Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1999, Blaðsíða 2
18 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 E ▼3 Mélulur Rússneska geimferöaævintýrið á enda: Dagar Mír senn taldir Bandaríkjamönnum til mikillar gleöi Beðið eftir kraftaverki Rússneska geimferöastofnunin hefur síöustu árin ekkert veriö æst í að binda endi á starfsemi hinnar 13 ára gömlu geimstöðvar, síöasta tákns hinnar framsæknu geimferða- áætlunar Rússa. Án stöðvarinnar reka Rússar ekkert stórt geimferða- verkefni sem þeir geta kallað sitt eigið. Enda tók þa Rússana talsvert lang- an tíma að lýsa því loksins yfir aö ævin- týrið væri á enda. Þeir frestuðu t.d. lokadegi Mir á spor- baug um jörðu og En aílt hefur komið fyrir ekki og allar til- raunir til að afla fjár hjá einkafjárfestum hafa runnið út í sand- inn. Svo virðist sem yf- iriýsingar Koptevs í sfðustu viku hafi verið gefnar út til að binda enda á allar gyllivonir Rússa um áframhald- andi starfsemi Mír. vonuðust til að óvænt fjáröflunar- leið myndi fínnast sem gerði þeim kleift að halda starfseminni áfram. En allt hefur komið fyrir ekki og allar tilraunir til að afla fjár hjá einkafjárfestum hafa runnið út í sandinn. Svo virðist sem yfirlýsing- ar Koptev í síðustu viku hafi verið gefnar út til að binda endi á allar gyllivonir Rússa um áframhaldandi starfsemi Mír. Eins dauði er annars geimstöð Þetta ætti að gleðja for- ráðamenn Geimferða- stofmmar Bandaríkj- anna ósegj- anlega, því þeir hafa Rússar hafa nú loksins lýst því yfir að rúss- neska geimstöð- in Mír hafi lokið sínu hlutverki og fjárútlát Rússa til geimferðamála muni nú renna að mestu leyti óskipt til al- þjóðlegra samvinnuverkefna. Þetta tilkynnti yfirmaður Geimferðastofn- unar Rússa, Yuri Koptev, í síðustu viku á blaðamannafundi. Þar með hafa Rússar viðurkennt að þeir hafi ekki lengur efni á að reka geimstöðina. Síðasta áhöfn hennar fór frá borði í síðasta mán- uði og hún verður einungis heim- sótt einu sinni i viðbót, þegar hún verður undirbúin undir að svífa í átt til jarðar. Mír, sem vegur um 140 tonn, mun brenna upp að mestu leyti við komuna í lofthjúpinn, þó svo einhverjar leifar hennar muni falla í Kyrrahafið. rj/úlí Konur sem ætla sér aö verða í einu vetfangi eins og fyrirsætur í vextinum eiga á hættu að heili þeirra virki verr fyrir vikið. Hin aldna geimstöð Mír heyrir senn sögunni til; í byrjun næsta árs mun hún eyðast upp við komuna í lofthjúp jarðar. lengi barist fyrir því að Rússar hætti öllu vafstri í Mir og hefji af fullri hörku þátttöku í verkefninu um Al- þjóðlegu geimstöðina. Alþjóðlega geimstöðin, sem nú er verið að byggja, er samvinnuverkefni 16 þjóða og skiptir þátttaka Rússa miklu máli fyrir verkefnið vegna kunnáttu þeirra í þessum málum. En fjárskort- ur þeirra hefur staðið Alþjóðlegu geimstöðinni fyrir þrifum og hefur verkefninu verið frestað æ ofan í æ vegna þessa. Nú er hins vegar útlit fyrir betri tíð og vonir manna um að bygging geimstöðvarinnar fari loks- ins að ganga eftir áætlun gætu jafn- vel farið að rætast. Óhollusta megrunar kemur enn í ljós: Dregur úr gáfum Nýleg rann- sókn bendir til þess að harka- legir megrunar- kúrar geti breytt gáfnafari þeirra sem þá stunda. Þar kemur m.a. fram að megrunarkúrarnir geti leitt til verra minnis og minni viðbragðs- flýtis. Áður hefur verið sýnt fram á að megrunarkúrar geti leitt til þung- lyndis og orsakað neikvæð sál- fræðileg viðbrögð eins og lítið sjálfsálit og lélega sjálfsmynd en þetta er í fyrsta skiptið sem tengsl hafa fúndist milli megrimarkúra og gáfnafars. Hundrað konur tóku þátt i rannsókninni og stunduðu sumar þeirra megrunarkúra en aðrar nærðust á jafnan og heilbrigðan hátt. Rannsóknin, sem gerð var af dr. Mike Green í Bretlandi, notað- ist síðan við íjölmargar aðferðir til að mæla skipulagningargáfu kvennanna og viðbragðstíma þeirra. Mikið þyngdartap óheppilegt í ljós kom að viðbragðsflýtir kvennanna sem voru á megrunar- kúrum var 30% minni en hinna sem stunduðu eðlilegt mataræði, skammtímaminni þeirra var 20% verra og þær áttu í meiri vand- ræðum með að halda einbeitingu. En einnig kom í ljós að slakari frammistaða virtist eingöngu vera staðreynd ef viðkomandi konur stimduðu megrunarkúra sem orsökuðu mikið þyngdartap á skömmum tíma. Þær sem stund- uðu megrunarkúra sem gengu út á hægara ferli virtust ekki verða fyrir sömu áhrifum. / Ijós kom að við- bragðsflýtir kvennanna sem voru á megrunar- kúrum var 30% minni en hinna sem stund- uðu eðlilegt mataræði skammtimaminni þeirra var 20% verra og þær áttu í meiri vandræðum með að halda einbeitingu. Bill Gates örlátur: Borgar menntun þúsunda unglinga Forstjóri Microsoft- tölvurisans, Bill Gates, tilkynnti í síðustu viku að hann hyggð- ist gefa að minnsta kosti einn milljarð dollara (um 73 milljarðar króna) til að greiða nám ungmenna úr minnihlutahópum. Fjárstyrkirnir verða kallaðir „The Gates Millennium Scholarships" og munu þeir greiða allan kostnað viö nám a.m.k. 1.000 ungmenna ár hvert næstu 20 árin. Hvert þessara ung- menna fær fullan styrk allt „college"- nám sitt í Bandaríkjunum, en það nám endar með BA-gráðu. Þetta framlag Bills er langstærsta fjárgjöf hans til ein- staks málefnis og meðal stærstu einstakra íjárgjafa sem nokkum tímann hafa verið gefnar til svip- aðra mála en hann hefur aukið gjafir af þessu tagi mjög á undan- fornum misserum. Bill Gates er ríkasti maður heims og hefur löng- um verið sagt að hann sé ekki mjög örlátur maður hvað líknar- mál varðar. Þetta virðist þó vera að breytast og hefur hann gefið út þá yfirlýsingu að hann hyggist gefa langstærsta hlut auðs síns áður en yfir líkur og skilja einungis eftir lítinn hluta handa bömunum sín- um tveimur. Bill Gates, forstjóri Microsoft, hef- ur ákveðið að veita milljarði doll- ara til að greiða menntun ung- linga úr minnihlutahópum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.