Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 28. október 19! Tryggvi Guðmundsson milljónir frá Tromsö Sænska A-deildar liðið Helsingborg vill kaupa tvo leikmenn frá Tromsö sem er í norsku A- deildinni. Þetta eru Tryggvi Guðmundsson og Björn Johansen og eru forráðamenn Helsingborg reiðubúnir að greiða 100 milljónir króna fyrir leikmennina tvo. Helsingborg vill fá Tryggva og og Johansen til að fylla skarð Kennets Storviks sem er á leið til norsku meistaranna í Rosenborg og Matthias Jonsen sem fer frá Helsingborg í lok leiktíðar- innar. Helsingborg er í toppsæti sænsku A-deildar- innar þegar einni umferð er ólokið. Liðið er með 51 stig, stigi meira en AIK. Fleiri félög hafa sýnt Tryggva áhuga og þar má nefna ensku B-deildar liðin, Ipswich og Tran- mere og ítalska B-deildar liðið Genúa. Fjalar til Örgryte? Fjalar Þorgeirsson, markvörður Þróttar og U- 21 árs landsliðsins, var á fundi með forráða- mönnum sænska A-deildar liðsins Örgryte í gær- kvöldi en félagið hefur sýnt honum mikinn áhuga. Fjalar hefur verið við æfingar hjá félag- inu í rúma viku og ætti að skýrast innan tíðar hvort Örgryte kaupir Fjalar. Fleiri sænsk lið eru með Fjalar til skoðunar. Gunnar Gíslason, þjálf- ari Hácken, sem um síðustu helgi stýrði liði sínu upp í A-deildina, hefur verið að skoða Fjalar. Þá hefur DV heimildir fyrir því að Framarar hafi sett sig í samband við Fjalar með það i huga að JjLhann til liðs við sig. -EH/GH Johannes til sölu DV, Belgíu: Samkvæmt frétt frá dagblaðinu Het Volk, sem gefið er út í Belgíu, vill RC Genk losa sig við Jóhannes Karl Guðjónsson. Hafa þeir tilkynnt að hann sé falur og jafnvel eru þeir tilbúnir að leigja kappann. Einnig kemur fram í fréttinni að MW hafi jafnvel áhuga á honum. Jóhannes sagðist vita af áhuga MVV. „Þeir komu og fylgdust með mér í varaliðsleiknum á móti Brugge, í þeim leik gekk mér hræðilega illa og við töpuðum, 6-0. En ég held að þeir vilji fá mig í tvær vikur í prufu. Meira veit ég ekki að svo stöddu," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson. -KB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.