. Úr varð einhver hálofta- bolti, eitthvaö sem hinir smáu fram- herjar KR-inga kunnu lítið aö meta. KR-ingar leiddu 20-4 í skotum á mark í þessum leik en flest, ef ekki öll, skot þeirra komu úr hálffærum og pirringur þeirra þegar lítið gekk kom mest fram í klaufalegum og oft- ast óþörfum brotum. Alls brutu KR- ingar 26 sinnum af sér, þar af 14 sinnum í seinni hálfleik, og það þrátt fyrir að vera mest allan tím- ann með boltann sjálfir. Leiktíminn rann út og tvö töpuð stig KR-inga í einvíginu við Eyja- menn gefur ÍBV tækifæri á að kom- ast upp að hlið KR. Steinn V. Gunnars- son og Hlynur Birgisson léku vel í vörn Leifturs í leiknum og héldu heitasta sóknar- pari landsins, þeim Guðmundi Benediktssyni og Bjarka Gunn- laugssyni, i skefjum en þeir félagar hafa búið til 11 mörk hvor í sumar og verið brennandi heitir saman í síðustu leikjum. Guðmundur Benediktsson sá eftir tveimur stigum í mikilvægum leik á heimavelli. „Það er sérstaklega sárt að spila hér á heimavelli og tapa stigum. Við vorum að spila löngum boltum í seinni hálfleik í stað þess að spila boltanum niðri, þar sem við erum bestir. Þetta verður hörku barátta alla leiki en eitt stig er betra en ekki neitt,“ sagði Guðmundur. Hlynur Birgisson, fyrirliði Leift- urs, fór fyrir sínum mönnum í vöm- inni. „Þetta var baráttuleikur, við spilum aftarlega og verjumst vel og höfum lagt okkar leik þannig upp í sumar. Við erum ósáttir við að dóm- arinn gaf þeim mark en getum ver- ið sáttir með að ná í stigið í þessum leik,“ sagði Hlynur. Páll Guðlaugsson var ekki ánægð- ur með hlut Leifturs: „Við erum ekki ánægðir. Ef við hefðum fengið það sem við áttum skilið hefðum við unnið þennan leik. Þeir fá víti á silf- urfati en þessi vafaatriði falla aldrei þessum litlu liðum í skaut. Það er þeirra á heimavelli að skapa leikinn en ekki okkar og það hefði verið sanngjamt fyrir þá vinnu og bar- áttu sem mínir strákar lögðu í þenn- an leik að við hefðum unnið.“ -ÓÓJ 0-Q Alexandre da Silva (29.) v v skoraði beint úi- aukaspymu af um 40 metra færi. Boltinn flaug yflr Kristján sem virtist blindast af sólinni. 0-0 Guómundur Benediktsson v v (38.) skoraði öruggiega úr vlti sem dæmt var á Pál V. Gíslason fyrir að handleika knöttinn innan teigs. DV DV Sport sumar, er genginn til liðs við nágrann- ana í Kópavoginum, HK. Helgi Kolviósson og félagar í þýska knattspymuliðinu Mainz skelltu hinu fræga portúgalska liði Benfica, 1-0, á heimavelli sinum í gærkvöld. Róbert Haraldsson, fyrirliði KVA, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann eftir annan brottrekstur sinn á sumrinu. Hann lék ekki með KVA gegn ÍR í gærkvöld og verður heldur ekki með gegn Víði 1 næstu umferð. -ÓÓJ/VS 4 LANDSSÍMA DEILDIN y oc Úrvalsdeild karla KR 11 7 3 1 24-9 24 ÍBV 10 6 3 1 17-6 21 Fram 10 3 5 2 13-11 14 Leiftur 11 3 5 3 9-14 14 Grindavik 10 3 2 5 11-12 11 Valur 10 2 5 3 13-18 11 Breiðablik 9 2 4 3 9-9 10 ÍA 9 2 4 3 5-8 10 Keflavlk 10 3 1 6 13-18 10 Víkingur R. 10 1 4 5 10-19 7 Þrír leikir fara fram í kvöld kl. 20. Keflavík fær Fram í heim- sókn, Breiðablik tekur á móti Grindavík og Víkingur mætir ÍA á Laugardalsvellinum. Leik ÍBV og Vals var frestað til 25. ágúst vegna Evrópuleiks Eyjamanna í gærkvöld. IBV0 - MTK1 (2) Birkir Kristinsson - Ivar Bjarklind, Hlynur Stefáns- _____ son, Zoran Miljkovic, Hjalti Jóhannesson - Goran Aleksic, ívar Ingimarsson, Baldur Bragason - Allan Mörköre, Stein- grímur Jóhannesson (Guðni Rúnar Helgason 60.), Ingi Sigurðsson. Gul spjöld: Hlynur og Baldur. Gábor Babos - Csaba Fehér, Attilla Kuttor, Ádám Komlósi, Tamás Szamósi - Krisztián ■ Kenesei (Buzsáki 75.), Gábor Halmai, Károly Erös (Iván Balasko 46.), Csaba Madar - Nicolae Ilea, Bela Illés (Sándor Preisinger 65.) Gul spjöld: Erös, Halmai, Kenesei. Forkeppni meistaradeildarinnar, 2. umferð: Lánlausir IBV-MTK Markskot: 10 Hom: 4 Áhorfendur: 830 ÍBV - MTK Völlur: Mjög góður. Dómari: Terje Hauge, bar mikla virðingu fyrir MTK. Maður leiksins: Goran Aleksic IBV. Átti stórleik á miðjunni og sýndi mjög skemmtileg tilþrif. „Attum aö geta skorað tvö mörk“ „Þetta féll ekki alveg fyrir okkur og lánið var ekki okk- ar megin. Ég var mjög óhress með fyrra markið. Það var greinilega brotið á ívari og menn stoppuðu. Hann fékk því að skjóta á markið óá- reiddur og ég sjálfúr var ekki tilbúinn enda reiknaði ég með flauti eins og allir aðr- ir,“ sagði Birkir Kristinsson, markvörður ÍBV, við DV eft- ir leikinn við MTK í gær- kvöld. „Þetta mark sló okkur svo- lítið út af laginu en við náð- um að koma til baka og átt- um ágæta kafla. Seinna markið var hreinn klaufaskapur af okkar hálfu. Við áttum samt alveg að geta skorað 2 mörk eins og þeir. Þetta er sterkt lið og óneitan- lega eru þeir komnir meö vænlega stöðu en við verðum bara að gera okkar besta í seinni leiknum og sjá hverju það skilar," sagði Birkir Kristinsson. -GH - Eyjamenn töpuðu 0-2 fyrir MTK frá Ungverjalandi Vonir Eyjamanna um að komast áfram í 3. umferð meist- aradeildar Evrópu í knatt- spyrnu verða að teljast hverf- andi eftir tap gegn ungversku meisturunum í MTK Búdapest á Hásteinsvelli í gærkvöld. Úrslitin, 0-2, gefa þó kannski ekki alveg rétta mynd af leikn- um. Eyjamenn sköpuðu sér nokkur ágæt marktækifæri sem þer nýttu ekki og það besta kom á 77. mínútu þegar víta- spyrna var dæmd eftir að ívar Bjarklind var felldur en góður markvörður Ungverja varði frá Guðna Rúnari. Eyjamenn voru lánlausir en leiknum er lýst best þannig að munurinn á áhuga- og atvinnumennsku hafi berlega komið í ljós. Á meðan heimamenn nýttu ekki sín færi refsuðu atvinnumennimir mót- herjum sínum grimmilega og nýttu sín færi nánast í botn. Fyrstu 20 mínútumar var á brattann að sækja fyrir ÍBV. Ungvejramir pressuðu leik- menn ÍBV hátt uppi á vellinum og Eyjamönnum gekk erfiðlega að spila sig út úr pressunni. Á 18. mínútu urðu svo Eyjamenn fyrir miklu áfalli þegar ung- verska liðið skoraði mark og því marki mótmæltu leikmenn ÍBV mjög hressilega. Brotið var greinilega á ívari Ingimarssyni rétt áður en boltinn barst til Halmai, sem skoraöi með góðu skoti, en dómarinn gerði enga athugasemd við markið. Markið kom eins og köld vatnsgusa framan í Eyjamenn, enda ekki óskastaða að lenda í á heima- velli og það snemma leiks. En Eyjamenn eru ýmsu vanir og mótlætið virtist efla þá. Þeir náðu smám saman betri tökum á leik sínum og í ein fimm skipti sem eftir lifði af fyrri hálfleik gerðu þeir sig líklega til að jafna. Besta færi fyrri hálfleiks féll Steingrími Jó- hannessyni í skaut. Eftir frá- bæra sókn átti Ingi glæsilega sendingu á Steingrím en í stað þess að skjóta yfir úthlaupandi markvörðinn reyndi hann að leika á markvörðinn, sem sá við honum. Eyjamenn hófu síðari hálfleikinn eins og þeir luku þeim fyrri og á 53. mínútu skaut Hlynur í stöng. Tíu minútum síð- ar var Guðni Rún- ar, nýkominn inn á sem varamaður, nálægt því að skora. Rothöggið kom svo þegar 20 mínútur voru eftir en þá skoraði MTK annað markið, mjög gegn gangi leiks- ins. Eftir það hugsuðu Ung- verjamir fyrst og fremst um að halda fengnum hlut, sem þeim tókst, þrátt fyrir nokkra pressu og misnotaða vítaspyrnu ÍBV. Ef undan eru skildar fyrstu 20 mínútur leiksins þá lék ÍBV á köflum mjög vel og átti skilið meira. Goran Aleksic átti mjög góðan leik á miðjunni og sýndi oft snilldartilþrif. Hlynur og Zoran léku vel í vöminni svo og Baldur Bragason og ívar Bjarklind átti marga góða spretti. Ingi var sprækur í fyrri hálfleik og var einn fárra sem bar ekki virðingu fyrir mót- herjum sínum. Þetta var 5. leik- ur ÍBV á skömmum tíma og eðlilega voru nokkur þreytu- merki á liðinu þegar á leið. Lið MTK er geysisterkt, leikmenn fljótir og flinkir og nánast hvergi veikan blett að finna. Eftir þessi úrslit er ljóst að róð- ur ÍBV verður mjög þur.gur í Búdapest. Þar hafa Eyjamenn allt að vinna og með vel skipu- lögðum leik og áræðni er aldrei að vita nema að þeir geti velgt Ungverjum undir uggum. -GH 0.0 Gábor Halmai (18) tók v ” knöttinn á lofti og þrum- aði honum efst I markhomið af um 25 metra færi. 0.0 Sándor Preisinger (72.) ” ” eftir aukaspymu frá hægri fékk Preisinger boltann einn og óvaldaður á markteig og skoraði auðveldlega framhiá Birki. Bjarni Jóhannsson, þjálfari IBV: Virðing ffyr- ir Ungverjum - fyrra markið eftir klárlegt brot Forkeppni - 2. umferð Fyrri leikir: ÍBV - MTK Hungaria.............0-2 Dnepr Mogilev - AIK............0-1 Dynamo Kiev - Zalgiris.........2-0 Din. Tbilisi - Zimbru Chisinau . 2-1 Rapid Búkarest - Skonto Riga .. 3-3 CSKA Moskva - Molde............2-0 Liteks - Widzew Lodz ..........4-1 Anorthosis - Slovan Bratislava . 2-1 Besiktas - Hapoel Haifa........1-1 Haka - Glasgow Rangers.........1-4 Slogo Jugomagnat - Bröndby ... 0-1 Maribor - Genk.................5-1 Partizan Belgrad - Rijeka .....3-1 Rapid Wien - Valletta .........3-0 Genk fékk hrikalegan skell í Slóv- eníu og á erfltt verkefni fyrir hönd- um i heimaleiknum. Branko Strup- ar skoraði markið. Fillippo Inzaghi skoraði tvö marka Juventus í Rússlandi og þeir Darko Kovacevic og Gian Luca Zambrotta eitt hvor. Intertoto-keppnin Undanúrslit - fyrri leikir: Metz - Polonia Varsjá .........5-1 Rostselmash Rostov - Juventus . 0-4 Duisburg - Montpellier ........1-1 Rennes - Austria Wien .........2-0 Trabzonspor - Hamburger SV . . 2-2 West Ham - Heerenveen'.........1-0 Frank Lampard skoraði sigurmark West Ham með skoti af 20 m færi á 7. mínútu. Enska liðið fer þvi með naumt forskot til Hollands. „Lánleysið var okkar megin í þess- um leik og ég vil meina að fyrra markið hafl verið eftir klárlegt brot. Dómarinn bai- mikla virð- ingu fyrir Ungverjunum og það er frek- ar dapurt að horfa upp á svona í Evr- ópukeppni," sagði Bjami Jóhannsson, þjálfari ÍBV, við DV eftir leikinn í Eyjum í gærkvöld. „Ég ætla samt ekki að kenna dóm- aranum um hvemig fór. Það vantaði smá neista í okkur og við nýttum ekki það sem við vorum að gera vel. Viö fengum góð færi og vítaspyrnu að auki og á stórum kafla var liðið að leika vel. Það dró svolítið úr okk- ur í síðari hálfleik, enda ekki nema kannski von því þetta var 5. leikur liðsins á 14 dögum og það er auðvit- að umhugsunarefni fyrir knatt- spymuforystu þessa lands að leggja þetta á okkur. Ef menn ætla að ná ár- angri í Evrópukeppni þá verður að haga niðurröðuninni á íslandsmót- inu meö allt öðrum hætti. Draumur- inn um að komast áfram minnkaði vemlega við þessi úrslit og það verð- ur mjög erfitt að sækja gull í greipar Ungverjalands,“ sagði Bjarni Jó- hannsson. Við erum komnir í þægilega stöðu „Þetta var mjög erfiður leikur og við þurftum að hafa fyrir sigrinum. Við ætluðum okkur að spila til sig- urs en ekki að spila upp á jafntefli eins og oft vill verða í útileikjum í Evrópukeppninni. Ég lagði leikinn þannig upp að pressa þá stíft í byrj- un og ná helst marki fljótlega í leikn- um og það gekk eftir. Ég veit að lið ÍBV er skipað áhugamönnum en það var ekki að sjá í þessum leik. Þeir léku oft vel og voru kannski óheppn- ir að skora ekki. Við erum komnir í þægilega stöðu en það er ekkert ör- uggt í knattspyrnunni. Mér fannst fyrirliðinn nr. 7 (Hlynur Stefánsson) og nr. 10 (Baldur Bragason) bestir,“ sagði Gábor Pölöskei, þjálfari MTK, við DV eftir leikinn. -GH var Bjarklind í baráttu við leikmann ungverska liðsins í Vestmannaeyjum í gær- kvöld. DV-mynd ÓG KR 1 (1) - Leiftur 1 (1) ■ Kristján Finnbogason - Sigurður Öm Jónsson © Þormóður Egilsson @, Bjami Þorsteinsson @, Ind- riði Sigurðsson - Sigþór Júlíusson (Jóhann Þórhallsson 79.), Þórhallur Hinriksson @, Sigursteinn Gíslason @, Einar Þór Danílesson (Arnar Jón Sigurgeirsson 77.) - Bjarki Gunnlaugsson, Guðmundur Benedikts- son @. Gul spjöld: engin. Jens Martin Knudsen @ - Sergio de Macedo @, BB**® Steinn V. Gunnarsson @@, Hlynur Birgisson @@, Páll V. Gíslason, Þorvaldur Guðbjömsson @ - Örlygur Helgason (Alexandre Santos 77.), Ingi H. Heimisson @, Gordon Fortest, Alex- andre Da Silva - Une Arge. Gul spjöld: Forrest, Da Silva, Hlynur, Steinn, Knudsen. KR - Leiftur KR - Leiftur Markskot: 20 4 Völlur: Ágætur Horn: 12 3 Dómari: Egill Már Markús- Áhorfendur: Rúmlega 1.500. son, ákveðinn og góður. Maður leiksins: Steínn V. Gunnarsson Leiftri Vinnusamur og gætti Gumma Ben sem sjáaldur auga síns. Evrópumeistaramótið í sundi í Tyrklandi: Þær fyrstu í undanúrslit Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir og Lára Hrund Bjargardóttir urðu fyrstu íslensku sundmennirnir sem komust áfram í milli- riðla á Evrópumeistaramótinu í sundi sem fer fram þessa dagana í Istanbúl í Tyrklandi. Lára Hrund lenti í 13. sæti á nýju íslandsmeti, 2:22,42 mínútum, eins og fram kom hér á síðunni á undan, og Kol- brún Ýr Kristjánsdóttir synti á 2:25.03 mín- útum, bætti sig líka frá því fyrr um morg- uninn og endaði í 16. sæti. Jakob Jóhann Sveinsson synti einnig í gær í 200 metra bringusundi og endaði í 20. sæti, synti á 2:20,64, sem er 1,4 sekúndu lakara en þegar hann setti íslandsmetið á Evrópumeistara- móti unglinga í Moskvu á dögunum. Sex íslendingar keppa í dag, Jakob og ■ Hjcdti Guðmundsson í 50 metra bringu- sundi, Örn Arnarson í 200 metra skrið- sundi, Kolbrún Ýr í 100 metra baksundi og þær Eydís Konráðsdóttir og Elin Sigurðar- dóttir í 100 metra flugsundi. Fyrsta tapið hjá Popov í 8 ár Það helsta frá mótinu í gær er að ung- verski táningurinn Agnes Kovacs varði Evrópumeistaratitill sinn í 100 metra bringusundi og sá til þess að Svitlana Boindarenko varð á láta sér silfrið nægja, fimmta mótið i röð. Kovasc synti á 1:08,75 mínútum en hin úkraínska á 1:09,33. Pieter van den Hoogenband varð sá fyrsti til að vinna Rússann Alexander Popov í 100 metra skriðsundi á stórmóti í 8 ár en Popov var frjórfaldur Evrópumeistari í greininni. Hoogenband synti á 48,47 sekúndum en Popov á 48,82. Heimsmet Rússans er 48,21 sekúnda. Breska sundkonan Sue Rolph varð sú fyrsta frá Bretlandi til að vinna gull á Evr- ópumótinu í 37 ár, er hún vann 100 metra skriðsund á 55,03 sekúndum. -ÓÓJ Bland í poka í liöi MTK eru fjórir leikmenn sem eiga fast sæti í ungverska landslió- inu. Það kemur ekki á óvart enda er MTK með yfirburðarliöi í heimalandi sínu og vann deildakeppnina á sið- asta tímabili með 18 stiga mun. Deildakeppnin í Ungverjalandi hefst 7. ágúst og sparkspekingar spá því að MTK veiji titil sinn. Goran Aleksic var óvænt 1 byrjunar- liði ÍBV. Hann fór sem kunnugt er úr axlarliö í leik ÍBV gegn Tirana í Al- baníu i síðustu viku og var reiknaö með aö hann yrði frá í 2-3 vikur. Aleksic virtist alveg heill ef marka má frammistöðu hans í leiknum en hann var besti maður ÍBV. Markakóngurinn Steingrimur Jó- hannesson fór meiddur af velli á 60. mínútu. Hann fékk þungt högg á síð- una og lá óvígur eftir. Steingrímur verður þó væntanlega klár í slaginn fyrir síðari leikinn sem verður í Búdapest á miðvikúdaginn. Reynir Björnsson, vamarmaðurinn reyndi úr Stjömunni, lék i gærkvöld síðasta leik sinn með Garðabæjarlið- inu þegar það beið lægri hlut fyrir KA í 1. deildinni. Reynir, sem er læknir, er á fórum til Noregs í fram- haldsnám og vinnu. Reynir sagði viö DV að hann hefði jafnframt hug á að reyna eitthvað fyrir sér í knattspym- unni þar í landi. Njarðvik sigraði nágranna sína í Þrótti úr Vogum, 2-0, í A-riðli 3. deildarinnar í knattspyrnu í gær- kvöld. Hörkukeppni er um tvö sæti í úrslitunum milli KFS, sem er með 22 stig eftir 10 leiki, Njarðvíkur, sem er með 21 stig eftir 9 leiki og Reynis S., sem er með 18 stig eftir 8 leiki. Bruni kemur næst með 16 stig eftir 9 leiki. Siguröur Ragnar Eyjólfsson skor- aði tvö marka Walsall sem sigraði Grisley, 5-1, í æfingaleik í gærkvöld. Þá skoraði Hermann Hreiöarsson eitt mark og lagði annað upp fyrir Brentford sem vann Hampton, 4-0. Eiöur Smári Guójohnsen á ekki víst sæti í byrjunarliöi Bolton, ef marka má númerin sem leikmönnum hefur verið úthlutað fyrir tímabilið. Eiður verður i treyju númer 12 en hinir helstu sóknarmennirnir, Bob Taylor og Dean Holdsuiorth, verða númer 9 og 10. Ingimundur Helgason, handknatt- leiksmaður, er genginn til liös við sitt gamla félag, Viking. Hann lék með HK síðasta vetur og áður með Aftur- eldingu. Örebro tapaði 1-2 fyrir Gautaborg i sænsku A-deildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Einar Brekkan lék ekki með Örebro. -GH/ÓÓJ/VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.