Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Blaðsíða 3
lL> V LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 37 FLEET-X frá Subaru: Fjórhjóladrif og notagildi fyrir næstu öld fyrir nska Einnig gefur hér að líta sérstaka með öllum búnaði til að hafa það útvistarútgáfu af Legacy sem er gott í útilegunni. 0 FEDERAl w MOGUL jítww B hlutir Nýkomin sending ameríska og japa 4x4 jeppa Hjólalegur ffffl Skkdósir _ isenaar Sektorsarmar itýrisupphengjur Klavafóðringar og margt fleira Bíla^sm * 535 9000 • Fax 535 9040 • www.bilanaust.is ^^ Borgartúni 26 • Skeifunni 2 • Bíldshöfða 14 • Bæjarhrauni 6 JR, DV-hílar,Tokyo:___________________ „Aksturseiginleikar og notagildi er sett ofar öllu í hönnun FLEET-X," segja talsmenn Subaru á bílasýning- unni í Tokyo. „Þetta byggist á því besta sem Subaru hefur þróað í áranna rás - vel þekktum lausnum í aldrifl ásamt því að notkun nýrra og léttari efna hefur orðið til þess að gera bílinn bæði léttari og spameytnari." FLEET-X sækir grunninn að útlit- inu til þeirra bfla sem þegar eru í framleiðslu hjá Subaru, einkum Legacy, en línur eru aflar straumlínu- lagaðri, enda hefur nýjasta tækni i þró- un loftflæði fyrir flugvélar verið notuð við hönnun þessa bíls til að draga úr loftmótstöðu. Á1 er notað i auknum mæh við smíðina og það er undirstrikað með því að hafa ytra byrði hurða, vélarlok, afturhlera og topp með burstaðri og ómálaðri áláferð en aðrir hlutar bfls- ins eru lakkaðir í ljósgrænum lit tfl að leggja áherslu á vistmildi en um leið til að undirstrika notkun þessara nýju eöia. Þessi nýi hugmyndabfll er 30% léttari en núverandi Legacy. Vélin í FLEET-X er ný af nálinni. Áfram er notuð „boxertæknin", gagn- stætt liggjandi strokka, en vélin er verulega styttri sem gefur betri þyngd- ardreifmgu og aksturseiginleika. Elten — bæjarbíll næstu aldar Subaru sýnir einnig nýja útgáfú af Elten Custom er sýn Subaru á fjölorkubíla næstu aldar. Nafni Brimborgar - Þórshamars breytt í: Brimborg Akureyri Gamla Þórshamarshúsið hefur tekið miklum stakkaskiptum og nú heitir það einfaldlega Brim- borg Akureyri. Nú eru liðin nákvæmlega 3 ár síðan Brimborg keypti bflaverkstæðið Þórshamar á Akureyri. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á þessum tíma þar sem að sögn Egils Jóhannssonar, fram- kvæmdastjóra Brimborgar, hefur verið lögð áhersla á að breyta fyrirtækinu í al- hliða þjónustufyrirtæki í bílageiranum. Húsnæðið hefur verið endurbætt verulega, svo og öll þjónusta við viðskiptavini. Þetta uppbyggingarstarf er nú að skila sér i söluaukningu í bflum og tækjum á svæðinu og ánægðari viðskiptavinum. í tilefni þessara tímamóta hefur ver- ið ákveðið að breyta nafni fyrirtækis- ins og tengja það enn betur Brimborg. Því skipti fyrirtækið um nafn síðast- liðinn laugardag, 23. október, og heitir nú Brimborg Akureyri. Fyrirtækið hefur verið og verður áfram að fullu í eigu Brimborgar. Að sögn Egils var markmið Brim- borgar á sínum tíma með kaupunum á Þórshamri að reka eigið þjónustufyrir- tæki á landsbyggðinni af þeirri stærð- argráðu sem nauðsynleg er í dag til þess að geta veitt nútíma þjónustu. Með aukinni tölvuvæðingu í bílum ásamt auknum kröfum um þjónustu eykst kostnaðurinn við rekstur þjón- ustufyrirtækja í bílgreininni vegna dýrra tækja og aukinnar kröfu um þjálflm starfsmanna. Því var ljóst á sínum tíma að stærri einmgar eru nauðsynlegar. Þetta hefur gengið eftir og sér ekki fyrir endann á þeirri þró- un. Sama á sér stað erlendis þar sem bílaframleiðendur eru að stækka þjón- ustuaðila sína en um leið fækka þeim. 12 manns starfa nú hjá Brimborg Ak- ureyri en 84 hjá Brimborg í Reykjavík. -SHH Nýr smábíll frá GM sem kemur á markað í Asíu fljótlega og væntanlega víð- ar í kjölfarið. YGM-1 er heitl hans eins og er en væntanlega verður nafnið annað þegar hann kemur á markað. Þetta er bfll sem er aðeins minni en Opel Corsa og verður eitthvað ódýrari ef marka má spár manna í Tokyo. YGM-1: Nýr smábíll frá GM á Asíumarkað - gæti komið á heimsmarkað líka innan skamms JR,DV-bilar,Tokyo:_______________________ Lítill, rauður smábíll, sem snerist í hringi í sýningarbás General Motors hér í Tokyo, vakti mikla athygli en þetta er laglegur og lipur smábfll sem fyrst og fremst er ætlaður á Asíumark- að. YGM-1 er þessi bfll kallaður hér á sýningunni en hann fær eflaust annað nafn þegar hann kemur endanlega í framleiðslu. Hann er 3,6 metrar á lengd og hjóla- haflð er 2,23 m. Hann á að geta flutt 5 farþega. Vélin er 4ra strokka, með tveimur yflrliggjandi kambásum, 1.328 cc, 95 hestöfl við 7.000 snúninga. 4ra þrepa sjálfskipting er staðalbúnaður. Þótt bfllinn sé kynntur hér sem framlag GM tfl Asíumarkaðar þá var því hvíslað að okkur að senni- lega mætti vænta þess að þetta væri bíll sem yrði markaðssettur af hálfu GM um allan heim, og það jafnvel fljótlega, bíll sem er aðeins minni en Opel Corsa en verður væntan- lega eitthvað ódýrari líka. Þær raddir heyrðust hér á göng- um Makuhari-sýningarhallanna í nágrenni Tokyo að það yrði Suzuki sem framleiddi þennan nýja bíl fyr- ir Asíumarkað en GM á 10% hlut i fyrirtækinu. GM á einnig 37,5% í Isuzu. Hugmyndabíllinn FLEET-X frá Fuji Heavy Industries byggist á svipuðum grunni og Subaru Legacy en er 30% léttari vegna notkunar nýrra efna. Þetta er bfll sem gefur fyrirheit um framhald Legacy á nýrri öld. Elten, bfl með fjölorkuvél, en frumgerð hans kom fram í dagsljósið á sýning- unni hér i Tokyo fyrir tveimur árum. Elten Custom, en svo nefnist bíllinn nú, hefúr fengið fágað og snoturt útlit þar sem hliðarklæðningar og samlitir stuðarar renna saman í eitt. Vélbúnaður byggist á samtvinnim hefbundinnar bensínvélar og tveggja rafmótora. Aflskiptir er sambyggður gírkassa. Rafgeymar eru undir aftur- sætinu sem gefúr rúmgott innanrými. Áhersla á mótorsport Subarumenn eru stoltir af velgengni bila sinni í akstursíþróttum og því er Impreza WRC e99, keppnisbíl þeirra í heimsmeistarakeppninni í rallakstri, gert hátt undir höfði í sýningardeild þeirra hér í Tokyo. Þessi áhersla á mótorsport kristall- ast einnig í Impreza WRX STi Electra One sem vekur mikla athygli hér, einkum vegna öflugra vindkljúfa að framan og aftan. Legacy B4 Blitzen Þýska orðið „blitzen" þýðir að fara hraðar en elding og þetta er því gott heiti á sérútgáfú af Subaru Legacy sem stendur hér á stalli í Tokyo. Sérhann- aðir stuðarar og klæðningar á hliðum gefa bilnum sportlegt yfirbragð og 17 tomma hjólin undirstrika þetta enn frekar, en þessi útgáfa Legacy var hönnuð í samvinnu við Porsche Design í Þýskalandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.