Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1999, Blaðsíða 8
8
MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 1999
Útlönd
Stuttar fréttir i>v
Lítil hætta á farsóttum eftir jarðskjálftann:
Aðstoðinni beint
til þeirra sem lifa
Tveir fórust í
brotlendingu
Tveir farþegar fórust þegar far-
þegaþota frá Taívan meö 315
manns innanborðs brotlenti og
hafnaði á hvolfi í Hong Kong í
gær. Að minnsta kosti 206 slösuð-
ust.
„Við erum heppin að aðeins
tveir skuli hafa látist þegar þess
er gætt hversu alvarlegt slysið
var,“ sagði Regina Ip, ráðherra
öryggismála í Hong Kong, við
fréttamenn.
Eldur kom upp í einum hreyfli
vélarinnar í lendingu en slökkvi-
liði tókst að kæfa hann eftir að-
eins Fimmtán mínútur. Slökkvi-
liðsstjórinn sagði að flestir far-
þegamir hefðu sloppið lifandi
vegna þess að vélin var tiltölulega
heilleg eftir lendinguna.
Sumir farþeganna voru fastir í
beltunum í sætum sínum í allt að
tvær klukkustundir áður en tókst
að bjarga þeim úr flugvélarflak-
inu. Flugvélin var var að koma
frá Bangkok á Taílandi. Talið er
aö skyndileg vindhviða hafi vald-
iö því að annar vængbroddurinn
hafi rekist í flugbrautina.
BiFREIÐASTILLINGAR
NICOLAI
Tyrknesk stjórnvöld leggja nú allt
kapp á að koma aðstoð til þeirra tvö
hundruð þúsunda sem eiga um sárt
að binda eftir jarðskjálftann mikla í
síðustu viku. Reynt er að koma
vatns- og rafmagnsveitum aftur í
samt lag og koma í veg fyrir aö sjúk-
dómar breiðist út. Vonir um að
fleiri finnist á lífi í húsarústunum
fara mjög dvínandi.
Erik Noji, starfsmaður Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunarinnar
(WHO), sagði í gær að lítil hætta
væri á aö farsóttir breiddust út.
„Farsóttir eru goösögn sem fylgir
náttúruhamforum," sagði Noji á
fundi með fréttamönnum í Istanbúl.
Sameinuðu þjóðirnar segja að allt
að fjörutíu þúsund manns kunni að
Keppinautar Georges Bush, ríkis-
stjóra i Texas, um tilnefningu
Repúblikanaflokksins fyrir forseta-
kosningarnar í Bandaríkjunum á
næsta ári, sögðu í gær að hann ætti
að svara spurningum um hvort
hann hefði neytt ólöglegra flkni-
efna. Þrálátur orðrómur þar um hef-
ur verið á kreiki. Stuðningsmenn
hafa týnt lífi í jarðskjálftanum að-
faranótt þriðjudags sem mældist 7,4
stig á Richterkvarða. Meira en þrjá-
tíu og þrjú þúsund eru sárir. Talið
er að tvö hundruð þúsund hafi
misst heimili sin.
Björgunarsveitum tókst að ná
fatlaðri konu lifandi úr rústum í
bænum Golcuk í gær. Hún hafði þá
verið í 131 klukkustund undir brak-
inu og var þegar í stað send á
sjúkrahús í Istanbúl. Talið er að
þúsundir til viðbótar séu grafnar
undir húsarústunum og að lík
þeirra séu kjörlendi fyrir sjúkdóma
af ýmsu tagi.
Suleyman Demirel Tyrklandsfor-
seti hét því að gripið yrði til ráðstaf-
ana til að koma í veg fyrir svona
Bush réðust hins vegar á fjölmiöla
fyrir að þráast viö.
„Ég fæ ekki séð hvernig hægt er
aö sleppa frá einhverju sem felur í
sér lögbrot," sagði Gary Bauer,
íhaldssamur repúblikani sem sæk-
ist eftir tilnefningunni.
Ríkisstjórinn hefur þráfaldlega
neitað að svara spumingum frétta-
tjón af jarðskjálftum í framtíðinni.
Hann sagði að byggingareglugerðir
yrðu endurskoðaðar, betur yrði
fylgst með jarðskjálftum og sam-
vinna milli ýmissa stofnana ríkisins
yrði aukin.
„Jörðin undir fótum okkar er rot-
in. Við eigum ekki annarra kosta
völ en að lifa á henni,“ sagði forset-
inn brúnaþungur á fundi með
fréttamönnum.
Tyrkir hafa sakað stjómvöld og
herinn um að vera svifasein og fyr-
ir að hafa ekki samhæft aðgerðir
sínar nægilega.
Stjómvöld ræða nú við forráða-
menn Alþjóðabankans um þriggja
milljarða dollara lán til uppbygging-
arstarfs á skjálftasvæðunum.
manna um meinta dópneyslu.
Orrin Hatch öldungadeildarþing-
maður, sem einnig keppir við Bush,
sagði að spurningin hefði þýðingu
fyrir ungdóminn þar sem nokkuð
hefði áunnist í baráttunni gegn
ólöglegum fíkniefnum.
Einn starfsmanna Bush sagði að
framboð hans hefði ekki skaðast af.
Kóngssonur greftraöur
Faisal, elsti sonur Fahds kon-
ungs í Sádi-Arabíu, var greftrað-
ur í gær. Prinsinn, sem var 53
ára, lést úr hjartaáfalli á laugar-
dag.
Arafat leitar sátta
Yasser Arafat, forseti Palest-
ínumanna, ræddi í gær við gaml-
an vopnabróð-
ur, Nayef
Hawat-meh, í
þeim tilgangi
að sameina
krafta Palest-
ínumanna fyrir
friðarviðræð-
umar við ísra-
el. Grunnt hefúr verið á því góða
milli Arafats og Hawatmehs um
nokkurt skeið. Hawatmeh fer fyr-
ir róttækri frelsishreyfingu
Palestínumanna með aðsetur í
Damaskus.
Aukin mengun í borgum
Loftmengunin í dönskum borg-
um og bæjum fer vaxandi, að því
er fram kemur í nýrri skýrslu fyr-
ir danska þingið. Ástandið í ám
og vötnum og hafinu er aftur á
móti gott.
Stalínistar í bandalag
Rússneskir stalínistar mynd-
uðu kosningabandalag og var
sonarsonur Stalíns gamla, Jev-
gení Dzhúgísjvílí, gerður að leið-
toga, að þvi er rússneskar sjón-
varpsstöðvar greindu frá í gær.
Njósnastjóri rekinn
Varnarmálaráðherra Sviss
sagði í gær að hann hefði rekið yf-
irmann njósnadeildar hersins
vegna fjársvikamáls. Fjársvikin
tengjast leynilegu vopnabúri sem
yflrvöld hafa fundið.
Rússar veröi stöðvaðir
Leiðtogar Albana í bænum Ora-
hovac i Kosovo hvöttu bæjarbúa í
gær til að koma upp vegatálmum
til að koma i veg fyrir að rúss-
neskir friðargæsluliðar komist
þangað.
Glæponamet
Tala fullorðinna Bandaríkja-
manna sem sitja í fangelsum eða
eru undir eftirliti lögreglu náði
5,9 milljónum á síðasta ári og hef-
ur aldrei verið hærri. Það eru
nærri þrjú prósent fullorðinna.
Lúzhkov gagnrýnir
Júrí Lúzhkov, borgarstjóri í
Moskvu, gagn-
rýndi harðlega
það sem hann
kallaði stjómar-
fyrirkomulag
Bórísar Jeltsíns
forseta í sjón-
varpsviðtali í
gær. Lúzhkov,
einn aðalmaðurinn að baki nýju
kosningabandalagi sem margir
segja að muni fara með sigur af
hólmi í kosningunum í desember,
hefur ekki áður gagnrýnt forset-
ann og stjórn hans jafnharkalega.
Týndar á Hawaii
Lögreglunni á Hawaii hefur
ekki enn tekist að hafa upp á
tveimur dönskum konum sem
ekkert hefur spurst til i rúma
viku. Þær komu ekki aftur úr
gönguferð sem þær fóru í.
Bob Laya og sonur hans Russ, í borginni Corpus Christi í Texas, hjálpast að við að koma krossviði upp á þak svo
hægt sé að negla fyrir gluggana á efri hæð hússins. íbúar Suður-Texas áttu von á fellibylnum Bret í nótt og var því
spáð að hann gæti valdið gífurlegu tjóni. Hundruð þúsunda íbúa við ströndina flúðu lengra inn í land.
Keppinautar vilja vita um flkniefnaneyslu:
Texas-Bush krafinn sagna
Mjog gott úrval bíla
á skrá og á staðnum
Opið virka daga 10-12 og 13-18. Lokað á laugardögum til og með 7. ágúst.
VANTAR TJALDVAGNA OG FELLIHYSI STRAX • GÓÐ INNIAÐSTAÐA
m m fnÍLASALW]
nöldur ehf.
B í L A S A L A
Tryggvabraut 14, 600 Akureyri
461 3020-461 3019
VW Passat 4x4 1800, 5 d., ‘98,
hvítur, ek. 27 þ. km, bsk., ABS o.fl.
V. 2.030.000.
Land Rover dísil, 5 d., ‘81,
grænn, ek. 91 þ. km, bsk.
V. 400.000 stgr.
VW Polo 1400, 3 d., ‘97,
grænn, ek. 50 þ. km, bsk., 15“ álf.
V.890.000.
Mercedes Benz 200 E, 4 d.,’93,
hvftur, ek. 80 þ. km. ATH.: bsk., sóll.
V. 1.950.000.
Ford Mustang GT 5000, 2 d., ‘94,
gulur, ek. 68 þ. míl., bsk., 17“ álf.,
innfl. í lagi. V. 1.700.000.
Dodge Grand-Caravan 3300, 5 d.,‘95,
hvítur, ek. 95 þ. km, ssk., a/c, krókur
O.fi. V.1.850.000.
Grand-Cherokee Laredo 4x4 5200,
8 cyl., ‘95, beis, ssk., ABS, cruise o.fl.
V. 2.590.000.