Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1999, Blaðsíða 6
t-22 ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1999 Ksiíaiif Ný von í baráttunni gegn Parkinsonsjúkdómnum: Heilafrumur úr svínum í apa Vísindamenn greindu nýlega frá því að þeir hefðu flutt heila- frumur úr svín- um yflr í apa og notað við það nýja aðferð sem gerir taugafrumunum kleift að standast árásir ónæmiskerfis apanna lengur en áður þekktist. Hugmynd vísindamannanna, sem starfa við læknadeild Harvardhá- skóla og hjá lyfjafyrirtækinu Alex- ion, er að finna leiðir til meðferðar á Parkinsonveiki og öðrum sjúk- dómum sem eyðileggja heilafrumur. Til að verja heilafrumur svínanna gegn árásum ónæmiskerfisins not- uðu þeir efni sem Alexion er að þróa. Ole Isacson við Harvardháskóla, forsprakki visindahópsins, sagði á þingi taugavísindamanna í Miami á Flórída í síðasta mánuði að tauga- frumurnar úr svínunum hefðu lifað flutninginn yfir i apana af og starf- að eðlilega. JÉg veit ekki imtw em þetta sé í fyrsta sirm sem tekist hefw að úr Hnefaleikakappinn Múhameð Alí er með Parkinsonsjúkdóminn. Alí og aðrir sem þjást af sjúkdómi þessum geta leyft sér að vona að tilraunir bandarískra vísindamanna verði til að lækning finnist. svímim í pnmaia^ „Ég veit ekki betur en þetta sé í fyrsta sinn sem tekist hefur að græða taugafrumur úr svínum í prímata," segir Ole Isacson. Parkinsonsjúkdómurinn gerir vart við sig þegar ákveðnar heila- frumur sem framleiða efnið dópamín, sem gegnir veigamiklu hlutverki við vöðvastjórnun og hreyfingar, byrja að deyja. Heila- frumum úr fósturvísum hefur verið sprautað inn í heila nokkurra Park- insonsjúklinga i von um að leiðrétta þetta. En slíkar frumur eru fátíðar, auk þess sem aðferð þessi er ákaf- lega umdeild. Einhverjir vísindamenn gera sér vonir um að geta notað heila- frumur úr dýrum en líkaminn gerir sér grein fyrir að þær eru utanaðkomandi og hafnar þeim. Efnið frá Alexion lyfjafyrirtæk- inu á að koma í veg fyrir að það gerist. Melatónín svæfir gamlingjana I Eitt glas af melatóníni getur komið í góðar þarfir þar sem það á við og bjargað nætursvefninum. Litlir skammtar af melatóníni gætu komið mið- aldra og full- orðnum svefn- leysingjum til bjargar og gert þeim kleift að sofa betur en ella, að sögn vísindamanna frá Boston. Melatónín fæst í heilsuvöruverslun- um í Banaríkjunum en hér er það bannað. „Eftir því sem maður eldist dreg- ur úr framleiðslu likamans á melatóníni á kvöldin og erfiðleik- amir með svefn aukast," segir Ric- hard Wurtman sem rannsakar áhrif melatóníns á rannsóknarstofu sinni í Tækniháskóla Massachusetts (MIT). „Ég sé fyrir mér að melatónín geti reynst gagnlegt, einkum þeim sem framleiða ekki sjálfir nóg af hormóninu." Irina Zhdanova, sem starfar við heilavísinda- og hugfræðideild MIT, gerði tilraunir á þrjátíu manns yfir fimmtugt sem sumir hverjir hrjáð- ust af svefnleysi sem til komið var vegna aldursins. Þátttakendurnir fengu mismikið magn af melatóníni eða platpillu hálftíma áður þeir fóru í háttinn. Fólkið sem fékk stærsta skammt- inn af melatóníni, 0,3 milligrömm, svaf mun betur, að því er Zhdanova sagði á þingi taugavísindamanna í Miami nýlega. „Við gerum okkur vonir um að rannsóknir okkar verði til að af- stýra hugsanlegum skammtíma- og lantímaaukaverkunum af melatónínmeðferð, svo og til að finna út hverjir kynnu að hafa gagn af melatóníni sem fæðubótarefni. Einnig hverja ætti að vara við að auka melatónínmagnið í blóðinu," segir í yfirlýsingu Irinu Zhdanovu. JEftirþví sem maður eidist dregur úr fram- feiðslu líkamans á meíatómni á kvöidm og ertiðleikam ir með svefn aukas%a segk Richard Wurtman sem rasmsakar áhrif metatóníns á rann- sóknarstofu smnL Beinafundur í Króatíu í nýju ljósi: Neanderdalsmenn áttu af- kvæmi með nútímamönnum Neanderdals- menn dóu ekki út jafnsnemma og hingað til hef- ur verið talið og allt bendir til að þeir hafi eignast böm með nútima- mönnum. Þetta eru niðurstöður vís- indamanna sem hafa rannsakað gaumgæfilega bein sem fundust í helli einum í Króatíu á áttunda ára- tugnum. Fyrri rannsóknir höfðu bent til ab Neanderdalsmenn hefðu horfið af sjónarsviðinu fyrir um það bil 34 þúsund árum og nútímamaðurinn Homo sapiens komið í staðinn. *-Beinin í Króatíu reyndust aftur á móti miklu yngri, þegar betur var að gáð. „Nýjar kolefnisaldursgreiningar benda til að Neanderdalsmenn hafi lifaö við hlið nútimamanna í Miö- Evrópu í nokkur þúsund ár,“ segir Fred Smith, forseti mannfræðideild- ar Northern Illinoisháskóla í JöeKalb. Niðurstöður Smiths og félaga hans, sem birtast i tímariti banda- rísku vísindaakademíunnar, bera brigður á fyrri hugmyndir um að nútímamennirnir hafi verið svo miklu þróaðri en Neanderdals- menn að þeir hafi haft þá undir þegar í stað og jafnvel tortimt þeim. Mannfræðingurinn Erik Trin- kaus við Washingtonháskóla í St. Louis, sem leiddi rannsóknina, seg- ir líklegast að sums staðar hafi nú- tímamennirnir komið i stað Neand- erdalsmanna en annars staðar hafi hinir nýkomnu lagað þá sem fyrir voru að sér. „Munurinn á grundvallaratferli og getu hópanna tveggja hlýtur að hafa verið lítill," segir Trinkaus. Bein Neanderdalsmanna, sem svo eru kallaðir í höfuðið á dalnum í Þýskalandi þar sem þeir fundust fyrst, eru bæði þyngri og sterklegri en bein nútimamanna. Það þykir til marks um að þeir hafi verið öllu frumstæðari í útliti. Og ljótari, þótt nútímamaðurinn hafi sjálfagt ekki verið neitt sér- stakt augnayndi i árdaga. Sum beinanna frá Króatíu þykja bera einkenni beina úr nútíma- manninum. Þaí mun svo benda til a þeir hafi átt afkvæ saman. Þá fundusi hellinum í Króa uu grófgerð verkfæri sem voru einkennandi fyr- ir Neanderdalsmenn og þróaðri verkfæri úr steini og beini sem koma frá nú- tímamönnum. „Hugsanlegt er að Neanderdals- menn hafi þróað öll þessi verkfæri eða fengið þau í viðskiptum við nú- timamenn," segir Trinkaus. Ýmsar ástæður kunna að vera fyrir þvi að Neanderdalsmenn hurfu með öllu. Nútímamennimir Þótt ekki hafi Neanderdalsmenn verið frýnilegir áttu þeir nú samt afkvæmi með fyrstu nútíma- mönnunum. kunna að hafa tímgast hraðar og af- kvæmi þeirra verið harðgerðari, nú eða þá að nútímamenn hafi bor- ið með sér bakteriur sem Neander- dalsmenn áttu engar vamir við. Að minnsta kosti eru flestir á því að nútímamennirnir hafi ekki myrt Neanderdalsmennina, að því er Erik Trinkaus segir. Reykingar hábölvaðar Hægt væri að koma í veg fyrir meira en fjögur hundruð hjarta- áfóll hjá ungum konum á Bretlandi ef þær hættu bara að reykja. Vísindamenn sem skoðuðu gögn úr breskri rannsókn á hjartaáföllum komust að raun um að reykingar gegndu veiga- miklu hlutverki hjá þeim konum á aldrinum 16 til 44 ára sem fengu eða létust af völdum hjarta- áfalls. Hjartaáfóll eru að sönnu fátíð í þessum aldurshópi en með þvi að hætta að reykja væri hægt að koma i veg fyrir rúmlega fjögur hundruð tilfelli og bjarga um það bil 112 lifum. Gögnin sýndu fram á að hættan á hjartaáfalli jókst eftir því sem meira var reykt á degi hverjum. Mannaprótín úr svínasæði Kanadískir vís- indamenn við Lavalháskóla í bænum Ste-Foy gera sér vonir um að geta með aðstoð erfða- tækninnar fengið svín tO að framleiða sérstakt mannaprótín í sæði sinu. Prótínið á að nota við meðferð á síblæði í mönnum. í grein I tímaritinu Nature Biotechnology segir að vísinda- mennirnir, undir forystu Francois Pothiers, hafi ræktað mýs sem myndi vaxtarhormón fyrir menn í sæði sínu. Pothier segist hafa fengið hug- myndina eftir að hann frétti að fyrirtæki væru þegar farin að fá einkaleyfi á tækni til að nota dýramjólk til að framleiða lækn- ingaprótín. Hann hefði komist að þeirri niðurstöðu að svína- sæði ætti að vera fyrirtaksefni til framleiðslu á lyfjum fyrir menn. Rannsaka kór- alrif við Óman Hópur vísinda- manna frá ýms- um þjóðum hyggst hefja rannsókn á lítt þekktu fimmtán kílómetra löngu kóralrifi undan ströndum Arab- íuskagaríkisins Ómans einhvem tíma í þessum mánuði. Athuga á hvort þar leynist ný mólekúl sem gætu komið að gagni í bar- áttu við sjúkdóma á borð við krabbamein og sem úr mætti líka framleiöa nýja tegund sýkla- lyfja. Einnig á að meta hugsan- legan skaða sem orðið hefur á kóralnum af völdum mengunar. „Svona rannsóknir hafa verið mikið stundaðar upp á síðkastið af því að þörf er á nýj- um sýklalyfjum," * > segir Alain Cou- te, þangsérfræð- ingur við nátt- úrusögusafnið í \ París. Kóralrif em ein- hver fjölbreytilegustu vistkerfi sem um getur en um leið meðal þeirra viðkvæmustu og þarfnast stöðugs eftirlits.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.