Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1999, Blaðsíða 2
20
FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999
FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999
r^T-Tl'T-ll''1
oka
Sigurður jafnaði met Jónasar
Mark Sigurðar Grétarssonar, þjálfara Breiðabliks, gegn
Skagamönnum í gær var hans fyrsta fyrir Blika í efstu deild í 16
ár og jafnframt fyrsta mark Blika í leik gegn ÍA í Kópavogi í 15
ár og 551 leikmínútu. Þá jafnaði Sigurður met Jónasar Róberts-
sonar Þórsara ffá 1984-87 er hann skoraði úr sinni 12. víta-
spyrnu í röð í efstu deild. Sigurður hefur nýtt allar 12 vítaspym-
ur sínar í efstu deild, sú síðasta á undan þeirri í gær var þó fyr-
ir tæpum 16 árum er hann skoraöi gegn Þorsteini Ólafssyni,
markverði Þórsara, í leik á Akureyri. -ÓÓJ
Sport
Risasigur stúlknanna:
Ellefu
- mörk gegn Eistlandi
Unglingalandslið kvenna í
knattspymu, skipað leik-
mönnum yngri en 18 ára,
vann stórsigur í gær, 11-0, á
Eistlendingum í fyrsta leik
undankeppni Evrópumótsins
sem fram fer í Ungverja-
landi. Þetta er stærsti sigur
íslensks kvennalandsliðs frá
upphafi.
Staðan var 2-0 í hálfleik
en eftir leikhléið opnuðust
allar flóðgáttir, íslensku
stúlkurnar röðuðu inn mörk-
um í öllum regnbogans lit-
um, skoraðu 9 mörk og
hreinlega völtuðu yfir eist-
neska liðið.
Rakel Logadóttir skoraði 4
mörk, Bryndís Jóhannesdótt-
ir 3 og þær Ema Erlendsdótt-
ir, Elfa B. Erlingsdóttir og
Guðrún Gunnarsdóttir skor-
uðu sitt markið hver. Bryn-
dís gerði þrennuna á síðustu
7 mínútum leiksins.
Segir ekkert um
styrkleikann
„Við áttum færi á að skora
mikið fleiri mörk í fymi hálf-
leiknum en í seinni hálf-
leiknum nýttum viö okkur
veikleika í eistneska liðinu
og nýttum færin okkar mjög
vel. Eistland er meö slak-
asta liðið í keppninni en í
dag sigruðu írar Ungverja,
4-0, þannig að leikur okkar
gegn írum á föstudag á eftir
að verða mikilvægur. Þessi
riðill hér segir ekkert til um
styrkleika okkar í alþjóð-
legri keppni, viö þurfum að
fara í gegnum þessa und-
ankeppni vegna þess að viö
tókum ekki þátt í keppni U-
18 ára liða síðast og við ætl-
um okkur að tryggja okkur
sæti meðal þeirra bestu,“
sagði Klara Bjartmarz, farar-
stjóri íslenska liðsins, í sam-
tali við DV.
Besti leikur til að byrja
„Þetta var góð byrjun hjá
okkur, þrátt fyrir að við
hefðum bara skorað tvö
mörk í fyrri hálfleik. Ég
færði Guðrúnu Gunnarsdótt-
ur úr vöminni og framar á
völlinn undir lok fymi hálf-
leiks og það skilaði auknum
sóknarþunga í þeim síðari og
9 mörkum. Stelpumar léku
þetta mjög vel og vom vem-
lega gráðugar i sóknarleikn-
um. Við vitum að þetta er
slakasta liðið í keppninni, ég
sá íra vinna Ungverja, 4-0, i
dag og bæði lið voru betri en
þetta eistneska lið. Ég er
mjög ánægður með leik
stelpnanna og það hversu vel
okkur gekk að skora en á
það hefur oft skort, sérstak-
lega vegna þess að við viss-
um ekkert um andstæðinga
okkar. Þetta var besti leikur-
inn til að byrja keppnina á,“
sagði Ólafur Guðbjömsson,
þjálfari U-18 ára landsliðs
kvenna.
íslenska liðið leikur gegn
írum á föstudag og gegn Ung-
verjum á sunnudag. -ih
- Birkir varöi víti og kom í veg fyrir að tíu Færeyingar jöfnuöu metin
Sport
[4't) EtfRÓPUKEPPNIN
2. riðill:
Slóvenía - Albanla............2-0
1-0 Zahovic (49.), 2-0 Osterc (80.)
Noregur
Slóvenía
Lettland
Grikkland
Georgía
Albanía
14-8 16
10-6 14
7- 5 11
8- 7 9
4-12 4
3-8 3
8. riðill:
Júgóslavía - Króatía .......0-0
Júgóslavía 4 3 1 0 8-1 10
írland 4 3 0 1 8-1 9
Króatía 5 2 2 1 8-6 8
Makedónía 5 2 1 2 9-6 7
Malta 6 0 0 6 3-22 0
Vináttuleikir:
Belgia - Finnland...........3-4
0-1 Wiss (31.), 1-1 Martens (41.), 1-2
Johansson (45.), 1-3 Johansson (53.),
2- 3 Wilmots (58.), 2^4 Lehkosuo (62.),
3- 4 Mpenza (70.)
Norður-írland - Frakkland . . O-l
0-1 Laslandes (67.)
Danmörk - Holland............0-0
Svíþjóð - Austurríki ........0-0
Tékkland - Sviss ............3-0
1-0 Koller (48.), 2-0 sjáifsmark (57.),
3-0 Baranek (89.)
Pólland - Spánn..............1-2
1-0 Hajto (7.), 1-1 Morientes (54.), 1-2
Munitis (66.)
Kýpur - Rúmenía..............2-2
1- 0 Malekkos (14.), 1-1 Lupescu (45.),
2- 1 Gogic (65.), 2-2 Filipescu (75.)
Hvíta-Rússland - Rússland . . . 0-2
0-1 Beschastnykh (38.), 0-2 Panov (47.)
Úkraina - Búlgaría ..........1-1
1-0 Rebrov (83.), l-l I. Petkov (90.)
Portúgal - Andoma ...........4-0
1-0 Rui Costa (17.), 2-0 Joao Pinto
(35.), 3-0 Figo (45.), 4-0 Pauleta (67.)
Eistland - Armenía ..........2-0
1-0 Kristal (79.), 2-0 Anniste (90.)
Grikkland - E1 Salvador .... 3-1
1-0 Lymberopoulos (20.), 1-1 Garcia
(52.), 2-1 Lymberopoulos (86.), 3-1
Froussos (90.)
Slóvakia - ísrael ...........1-0
1-0 Fabus (80.)
Ungverjaland - Moldavia .... 1-1
1-0 Sebok (39.), 1-1 Clescenko (65.)
Noregur - Litháen............1-0
1-0 Lund (87.)
Frakkar voru ekki sannfærandi þeg-
ar þeir unnu Norður-íra i Belfast með
marki frá Lilian Laslandes. Heima-
menn voru sterkari á löngum köflum
og Jon McCarthy átti skot i stöngina
á marki Frakka eftir að Fabian
Barthe, markverði mistókst að koma
boltanum frá marki sínu.
Búlgarinn Milen Petkov var rekinn
af velli í Úkrainu fyrir að fagna jöfn-
unarmarki nafna sins, Ivans Pet-
kovs, á lokamínútunni of vel og lengi.
Dómarinn sýndi Petkov sitt annað
gula spjald í leiknum fyrir að tefja og
þar með fór rauða spjaldiö á loft.
Danir voru óhressir með grófan leik
Hollendinga í 0-0 jafntefli liðanna í
Kaupmannahöfn. Þrír Danir fóru
meiddir af velli eftir ljótar tæklingar
hollensku leikmannanna.
Andorramenn, næstu mótherjar Is-
lendinga í EM, hituðu upp með leik í
Portúgal og áttu enga möguleika þar
i 4-0 ósigri.
Belgar urðu enn fyrir niðurlægingu
á heimavelli þar sem þeir töpuðu sín-
um fjórða leik í röð. Nú komu Finnar
í heimsókn og skoraði Jonathan Jo-
hansson tvívegis í óvæntum 4-3 sigri
þeirra.
-VS
Vonsvikinn
Fréttastofa Reuters fiallaði
nokkuð um landsleik Færeyja og
íslands í Þórshöfn í gærkvöld.
Sagt var að íslenska liðið, sem
ætti möguleika á að komast
áfram í Evrópukeppninni, þyrfti
að spila mun betur í næsta leik
sínum, gegn Andorra. Haft var
eftir Guðjóni Þórðarsyni lands-
liðsþjálfara að hann væri mjög
vonsvikinn með frammistöðu
sinna manna og þeir hefðu ekki
mætt með réttu hugarfari til
leiks. -VS
Skagamaðurinn Gunnlaugur
Jónsson í kapphlaupi við
Blikann ívar Sigurjónsson í leik
liðanna í Kópavogi í gærkvöld.
DV-mynd Hilmar Þór
%
An/
ST2
mgm
V
■ -
Allan Simonsen, þjálfari Færeyja:
„Við réðum
ferðinni"
„Við réðum ferðinni í leiknum, meira að segja eftir að
við misstum mann af velli, og ég er mjög ánægður með það.
Við sýndum að við getum spilaö, líka gegn sterku liði á
borö viö það íslenska. Ég tel að við heföum hæglega getað
unnið þennan leik,“ sagði Allan Simonsen, landsliðsþjálf-
ari Færeyja og fyrram knattspymumaður ársins í Evrópu,
eftir landsleikinn í Þórshöfn í gærkvöld.
Birkir líklega farinn að þekkja mig
„Við æföum vítaspymur vel fyrir Evrópuleiki ÍBV og
sennilega er Birkir farinn að þekkja mig. Við spiluðum
mjög vel að mínu mati og hefðum að minnsta kosti verð-
skuldað jafntefli," sagði Allan Mörköre, leikmaður ÍBV og
færeyska landsliðsins. -EK
Fœreyjar 0 - ísland 1 (1)
Jens Martin Knudsen - Allan Morkore, Hans Fróði
Hansen, Óli Johannessen, Jens Kristian Hansen, Pól
Thorsteinsson - Julian Johnsson (Rógvi Jacobsen, 85.), Sámal Joensen
(Fróði Benjaminssen, 81.), John Petersen - Uni Arge (Jákup á Borg, 85.),
Todi Jónsson.
Gult spjald: Pól Thorsteinsson. Rautt spjald: John Petersen (44.)
Birkir Kristinsson (Ámi Gautur Arason 66.) - Stein-
ar Adolfsson, Pétur Marteinsson (Tryggvi Guð-
mundsson 40.), Lárus Orri Sigurðsson - Auðun Helgason (Sigursteinn
Gíslason 38.), Helgi Kolviðsson, Þórður Guðjónsson, Rúnar Kristinsson,
Hermann Hreiðarsson - Heiðar Helguson (Helgi Sigurðsson 72.),
Rikharður Daðason. Gul spjöld: Rúnar, Sigursteinn, Helgi K.
Faereyjar:
Markalaust í Belgrad
Spennan var mikil í Belgrad í gærkvöld þegar Júgóslavar og Króatar
gerðu jafntefli, 0-0, í knattspymuleik þar sem pólitíkin og stirt samband
þjóðanna haföi jafnmikið að segja og mikilvægi leiksins í Evrópukeppninni.
Litlu munaði að fresta þyrfti leiknum því ljósin brugðust í seinni hálfleik en
imnt reyndist að koma þeim í lag í tæka tíð. Bæði lið áttu stangarskot og
markverðimir, Drazen Ladic hjá Króatíu og Aleksandar Kocic hjá Júgó-
slavíu sýndu nokkrum sinnum' snilldartilþrif. Júgóslavar töpuðu þama sín-
um fyrstu stigum í riðlinum en em áfram efstir og með besta stöðu. -VS
Matareitrun hjá Bunce?
Nýsjálendingurinn Che Bunce lék ekki með Blikum gegn
Skagamönnum í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær vegna
veikinda og hans var sárt saknað í meiðslahrjáðu liði Blika.
Bunce missti úr fimm deildarleiki og tvo bikarleiki þegar hann
fór til Mexíkós að keppa með þjóð sinni í álfukeppninni. Ekki
er nóg með að Blikar misstu hann í allan þann tíma heldur er
talið hugsanlegt að hann hafi náð sér þar í matareitrun þó að
það sé ekki enn ljóst. Bunce er enn einn leikmaður Blika sem
getur ekki spilað vegna meiðsla og veikinda -ÓÓJ
Tvær hliðar
- Skagamanna í 1-3 sigri gegn Blikum í gær
Skagamenn skutust upp í
þriðja sætið í úrvalsdeildinni í
knattspymu með 1-3 sigri á
Breiðabliki í Kópavogi í gær.
Skagamenn hafa sýnt á sér
tvær hliðar í sumar, í byrjun
móts gekk liðinu ekkert þegar
hvorki stig né mörk komu í hús
en þegar leið á mótið fundu
Skagamenn taktinn á ný.
Til að leggja áherslu á þessar
tvær hliðar sýndu þeir þær báð-
ar í Kópavogi í gær. Fyrri hálf-
leikur og þá einkum fyrsti hálf-
tíminn var einkasýning hjá
þeim gulu sem léku heimamenn
grátt. Blikar komust varla yfir
miðju og 3 mörk komu fyrstu 24
mínúturnar.
Blikar réðu ekki við Stefán
Þór Þórðarson og gátu aðeins
þakkað fyrir að hleypa ekki
fleiri en 3 mörkum í mark sitt.
í seinni hálfleik var sem
Skagaliðið væri sátt við stöð-
una og allur taktur og hrynj-
andi datt úr leik liðsins. Hugur
leikmanna var eflaust kominn í
næsta leik sem er mikill slagur
við Leiftur um þriðja sætið í
deildinni og hugsanlegt sæti í
Evrópukeppninni.
Blikar komust þá inn í leik-
inn en þeir ógnuðu aldrei að
ráði gegn sterkri vöm Skaga-
manna og sigur Skagamanna
var sanngjarn og ömggur.
Blikamir fengu þó víti og björg-
uðu andlitinu en miklar breyt-
ingar á leikstöðum og leik-
Stefán Þór Þóróarson (8.)
™ potaði inn úr markteignum
eftir sendingu Gunnlaugs Jónssonar
og hom Jóhannesar Harðarsonar.
Kennetli Matijani (20.) lék á
~K3 Atli markvörð og skoraði
örugglega eftir sendingu Stefáns og
undirbúnings Reynis Leóssonar.
O-ö Sttfán Þór Þórðarson (24.)
™ skoraði örugglega úr víti sem
Pálmi Haraldsson fékk er Hákon
Sverrisson braut á honum.
0.0 Siguróur Grétarsson (77.)
v w skoraði af öryggi úr víti sem
Hreiöar Bjamason fékk er Reynir
Leósson braut á honum.
mönnum á örugglega þátt í að
liðið hefur fengið á sig 6 af síð-
ustu 7 mörkum í deildinni á
fyrstu 24 mínútum leikjanna.
Staða Blika hefur breyst mik-
ið á undanfömum mánuði, 1
stig í síðustu 3 leikjum og að-
eins 1 sigur í síðustu niu leikj-
um þýðir að við liðinu blasir nú
hörð botnbarátta. Hópurinn er
þunnur og svo grimm forföll
vegna meiðsla í sumar eru lík-
leg til að draga tennumar úr
hvaða liöi sem er í deildinni.
„Skagamennimir vom bara
miklu betri og unnu þetta sann-
gjamt. Þaö er ekki nóg að spila
vel í 45 mínútur og liðsheildin
var ekki í lagi í byrjun,“ sagði
Sigurður Grétarsson, spilandi
þjálfari Breiðabliks.
„Við spiluðum vel i fyrri
hálfleik en slökuðum á í þeim
seinni enda erfitt prógramm
fram undan. Þetta var góður
sigur og öruggur allan tím-
ann,“ sagði Heimir Guðjóns-
son Skagamaður sem lék vel í
gær. -ÓÓJ
* LANDSSÍHA
^ ^^DEILDIN y
Urvalsdeild karla
KR 13 9 3 1 28-11 30
ÍBV 12 8 3 1 21-8 27
IA 13 5 5 3 13-12 20
Leiftur 13 4 6 3 12-16 18
Fram 13 3 6 4 16-16 15
Keflavík 13 4 3 6 19-23 15
Breiðablik 13 3 5 5 17-17 14
Grindavik 13 3 2 8 14-20 11
Valur 12 2 5 5 18-25 11
Víkingur R. 13 2 4 7 16-26 10
Fjórtánda umferó veröur leikin um
næstu helgi og þá mætast þessi liö:
Laugardagur:
Grindavík - Víkingur ......14.00
Breiðablik - KR............14.00
Leiftur - ÍA...............14.00
Sunnudagur:
Valur - Keflavík ..........18.00
Fram-ÍBV...................20.00
ÍBV og Valur mætast síðan í áður
frestuðum leik miðvikudaginn 25.
ágúst og þar með veröa loksins öll lið
deildarinnar komin með jafnmarga
leiki.
Bíðum sem gammar
„Þetta var sérstaklega góður fyrri hálfleikur af okkar
hálfú og það sem var jákvæðast við þennan leik var spila-
mennskan og mörkin í fyrri hálfleik. Það er svona með
blessaðan íþróttamanninn aö hann leggur ekki meira á sig
en hann þarf og við hleyptum þeim alltof mikið inn í
seinni hálfleikinn. Það er stutt í næsta leik, gegn Leiftri,
og í undirmeðvitundinni hugsuðu menn um að hvíla sig
fyrir þann slag. Ef svo færi að KR og ÍBV færa að tapa stig-
um þá bíðum við fyrir neðan eins og hrægammar," sagði
Logi Ólafsson, þjálfari Skagamanna. -ÓÓJ
Breiðablik 1(0) - IA 3 (3)
Breiðablik:
Atli Knútsson - Hreiðar Bjamason @, Ásgeir Bald-
urs @@, Sigurður Grétarsson @, Hjalti Kristjáns-
son - Guðmundur Karl Guðmundsson (Ámi Kristinn Gunnarsson 57.),
Hákon Sverrisson, Kjartan Einarsson, Guðmundur Páll Gíslason (Pét-
ur Jónsson 71.) - Bjarki Pétursson, ívar Sigurjónsson.
Gul spjöld: Kjartan, Ásgeir, Atli.
Ólafur Þór Gunnarsson - Sturlaugur Haraldsson, Al-
exander Högnason @, Gunnlaugur Jónsson @,
Reynir Leósson - Pálmi Haraldsson, Jóhannes Harðarson, Heimir Guð-
jónsson @ (Unnar Valgeirsson 71.), Kári Steinn Reynisson (Ragnar
Ámason 79.) - Stefán Þór Þórðarson @@, Kenneth Matijani @ (Ragn-
ar Hauksson 84.). Gul spjöld: Engin.
Breiðabiik - lA Breiðablik - ÍA
Markskot: 10 19 Horn: 3 14 Áhorfendur: Um 500. Völlur: Mjög góður. Dómari: Egiil Már Markússon, dapur og vantaði aila aðstoð.
Maður leiksins:Stefán Þór Þórðarson, IA
Mjög ógnandi, skoraói tvö mörk og lagðl upp eitt.
Dy Færeyjum:
Mark Þórðar Guðjónssonar á 3. mínútu
skildi að landslið Færeyja og íslands í vígslu-
leik þjóðanna á nýja Tórsvellinum í Þórshöfn
í gærkvöld. Færeyingar vora hársbreidd frá
því að ná sínu öðra jafntefli gegn íslandi frá
upphafi því Birkir Kristinsson varði víta-
spymu frá félaga sínum úr ÍBV, Allan Mör-
köre, á 58. mínútu leiksins.
Færeyingar vora manni fæmi frá 43. mín-
útu þegar John Petersen var rekinn af velli.
Færeyingar fengu þá aukaspymu á miðjum
vellinum en Rúnar Kristinsson sparkaði bolt-
anum í burtu. Rúnari og Petersen lenti sam-
an með þeim afleiðingum að Petersen fékk
rauða spjaldið en Rúnar aðeins það gula. í
færeyska sjónvarpinu í gærkvöld sást greini-
lega að Rúnar hefði átt að fylgja með af leik-
velli því dómarinn sá ekki þegar hann sló til
Petersens.
Vel skipulögð vörn íslands
Færeyingar réðu ferðinni i leiknum, vom
mun meira með boltann, en
íslenska liðið byggði á
sterkum vamarleik og
skyndisóknum. Meira að
segja í seinni hálfleiknum,
þegar Færeyingar voru að-
eins 10, voru þeir meira
með boltann en fengu ekki mörg tækifæri fyr-
ir utan vítaspymuna því íslenska vömin var
mjög sterk og vel skipulögð. íslendingar voru
hins vegar hvað eftir annað veiddir í rang-
stöðugildru, sem Óli Johannessen stjórnaði af
klókindum í skyndisóknum sínum.
Vitaspyman var dæmd þegar Sigursteinn
Gíslason felldi Toda Jónsson, sóknarmann FC
Köbenhavn. Það var ekkert að spymunni hjá
Allan Mörköre en Birkir sýndi glæsileg tilþrif
og varði.
Baulað á Rúnar
Marktækifæri í leiknum
vom mjög fá og hann fór að
mestu fram milli vítateig-
anna. íslenska liðið virtist
þó alltaf líklegra til að skora
þó færeyska liðið væri mun meira með bolt-
ann. Rúnar Kristinsson lék mjög vel í fyrri
hálfleik og réð ferðinni á miðjunni hjá ís-
lenska liðinu. En eftir atvikið með Petersen
og gula spjaldið var baulað á hann það sem
eftir var leiksins og það hafði greinilega áhrif
á hanní seinni hálfleiknum.
Pétur sterkur í tyrri hálfleik
Pétur Marteinsson lék mjög vel í fyrri hálf-
leik þar sem hann hélt hættulegasta leik-
manni Færeyja, Toda Jónssyni, niðri. Pétur
fór meiddur af velli fyrir hlé og Todi náði sér
betur á strik eftir það og náði meðal annars í
vítaspymuna.
Strax eftir markið hugsaði íslenska liðið
fyrst og fremst um aö veija forskot sitt og
tókst það. En liðið spilaði ekki vel, tók enga
áhættu, og segja má að markið í byrjun hafi
drepið leikinn niður. Allavega reyndi ís-
lenska liðið lítið að sækja eins og það hlýtur
að ætla að gera í næsta leik sinum, gegn An-
dorra. -EK
0.A Þóróur Guðjónsson (3.)
" skoraði beint úr aukaspymu
af 20 metra færi. Hann skaut á mitt
markið en Jens Martin misreiknaði
skotið og fór í hægra homið.
Bjarnólfur Lárusson hjá enska B-
deildarliðinu Walsall er allur að ná
sér af nárameiðslum sem hann hlaut
um síðustu helgi og forráðamenn
enska liðsins vonast eftir að Bjami
eins og hann er kallaöur verði með
gegn Crewe um næstu helgi.
Dundee United, án Sigurðar Jóns-
sonar sem er meiddur, þurfti fram-
lengingu til að slá út C-deildarliöið
Ross County í skoska deildabikarn-
um í knattspymu í gærkvöld. Staðan
var 1-1 eftir venjulegan leiktíma en
Dundee United vann að lokum, 3-1.
Guöni Bergsson er að ná sér af
meiðslunum sem hafa hrjáð hann í
sumar og hann var með í leik með
varaliði Bolton i gær. Guðni á samt
nokkuð í að komast i góða leikæf-
ingu.
Mitch Richmond samdi í gær við
Washington Wizards i NBA-deildinni
til fjögurra ára en hann verður með
þessum samningi hæstlaunaði skot-
bakvörður í NBA.
Richmondfœr um 730 milljónir á ári
og meira en kappar eins og Latrell
Sprewell hjá New York, Allen Iver-
son hjá Philadelphia 76ers, Kobe
Bryant hjá Los Angeles Lakers og
Reggie Miller hjá Indiana Pacers.
Peter Schmeichel var í gær útnefnd-
ur knattspymumaður ársins i Dan-
mörku i þriðja sinn á ferlinum en
hann hlaut áður þessa útnefningu
1990 og 1993. Schmeichel, sem er 35
ára, gekk í sumar til liðs við portú-
galska liðið Sporting Lisabon eftir
átta ára vera hjá Manchester United.
ísland er í 48. sæti á nýjum styrk-
leikalista Alþjóða knattspymusam-
bandsins sem gefinn var út í gær og
hefur þvi fallið um tvö sæti siðan í
síðasta mánuði.
Rúnar Kristinsson jafnaði lands-
leikjamet Guðna
Bergssonar í Færeyj-
um í gærkvöld þegar
hann lék sinn 77. A-
landsleik. Rúnar setur
væntanlega nýtt met
þegar ísland mætir
Andorra í bytjun sept-
ember.
Birkir Kristinsson hefur variö allar
þær þrjár vítaspymur sem hann hef-
ur fengið á sig í sumar. Tvær gegn ÍA
á Akranesi, bæði í bikarleik og deild-
arleik liðanna, og þá þriðju gegn
Færeyingum í Þórshöfn í gærkvöld.
Þórður Guöjónsson skoraði í gær-
kvöld sitt 8. mark fyrir A-landslið Is-
lands og þar með er hann kominn í
7.-11. sætið yfir markahæstu leik-
menn landsiiðsins frá upphafi. Hann
á þó enn langt í land með að ógna
Ríkharði Jónssyni sem skoraði 17
mörk fyrir ísland.
íslenska landsliðið missti tvo leik-
menn meidda af velli í fyrri hálf-
leiknum í Færeyjum, þá Auóun
Helgason og Pétur Marteinsson.
-ÓÓJ/VS
Lárus Orri Sigurðsson og Sigursteinn Gíslason reyna að halda aftur af Una Arge, færeyska miðherjanum úr Leiftri, í landsleiknum í Þórshöfn í gærkvöld.
DV-mynd Álvur Haraldsson
■