Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Blaðsíða 1
áramet sund og byrjaði mun betur en þegar hún synti inn í und- anúrslitin fyrr um daginn, þá líka á sín- um besta tíma, 2:23,21. Bætti sig um sekúndu Metið setti Ragnheiður á Ólympíu- leikunum í Seoul 1988, er hún synti á 2:22,65, en Lára Hrund hefur bætt sig um heila sekúndu í þessarri grein á mótinu. Þessi grein samanstendur af fjórum 50 metra sprettum í flugsundi, baksundi, bringusundi og skriðsundi og Lára synti á 2 mínútum, 22 sekúndum og 42 sekúndu- brotum. Lára Hrund bætti gamla metið því um 23 sekúndubrot en það setti Ragn- heiður 23. september 1988 í Suður-Kóreu. Lára Hrund var þegar búin að bæta met Ragnheiðar í 25 metra laug en íslandsmet hennar i styttri laug er síðan í mars siðastliðnum. -ÓÓJ Bevis hættur við Bandaríski körfuknattleiksmaðurinn David Bevis er hættur við að leika með Þórsurum á Akureyri næsta vet- ur. Bevis, sem lék áður með ísfirðingum og Skagamönn- um, tilkynnti Þórsurum í vikunni að hann kæmi ekki af persónulegum ástæðum og norðanmenn eru því komnir á byrjunarreit með sín útlendingamál á ný. -JJ/VS Vigni til Texas Vignir Stefánsson, landsliðs- maður í júdó, hefur fengið gullið tækifæri til að stýrkja sig fyrir átök komandi ára. Honum hefur verið boðið, fyrstum islenskra júdómanna, að keppa fyrir bandarískan háskóla. Vignir keppir fyrir Texas A&M-skólann á komandi tima- bili. Hann tekur þátt í níu há- skólamótum víðsvegar um Bandaríkin og keppir þar við bestu júdómenn þar í landi. Eitt mótanna gefur stig til þátttöku- rétts á Ólympíuleikunum í Sidn- ey en Vignir stefnir á að komast þangað. -VS Styrkur til Stóla fá Kristin Friðriksson úr Skallagrími og öflugan Dana frá Skovbakken Körfuknattleikslið Tindastóls hef- ur fengið mikinn liðsauka fyrír komandi tímabil. Kristinn Friðriks- son, sá reyndi skorari, er kominn til Sauðárkróks frá Skallagrími og þá hefur Tindastóll samið við öfiugan danskan leikmann, Sune Henrik- sen. Kristin þarf ekki að kynna ítar- lega en hann hefur lengi verið í hópi bestu körfuknattleiksmanna landsins. Hann lék með Keflavík en síðan Þór, BK Odense í Danmörku og síðasta vetur með Skallagrimi. Sune Henriksen er 22 ára leik- stjórnandi sem kemur frá dönsku meisturunum Skovbakken. Hann lék stórt hlutverk í sigri þeirra á síðasta tímabili, skoraði ekki mikið en átti fjölda stoðsendinga og var drjúgur í að stela boltanum. Henrik- sen hefur leikið með aðalliði Skov- bakken frá 17 ára aldri og lék með yngri landsliðum Dana. Nýr Bandaríkjamaður Þá er frágengið að bandariski leikmaðurinn Ryan Williams spilar með Tindastóli næsta vetur. Hann kemur frá San Diego-háskóla, er 1,98 m á hæð og getur leikið sem framherji eða miðherji. „Samkvæmt tölfræði er þetta mjög sterkur leik- maður og ég tel að hópurinn hjá okkur sé nú orðinn ágætlega sterk- ur," sagði Halldór Halldórsson, for- maður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, við DV i gærkvöld. Sverrir Þór Sverrisson er hættur við að hætta með Tindastóli en ljóst er að liðið missir Arnar Kárason, sem fer erlendis eða suður, og Ómar Sigmarsson, sem er genginn til liðs 'við Hamar. -VS Dida bjargaði Brasilíu Brasilía komst i nótt í undanúrslit álfukeppninnar í knattspyrnu í Mexíkó með 1-0 sigri á Bandaríkjunum. Ronaldinho skoraði sigurmarkið en það var þó Dida sem tryggði Brasilíu sigurinn með því að verja víta- spyrnu frá Joe-Max Moore. Þjóðverjar sigruðu Ný-Sjálendinga, 2-0, með mörkum frá Michael Preetz og Lothar Matthaus. -VS Hilmar slasaðist illa Hilmar Þór Hákonarson, knattspyrnumaður úr Skallagrlmi, slasaðist illa í leik liðsins við FH í fyrrakvöld og leikur ekki meira í sumar. Hilm- ar kinnbeins- og augnbeinsbrotnaði í samstuði við FH-ing og handar- brotnaði síðan þegar hann fékk leikmanninn ofan á sig. Þetta er mikið áfall fyrir Borgnesinga en Hilmar er einn lykilmanna þeirra. -EP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.