Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 14. AGUST 1999 ¦g, Reynsluakstur Alfa Romeo 146: Úvenjugaman aðaka Alfa Romeo er dæmi um hvernig evrópskir bílar hafa risið myndar- lega úr öskustónni eftir nokkurt hnignunarskeið um miðjan síðari hluta aldarinnar. Ekki þarf annað en nefna Alfa 156 sem verksmiðj- urnar hafa ekki frá upphafi haft undan að framleiða og enn er í há- vegum hafður um alla Evrópu, eða Fiat Punto sem var söluhæsti smá- bíll Evrópu ár eftir ár. Þessir bílar eru aftur áð verða stefnumarkandi („trendsetters") á sviði bílafram- leiðslu. Alfa 146 er einn þeirra bíla sem hérlendis hafa verið stórlega van- metnir og gjalda þar kannski ágalla sem voru úr sögunni fyrir 15-20 árum. Við lítum nánar á þennan skemmtilega grip inni í blaðinu. Frumsýning á Mégane Break Bls. 34 Nýr Opel Omega í haust Nýr og endurbættur Opel Omega kemur í sölu á hausti komanda. Flagg- skip þýsku Opel-verksmiðjanna hefur verið endurbætt, jafnt utan sem innan, bæði hvað varðar hönnun og tækni. í útliti hefur greinilega verið lagt meira upp úr fínlegum breytingum en að bylta því. Að framan ber mest á nýjum aðalljósum með gegnsæju gleri og vél- arhlifin er komin með áberandi V-laga línur, líkt og í Vectra. Nýtt krómað grill undirstrikar breytinguna að fram- an enn frekar. Stuðarar og hliðarlistar eru samlitir bílnum. Að aftan ber mest á nýjum afturljósum. Opel hefur sett sem nemur 300 millj- ónum þýskra marka eða sem svarar 12 milljörðum króna i þróun á þessari endurbættu Omega sem verður sýnd i fyrsta sinn opinberlega á alþjóðlegu bílasýningunni, IAA, í Frankfurt í september. Sem dæmi um hve miklu hefur verið breytt í bílnum má segja að meira en þriðjungur þeirra 3000 hluta sem notaðir eru til smíði Omega sé nýr eða endurhannaður. Bls. 40 Hvar er best að gera bílakaupin? VW Passat 1600 basicline, 4 dyra, nýskráður 13031998, 5 gíra, ekinn 29.000 km, 16 t álfelgur, spoiler, samlitur. Ásett verð 1.770.000. VW Golf 1600 Comfortline, 5 dyra nýskráður 01091998, 5 gíra, ekinn 14.000 km, 141 álfelgur, spoiler. Ásett verð 1.590.000. Honda Civic VTI,3 dyra, nýskráður 14111996, 5gíra, ekinn 44.000 km, 15 t álfelgur, lopplúga. • Ásett verð 1.400.000. MMC Spacewagon, 5 dyra, nýskráður 04061998, sjálfskiptur, ekinn 19.000 km. Ásett verð 2.150.000. Velkomin á Laugaveg 174 og www.bilathing.is Opnunartími: Mánud. - föstud. kl. 9-18 og laugard. kl. 12-16 VW Golf Joker,5 dyra, nýskráður 16101997, 5 gíra, ekinn 30.000 km. Ásett verð 1.200.000. MMC Pajero, 5 dyra, nýskráður 21011993, sjálfskiptur, leðurinnrétting, ABS, ekinn 140.000 km. Ásettverð 1.920,000. BÍLAÞiNGÍEKLU Hémor e-íH' ( nofvð/m bíhml Laugavegi 174,105 Reykjavík, sími 569-5500 www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.