Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1999, Blaðsíða 1
ÞRIDJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 Seinfeld tölvu- veira Bls. 22 Hvaða leikir slá í gegn um jólin? Bls. 20-2 U _¦ m m ______ PlayStation tölvu-i tækni og vísinda Þýðingargræjur á tölvusýningu Comdex, stærsta tölvusýning Bandaríkjanna, hófst á sunnudaginn en á sýningunni eru allar helstu nýjungar tölvuheimsins kynntar og sýndar. Meðal þess sem vakti hvað mesta athygli voru þýðingargræjur sem gætu allt eins verið teknar beint upp úr vísindaskáldsögum. Þarna eru á ferðinni tqlvur sem þýða tal manna jafnóðum þannig að þegar maður talar inn í hljóðnema á einu tungumáli koma orðin jafnóð- um út um hátalara á öðru tungumáli. Enn sem komið er virkar búnað- urinn eingöngu fyrir kínversku, ensku, frönsku, þýsku, ítölsku, portú- gölsku og spænsku. Microsoft ýtir undir framþróun Bill Gates hélt ræðu á Comdex- tölvuráðstefnunni sem hófst um síð- ustu helgi og sagði við það tækifæri að hann væri þess fullviss að Microsoft-tölvuris- inn ýtti undir framþróun á mark- aðnum en héldi ekki aftur af henni. Þetta gengur þvert á úr- skurð dómarans í réttarhöldunum yfir Microsoft. í ræðu sinni kynnti Gates jafnframt ýmsar nýjungar frá fyrirtækinu, þar á meðal litil tæki sem gerir fólki kleift að kom- ast á Netið og nýta sér ýmsa mögu- leika þess án þess að vera bundin við heimilistölvur. Á myndinni sést Gates kynna slik tæki. Háöldruð Tvær risaeðlutegundir sem ekki var vitað af áður hafa varpað ljósi á það hvernig þessar skepnur þróuðust á jj-fí r í> T\ f^\ sulum t™3- Það var leiðangur undir leiðsögn vísinda- .\Jw-v-^~--wJ| mannsms pauis Sereno sem fann steingervinga risaeðl- anna í Sahara-eyðimörkinni árið 1997, en hann sést hér á myndinni fyrir framan líkan af annarri risaeðlunni, , jobaria tiguidensis". Sú skepna var uppi fyrir um það bil 135 milljón árum þegar Afríka og Suð- ur-Ameríka voru enn fastar saman. Hun varð allt að 20 metra lóng, vó 20 tonn og hafði langan háls sem gerði henni kleift að gæða sér á laufum hárra trjáa, svipað og gíraffar gera í dag. Samkvæmt því sem Sereno segir var Jobaria afskaplega frumstæð risaeðla á sínum tíma og hefði hún i raun átt að vera uppi allt að 40 milljón árum áður en hún raunverulega var til. „Jobaria hefur verið afskaplega hörð af sér að halda út svona lengi í þeirri erfiðu lífsbaráttu sem dýrategundirnar háðu á þessum tíma," segir Sereno. „Sumar risaeðlutegundir þróuðust mjög hratt á tiltölulega stuttum tíma en aðrar, eins og jobaria, þróuðust nær ekkert á mórgum milljónum ára." Hin risaeðlutegundin sem fannst er kölluð nigersaurus taqueti og er hún ein sú minnsta af sauropod-tegundinni, eða einungis 15 metrar að lengd. Eitt helsta sérkenni hennar er gríðarlegur fjöldi tanna í skolti skepnunnar en alls fundust þar rúmlega 600 tennur. AEG *^-<___i_______á Kl \ Blákaldar st 3 ára ábyrgð Örugg þjónusta Brútto U'trar 132 221 294 401 527 607 Hæð sm. 86 86 86 86 86 86 Breidd sm. 55 79 100 130 150 170 Dýpt sm. 61 65 65 65 73 73 Kórfur sem fylgja Læsing Nei Já Já Já Já Já Einangrun þykkt í mm. 55 55 55 55 60 60 Rafnotkun m/v 18°C umhv.hita kWh/24 klst. Jík rrii-nriiT PáDIQsy_^l-___L G^islagötu 14 • Simi 462 1300 0,60 0,84 1,02 1,31 1,39 1,62 20.900 33.000 35.000 30.000 40.000 53.000 1BRÆÐURNIR P.ORMSSON Lágmúla 8 • Sími 530 2800 Vesturíand: Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borgfiröinga, Borgamesi. Bfómsturvellir, Heltissandi. GuÖni Hallgrimsson. Grundarfiröi. Ásubúð, Búöardal. Vastfirðir. Geirseyrarbúöin, Patreksfirðf. Rafverk, Bolungarvik, Straumur, ísafiröi. Pokahornið, Tálknafirði. Norðuriand: Radionaust, Akureyri. Kf. Steingrímsfjarðar, Hólmavík. Kf. V:Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetnínga, Btönduósi. Skagfirðingabúð, Sauðarkróki. Urð, Raufarhöfn. Austuriand: Sveinn Guðmundsson, Egílsstöðum. Kf. Vopnafirðinga, Vopnafirði. Kf. Stöðfirðinga. Verslunin Vík, Neskaupstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. KASK, Hötn, KASK Djúpavogi. Suðuriand: Mosfell, Hellu. Arvirkinn, Selfossi. Rás, Porlák.höfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Klakkur, Vfk. Rcykjancs: Ljósbogin Keflavlk. Rafborg, Gríndavfk. .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.