Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 1Ö"V so Hrtor Honda flccord EXI, ssk., 4 d. '91 102 h. 780 þ. Honda Accord LSI, ssk., 4 d. 'B5 100 u. 1.250 þ. Honda Civlc Sl, ssk., 4 d. 'fl7 33 þ. 1.150 þ. Honda Clvic LSI, 5 g.,5 d. '98 22 þ. 1.570 þ. BMW 316IA, ssk., 4 d. ‘98 28 þ. 1.850 þ. BMW 520IA, ssk., 4 d. •B2 120 þ. 1.050 þ. Cltroén XM, turbo, 5 g., 5 d. '93 138 þ. 890 þ. Daihatsu Terios 4x4, ssk.. 5 d. '98 14 þ. 1.390 þ. Jeep Grand Cherokee, ssk., 5 d. ‘93 90 þ. 1.550 þ. MMC Lancer 5g.,4d. ‘91 92 þ. 409 þ. MMC Lancer, ssk., 5 d. '92 58 þ. 840 þ. MMC Lancer GL, 5 g., 4d. '93 115 þ. 590 þ. MMC Lancer st., 4x4,5 d. '93 89 þ. 799 þ. MMC Lancer st„ 4x4,5 d. •91 141 þ. 499 þ. MMC Spacewagon, ssk., 5 d. '93 137 þ. 990 þ. Nlssan Almera, ssk., 4 d. '97 21 þ. 1.050 þ. Suzukl Sldeklck, 5 g., 5 d. '93 105 þ. 870 þ. Toyota Avensis^ g., 5 d. '98 28 þ. 1.480 þ. Toyota Corolla, ssk., 4 d. '92 117 þ. 730 þ. Toyota Corolla, ssk., 4 d. '96 49 þ. 950 þ. Toyota Corolla GL, 5 g., 4 d. '92 113 þ. 780 þ. Toyota Corolla GL, 5 g., 3 d. '92 73 þ. 790 þ. Toyota Corolia G6,3 d. '98 42 þ. 1.190 þ. Toyota Corolla XL, 5 g., 5 d. ‘97 40 þ. 1.090 þ. Toyota Tourlng 4x4,5 g., 5 d. '91 130 þ. 820 þ. Toyota 4-Runner 4x4,5 g., 5 d. '91 107 þ. 1.090 þ. Volvo S40, ssk., 4 d. '96 21 þ. 1.820 þ. Volvo V40 statlon, ssk., 5 d. '97 22 þ 1.950 þ. VWPolo1.4l.5g..3d. '98 11 þ. 1.050 þ. VWVento GL, ssk., 4 d. '93 50 þ. 990 þ. Reynsluakstur Mazda B-2500 double cab: Mazda B-2500 double cab 2,5 TD Heildarlengd: 5.020 mm. Heildarbreidd: 1.695 mm. Heildarhæð: 1.750 mm. Hjólahaf: 3.000 mm. Sporvídd, f/a: 1.430/1.420 mm. Minnsta veghæð: 211 mm. Stærð á skúffu (1/br/hæð): 1.530x1.535x405 mm. Þyngd: 1.785 kg. Vél: 2.499 cc, 109 hö. v. 3.500 snún- inga, snúningsvægi 266 Nm við 2000 sn. Fjöðrun: Vindufjöðrun framan, blaðfjaðrir aftan. Hemlar: Kældir diskar framan, skálar aftan. Gírkassar: Fimm gíra handskipt- ing, hátt og lágt drif (1.000/2.210): Stýri: Hraðatengt aflstýri. Snún- ingshringur bíls: 13,5 m. Hjól: 205R16. Burðargeta: 1.040 kg. Verð: Kr. 2.260.000. Umboð: Ræsir hf. Nýr Mazda B-2500 er með mun mýkri iínur í útliti og vel búinn bill á góðu verði. þeirra sem þurftu að sameina kosti jeppa og ferðabíls á góðu verði. Þessir bilar hafa orðið undan að láta að nokkru á markaðnum, enda meira framboð á jeppum á betra verði en áður. Kostir þessara bíla eru þó enn fyrir hendi og margir kjósa þá frekar en hefðbundna jeppa. Minna var lagt upp úr útliti og þægindum þessara skúffubíla hér á árum áður, enda fyrst og fremst hannaðir sem vinnubílar til flutn- ings á fólki og farangri, yfirleitt styttri leiðir. Nú allra síðustu ár hafa þessir skúffubílar verið endurbættir og gerðir þægilegri. Þessi nýi Mazda B-2500 er þar enginn eftirbátur. Línur í útliti eru allar mýkri en áður, einkum á fram- enda, þar sem stórt krómað grillið setur sinn svip á bílinn, en heildar- svipur bílsins er nú mjög í þeim anda sem einkennt hefur „stóru“ skúffubílana amerísku að undan- fornu. Löng skúffan, sem nær sérlega langt aftur fyrir hjól, setur einnig sinn svip á bílinn. Hún nær svo langt aftur að hún er líkust þeim skúffum sem lengdar voru á skúffu- bílunum til að mæta vsk-reglum, en það er önnur saga. DV-myndir Teitur Bíllinn er rúmgóður þegar inn er komið en nokkuð þröngt er að ganga um aftari dyrnar eins og sést á þessari mynd. Þægilegri Þægindi hafa verið aukin í Mazda 2500. Búið er að lagfæra sætin og hækka setflöt þeirra um 26 mm sem gerir það að verkum að mun þægi- legra er að sitja í bílnum. Höfuð- rými hefur verið aukið um 17 mm og axlarými um 25 mm. í heild er innanrýmið rúmgott og þægilegt. Þaö fer vel um farþega í aftursæti og þar er fótarými gott þótt búið sé að færa framsætin aft- ur, nokkuð sem skort hefur í sum- um skúffubilanna fram að þessu. Það er hins vegar nokkuð þröngt að koma sér inn i bílinn að aftan og má nánast segja að það sé eini ljóð- urinn á þessari endurhönnun. Minna hefur verið lagt upp úr endurhönnun stjórntækja og mæla- borðs, enda er notagildið þar í fyrir- rúmi og skilar sér vel Svona sem innskot má nefna að í þeirri útgáfu bílsins sem er með einu og hálfu húsi hefur farmrýmið fyrir aftan framsætin verið aukið verulega og er eitt hið rúmbesta í bílum í þessum flokki í dag. Mjúkur og mýkri Skúffubílar hafa almennt fram að þessu verið hastir og því kom það þægilega á óvart hversu mjúkur þessi bíll er óbreyttur. Við áttum þess hins vegar kost að reyna bílinn bæði á staðaldekkjum, 205x16, svo og á 30 tomma BFGoodrich, en á óbreyttum bíl að öðru leyti. Ef ekið var yfir krappa hraða- hindrun á óbreytta bilnum vildi Mælaborð og stjórntæki eru látlaus en notadrjúg. skila sér öll og vel það. Strax við 1.100 til 1.200 snúninga er hún farin að toga vel og heldur því áfram vel yfir 2000 snúningana. Með for- þjöppu og millikæli hefur aflið ver- ið aukið um 35% og snúningsvægið um 60% frá venjulegu vélinni sem eiunig er fáanleg. Þetta drjúga vélarafl finnst vel þegar ekið er upp langar brekkur. Hægt er að halda ferðinni í efsta gír mjög lengi og ef stigið er á olíugjöf- ina er ótrúlegt hversu lengi hægt er að láta hana bæta við, og það jafnvel þótt snúningurinn sé kominn niður úr öllu valdi. Dísilvélin er furðu hljóðlát og þegar komið er á siglingu eftir slétt- um vegi er vélarhljóðið orðið svo lítið að munurinn á milli bensín- og dísilvélar er hverfandi. Dágott verð Nýi B-2500 kemur sterkur til leiks hér hvað varðar verð og búnað. Tveggja hurða bíllinn með venju- legri dísilvél, 78 hestafla, kostar kr. Snyrtilegur frágangur á hnöppum fyrir Ijós, sætishita og rafstillingu spegla vinstra megin á mælaborðinu. Stórt grillið setur sinn svip á bílinn. hann aðeins „banka“ í bakið á okk- ur en þegar ekið var á sama hraða yfir þessa hraðahindrun á 30 tomma dekkjunum rann hann létt og lið- lega yfir án þess að banka í bakið. Þessi breyting á bílnum er ekki svo ýkja dýr, kostar 90 til 100.000 krón- ur eftir gerð á dekkjum og felgum, en er nokkuð sem gefur mikið. Það má því segja um bílinn að óbreyttur er hann býsna mjúkur og mýkri á stærri dekkjunum. Önnur viðbót, sem er nánast sjálf- - sögð á bílnum, er að bæta við sér- hönnuðum afturstuðara með drátt- arkúlu. Bæði eykur þessi viðbót notagildið og gerir bílinn mun fal- legri um leið, en stuðarinn kostar ákominn 41.000 krónur. Togar vel Eitt stærsta tromp bílsins er afl- mikil dísilvélin. Með forþjöppu er 2,5 lítra vélin 109 hestöfl og þau 1.985.000 og án vsk. 1.594.378. 4ra hurða bíll- inn með 109 hestafla túrbinuvél kostar kr. 2.260.000. Þetta verður að teljast mjög svo samkeppnis- fært verð ef horft er til markaðarins, sérstaklega með tilliti til búnaðar, en meðal staðalbúnaðar má telja rafdrifnar rúður og spegla, hita í afturrúðu, upphituð sæti, samlæs- ingar, loftpúða í stýri og fyrir farþega og sjálfvirkar fram- drifslokur. -JR Whonda NOTAÐIR BÍLAR Vatnagörðum 24 Sími 520 1100 og þægilegur Toyota Avensis 1,6, 5 g. '98 Grænn, ek. 26 þ. 1.480.000. MMC Spacewagon 4x4,5 g. '93 Grár, ek. 137 þ. 990.000. Aflmikill Nýr og endurbættur B-2500 skúffubíll frá Mazda var kynntur á dögunum hjá Ræsi hf., umboði Mazda á íslandi, og er í reynslu- akstri hjá okkur í dag. B-seríu-skúffubílarnir frá Mazda hafa átt miklum vinsældum að fagna viða um heim en búið er að framleiða meira en þrjár milljónir slíkra bíla í 130 löndum frá því þeir voru fyrst kynntir árið 1961. Nýi B-2500 er verulega mikið breyttur frá fyrri gerð, með mun mýkri línur og betur búinn en áður. Skúffubílamir eru í boði í tveimur gerðum, 2ja og 4ra hurða, með drif á öllum hjólum og með tveimur útgáf- um af 2,5 lítra dísilvélinni, með og án turbo. Án forþjöppu gefur vélin 78 hestöfl en með forþjöppu, eða tur- bo, gefur þessi sama vél 109 hestöfl. Þessi nýja útgáfa B-bílanna er framleidd í verksmiðjum AutoAlli- ance í Taílandi, sem eru sameign Mazda (45%) og Ford (45%), auk tveggja þarlendra fyrirtækja. Þessi sameiginlega verksmiðja getur framleitt 135.000 bila á ári og þaðan munu skúffubílar, bæði Mazda og Ford, koma á Evrópumarkað, en nýr Ford Ranger, sem er væntanleg- ur á markað hér síðar í haust, mun einnig koma frá þessari sömu verk- smiðju. Mýkri línur Þeir skúffubílar með tvöfóldu húsi, eða hálfkassarnir sem sumir vilja frekar nefna þá, sem komu á markað fyrir nokkrum árum, komu sterkir til leiks á markaðnum á þeim tíma og mættu vel þörfum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.