Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1999, Blaðsíða 1
ÞRIÐJTJDAGUR 9. NÓVEMBER 1999 Varaö við flugi um áramótin Taskforce 2000, óháður hópur áhugamanna um 2000-vandann, gaf nýlega út viðvar- anir tíl Evrópubúa varðandi far- þegaflug í kringum næstu áramót. Hópurinn segir að samkvæmt heimasíðu á vegum hins opinbera í Bandaríkjunum séu mörg Evr- ópulönd enn langt í frá viðbúin 2000-vandanum hvað farþegaflug varðar. Talin eru upp tíu lönd sem hópurinn telur hættulegt að fljúga til: Tékkland, Finnland, Þýskaland, Ungverjaland, ítalia, Pólland, Portúgal, Rússland, Spánn og Sviss. Margir eru þó gagnrýnir á niðurstöður Task- force 2000 og segja þar vera á ferð- inni hræðsluáróður og litið sé að marka upphrópanir hópsins. : Talsvert gekk á á jJiliJ' hlutabréfamörkuð- iÚUlíÚUi ^™1 * gær S kJölfar slðustu atburða í Microsoft-réttar- höldunum þegar þeir voru opnaðir eftir helgina. Seint á fóstudag til- kynnti nefhilega dómarinn í máli hins opinbera gegn Microsoft að hann teldi tölvurisann hafa einok- unarstöðu á tölvumarkaðnum og hafa misnotað sér hana á undan- förnum árum. Við þetta lækkaði verð hlutabréfa Microsoft talsvert þegar markaðir voru opnaðir i gær. Þessi ákvörðun dómarans er tals- vert áfall fyrir Microsoft, þó svo for- ráðamenn fyrirtækisins hafi án efa grunað að niðurstaðan yrði þessi á endanum. Á myndinni hér að ofan má sjá þá Bob Herbold og Bill Gates frá Microsoft svara spurningum blaðamanna á föstudaginn en á inn- felldu myndinni setur Gates upp at- hyglisverðan svip þegar ein spurn- ingin er borin fram. Gates sagði m.a. að nú væri nauðsynlegt fyrir Microsoft að finna út hvernig best sé að ljúka málinu þannig að það sé sanngjarnt gagnvart Microsoft, rfk- isstjórn Bandaríkjanna og umfram allt neytendum. Ekki búiö enn Þrátt fyrir að dómarinn hafi til- kynnt þetta á föstudaginn er réttar- höldunum enn ekki lokið. Næsta skref er að lögmenn verjenda og sækjenda fá tækifæri til að svara úrskurði dóm- arans sem síðan gefur lokaniðurstöðu sína um það hverjir vinni endanlega málið í byrjun næsta árs. Sérfræðingar telja hins vegar að í ljósi úrskurðar dómarans á föstudag muni Microsoft leita allra leiða til að semja við hið opinbera um málið áður en því lýkur endanlega fyrir rétti. Talið er að slíkt væri besti kostur fyr- irtækisins úr því sem komið er. En hvernig sem fer er ljóst að þessi réttarhöld munu úr þessu hafa veru- leg áhrif á framtið Microsoft. Að öll- um líkindum verður að skipta fyrir- tækinu upp í nokkrar mismunandi deildir, gefa grunnkóða Windows- stýrikerfisins frjálsan, banna fyrir- tækinu að veita afslátt af Windows til einstakra fyrirtækja eða skipta fyrir- tækinu upp í nokkur lítil sams konar fyrirtæki. T«í Þú hefur tíma til 10. nóvember til að ákveða þig FJÖLBREYTT ÚRVAL - STUTTUR AFGREIÐSLUTÍMI Úrval HTH-innréttinganna er mjög fjölbreytt, þar sem útfærslur geta verið margvíslegar. Afgreiðslutími á HTH-innréttingum er fjórar vikur, en getur farið í sex vikur ef um sérsmíði er að ræða. Ef þú ákveður þig fyrir 10. nóvember næstkomandi getur þú fengið innréttinguna fyrir jól. ÖLL TÆKI í ELDHÚSIÐ Auk eldhúsinnréttinga er boðið upp á öll tæki, sem þarf í nútímaeldhús, svo sem eldunartæki hvers konar, viftur, háfa, kæliskápa, frystiskápa, vaska, blöndunartæki, Ijós o.fl. Séu raftækin keypt með eldhúsinnréttingunni, bjóðast þau á heildsöluverði. HÖNNUN OG RÁÐGJÖF Við veitum fólki ráðgjöf og leggjum fram hugmyndir að því hvernig best er að haga innréttingunni þar sem þarfir fjölskyldunnar eru hafðar í fyrirrúmi. LÐHUSINNRETTIN I N N R E Líttu inn í glæsilegan sýningarsal að Lágmúla 8, 3. hæð og kynntu þér málið. Opið laugardag frá 10 til 16 BRÆÐURNIR S^OKMSSON Lágmúla 8 • Sími 530 2800 A T A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.