Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1999, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1999 19 D Næsta skrefið í tölvutækni? Tölvur sem hugsa með gas gætu leyst silíkonið af hólmi Ofurhröð, ör- smá sameinda- tölva sem keyr- ir á gastegund- run gæti verið það sem koma skal í kjölfar nýrrar rannsóknar vísindamannsins James La Clair, en hann stundar rannsóknir sínar i Berlín um þessar mundir. Hann hefur þróað sameind sem hægt er að kveikja á og slökkva með nítró- geni og koltvísýringi og telur að hún geti leitt til þess að tölvur geti í framtíðinni aðeins þurft gas og ljós til að hugsa. Sérfræðingar hjá Inte! hafa undanfarín miss- erí bent á að nú sé svo komið að erfitt verði að minnka smárana meira en búið er að gera í dag, en sam- eindatæknin gætiþýtt að hægt verði að gera mun smærri og öflugri töfvur í framtíðinnL La Clair vill meina að tölvu- tækni sem byggist á sameindum geti hjálpað til við að leysa stórt vandamál sem hátækniiðnaður- inn stendur frammi fyrir - tak- markanir smára (transistora) sem gerðir eru úr silíkoni. Sér- fræðingar hjá Intel hafa undan- farin misseri bent á að nú sé svo komið að erfitt verði að minnka smárana meira en búið er að gera í dag, en sameindatæknin gæti þýtt að hægt verði að gera mun smærri og öflugri tölvur í framtíðinni. Endurvinnsla af bestu gerð: Flugvelar gegn fellibyljum - einnig notaðar sem íbúðarhúsnæði Fyrirtæki nokk- uð í Bandaríkj- unum, Max Power Aero- space, býður nú til sölu nokkrar úr sér gengnar Boeing 727-þotur - sem íbúðarhús. Ekki er nóg með það heldur sér forstjóri fyrirtækisins fyr- ir sér að hægt verði að nota flugvélar af þessu tagi sem skjól fyrir fellibylj- um á þeim svæðum sem þeir eru hvað skæðastir. Eftir að búið er að innrétta flug- vélarnar eftir hentisemi er þeim komið fyrir á sérstökum palli sem upphaflega er hannaður fyrir skrið- drekatuma, þar sem þær snúast i hringi eftir vindátt. Til þess að raf- magns- og skólplagnir og annað slikt ráði við snúninginn er notast við svipaða tækni og notuð er í byggingarkrönum. Með þessu er gengið úr skugga um að nef flugvélanna snúi ávallt upp í vindinn og þannig á „fasteignin“ að þola allt að 280 mUna vindhraða. Baðker í flugstjórnarklefan- um Þeir sem vUja kaupa Uugfasteign af þessu tagi þurfa að punga út 290.000 doUurum en það er rúm 21 miUjón króna. Innifalið í því er nátt- úrlega sjálf flugvélin en í viðbót eru tvö baðherbergi, lítið eldhús, tvö eða þrjú svefnherbergi og stór stofa í miðjum Uugvélarskrokknum. Flestir vUja að sögn þeirra Max Power- manna halda Uugstjómar- klefanum Boeing 727 þota en slíkar flugvélar eru farnar að gegna hlutverki íbúðarhúsa í Bandaríkjunum. Vængirnir eru vissulega freistandi sólpallar... Eftir að búið er að inn- rétta flugvélamar eftir hentisemi er þeim komið fyrír á sérstök- um palli sem upphaf- lega er hannaður fyrír skriðdrekatuma, þar sem þær snúast i hringi eftir vindátt. óbreyttum en sumum finnst þó Uott að innrétta hann sem að- alsvefnherbergi eða koma þar fyrir stóru baðkeri. Nú, og svo eru vængirnir fyrirtaks sólpaUar á góðum dögum. í viðbót við einkaeign á slíkum UugvélarheimUum velta menn svo fyrir sér um þessar mundir hvort raunhæft sé að nýta úr sér gengnar Uugvélar af þessu tagi sem skýli fyr- ir almenning í feUibyljum sem oft eru skeinuhættir á ákveðn- um svæðum Bandaríkj- anna. Vissulega yrðu þetta dýr skýli en þau myndu verða vera- lega traust því mesti vindhraði sem mælst hefur í fellibyljum er 231 míla á klst. Og þau myndu endast veru- lega lengi því Uugvélarnar eru hann- aðar með það í huga að þær standist tímans tönn betur en Uest annað. http://members.xoom.com/_XOOM/primall/mahir/ Tyrkneskur piparsveinn slær í gegn Hvað er Uottara en að hafa efst á heimasíðunni sinni setningarnar „Welcome to my Homepage!!!!! I Kiss you!!!!!!“? Þegar slóðin á heimasíðu hins tyrkneska Mahirs kom fyrst í póst- hólf DV-Heims fyrir nokkram dög- um þá sýndi teljarinn á síðunni nokkur þúsund heimsóknir. Þegar þetta er skrifað eru þær orðnar yfir 900.000 og þegar DV kemur út í dag má búast við að heimsóknimar verði komnar vel yfir milljón. Heimasíða þessa athyglisverða piparsveins hefur vakið ótrúlega mikla athygli meðal netverja síðustu daga. Hvort sem það er afspymulé- leg enskan, (I have many musicenstrumans my home I can play), sérstök áhugamálin (I like to take foto-camera (amimals, towns, nice nude models andpeoples)), eða spennandi heimboðið (Who is want to come TURKEY I can in- vitate... She can stay my home...), eða heimilis- legu myndirnar úr Uölskyldualbúm- inu, þá er eitthvað við þennan mann og heimasiðu hans sem hefur snert taugar hundraða þús- unda manna um allan heim. Aðdáandi Ma- hirs nokkur hefúr meira að segja tekið sig til og búiö til örlitla grínút- r-.lifiWf.- .Utvrn|un: Wfii' t. uraiiltt conn 'UIMKl t :Lc»i mwttnti-... >-maÐ: ulo4d<K’adoo.com • m«U; mafúrOO^vohoo.coin gáfu af heimasíðu hans sem einnig hefur vakið nokkra kátínu netveija. Slóð hennar er http://www.turk- ishstud.ee/. Sérfræðingar telja að silíkontölvurnar séu að ná takmörk- um sínum hvað kraft snertir og því þurfi ný tækni að koma til eigi tölvur að verða minni og öflugri. Aðeins ein sameind Sameindarafrásir geta farið niður fyrir nanó- metra að stærð og vísindamenn hafa þegar náð að búa til rökrásir og aðra grunnhluta tölva sem að endingu verður hægt að búa til heila tölvu með þessari tækni. Það sem er sérstakt við uppgötv- un La Clair er hins vegar að „rof- ar“ sem framleiddir eru með hans aðferð eru aðeins gerðir úr einni sameind en þeir rofar sem búnir hafa verið til hingað til hafa þurft stóran hóp sameinda til að virka rétt. Tæknin er langt í frá fullkláruð og enn er eftir að finna lausn á mörgum vandamálum, en menn virðast almennt bjartsýnir á að þau verði hægt að leysa og að end- ingu verði hægt að framleiða staf- ræn tól sem byggjast á sameinda- tækni sem þessari. 2000-vandinn ekki einn á ferð: Fjöldi tölvuveira bíður áramóta - erfitt að bana þeim öllum í einu Tölvufræðing- ar telja nú að það sé ekki einungis 2000- vandinn sem bíði eftir að pirra tölvueigendur um næstu áramót því búast megi við að fjöldi tölvuveira verði virkur 1. janúar næstkomandi. Nú þegar hafa rúmlega 30.000 hótanir frá tölvuþrjótum og veiru- sköpurum, sem segjast ætla að sleppa nýjum veirum lausum um áramótin, verið skráðar hjá FBI og öðrum löggæslustofnunum um heim allan, að sögn Lou Marcoccio hjá rannsóknarfyrir- tækinu Gartner Group. Það fyrir- tæki hefur einmitt verið leiðandi í rannsóknum á 2000-vandanum undanfarin ár. „Sjálfsagt eru flestar þessara hótana orðin ein,“ hefur Marcoccio látið hafa eftir sér. „En ef einungis fimm til tíu skæðum veirum er sleppt lausum í einu gæti það orðið of stór biti að kyngja fyrir fyrirtækin sem búa til veiruvamir. Þannig gæti þetta leitt til talsverðra vandræða og minnkunar á framleiðni." Matvæli hömstruð í flestum tilvikum hafa veiru- banar nefnilega getað hannað for- rit sem gera veirumar skaðlausar áður en þær verða virkar. En séu veirurnar margar og vel hannað- ar hafa veirubanarnir hreinlega ekki tíma til að gera þær allar skaðlausar. Dagsetningin 1. janúar árið 2000 er einmitt mjög freistandi fyrir rafbarbara af ýmsu tagi. „Fjölda þessara kóna er alveg sama hvort þeir nást eður ei, þeir vilja ein- ungis að þeirra verði minnst,“ segir Marcoccio. í máli hans kom einnig fram að nýleg könnun Gartner Group hefði leitt i ljós að 67% allra Bandaríkjamanna ætluðu að kaupa sér matvæli til sjö og allt upp í 18 daga rétt fyrir næstu ára- mót. Fyrirtækið telur að hræðsla almennings sé þó alls ekki í sam- ræmi við hættuna sem af 2000- vandanum stafar. Samkvæmt rannsóknum þeirra Gartner- manna verða vandamálin minni- háttar og munu mörg þeirra koma fram í þessum mánuði og þeim næsta, þegar tölvukerfi sem reikna fram í tímann fara að bila hafi þau ekki verið yfirfarin. Nú þegar hafa rúm- lega 30.000 hötanir frá töivuþrjótum og veirusköpurum, sem segjast ætta að sleppa nýjum veirum íausum um áramótin, veríð skráðar hjá FBi og öðrum töggæstu- stofnunum um heim allan. Nokkur hætta er á að það sé ekki einungis 2000-vandinn sem muni gera tölvunotendum lífið leitt um næstu áramót því tölvuveirur virðast hafa verið stilltar þannig að þær láti til skarar skríða þann 1. janúar árið 2000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.