Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1999, Blaðsíða 1
19 Fimmtudagur 19. ágúst 1999 dvsport@ff.is www.visir.is Birkir var bjarg- vættur Birkir Kristinsson gómar knöttinn áður en Uni Arge nær til hans í landsleiknum í Þórshöfn í gær- kvöld. DV-mynd Álvur Haraldsson Frönsku meistararnir á eftir Heiöari Helgusyni? 400 millur - er Bordeaux tilbúið að greiða, segir umboðsmaður Stefán Þór Þórðarson skoraði tvö mörk fyrir ÍA og lagði upp það þriðja þegar Skagamenn lögðu Breiðablik af öryggi, 3-1, í gær. Hér á hann í höggi við Atla Knútsson, markvörð Breiðabliks. DV-mynd Hilmar Þór Rune Hauge, umboðsmaðurinn frægi frá Noregi, sagði í gær í samtali við norskt blað að frönsku meistararnir, Bordeaux, væru til- búnir að greiða 400 milljónir króna fyrir Heiðar Helguson, landsliðsmiðherjann unga hjá Lilleström. Hauge sagði þetta við Romerik- es Blad, sem er staðarblað í Lille- ström, og netmiðillinn Nettavisen sagði frá málinu i gærkvöld. Arne Erlandsen hjá Lilleström vildi lítið gefa út á þetta í samtali við Nettavisen. „Þetta eru bara sögusagnir. Umboðsmenn og margir fleiri tala mikið um svona mál en það er ekki alltaf mikið að marka það sem þeir segja,“ sagði Erlandsen. Heiðar hefur vakið mikla at- hygli með Lilleström í ár en hann er markahæstur í norsku A-deild- inni ásamt tveimur öðrum leik- mönnum. Vitað er að útsendarar og umboösmenn hafa fjölmennt á leiki hjá LiUeström til að fylgjast með Heiðari, meðal annars frá enska liðinu Watford. Heiðar er 22 ára gamall og lék sinn Qórða A-landsleik þegar ís- land lék við Færeyjar í Þórshöfn í gærkvöld. -VS Enn eitt áfallið fyrir frjálsíþróttaheiminn: Merlene Ottey féll á lyfjaprófi - keppir ekki á HM í Sevilla Hlaupadrottningin frá Jamaíku, Merlene Ottey, tilkynnti í gær að hún hefði fallið á lyfjaprófi og væri þar með enn einn frægi og virti frjálsíþróttamaðurinn sem fellur á lyÍQaprófí í sumar. Ottey féll á lyfja- prófi sem var tekið 5. júlí í Sviss en þá fannst steralyfið nandroline í lík- ama hennar. Ottey er 39 ára og talin einn besti spretthlaupari í kvennaflokki frá upphafi. Engin hefur unnið fleiri verðlaun en hún á HM í frjálsum, alls 14, þar af 6 gull, en Ottey til- kynnti um leið að hún drægi sig út út keppni á sjöunda heimsmeistara- mótinu í frjálsum íþróttum sem hefst í Sevilla á Spáni um næstu helgi. Ottey heldur fram sakleysi sínu og sagði á blaðamannafundi í dag að hún myndi gera allt til þess að sanna það fyrir fjölskyldu sinni, þjóð sínni, stuðningsmönnum sín- um og íþróttinni að hér væru um mikil mistök að ræða og hún væri saklaus. Þess má geta að Ottey hef- ur farið i um 100 lyfjapróf frá 1979 og í öll þau skipti hafa sýnin verið neikvæð, þau siðustu bæði frá 12. mai og 30. júlí, fyrir og eftir hitt prófið. -ÓÓJ Góð kauphækkun - hjá Guðjóni ef hann fer til Viking Stavanger Guðjón Þórðarson fær verulega kauphækkun ef hann gerist þjálfari Viking Stavanger í Noregi. Stavan- ger Aftenblad segir i gær að Guðjón fái um 6 milljónir króna í árslaun hjá Knattspyrnusambandi Islands en hjá Viking yrðu árslaun hans í kringum 10 milljónir. Blaðið segir enn fremur að lík- umar á að Guðjón taki við Viking aukist stöðugt og hann sé einmitt sú tegund af þjáifara sem liðið þurfi á að halda. Hann sé þó enn númer tvö á óskalista forráðamanna Viking, á eftir Benny Lennartsson frá Svi- þjóð, fyrram þjálfara Malmö og Bristol City. Lennartsson hafi hins vegar farið tómhentur frá Stavanger í gær og því séu mestar líkur á að næsti þjálfari liðsins verði Guðjón Þórðarson. -VS Atli til Örgryte? Atli Sveinn Þórarinsson, miðvörður 1. deildar liðs KA í knattspyrnu, hefrn- vakið mikinn áhuga sænska A-deildarliðsins Örgryte sem hefur boðið honum að koma til liðsins eftir timabilið til að reyna að sýna sig og vinna sér inn samning. Atli fór út í vor og stóð sig þá mjög vel en þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára þá hefur hann leikið með meistaraflokki KA í þrjú ár við góðan orðstír. Atli sagðist í gær ekki vita mikið um málið annað en það að hann færi út eftir tímabilið og honum litist mjög vel á félagið og aðstæður frá því að hann fór út í vor. -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.