Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1999, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1999, Síða 3
20 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 Sport BIKARKEPPNIN Átta leikir fóru fram í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar í handknattleik karla í gærkvöld. Úrslit í leikjunum urðu þessi. ÍR B-ÍH......................28-30 Fylkir-Stjarnan..............25-34 Völsungur-FH................ 14-30 Þór-Víkingur.................25-26 Selfoss-ÍR ..................21-31 Breiðablik-Fram..............30-35 ÍBV B-Haukar.................22-36 FH B-HK......................22-28 Þársarar veittu Víkingum harða keppni fyrir norðan en heimamenn leiddu með einu marki i hálfleik. Undir lokin töldu Þórsarar sig eiga að fá vítakast. Brotið var á Dzimitri, H-Rússanum í liði Þórs, á sex metrunum og öllum til mikillar furðu dæmdu dómararnir ekki neitt og Víkingar fögnuðu sigri. -GH Bland i noka Ebba Brynjólfsdóttir handknatt- leikskona er aftur komin til KA en hún gekk i raðir ÍR frá KA fyrir tíma- bilið og lék fyrstu leikina með Breið- holtsliðinu á íslandsmótinu. Óvíst er hvort Guómunda Krist- jánsdóttir vinstrihandarskytta getur leikið með Víkingi gegn Val í 1. deild kvenna í handknattleik á laugardag- inn. Guðmunda er meidd á ökkla. Hlynur Birgisson er kominn heim frá Skotlandi en hann var til reynslu hjá skoska A-deildarliðinu Dundee. 1 samtali við DV sagði Hlynur að liðið vantaöi leikmann í toppæfmgu sem kæmist strax í liðiö og því var hann ekki inni í myndinni enda búinn að hvíla frá því íslandsmótinu iauk. Manchester City sigraði Portsmouth, 4-2, í ensku B-deildinni í knatt- spyrnu í gærkvöld eftir að hafa verið undir, 0-2, um tíma. City er í efsta sæti með 35 stig, Charlton er i ööru sæti með 29 stig og Huddersfield hef- ur 28 stig í þriðja sæti. íslendingalióið Stoke City tapaði fyrir Notts County 0-1, á heimavelli í gærkvöld. Notts County er í efsta sæti í C-deildinni með 32 stig en Stoke er I sjötta sæti með 27 stig. Preston sigraöi Boumemouth, 3-0, í C-deildinni, og lék Bjarki Gunn- laugsson síðustu tiu mínúturnar með Preston. Preston er í fjórða sæti með 29 stig. Framhaldsaöalfundur HK verður haldinn fimmtudaginn 11. nóvember kl. 20 í Hákoni digra. Aðalstjóm HK hvetur alla velunnara HK að mæta á fundinn. Eftir aó riðlakeppni meistaradeild- innar í knattspyrnu lauk i gær em Manchester United, Barcelona og Lazio efst hjá breskum veðbönkum sem líklegustu liðin til að vinna keppnina i ár. Alberto Zaccheroni, þjálfari AC Mil- an, var niðurbrotinn í viðtali við ítalska sjónvarpið eftir leikinn gegn Galatasaray. „Við vorum með sæti i 16-liða úrslitunum innan seilingar en á ótrúlegan hátt rann það okkur úr greipum," sagði Zaccheroni. -JKS/GH NBA-DEILDIN Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt uröu sem hér segir: Boston-Washington..... 112-101 Potapenko 20, Anderson 19 Richmond 20, Whitney 15 Orlando-Detroit......... 103-94 Garrity 20, Armstrong 17 Hill 30, Laettner 18 Cleveland-New Jersey . . . 97-90 Kemp 27, Knight 16 Manbury 27, Van Horn 20 Chicago-New York....... 84-94 Brand 14, Arlert 14 Houston 23, Sprewell 19 Portland-LA Clippers .... 121-98 Stoudamire 23, Smith 22 Odom 23, Taylor 22 LA Lakers-Vancouver .... 103-88 O'Neal 28, Rice 17 Abdim-Rahim 19, Dickerson 19 1. deild karla í handbolta eftir 6. umferðir: Haukar skemmta - mest samkvæmt mati blaðamanna DV DV tók í notkun nýtt matskerfi í handboltanum í vetur það sem metin eru gæði leiks og frammistaða dómara. Bæði leikurinn og dómarar hans fá einkunn á bilinu 1 til 10 og nú þegar sex umferöir eru búnar er gaman að skoða hvaða liða og dómarar standa efstir í einkunargjöf blaðsins. Haukar úr Hafnarfirði eru skemmtilegasta liðið, það er leikir liðsins hafa innihaldið mestu gæðin aö meöaltali það sem af er mótinu. Leikir Hauka fá að meðaltali 7 í einkunn en mest spenanndi er að fara á leiki nýliða Fylkis en þeirra leikir eru aðeins með meðaleinkunnina 4,33. Meðalgæði leikja einstakra liöa eru þessi: 1. Haukar ................7,00 2. Stjarnan ..............6,83 3. Afturelding............6,50 4. Valur.........................6,33 5. -6. ÍR .......................6,00 5.-6. Vlkingur...................6,00 7.-8. KA ........................5,67 7.-8. FH.........................5,67 9. Fram..........................5,50 10. ÍBV .........................5,33 11. HK...........................5,17 12. Fylkir ......................4,33 Gunnar og Stefán hæstir Gunnar Viðarsson og Stefán Amaldsson hafa fengið bestu einkunn að meðaltali af dómurum deildarinnar. Þeir hafa dæmt sjö leiki og fengið meðaleinkunina 7,00 en næstir koma Valgeir Ómarsson og Bjami Viggósson með 6,71 og þriðju eru Guðjón L. Sigurðsson og Ólafur Haraldsson með 6,50. Dómarar fá að meðaltali 5,9 í einkunn fyrir leiki sína. -ÓÓJ Ólafur Stefánsson - 6 mörk. Patrekur Jóhannesson - 2 Þýski handboltinn: Meistarar Kiel lágu fýrir Essen Essen, lið Patreks Jóhannesson- ar og Páls Þórólfssonar, gerði sér lítið fyrir og lagði Þýskalands- meistara Kiel, 24-20, í þýsku A- deildinni í handknattleik í gær. Þetta var fyrsti tapleikur Kiel á þessu tímabili en liðið vann tvö- falt á síðustu leiktíð. Patrekur skoraði 2 mörk fyrir Essen en Páll var ekki meðal markaskorara. Markahæstur hjá Essen var Wol- ker Michel meö 8 mörk. Hinn fer- tugi Stefan Hácker, markvörður Essen, sýndi enn og aftur snilli sína en hann varði 18 skot. Markahæstir í liði Kiel voru Magnus Wislander og Nicolaj Jac- obseon með 5 mörk hvor. Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Magdeburg lögðu Gum- mersbach á heimavelli, 23-20. Ólafur Stefánsson var atkvæða- mestur í liði Magdeburg meö 6 mörk, þar af voru tvö af vítalín- unni. „Þetta var ágætur leikur hjá okkur og þá einkum í fyrri hálf- leik en við höíðum 6 mörk yfir í leikhléinu. Við gáfum aðeins eftir í seinni hálfleik en þetta hafðist. Liöið er góðu róli, Alfreð er að gera fina hluti og stefnan hjá okk- ur er að halda liðinu við toppinn," sagði Ólafur Stefánsson í samtali viö DV í gærkvöldi. Tveir aðrir leikir voru á dag- skrá. Schutterwald tapaði á heimavelli fyrir 18-20, og Minden Frankfurt, 29-26. Flensburg 9 8 Lemgo 9 7 Kiel 9 7 Minden 10 7 Nordhorn 9 6 Magdeburg 9 6 Essen 10 7 Grosswallst. 9 5 Frankfurt 10 4 Nettelstedt 9 4 Wetzlar 9 4 B.Schwartau 9 4 Gummersb. 10 3 Wuppertal 9 2 Eisenach 9 2 Dormagen 9 1 Schutterw. 9 0 Willstatt 9 0 Bad Schwartau, hafði betur gegn 0 1 256-214 16 1 1 238-193 15 1 1 253-209 15 1 2 268-242 15 2 1 241-197 14 2 1 217-177 14 0 3 265-247 14 0 4 222-217 10 1 5 231-223 9 1 4 233-236 9 0 5 214-228 8 0 5 185-213 8 0 7 228-244 6 1 6 206-235 5 0 7 206-233 4 1 7 188-217 3 1 8 190-241 1 0 9 186-261 0 -GH Norski handboltamaðurinn Stig Rasch: Kýldur á diskóteki Norski landsliðsmaðurinn Stig Rasch, sem leikur meö Wuppertal í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, slasaðist um helgina og leikur ekki með félögum sínum næstu vikurn- ar. Þetta er mikið áfall fyrir liðið en bæði Valdimar Grímsson og Dagur Sigurðsson eru á sjúkralista liðsins. Rasch slasaðist ekki í leik heldur höfðu nokkrir leikmenn liðsins brugðið undir sig betri fætinum og farið á diskótek. Ekki voru allir gestir staðarins sáttir við dansspor þeirra félaga á dansgólfmu. Málin voru ekki rædd, heldur voru hnefamir látnir tala, Rasch var rifinn niður og vissi ekki fyrr en hann fékk þungt högg i höf- uðið, félagar hans komu honum til hjálpar og tókst viö illan leik að koma sér út. Við skoðun kom í ljós að blætt hafði inn á innra eyra Rasch og jafnvel talið að hann myndi missa heym á eyranu nema fara í aðgerð. íslendingarnir ekki á staönum Stjóm Wuppertal lítur þetta mál mjög alvarlegum augum og er búist við að leikmennirnir fái háar fjár- sektir eða verði jafnvel reknir. Það skal tekið fram að hinir ís- lensku leikmenn Wuppertal, þeir Valdimar Grímsson, Dagur Sig- urðsson og Heiðmar Felixson, voru ekki meðal diskógesta. Hinn ungi og stórefnilegi Örlygur Sturluson átti mjög góöan leik gegn Lugano í gær og hér er hann aö skora 2 af 15 stigum síunum í leiknum án þess aö varnarmaöur svissneska liösins komi nokkrum vörum viö. DV-mynd E.ÓI. Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lauk í gærkvöld: Galatasaray bjargaði Eyjólfi og félögum - Hertha Berlín áfram eftir ævintýralegan sigur Galatasaray á AC Milan Eyjólfur Sverrisson og félagar hans í Hertha Berlín getað þakkað tyrkneska liðinu Galatasaray fyrir að vera komn- ir í 16-liða úrslit í Meistaradeild Evr- ópu í knattspyrnu. Hertha tapaði fyrir Chelsea á Stamford Bridge í Lundún- Dick Advokaat, þjálfari Glasgow Rangers, djúp hugsi I leiknum gegn Bayern Múnchen í gærkvöld. Reuter um, 2-0, og staðan allt annað en glæsi- leg því AC Milan var yflr, 1-2, gegn Galatasaray þegar þrjár mínútur voru eftir. Með sigri hefði ítalska liðið kom- ist áfram en endirinn í leiknum var ævintýri líkastur. Tyrkimir skoruðu tvö mörk á þessum lokaminútum en þriðja markið var skorað úr vítaspymu á 90. mínútu. Áfallíð var geysilegt fyrir AC Mil- an og draumurinn um áframhald í keppninni var þar með úti og hafhaði liðið í neðsta sætinu í H-riðli. Hertha Berlín tapaði tveimur síöustu leikj- um sínum í riðlinum en skreið í 16-liða úr- slitin ef svo má segja. Bayem Múnchen sigr- aði Glasgow Rangers á Ólympíuleikvanginum í Múnchen. Thomas Strunz gerði eina mark Bæjara úr víta- spymu í fyrri hálfleik. Bæði liðin áttu sín færi og átti Rangers tvívegis skot í stöng. Skoska liðið fær svolitla sárabót en liðið fer núna inn í 3. umferð UEFA- keppninnar en dregið verður á fostu- dag í keppninni. Real Madrid vann Molde í Noregi með marki frá Frakkanum Kerembeu undir lok fyrri hálíleiks. Dregiö í Sviss á morgun Þau lið sem komust áfram í 16-liða úrslit eru Lazio, Rosenborg, Barcelona, Manchester United, Real Madrid, Val- encia, Sparta Prag og Chelsea sem sig- urvegarar i sinum riðlinum og Dyna- mo Kiev, Feyenoord, Fiorentina, Marseille, Porto, Bayern Múnchen, Bordeaux og Hertha Berlín sem lið í öðru sæti síns riðils. Dregið veröur í Sóra riðla í Sviss á morgun. Liðin í þriðja sæti í sínum riðlum Leverkusen, Dortmund, Sturm Graz, Olympiakos, Rangers, Spartak Moskva og Galatasaray fá sæti í 3. umferð UEFA-keppninnar. -JKS 21 Sport Korac-keppnin í körfuknattleik: Slæmir kaflar kostuðu sitt - þegar Reykjanesbær beiö lægri hlut fyrir Lugano Hið sameinaða lið Njarðvíkur og Keflavíkur, ÍRB, spilaði sinn fjórða leik í Evrópukeppni félagsliða í gærkvöld, í íþróttahúsi Keflavíkur, og voru gestirnir Lugano frá Sviss. Lugano fór meö sigur af hólmi, 72-78, og voru tveir slæmir kaflar ÍRB, sinn í hvorum hálfleiknum, það sem varð þeim að falli í þessum leik. „Mér fannst við spila betur núna en í fyrri leiknum á móti þeim ytra, þrátt fyrir slæma hittni hjá okkur í kvöld. Það sem hrjáir okk- ur núna er lítil ógnun inni í teig og því erfiðara fyrir skyttumar að fá góð skot fyrir utan, þar sem þær eru dekkaðar stíft,“sagði Sigurður Ingi- mundarson, annar þjálfari ÍRB, eft- ir leikinn. ÍRB byrjaði betur og komst í 8-2 og voru gestimir frekar stirðir í upphafi. Um miðjan síðari hálfleik- inn kom mjög slæmur kafli heima- manna þar sem Lugano skoraði 16 stig í röð og breyttist staðan úr 19-18119-34. Á þessum kafla tapað- ist boltinn ansi oft eða skot geiguðu og voru leikmenn Lugano ekki lengi að refsa með vel útfærðum hraða- upphlaupum. Staöan í hálfleik var 28-40, gestunum í vil. Jafnvægi var á með liðunum í byrjun seinni hálfleiks en svo kom góð rispa hjá leikmönnum ÍRB, þar sem 3ja stiga skotin fóru að detta, og náðu þeir að minnka muninn í aðeins 1 stig, 50-51. Þá kom annar mjög slæmur kafli heimamanna og Lugano liðiö skoraöi næstu 13 stig- in og staðan því orðin 50-64 og útlit- ið ekki gott. Leikmenn ÍRB gáfust ekki upp og héldu áfram að berjast og náðu aðeins aö ógna Lugano í lokin, en of naumur tima var eftir og gestimir hittu úr vítunum þegar ÍRB freistaðist að brjóta og vona að þeir myndu klikka á vítalínunni. Eins og áður sagði voru það tveir slæmir kaflar sem uröu ÍRB að falli en baráttan var þó til staðar. Oft lentu heimamenn í vandræðum með vöm Lugano og áttu á köflum í hinum mestu erfiðleikum með að fá góð skot. ÍRB var án Friðriks Ragnarssonar og Hjartar Harðar- sonar en í þeirra stað komu Örlyg- ur Sturluson og Elentínus Margeirs- son inn og stóðu sig með prýði. Bestu leikmenn ÍRB voru Gunnar Einarsson, sem hitti manna best, og Chianti Roberts sem gerir allt mjög vel nema að skora. Luganoliðið er mjög sterkt og hefur marga há- vaxna leikmenn innanborðs. Þeir spiluðu stífan vamarleik sem oft skilaði körfu eftir stolinn bolta. Þeir voru fljótir fram þegar þeir sáu færi á hraðaupphlaupi en vörnin var aðal liðsins. 8-2, 11-8, 17-15, 19-18, 19-34, (28-40), 37-47, 45-51, 50-51, 50-64, 61-70, 66-73, 69-76, 72-78. Stig iRB: Gunnar Einarsson 24, Örlyg- m- Sturluson 15, Guðjón Skúlason 10, Chi- anti Roberts 8, Friðrik Stefánsson 6, Fannar Ólafsson 6, Teitur Örlygsson 3. Stig Lugano: Dusan Stevic 20, Mich- ael Polite 19, Harold Mrazek 16, Patrick Koller 13, Norbert Valis 7, Rodney Blake 6. -BG Ekki hættir „Við erum ekki hættir þrátt fyrir að okkar möguleiki sé úr sögunni að komast áfram í keppninni. Við ætl- um að nýta þessa leiki og bæta þeim í reynslubankann sem á eftir að skila sér seinna. Við stefnum á sig- ur í næstu tveimur leikjum sem við eigum eftir úti og enda þetta með stæl,“sagði Sigurður Ingimundarson þjálfari, spurður um framhaldið í keppninni. Bland i poka Brian Kidd fékk að taka poka sinn í gær sem knattspymustjóri hjá enska B-deildarliðinu Blackburn. Kidd tók við liðinu seint á síöasta tímabili en tókst ekki að forða því frá falli í B- deildina. Ekkert hefur gengið hjá lið- inu á þessari leiktíð. Það hefur aðeins unnið þrjá leiki og er í 19. sæti. Tony Parkes, aðstoðarmaður Kidds, mun stýra liðinu uns nýr stjóri verður ráð- inn. Stuöningsmenn Real Madrid vilja fá Hollendinginn Johan Cruyff til að taka við liðinu af Walesverjanum John Toshack. í skoðanakönnum sem Madrídarblaðiö Marca fram- kvæmdi kom í ljós að Cruyff fékk flest atkvæði eða 52,4%. í öðru sæti var Jorge Valdano, fyrrum þjálfari Real Madrid, með 25,1% og í þriðja sæti varð annar fyrrum þjálfari Madridarliðsins, Radomir Antic, með 14,4%. Gary Neville, varnarmaður Man- chester United, er aftur kominn á sjúkralistann og nú er ljóst að hann verður ekki með enska landsliðinu í leikjunum tveimur gegn Skotum. Neville lék með United í fyrrakvöld og þá tóku meiðslin í nára sig upp aft- ur. Tveir kunnir tennis- kappar urðu að hætta keppni á opna franska meistaramótinu i tennis í gær. Þetta vom Banda- ríkjamaðurinn Pete Sampras og Bretinn Greg Rudeski en þeir urðu báðir fyrir meiðsl- um í gær. Af helstu úrslitum á mótinu í gær má nefna að Michael Chang sigraði Marcelo Rios frá Chile, Bretinn Tim Henman lagði Juan Carlos Ferrero, Jim Courier frá Bandaríkjunum hafði betur gegn Carlos Moya frá Spáni, Marc Rosset frá Sviss sigraði Alex Corretja frá Spáni og óvænt- ustu úrslitin urðu þau að Astralinn ungi Lleyton Hewitt hafði betur gegn Jevgeny Kafelnkov. Sænski kylfingurinn Jesper Parnevik hefur dregið þátttöku sína til baka á heimsmeistarmótinu í golfi sem hefst á Spáni í dag. Parnevik er veill fyrir hjarta og meinuðu læknar honum að taka þátt í mótinu. Parnevik þarf aö taka sér nokkurra vikna hvíld og svo getur farið að hann taki ekki þátt á fleiri mótum á þessu ári. -GH ÍmEISTARADEILDIN E-riðill: Olympiakos-Porto 1-0 1-0 Giannakopoulos (56.) Molde-Real Madrid .... 0-1 Kerembeu (43.) 0-1 Real Madrid 6 4 11 15-7 13 Porto 6 4 0 2 9-6 12 Olympiakos 6 2 13 9-12 7 Molde 6 10 5 6-14 3 F-riðill: Bayem Múnhen-Rangers 1-0 Strunz (33. vitasp.) 1-0 Valencia-PSV Eindhoven 1-0 Lopez (70.) 1-0 Valencia 6 3 3 0 8-4 12 Bayem 6 2 3 1 7-6 9 Rangers 6 2 13 7-7 7 PSV 6 114 5-10 4 G-riðill: Sparta Prag-Spartak Moskva 5-2 1-0 Locvenc (1.), 2-0 Rosicky (10.), 2-1 Bulatov (34.), 2-2 Bezrodnyi (45.), 3-2 Fukal (49.), 4-2 Labant (63.), 5-2 Locvenc (66.) Willem II-Bordeaux .........0-0 Sparta 6 3 3 0 14-6 12 Bordeaux 6 3 3 0 7-4 12 Spartak 6 1 2 3 9-12 5 Willem II 6 0 2 4 7-15 2 H-riöill: Chelsea-Hertha Berlin ......2-0 1-0 Deschamps (11.), 2-0 Ferrer (44.) Galatasaray-AC Milan .......3-2 O-l Weah (20.), 1-1 Capone (27.), 1-2 Gianti (51.), 2-2 Sukur (87.), 3-2 Umit (90. vítasp.) Chelsea 6 3 2 1 10-3 11 Hertha 6 2 2 2 7-10 8 Galatasaray 6 2 13 10-13 7 AC Milan 6 1 3 2 6-7 6 Latir a koflum „Mér fannst mínir menn vera latir á köflum þegar viö vorum komnir með forskot. Fyrir leikinn var mikill spenningur í okkar her- búðum því sigur hefði þýtt áframhald í keppninni og þess vegna er ég mjög ánægður með að hafa unnið í kvöld. Við vissum að leikmenn ÍRB eru frnar 3ja stiga skyttur og þess vegna þorðum við ekki að spila svæðisvöm eins við erum vanir að gera á móti öðrum liðum. Þeir eru ekki með neinn afgerandi leikmann inni í teig og því fórum við vel út í skyttumar og reyndum að gera þeim lífið leitt. Dómar- arnir fannst mér vera skelfilega slakir og er ekki sáttur við að fá dómara sem eru að dæma sína fyrstu leiki í Evrópukeppninni," sagði hinn ítalski þjálfari Lugano við DV eftir leikinn. -BG -BG Craig Moore og Jörg Albertz stilla upp í varnarvegg gegn Bayern Múnchen. Lengst til hægri á myndinni er Thomas Strunz sem skoraöi eina mark leiksins úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.