Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 %/bílar 35 Opel: Virkir höfuðpúðar draga úr hættu á hálsmeiðslum - staðalbúnaður í Opel Omega og Vectra frá næsta hausti Nubira II Wagon SX 1,6 Lengd: 4.550 mm. Breidd: 1.720 mm. Hæð: 1.470 mm. Hjólahaf: 2.570 mm. Sporvídd, f/a: 1.464/1.454 mm. Eigin þyngd: frá 1.238 kg. Farangursrými: 550/1840 lítrar. Vél: 4ra strokka, tveir yfirliggjandi kambásar, 1.598 cc, 106 hö. v/5.800 sn. Snúningsvægi 145 Nm v/3800 sn. Gírkassi: Fimm gíra handskipting (eða 4ra þrepa sjálfskipting). Fjöðrun: MacPherson gormafjöðr- un framan, fjölliða gormafjöðrun aft- an, jafnvægisstöng aftan og framan: Stýri: Tannstangarstýri, hraðatengt aflstýri. Hjól: 185/65R14. Verð: SX Wagon, handskiptur, kr. 1.490.000 (sjálfskiptur kr. 1.588.000). Umboð: Bílabúð Benna, Vagnhöfða. Góður staðalbúnaður Nubira II er vel búinn bíll hvað varðar staðalbúnað. SX-gerðin er með 1,6 lítra vél, 106 hestafla, hraðatengt aflstýri, ABS-hemlalæsivöm frá Bosch með EBD, samlæsingar með þjófavöm og flarstýringu í lykli, tvo loftpúða, 140 vatta hljómkerfi með geislaspilara og útvarpi og sex hátölurum, rafdrifna og upphitaða hliðarspegla, hæðar- og velt- istillingu á marga vegu á ökumanns- sæti, auk stillingar á stuðningi við mjóbak, hæðarstillingu á öryggisbelt- um við framsæti, 40/60 skiptingu á aft- ursætisbaki, þokuluktir, viðaráferð á mælaborði, hólf milli framsæta, litað gler, hæðarstillingu á ökuljósum, sam- lita stuðara og taumottur. Síðast en ekki síst má telja þann kost að kaup- endur geta valið sér álfelgur að eigin vali. Er um býsna breitt úrval að ræða sem gerir það að verkum að allir geta sett „sinn svip“ á bílinn að þessu leyti. Stationbíllinn er með farangurshlif og farangursnet á milli farmrýmis og farþegarýmis. Hvað varðar öryggi era öflugir styrktarbitar í öllum fjórum hurðum. Nubira II er galvanhúðaður til að standast ryðtæringu og með íslenskri ryðvöm að auki með 3ja ára ábyrgð. CDX-gerðin er til viðbótar við SX- bílinn með 2,0 lítra, 133 hestafla vél og diskahemla á öllum hjólum. Gottverðer helsta trompið Eitt helsta tromp Nubira var hve bíllinn var á góðu verði miðað við markaðinn í heild. Þótt verðið hafi færst upp á við með Nubira n er bill- inn enn á góðu verði því 1,6 lítra SX- fólksbíllinn er á 1.449.000 en CDX með 2,0 lítra vélinni er á 1.698.000. Stationbíllinn er í SX-gerð á 1.490.000 en CDX er á 1.780.000. Sjálf- skipting lyftir verðinu í öllum gerðum um 98.000 krónur. Nubira II Wagon hlýtur því að telj- ast sem fyrr allgóður kostur á þessum hluta markaðarins í dag og endurbæt- umar spiila ekki fyrir. -JR Frá og með hausti komanda verður Opel fyrstur meðal þýsku bílaframleið- endanna til að bjóða virka höfuðpúða. Með virkum höfúðpúðum er átt við innbyggðan búnað í sætisbak framsæt- anna sem sveigir höfuðpúðann að höfði farþeganna komi til áreksturs og á þann hátt er dregið úr hættu á háls- meiðslum við aftanákeyrslu. Slíkir höfuðpúðar, sem byggjast á svipaðri lausn, hafa þegar komið fram á sjónarsviðið hjá öðrum framleiðend- um. Allar gerðir Opel Omega og Vectra verða með þessa höfuðpúða sem stað- albúnað en að auki verða þeir fáanleg- ir í Opel Astra og Zafira, nýja fjölnota- bilinn sem væntanlegur er á markað hér síðar í sumar. Meiðsl á hálsi vegna aftanáaksturs hafa tvöfaldast á síðustu 30 árum og era næst í röðinni á eftir höfuðmeiðsl- um. Þetta öryggisframtak Opel er liður í að spoma við þessum slysum og afleið- ingum þeirra. Dr. Wolfram Hell, slysarannsóknar- maður við ðryggisstoftiun umferðar- mála, sem rekin er af samtökum þýsku tryggingafélaganna (GDV) í Múnchen, segir: „Þetta er mikilsvert skref í rétta átt hjá stórum bílaframleiðanda. Háls- hnykkir eiga sök á miklum kvölum hjá þeim sem fyrir þeim verða og kalla á dýra og umfangsmikla meðferð." Fram kemur í varfærinni áætlun af hálfu GDV að kostnaður vegna háls- hnykkja í Þýskalandi einu sé um tveir milljarðar þýskra marka, eða sem svarar 80 milljörðum króna, og í Evr- Búnaðurinn er mjög einfaldur, byggður inn f sætisbakið, og það er þungi viðkomandi sem setur virkn- ina í gang komi til áreksturs. ópusambandinu öllu geti þessi kostn- aður numið um 800 milljörðum króna. Samkvæmt rannsóknunum era það ekki bara árekstrar á miklum hraða sem geta orsakaö þessa alvarlegu áverka því dæmi era um þá vegna árekstra á 10 til 20 kílómetra hraða líka. Byggt inn í sætisbakið Þessi virki öryggisbúnaður er byggður inn í sjálft sætisbakið og veg- ur aðeins um eitt kíló. Búnaðurinn vinnur vélrænt, það er að segja að um leið og líkaminn press- ast inn í sætisbakið vegna aftaná- keyrslu sér búnaðurinn um að sveigja höfuðpúðann í átt að höfðinu og stytt- ir þannig bilið á milli höfúðs og púða og kemur þannig í veg fyrir hnykk á hálsinn. Við alvarlega árekstra getur púð- innn gengið upp sem nemur 20 millí- metrum og 60 millímetra á móti höfð- inu. Búnaðurinn er þróaður af Opel í samvinnu við ffamleiðanda sætanna í Opelbílana, Lear. Á tveggja ára þróun- arferli vora gerðar tilraunir með til- raunabrúður, fastspenntar á sleða, og mæld áhrif af árekstrum á 8, 16 og 22 kílómetra hraða. Mikilvægt að höfuðpúðinn sé rátt stilltur Til þess að tryggja sem minnst áhrif af höggi þarf höfúðpúðinn að vera rétt stilltur, og það á við um alla bíla, hvort sem púöinn er með þessum nýja bún- aði eða ekki. Til er einföld þumalfingursregla sem er svona: Öryggi er tryggt með því að efri brún höfuðpúða sé ávallt í sömu hæð og efri brún höfuðsins. Til að tryggja það að púðamir séu ávallt á réttum stað mun Opel kynna nýja læs- ingu á púðunum fyrir Omega, Vectra, Astra og Zafira frá og með haustinu. Með þessum nýja búnaði er aðeins hægt að breyta hæð púðanna með því Á þessari mynd sést hvernig púðinn gengur nær höfðinu við árekstur. að sveigja þá fram og losa með tilheyr- andi smelli. Meira öryggi Með því að kynna þennan nýja bún- að til sögunnar er Opel að undirstrika það vægi sem fyrirtækið leggur á ör- yggisbúnað. Lofft)úðar eða líknarbelgir vora snemma staðalbúnaður og sumar gerðir eru með hliðarloftpúða sem staðalbúnað. Fullkomin öryggisbelti með beltastrekkjurum, hæðarstillingu og hindrun gegn framskriði era hluti af öryggiskerfi Opel. Bömin njóta góðs af Fix-sætakerfi Opel og nú bætast virkir höfuðpúðar við. Opel var líka leiðandi á þessu sviði þegar kynnt var til sögunnar öryggis- kerfi fyrir fótstig sem falla niður komi til áreksturs, nokkuð sem á að draga úr hættu á fótameiðslum. -JR Ræsir: Nýr Mazda 2500 skúffubíll kominn Nýr og endurbættur B-2500 skúffubíll frá Mazda er kominn til landsins og er kynntur þessa dagana hjá Ræsi hf., um- boði Mazda á íslandi. B-seriu skúflúbílamir frá Mazda hafa átt miklum vinsældum að fagna víða um heim og búið er að framleiða meira en þrjár milljónir slíkra bíla í 130 lönd- um frá því þeir vora fyrst kynntir á ár- inu 1961. Nýi B-2500 er verulega mikið breyttur frá fyrri gerð, með mun mýkri línur og betur búinn en áður. Skúffubílamir era í boði í tveimur gerðum, 2ja og 4ra hurða, með drifi á öllum hjólum og með tveimur útgáfum af 2,5 lítra dísilvélinni, með og án turbó. Án forþjöppu gefúr vélin 78 hestöfl en með forþjöppu, eða turbó, gefur þessi sama vél 109 hestöfl. Þessi nýja útgáfa B-bílanna er fram- leidd í verksmiðjum AutoAlíiance í Taílandi, sem era sameign Mazda (45%) og Ford (45%), auk tveggja þarlendra fyrirtækja. Þessi sameiginlega verk- smiðja getur framleitt 135.000 bíla á ári og þaðan munu skúffubílar, bæði Mazda og Ford, koma á Evrópumarkað en nýi Nýi Mazda B-2500 er með mun mýkri línur í útliti og vel búinn bíll á góðu verði. Ford Ranger, sem er væntan- legur á markað hér síðar í haust, mun einnig koma frá þessari sömu verksmiðju. Nýi B-2500 kemur sterkur til leiks hér hvað varðar verð og búnað. Tveggja hurða bUlinn með venjulegri dísilvél, 78 hestafla, mun kosta 1.985.000 og án vsk. 1.594.378. 4ra hurða bíllinn með 109 hestafla túrbínuvél kostar kr. 2.260.000. Þetta verður að teljast mjög svo samkeppnisfært verð ef horft er til markaðar- ins, sérstaklega varðandi búnað, en meðal staðalbún- aðar má telja rafdrifnar rúð- ur og spegla, hita í aftur- rúðu, upphituð sæti, samlæs- ingar, loftpúða í stýri og fyr- ir farþega og sjálfvirkar framdrifslokur. Við munum fialla nánar um B-2500 eftir reynsluakst- ur á næstunni. -JR greíðslukjön Uppítökubílar á góðu verði Alltaff tilboð BMW 316112/92 ‘92) Ek. 120 þ.km, vínrauður, 5 gíra, samlæsing. Verð: 1.100.000. Tilboð: 950.000. Subaru Legacy 2000 GL10/97 (’98) Ek. 32 þ.km, grænn, sjálfskiptur, samlæsing, rafdr. rúður og speglar. Verð: 1.950.000. Tilboð: 1.795.000. Daewoo Nubira SX1600 STW 06/98 (’99) Ek. 24 þ.km, blár, 5 gíra, abs, cd, álfelgur, loftpúðar o.fl. \ - Verð: 1.300.000. Tilboð: 1.170.000. Toyota Tacoma 2700 Bensín ‘96 Ek. 59 þ.km, rauður, 5 gíra, plasthús, álfelgur. Verð: 1.650.000. Tilboð: 1.450.000. Hyundai Sonata 2000 GLS 01/93 (’93) Ek. 108 þ.km, sjálfskiptur, rafdr. rúður og speglar, samlæsing. Verð: 700.000. Tilboð: 495.000. Toyota Yaris Terra 08/99 Ek. 26 km, rauður, 5 gíra, loftpúðar. Verð: 1.020.000. Tilboð: 950.000. Volvo 850 GLT 2,5 20 V STW ‘96 Ek. 25 þ.km, svartur, 7 manna, leður, sjálfskiptur, cruise, allt rafdrifið, abs, loftpúðar o.fl, o.fl.Verð: 2.650.000. Tilboð: 2.390.000. Musso EL 602 2900 TDI 07/98 (’98) Ek. 20 þ.km, hvítur, 5 glra, 33" breyttur, álfelgur, allt rafdrifið, fjarst. samlæsing o.fl. Verð: 2.950.000. Tilboð: 2.750.000. Opel Astra 1400 GL STW 09/94 (’95) Ek. 69 þ.km, vínrauður, sjálfskiptur, samlæsing. Verð: 800.000. Tilboð: 695.000. Subaru Legacy 1800 GL11/89 (’90) Ek. 183 þ.km, vínrauður, 5 gíra, samlæsing, rafdr. rúður og speglar. Verð: 600.000. Tilboð: 495.000. NOTAÐIR BILAR BÍLDSHÖFÐA 8 • SÍMI577 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.