Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1999, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 PC-leikirnir þetta áriö: Framhaldsleikirnir í fyrirrúmi - kemur Quake III loks á markaðinn? í raun er alls ekki erfitt að átta sig á því hvaða leikir fyr- ir PC-tölvur munu seljast best næstu vik- urnar, því flestir verða þeir að öll- um líkindum framhaldsleikir sem þegar hafa sannað sig á markaðn- um. Leikir eins og Tomb Raider: The Last Revelation, FIFA 2000, Grand Theft Auto 2 og Command & Conquer: The Tiberian Sun munu án efa verða meðal þeirra allra sölu- hæstu. Þetta eru allt framhaldsleik- ir, sumir hverjir þriðja eða jafnvel tjórða kynslóð af leikjaseríum sem hafa gert það gott í gegnum tíðina. Fótbolti og brjóst Fyrstan leikja líklegan til vin- sælda má nefna fótboltaleikinn FIFA 2000, sem er nýkominn út hér á landi. Fótboltaleikimir eru gríðarlega vinsælir hér á landi eins og víðast hvar í Evrópu og er FIFA- serían komin i fylkingarbrjóst þess- ara leikja. FIFA 2000 hefur fengið rífandi dóma um þessar mundir og þvi er varla hægt að búast viö öðru en að flestir aðdáendur FIFA-fót- boltaleikjanna verði sér úti um nýj- ustu útgáfuna. Svo er það náttúrulega eftirlætis- dúlla allra leikjavina, fomleifafræð- ingurinn Lara Croft, sem hefur brotið öll þyngdarlögmál með barmi sínum í þremur feikivinsælum leikjum. Nú er sá fjórði á leiðinni; Tomb Raider: The Last Revelation heitir hann, og hafa framleiðendur leikjanna látið hafa það eftir sér að þetta sé síðasti leik- urinn í seríunni í bili. Spennandi bílaleikir Nokkuð er liðið síðan Command & Conquer: The Tiberian Sun kom út, en hann selst engu að síður enn vel og mun án efa halda jafnri sölu út jólamánuðinn. Leikjavinir höfðu beðið verulega lengi eftir nýj- ustu útgáfunni í þessari gríðarlegu vinsælu seríu þegar hún loks kom út í haust. Margir bjuggust við meiru af leiknum eftir alla biðina, en engu að síður er þar úrvalsleik- ur á ferð. Bíla- og glæpaleikurinn Grand Theft Auto 2 mun svo án efa laða að margan kaupandann, enda var fyrsti GTA leikurinn mjög vinsæll þrátt fyrir fornfálega graflkina. GTA2 lítur nokkuð betur út, en eng- ar verulegar breytingar hafa verið gerðar á meginhugmynd leiksins. Annar bílaleikur, Driver, kom út fyrr í haust, selst enn vel og mun án efa halda því áfram næstu vikur. Þessi leikur hefur vakið mikla at- hygli, enda er hér á ferðinni senni- lega einn skemmtilegasti bíialeikur sem gerður hefur verið. Týnast bestu leikirnir? Það verður mjög spennandi að sjá hvemig fer fyrir tveimur leikj- um sem gagnrýnendur hafa þegar sagt að komi sterklega til greina Homeworld hefur fengið gríðarlega góða dóma að undanförnu, en munu PC- * eigendur sniðganga hann og velja frekar framhaldsleiki sem þeir treysta frekar? sem leikir ársins 1999. Sá fyrri þeirra heitir Homeworld og er hann rauntíma-herkænskuleikur sem fer fram i geimnum. Hann þykir vera fyrsti leikurinn af þessu tagi sem nýtir þrívídd til hins ýtrasta, þar sem Spilarinn stjómar ferð geimskipaflota um himingeim- inn. Vandaður söguþráður er ein sterkasta hlið Homeworld en það er farið að skipta verulegu máli um þessar mundir í metnaðarfull- um tölvuleikjum. Half-Life, besti leikur síðasta árs, er nærtækt dæmi um þetta. Góður söguþráður er einnig ein- kenni hins leiksins sem þykir koma til greina sem leikur ársins. Hann heitir System Shock 2 og er þar á ferð fyrstu persónu hlut- verkaleikur með skotleiksívafi eða öfugt. Þarna er á ferðinni framhald leiks sem fékk frábæra dóma fyrir nokkrum árum en náði aldrei at- hygli hins almenna tölvuleikjaspii- ara. Spumingin er nú hvernig fari fyrir framhaldsleiknum. Svo er það náttúrlega eftirlætisdúlla allra leikjavina, fornleifa- fræðingurinn Lara Croft, sem hefur brotið öll þyngdarlögmál með barmi sínum í þremur feikivinsælum leikjum. Nú er sá fjórði á leið- inni; Tomb Raider: The Last Revelation. Kemur Quake III? Enn hefur ekki verið minnst á eina vinsælustu tegund tölvuleikja i dag, fyrstu persónu skotleikina. Stóra spumingin í þessum geira er án efa hvort Quake III muni koma út fyrir jólin. Quake-serían er orðin ein allra vinsælasta í sögu tölvuleikja og víst verður að teljast að næsti leikur seríunnar muni seljast vel. Snillingamir hjá Id Software vilja ekki enn gefa end- anlega upp hvort Q III verði tilbú- inn í hillur verslana fyrir jólin og þvi er lítið hægt að gera annað en bíða og vona. Fullvíst er hins vegar að einn helsti keppinautur Quake in komi á markaðinn fyrir jólin. Þetta er Unreal Tournament, sem eins og Q m mun byggjast að mestu á fjöl- spilun yfir Netið. UT ætti ekki að valda neinum vonbrigðum því hann er verulega vel heppnaður og mun veita leikjum af þessu tagi verulega samkeppni um það hver sé besti fyrstu persónu skotleikur- inn á Netinu. -KJA Nintendo 64 og Game Boy Colour: Píparinn Mario og Pokémon-skrímslin í aðalhlutverki þetta árið Jólaútgáfan fyr- ir Nintendo 64 og Game Boy Colour er með frískasta móti þetta árið og úr verulega mörgu að velja fyrir eigendur þessara leikjatölva. Hér er það helsta sem í boöi er: Mario Golf flíkar þekktustu per- sónu Nintendo-fyrirtækisins og félögum hans sem sjaldan hafa valdið , Nintendo-eigendum vonbrigðum. Þessi leikur er engin undantekning því hann ætti að heilla unga og aldna upp úr skónum. Leik- urinn býr yfir verulega krefjandi golfþrautum sem hinir eldri geta fengist við en þeir sem yngri eru fá einnig þrautir við sitt hæfi. Mario og félagar spila ekki bara golf um þessi jól heldur slást þeir hver við annan eins og þeir eigi líf- ið að leysa í Super Smash Brothers. Það er bardagaleikur þar sem ekki eru að- eins til staðar persónur úr Mario- seríunni, heldur líka öðr- um leikjaser- íum frá Nýjasta stolt Nintendo eru Pokémon-kvikindin sem trylla heimsbyggðina í bæði Game Boy Colour og Nintendo 64 útgáfum um þessar mundir. Nintendo eins og t.d. Pokémon og Donkey Kong. Leikurinn hefur fallið í góðan jarðveg meðal gagn- rýnenda og því má búast góðri sölu fyrir jólin. Hasar og þrautir Eitt aðaleinkenni Nintendo er hve vel fyrirtækið gerir þrauta- leiki af ýmsu tagi úr garði og hefur gert alla tíð síðan það gerði Tetriz vinsælan á síðasta áratug. Nú fyr- ir jólin kemur út leikurinn The New Tetriz sem ætti að verða vinsæll meðal þeirra sem hafa gaman af slikum leikjum. Það sem ber helst til tíð- inda í hinum nýja Tetriz er fjölspiiunar- möguleiki leiksins sem þykir afskaplega vel heppnaður. Hasarfíklar ættu að fá eitthvað fyrir sinn snúð í leiknum Jet Force Gemini, þriðju persónu skot- og ævin- týraleik. Hann þykir með metnaðarfyllstu Nintendo 64 leikjum sem gerðir hafa verið, með verulega fjölbreyttri og stórri veröld til að rannsaka og leysa þar verk- efni af ýmsu tagi. Vasabrotsleikir Hvað varðar Game Boy Colour, vasaleikjatölvuna vinsælu frá Nin- tendo, þá er lykilorðið Pokémon. Hlutverkaleikurinn um þessi litlu skrímsli er ekki síður líklegur til að verða vinsæll hér á landi en í Jap- an, Bandaríkjunum og Evrópu. Þau höfða til allra aldurshópa og hafa yfir einhverjum sjarma að ráða sem fæstir standast. Ekki skemmir svo fyrir að hægt er að skiptast á skrímslum milli Game Boy tölva og Marío og félagar spila ekki bara golf um þessi jól heldur slást þeir hver við annan eins og þeir eigi lífið að leysa í Super Smash Brothers. Þar bregður einnig fyrir persónum úr öðrum seríum eins og t.d. Pokémon og Donkey Kong. milli blárra og rauðra útgáfa af leiknum en sum skrímslin er ein- göngu að fmna í annarri útgáfunni. Hinn vel þekkti leikur Worms er einnig liklegur til vinsælda á Game Boy Colour, enda er þar á ferðinni verulega skemmtilegur leikur fyrir tvo spilara. Leikur- inn gengur sem fyrr út á að reyna að stúta ormum andstæðingsins með yflrgengilegum vopnum. Mission Impossible mun án efa öölast hljómgrunn meðal eigenda Game Boy Colour, enda virðist vera mikið í hann lagt. Það er ekki nóg með að þú leys- ir hin ýmsu verkefni í leiknum sjálfum heldur gerir hann þér kleift að breyta Game Boy leikjatölvunni í fjarstýringu fyrir hin ýmsu heimilis- tæki, enda er hátæknin aðalatriði Mission Impossible. -KJA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.