Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Blaðsíða 4
38 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 JL>V (bílar___________________ Toyota íTokyo: Skemmtilegar hugmyndir, nýjar vélar og þróun fjölorku - haldið upp á aðToyota hefur smíðað 100 milljón bíla Will Vi, skemmtileg hönnun á smábíl mec JR, DV-bflar, Tokyo: Skemmtilegasti hugmyndabíllinn í sýningardeild Toyota að þessu sinni er Will Vi, hugmynd að litlum fjög- urra manna bíl sem um margt minn- ir á smábíla fyrri ára - jafnvel er hér að fmna línur frá Citroénbragganum ef menn vilja fara svo langt aftur í tímann. Hér er blandað saman nú- tíma og fortið; jafnvel rúllutautopp- urinn sem setti sinn svip á braggann á sínum tíma er til staðar. Will Vi er samstarfsverkefni fimm fyrirtækja hér í Japan og munu þau á næstunni koma fram með nýjar framleiðsluvörur sem tengjast hönn- un WiU Vi. Fjölorkuvál og aldrif Toyota Prius kom, sá og sigraði á sýningunni hér i Tokyo fyrir tveimur árum en sala þessa fyrsta fjöldafram- leidda bíls með fjölorkuvél, bensínvél og rafmagni hefur gengið vonum ffam- ar hér í Japan og von er á þeim bfl á Evröpumarkað innan fárra mánaða. Að þessu sinni slær Toyota aftur i gegn hér í Tokyo, nú með aðeins stærri bíl sem byggist á sömu fjölorku- tækni og Prius, en með aldrifi. HV-M4 er fyrsti aldrifni fjölorkubíll- inn í heiminum. Með nýrri driftækni THS-C, „Toyota Hybrid System-CVT“, HV-M4, þróun fjölorkunnar komin í bíl með aldrifi. framúrstefnulegu útliti og nýjustu upplýsinga- og leiðsögutækni eru hér gefm fyrirheit um fjölhæfan ijölnotabíl fyrir næstu öld. Vélbúnaður er í öflug- ara lagi, 2,4 lítra vél, en fjórir rafmót- orar sjá um að knýja hjólin fiögur þannig að afturhjólin fá aðeins afl frá rafmótorum en framhjólin nýta til jafns orku frá bensínvélinni og rafmót- orunum eftir því sem við á hverju sinni. HV-M4 er með sömu yfirbyggingu og ný gerð Toyota Previa sem er vænt- anleg á Evrópumarkað innan skamms, en með lagfærðu útliti. Opin Celica og Lexus Sport coupé Nýja Celican sem kynnt er þessa dag- ana á íslandi er að sjáifsögðu á stafli hér og í enn nýrri útgáfu sem hér er nefhd „cruising deck“. Þetta er opin sportút- gáfa og til að undirstrika sportlegt nota- gildið enn frekar er bfllinn sýndur með tiiheyrandi tengivagni fyrir mótorhjólið eða annað það sem eigandinn vifl taka með i frístundum. Annar opinn sportbíll setur einnig sinn svip á sýningarbás Toyota en það er Lexus Sport coupé sem er framhald nýrrar linu Lexus sem kynnt var 1989. Þessi nýi sportbfll er kynntur hér undir kjörorðinu „gimsteinn Lexus“ sem legg- ur áherslu á góða hönnun og þægindi. Þessi nýi Lexus er ekki aðeins fiottur því hann er einnig tæknilega vel búinn. Tfl dæmis er hann með nýjum dekkja- búnaði sem gerir kleift að halda áfram akstri þótt dekki springi og sé alveg flatt. Viðvörunarbúnaður sér einnig um að gera vart við það ef loftþrýstingur í dekkjum breytist. Með einu handtaki er hægt að renna lausum toppnum af eða á. Ökum til framtíðar Eins og að líkum lætur er Toyotabás- inn hér á sýningunni harla stór. Afls sjötíu bflar eru til sýnis, þar af 15 sem hafa verið sérbúnir fyrir þessa sýningu. Þema Toyota að þessu sinni er „Ökum til framtíðar". Með því er lögð áhersla á viljann tfl að mæta þörfum líð- andi stundar og jafnframt að sýna hvers vænta má þaðan á næstunni. NCSV, bíll fyrir þá sem vilja öðruvísi bfl. JR, DV-bflar, Tokyo: Mitsubishi íTokyo: Fyrir okkur heima á íslandi eru stærstu fréttimar úr sýningarbás Mitsubishi að Pajero-jeppinn er hér í alveg nýrri útgáfu og töluvert breyttur frá fyrri gerð. Það kom fram hjá talsmönnum Mitsubishi hér að þetta sé I raun fyrsta fulla breytingin á bílnum á átta árum, því sfðasta breyting hafi aðallega verið fólgin í útliti, en nú sé bíllinn nýr frá grunni. „Með þessum nýja Pajero erum við að koma fram með bíl sem hæf- ir þér betur en nokkur annar bíll í heiminum." Þetta eru stór orð en þeir standa fast á sínu. Tækni Mitsubishi i beinni inn- sprautun eldsneytis mun fylgja nýj- um umhverfisvænum vélum inn í næstu öld og tvær nýjar vélar eru í boði í Pajero: 3,2 lítra Dl-dísilvél og 3,5 lítra GDI-vél. Nýr drifbúnaður, Super Select II 4WD, býður fjóra valmöguleika í notkun aldrifs og ný gerð sjálfstæðrar fjöðrunar á öllum hjólum á að bæta aksturseiginleik- ana enn frekar en verið hefur. Mesta breytingin í útliti er á framenda, sem er framsveigðari en áður, og hjólskálar ná mun hærra upp, sem gerir eflaust eiiítið erfið- ara um vik að stækka hjólabúnað, en það á reynslan eftir að leiða í ljós. Hugmynd að fjölskyldubíl næstu ára frá Mitsubishi, SUW Advance, rúmgóð- ur og sérlega sparneytinn. Kemur heim í júní „Við eigum von á þessum nýja Pajero heim til íslands í júní á næsta ári,“ segir Sigfús Sigfússon, forstjóri Heklu, sem var hér í Japan ásamt Stefáni Sandholt sölustjóra, en samhliða því að koma við hér á sýningunni fóru þeir að reynsluaka þessum nýja bíl á Hokkaido, nyrstu japönsku eyjunni, en þar eru svip- aðar aðstæður tfl aksturs og heima á íslandi, bæði hvað varðar vega- Mitsubishi Pajero með alveg nýju yfirbragði er eitt aðalnúmer Mitsubishi í Tokyo. SUW Active er hugmynd að sportlegum fjölnotabíl næstu ára. kerfi og veðurfar. segir Sigfús, „aksturseiginleikamir „Breytingin á bílnum er miklu eru allt aðrir og meiri og þessi nýi meiri en ég hefði trúað fyrir fram,“ drifbúnaður er stórkostlegur." Nýr Pajero - og fjöldi hugmyndabíla Hönnun minni bíla frá Mitsubishi gæti orðið í líkingu við SUW Compact á næstu árum. Þessi nýi Pajero er eilítið stærri en sá „gamli“, 10 sentímetrum breiðari, 5,5 sentímetrum lengri en 4,5 sentímetrum lægri. Þó munar sennilega mest um lengra hjólahaf, 2.780 mm á móti 2.725 áður á lengri gerðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.