Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 JD"V' 30 bílar Reynsluakstur Daewoo Nubira IISX Wagon: Betri fjöðrun og bætt hljóðeinangrun Viö fyrstu sýn virðist ekki mikil breyting frá þeirri Nubira sem verið hefur á markaði fram að þessu en þeg- ar betur er að gáð er breytingin nokk- ur. Það er bæði búið að breyta fram- og afturenda bílsins, þó mun meira að framan, ný og stærri ljós, breytt grill og brotlina í vélarhlíf. Með þessu er heildasvipurinn orðinn nær best búna bílnum, Leganza, og í heild nær fólks- bílalínu Daewoo í heild. Stationgerð Nubira hefur átt mestri velgengni að fagna á markaði hér og strax þegar Daewoo-bílamir vom kynntir á síðasta ári fengu færri en vildu þessa gerð bílsins. Það kemur ef til vill ekki á óvart þegar stationgerðir þessara bíla em skoðaðar nánar því þar kemur Nubira sterk til leiks hvað varðar stærð og pláss. Samanburður á milli einstakra bíla er ekki alltaf réttlátur því þar spil- ar inn í verð, búnaður og til hvers á að nota viðkomandi bíl. Því til viðbótar era atriði eins og traust kaupenda á viðkomandi tegund. Það er því vel við hæfi að byrja á því að reynsluaka stationgerð Nubira n fyrst. Ef horft er til þeirra keppinauta sem Nubira II keppir við á markaðnum em bílar á borð við Toyota Avensis, Opel Vectra og Nissan Primera næstir hvað varðar stærð og pláss. Skoðum þetta nánar: BIFREIÐASTILLINOAR NICOLAI Nissan Sunny SLX, ,ssk, ‘91 Grár,Ek.61 þ.Verð: 610.000 Honda Prelude 2,2 VTi, 5 g.‘93 Rauður Ek.115 þ. Verð: 1.650.000 Honda Civlc Si. ssk, 5 d. ‘96 55 Þ. 1.150 U. Honda Clirlc LSI, 5 g.5 d. '98 20 b. 1.440(1. BMW 520IA, 4 d. ‘91 1201). 1.050 U. Cltroln XM 5 g. 5 d. '93 138 0. 890 U. Dalhalsu Ter. 9x4 ,ssk,5 d. ‘98 14 þ. 1.4501). Dalhatsu Applause,5 g. 4 d. '90 1531). 350 0. DaihaUu Charade TS..3 d. '92 821). 300 0. Ford Escort CLX, 5g.5d. ‘97 40|). 1.090 0. Jeep Grand Cherokee,.5 d. '93 90 0. 1.550 0. Mazda 323 LXI, 5 g. U d. ‘95 104 0. 590 0. MMC Galant 4x4, 5g. 4d. ‘96 68 0. 1.750 0. MMC Galanl GLS, 5g.4d. '90 161 0- 620 0. MMC Lancer, 5 g. 4 d. '92 92 0. 580 0. MMC Lancer, 5 g. 4 d. ‘93 115 0. 590 0- Nissan Micra LX, 5 g. 3 d. ‘94 98 0. 590 0. Nlssan Sunny SLX.ssk. 4 d. '91 61 0. 610 0. Nlssan Sunny SR, ssk 3d ‘94 55 0. 820 0. RangeRover, ssk. 5d. ‘85 115 0- 290 0. RenaultNeyada21.5g.5d. '93 96 0. 850 0. Subaru legacy st„ 5 d. '90 208 0. 490 0. Suzukl Oaleno, 5g. 4d. ‘07 44 0. 1.010 0. Toyola Corolla, ssk. 3 d. '03 80 0. 850 0. Toyola 4-Ronner. 5g.5d. '91 107 0. 1.090 0. Volvo S40, ssk. 4 d. ‘07 21 0. 1.820 0. Volvo 460 GL, ssk. 4d. ‘93 110 0. 770 0. VWGolf, 5g. 3 d. ‘95 82 0. 790 0. VW Polo, 5 g. 3 d. ‘98 11 0- 1.050 0 þlHONDA NOTAÐIR BÍLAR Vatnagöröum 24 Sími 520 1100 aftursætinu era einnig komnir með armpúða á milli sin til þæginda. Hólf og hirslur era með nokkuð hefðbundnum hætti. Vasar innan á hurðum era nokkuð grannir og taka ekki of háa hluti vegna armpúðanna fyrir ofan. Opið hólf er við hlið hand- hemils í miðstokki og lítið lokað hólf þar fyrir aftan sem er eiginlega of lítið til að nýtast vel. Góðar glasa- eða bolla- höldur renna hins vegar fram úr mælaborðinu með einni fmgursnert- ingu en þær nýtast einnig vel til að geyma GSM-símann í akstri. Lítið smáatriði má nefna að útslátt- arrofi fyrir rafmagn, sem slær út öllu rafmagni, þar á meðal bensíndælu, ef bíllinn verður fyrir höggi, er nú kom- inn við hlið ökumannsætis en vonandi er þetta búnaður sem enginn þarf nokkra sinni að vita af. Mesta breytingin í útliti er að framan en þar setja ný Ijós, nýtt grill og nýtt form á vélarhlíf mest- an svip á bílinn. ?S;1 Avensis er lengstur þessara fjög- urra, 4570 mm, breiddin er 1702 mm og farangursrými 530 lítrar. Nubira er önnur í röðinni hvað varðar lengdina, eða 4550 mm, breidd- in er 1707 mm og farangursrýmið er stærst þessara fjögurra, eða 550 lítrar. Nissan Primera er þriðja í röðinni hvað varðar lengdina, 4516 mm, breiddin er hins vegar mest, eða 1715 mm, en farangursrýmið er 450 lítrar. Opel Vectra er 4490 mm á lengd, breiddin er 1710 mm og farangurs- rýmið 460 lítrar. Nubira II skákar hins vegar þeim öllum þegar búið er að leggja aftur- sætið fram og nýta allt farmrýmið því þá rúmar það 1840 lítra en sá þeirra sem kemst næstur er Primera með 1650 htra og Avensis 1480 og Vectra 1490 lítrar. Þetta era hins vegar aðeins dauðar tölur og segja ekki allt um þessa bíla þannig að hver og einn verður að gera sinn samanburð en óneitanlega stend- ur Nubira n vel að vígi í þessu tilliti, einkum þegar horft er til búnaðar og verðs. Þægilegri og mmbetrí Að innan ber mest á nýju mæla- borði en sæti hafa verið endurbætt og klæðning innan á hurðum einnig. Höf- uðrými hefur einnig verið aukið. Til aukinna þæginda er búið að færa stjómtakka fyrir rafstýrðar rúðu- vindur frá miðjustokknum í armpúða í hurðaspjöldum en armpúðamir sjálfir era einnig stærri. Það kom nokkuð á óvart að finna breytilegan stuðning við mjóhrygg í farþegasæti að framan. Fram að þessu hefur þetta verið aðeins í bOstjórasæti, nema þá í dýrastu bfl- um. Búið er að bæta við mótorfestingu sem gerir það að verkum að gírstöng gengur minna til en áður i akstri en eitt af því fáa sem mátti fmna að fyrir- rennaranum var hve gírstöngin gekk tfl jiegar gefið var inn eða slakað á bensíngjöfinni. Auðvelt er að fmna sér sætisstill- ingu við hæfi og í heild er aðstaða öku- manns með ágætum. Það pirrar þó að- eins í akstri að útsýni um baksýnis- spegilinn er nokkuð þröngt en til þess að gera góðir hliðarspeglar bæta hér vel úr. Svo haldið sé áfram að tala um pirring þá má finna að einu at- riði sem kemur bflnum sjálfum ekkert við og er sam- nefnari fyr- ir marga aðra bíla en það er atriði sem kemur með betri búnaði. Geislaspilari er stað- albúnaður í mörgum bflum í dag og er það vel. Á hinn bóginn er það nánast tfl vansa hve erfitt er að hækka eða lækka í útvarpi eða tónlist á stjóm- borði geislaspilaranna því takkamir era lítt sýnilegir og oftar en ekki þarf að þreifa fyrir þeim. Sumir bilar era þó með þann þægindabúnað að hægt er að hækka eða lækka í útvarpinu með hnöppum í stýrishjóli sem er góð- ur kostur. En þetta var útúrdúr sem kemur þessum ágæta bfl einum ekki meira við en mörgum öðrum og aftur til akst- ursins. í heild munar þó sennilega mest um að hljóðeinangran hefur verið bætt verulega og bfllinn því verulega hljóð- látari en áður. Einkum era það farþeg- ar í aftursæti sem græða á þessu, auk þess sem endurbætt fjöðrunin kemur þeim meira til góða. Betri fjöðrun er líka að þakka góðum gashöggdeyfum sem taka betur við ójöfnum i akstri. Með þessu nýtist göðrunarbúnaður- inn, sem hannaður er hjá sportbíla- framleiðandanum Lotus, enn betur. Nýtt vökvastýri er líka komið í bflinn sem eykur tflfinningu fyrir veginun) og akst- ursaðstæðum. Enn eitt sem eykur þægindi í akstri er að í Nu- bira II eru nú komnir loftstokk- ar sem beina loft- straumi frá mið- stöð og loftræst- ingu beint til aft- Mælar í mælaborði eru þægilegir álestrar, einkum þegar skyggja tekur. Farangursrýmið er það rúmbesta í bflum í þessum stærðarflokki og aðgengi að því er ágætt. Klæðningar innan á hurðum eru nýjar. Rofar fyrir rúðuvindur eru fyrir fram- an armpúða á bflstjórahurð sem er stór og þægilegur en rýrir nokkuð nota- gildi vasans fyrir neðan. ursætisfarþega, jafht og til þeirra sem sitja í framsætum. Þeir sem sitja í Stationgerð Nubira hefur átt sérstökum vinsældum að fagna, enda vel búinn bfll á góðu verði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.