Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1999, Blaðsíða 5
Fjölbreytt úrval fyrir PlayStation: Kappakstur, hjólabretti og uppvakningadráp - á boðstólum fyrir þessa háöldruðu leikjatölvu JO__v—: PlayStation leikjatölvan, sem er nú kom- inn á efri ár og fer á elliheimilið á næsta ári, sýn- ir aldur sinn alla vega ekki i fæð leikjatitla fyrir þessi jól. Reyndar hefur PlayStation leikja-markaður- inn einkennst svolítið af frasanum meira magn minni gæði. Inni á milli allra leikjanna sem framleið- endur vonast til að slysist í jóla- pakkana eru spennandi gullmolar á ferðinni. Hasar í háloftunum íþróttaleikir sem beina augum sínum að óhefðbundnum íþróttum hafa alltaf verið vmsælir á PlaySta- tion. Þar hafa farið fremstir í flokki Cool Boarders leikimir þrír. Verðugur arftaki Cool Bo- arders er hjólabrettaleik- urinn Tony Hawks Skateboar- ding. Þar á ferð er einn skemmtileg- asti hasar/íþróttaleikurinn sem komið hefur út. Tony Hawks Skate- boarding hefur selst mjög vel og fengið rífandi dóma og án efa verð- ur hann í jólapökkunum þessi jól. Codemasters-leikjafyrirtækið, sem er þekkt fyrir frábæra leiki eins og Colin McRae Rally og TOCA bíialeikina, reynir fyrir sér í íþróttum án vélar þessi jól. Frá þeim er að koma leikurinn No Fear Downhill Mountain Bik- ing sem snýst um að þeysast á fjallahjólum niður snarbrattar brekkur. Undiritaður var frekar efíns þegar hann las lýsinguna en eftir að hafa próf- að sýnishorn af leiknum hvarf allur vafi út í veður og vind. Frábærri grafík blandað við einstaka leikhæfni ætti að skila frábærum leik. Bílar, bílar og meiri bíiar Sá leikur sem undirritaður hefur verið að bíða eftir siðan á síðasta ári skilar sér loks i verslanir fyrir þessi jól. Hinn almáttugi Gran Turismo sló öll met sem hægt var að slá þegar hann kom út á síðasta ári. Yfir 300 bílar, fáránlega margar brautir og fallegasta grafík sem sést hafði prýddi þennan leik. Þeir sem hafa reynsluekið Gran Turismo 2 segja að á öllum vígstöðvum hafi verið gefið í. Fleiri brautir, þar á meðal rallýbraut, fleiri bílar og betri grafík. Án efa mun Gran Turismo 2 eiga greiða leið und- ir jólatréð þetta árið. Áttunda útgáfa Final Fantasy-leikjaraðarinnar hefur fengið ótrúlega góða dóma að undanförnu og ætti ekki að valda neinum PlayStation-eiganda von- brigðum. Annar frábær akstursleikur, sem reyndar kom fyrir nokkru, er Dri- ver. Hann hefur selst alveg gríðar- lega vel og mun án efa seljast enn meir. Driver á ekkert í leiki eins og Gran Turismo og Colin McRae í raunveruleikadeildinni en hins veg- ar er þar á ferð einn svalasti leikur sem komið hefur út á PlayStation leikjatölvunni. Framhaldsævintýri Eins og alltaf fyrir öll jól koma framhaldsleikimir út í tonnavís. Flestir virðast vera í ævintýra/hlut- verka leikjunum. Tomb Raider 4 kemur að sjálfsögðu út á öll- um farartækjum og er PlayStation ekki undan- skilin. Eflaust mun Tomb Raider heilla leikjavini Dreamcast-leikirnir: Meðal leikja fyrir Dreamcast, sem án efa munu njóta vinsælda á næstunni, er Soul Caiibur en hann þykir það flottasta sem sést hefur í sögu tölvuleikjanna. upp úr skónum fiórðu jólin í röð. Ein blóðugasta leikjaserían sem komið hefur út á PlayStation er Resident Evil serían og ef allt geng- ur samkvæmt áætlun þá verður um jólin komið að kafla 3 í þessari hryllingssögu. Resident Evil 3 er að öllu leyti endurbættur, þar ber hæst að umhverfið er ekki lengur stillimyndir heldur partur af þrí- víddarvélinni. Eins og alltaf verður nóg af uppvakningum og öðrum vinalegum kumpánum til að skjóta í tvennt. Það sem stendur þó upp úr í framhaldsdeildinni er leikurinn Final Fantasy VHI. Þar er á ferð frábær ævintýra/hlutverka leikur sem hefur heiRað marga upp úr skónum. Leikur númer sjö olli kaflaskilum í leikjasögu PlayStation Þeir sem hafa reynslu- ekið Gran Turismo 2 segja að á öllum víg- stöðvum hafi verið gefið í. Fleiri hrautir, þar á meðal rallýbraut, fleiri bflar og betri grafík. vélarinnar og búast margir við því sama af áttunni. Lítið um kýiingar PlayStation leikjatölvan hefur alltaf boðið upp á úrval bardaga- leikja. Þar sem bið verður eftir næsta Tekken-leiknum fá aðrir leik- ir nú tækifæri til að láta ljós sitt skína. Sá bardagaleikur sem er einna mest spennandi um þessar mundir er Destrega. Þar er á ferð- inni leikur sem fer fram í algjörri þrívidd og hægt í stað hefðbundinna borða í slagsmálaleikjum að ráfa yfir stórt landsvæði. í raun bætist þama við smábiti úr hlutverkaleikj- um. Ekki er hægt að skilja við umfjöll- un um spennandi leiki án þess að minnast á Quake n. Þessi leikur er búinn að vera á leiðinni í þónokkra mánuði og loks virðist vera komið að því að PlayStation-vinir geti komið krumlum sínum yfir eintak. Þarna er á ferðinni einn besti fyrstupersónu/skotleikur sem til er. Kunnugir segja að útgáfan fyrir PlayStation sé ótrúlega vel heppn- uð. -sno Vestanhafs, þar sem Soul Calibur er þegar kominn út, hafa gagnrýnendur ekki undan að hrósa leiknum sem þykir slá öllu við sem sést hefur í slagsmála- leikjum hingað til. Næsta kynslóð tölvuleikja - en hvaö fá margir að njóta þeirra? Það hefur varla farið fram hjá neinum áhuga- mönnum um tölvuleiki að það er ný leikjavél komin á markaðinn, sú fyrsta af „næstu kynslóð" leikjavéla. Dreamcast frá SEGA býr því yfir þeirri sérstöðu meðal leikjavéla að vera líklegust til að vera í eigin per- sónu innan um mjúku pakkana eftir tæpan einn og hálfan mánuð. En það eru margir þegar búnir að útvega sér Dreamcast-tölvu og þeir hafa úr mörgum góðum leikjum að velja þessi jólin. Leikirnir sem eru sennilega hvað líklegastir til að gleðja Dreamcast-eigendur eru boxleikurinn Ready2Rumble, rallleikurinn Sega Raily 2 og svo hopp- og skoppleikur- inn Sonic Adventure. Boxað og skoppað Ready2Rumble hefur verið hvað vinsælastur hér á landi síðan Dreamcast kom á markaðinn í síðasta mánuði. Þama er kominn langbesti boxleikur sem búinn hefur verið til, ef marka má þá sem hafa prófað. Hann gengur ekki bara út á endalausar og leiðigjamar kýlingar heldur er hægt að þróa og þjálfa persónumar og því helst hann áhugaverður mun lengur en flestir slíkir leikir. Flaggskip þeirra Sega-manna er svo broddgölturinn knái, Sonic, enda hef- ur Dreamcast-leikurinn Sonic Adventure fengið feikigóðar viðtökur hér heima og erlendis. Þarna er á ferðinni hopp- og skoppleikur.en slík- ir leikir kallast „platform-leikir“ á ensku og hafa verið í stöðugri þróun frá upphafi tölvuleikjanna. Sonic Adventure ætti ekki að bregðast aðdá- endum slíkra leikja enda er hér á ferð- inni sennilega flottasti leikurinn af þessu tagi sem gerður hefur verið. Hversu margir njóta krásanna? Rallleikir hafa alltaf verið vin- sælir og verður Sega RaUy 2 fyrir Dreamcast sjálfsagt engin undan- tekning. Hér er á ferðinni mjög flottur leikur sem sameinar hraða og spennu rallsins i einum leik. Bardagaleikurtnn Soul Calibur verður einnig án efa vinsæll hér á landi en von er á honum til ís- lands seinni part þessa mánaðar. Vestanhafs, þar sem leikurinn er þegar kominn út, hafa gagn- rýnendur ekki undan að hrósa leiknum sem þykir slá öllu við sem sést hefur i þessari tegund leikja hingað til. Enn fremur verður gaman að sjá hverjar viðtökur íslenskra Dreamcast-eigenda verða við leiknum TrickStyle sem er geysi- flottur framtíðarhjólabrettaleikur. í framtíðinni geysast menn um á svifhjólabrettum og bregður Trick- Style upp mjög skemmtilegri mynd af framtíðarskeiturum. Dreamcast býður þvi upp á fjölda athyglisverðra leikja sem margir hverjir eru án efa í hópi þeirra allra flottustu sem leikja- vinir eiga möguleika á að fá í pakkana sína fyrir jólin. Þar sem Dreamcast-tölvan er hins vegar svo ný af nálinni sem raun ber vitni er þvi aðalspurningin sú hversu margir muni eiga mögu- leika á að spila þessa leiki að kvöldi aðfangadags jóla. -KJA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.