Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1999, Blaðsíða 4
v22 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 Sport i>v w Betur en mitt besta - segir Vala Flosadóttir um heimsmeistaramótið í Sevilla ti Vala Flosadóttir er ein þeirra fjögurra íslensku keppenda sem eru á leið á HM í Sevilla 20.-29. ágúst. Hinir keppendurnir eru Þórey Edda Elísdóttir, Guðrún Arnardóttir og Jón Amar Magnússon. Vala gat ekki tekið þátt í bikarkeppninni sem fór fram í Laugardalnum síðustu helgi vegna kvefs. „Ég tók því mjög rólega um helgina. Ég var svolítið kvefuð og er búin að vera að reyna að ná því úr mér. Mér líður miklu betur núna þannig að þetta er að koma,“ sagði Vala sem hlakkar til að keppa á heimsmeistaramótinu. „Ég held það verði spennandi og gaman. Þetta verður náttúrlega hörkukeppni, margar góðar og góður klassi á þessari keppni. Þetta em langskemmtilegustu mótin. Adrenalínið sem maður fær út úr þessu og svo kemst maður oft í alveg hrikalegt keppnisskap og svo setur maður pressu líka á sjálfan sig. Það er svo mikið í gangi í svona keppni þannig að þetta er alveg frábært. Það er það allra besta ef það er mikið af áhorfendum," bætti Vala við. „Ég ætla að gera mitt besta og vonandi aðeins meira. Ég held ég sé bara í ágætisformi. Ef allt gengur upp þá ætti þetta bara að ganga vel. Ég hef fengið mjög mörg góð stökk eins og á Evrópumóti unglinga, en þá einmitt gekk þetta mjög vel, ég stökk þar 4,30 metra og var mjög nálægt 4,40 metmm þannig að það var bara mjög gott mál,“ sagði Vala. -ÍBE Nýr Kani og mikil umskipti í Grindavík: Veikari hópur? Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur ráðiö til sín Randy Darnell Bolden, 24 ára leikstjómanda. Hann lék í Brasiliu 1 fyrra og var þar með 17 stig að meðal- tali í efstu deild. Bolden nam við Texas Southem College og skoraði yfir 20 stig að meðaltali þar. Hann er væntanlegur til Grindavíkur um helgina. Yfirgnæfandi líkur em á að Alexander Ermolinski gangi til liðs við Grindavík og verði jafnframt þjálfari kvennaliðs UMFG. Þá hefur Sævar Garðarsson skipt úr Njarðvík til Grindavikur, en hann hefur áður leikið með Grindavík. Guð- mundur Ásgeirsson er kominn heim frá Bandaríkjunum. Dagur Þórisson og Bjami Magnússon em komnir á fulla ferð með Grindvíkingum og að sögn Ein- ars Einarssonar, þjálfara UMFG, er hópurinn þá liklega kominn í endanlega mynd. Samkvæmt heimildum DV eru margir þeirrar skoðunar að þessi hópur sé veikari en í fyrra, þar sem tveir sterkir landsliðsmenn, Páll Axel Vilbergsson og Herbert Arnarson, eru famir í atvinnumennsku til Belgíu og Hollands, en það em gömul sannindi og ný að maður kemur í manns stað og það verður spenn- andi að fylgjast með gengi Grindvíkinganna í vetur. -bb Vala Flosadóttir er bjartsýn á að ná góðum árangri f Sevilla. Stórlið - sækir Víking heim í Evrópukeppninni í borðtennis Vikingur mætir stórliðinu Borde- aux frá Frakklandi í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í borðtennis á laugardag. Keppnin hefst klukkan 18.00 í TBR-höllinni. í liði Víkings eru Guðmundur E. Stephensen, Markús Ámason, Kristján Jónasson og Adam Harðarson. Þjálfari Vík- inganna er hin snjalli Hu Dao Ben. Aldrei komist áfram Vikingur hefur undanfarin fjögur ár tekið þátt í Evrópukeppninni en aldrei komist áfram í aðra umferð. Ljóst er að keppnin verður erfið þar sem Bordeaux er frægt innan borð- tennisheims Evrópu og þykir þar mjög sterkt. „Mér líst bara mjög vel á þetta. Þetta em náttúrlega mjög sterkir aðilar, þeir voru í þriðja sæti í frönsku deildinni og það er franskt lið sem er Evrópumeistari núna,“ sagði Guðmundur við DV í gær. Þrátt fyrir það ætla Víkingamir að standa sig vel og vonast eftir fjöl- menni til að styðja við bakið á sér á laugardag. Landsliðs- og atvinnumenn Franska liðið hefur það fram yfir Víking að leikmennirnir þar gera ekkert annað en að spila borðtennis og geta því æft og keppt mun meira. „Þetta eru allt atvinnumenn og flestir í landsliðinu. Við náttúrlega reynum að vinna, það er auðvitað ailltaf markmiðið. Ég veit ekkert mikið um þetta lið en þeir eiga að vera hrikalega góðir," sagði Guð- mundur jafnframt. -ÍBE Lið Víkinga sem keppir á móti Bordeaux í Evrópukeppninni í TBR-húsinu á laugardaginn kl. 18.00. Frá vinstri: Kristján Jónasson, Adam Harðarson, Guðmundur E. Stephensen, Markús Árnason og þjálfari liðsins, Hu Dao Ben.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.