Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1999, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1999, Qupperneq 1
19 Fimmtudagur 18. nóv. 1999 spenntur" - segir Rúnar Kristinsson Stoke og Lilleström hafa hafið við- ræður um kaup enska liðsins á Rún- ari Kristinssyni en Guðjón Þórðarson I hefur gefið til kynna að hann hafi mikinn áhuga á að fá Rúnar til liðs við sig. Það virðist hins vegar ólík- legt að af því verði. „Félögin hafa rætt sín á milli, ásamt mínum umboðsmanni en ég hef ekkert komið inn í þær viðræð- ur og hef ekki heyrt sjálfur i Guð- jóni. Það verður að segjast eins og er að ég er ekki alltof spenntur fyr- ir því að fara niður í 2. deild í Englandi. Okkur líður vel hér í Noregi og Lilleström leikur í Evrópukeppni næsta haust. Ég þarf að íhuga vel hvernig ég vil verja næstu árum hjá mér í knattspymunni en það er ljóst að ég fer ekki að breyta til breytinganna vegna,“ sagði Rúnar við DV í gærkvöld. Rúnar á eitt ár eftir af samningi sínum við Lilleström og því verður félagið að selja hann í vetur ef það á að fá greiðslur fyr- ir hann. „Ég fer hins vegar ekkert nema ég vilji það sjálfur og get hafnað öllum boðum og spilað út samningstímann. Vissu- lega gæti þá Lilleström gert mér lífið leitt og látið mig spila lít- ið sem ekkert en ég á alls ekki von á slíku af hálfu félagsins,“ sagði Rúnar Kristinsson. Guðjón Þórðarson sagði í viðtölum við enska íjölmiðla í gær að hann væri að reyna að fá sterkan miðjumann frá norsku liði en vildi ekki gefa upp nafn hans. „Þetta er reyndur leikmaður sem ég þekki mjög vel. Hann kostar okkur peninga og það þarf að ná samkomulagi við félag hans en ég er vongóður um að okkur takist að krækja i hann,“ sagði Guðjón. -VS Tveir komnir til Stoke: Ákveöið með Einar Guðjón Þórðarson hefur fengið annan íslending til sín til Stoke þvi í gær var gengið frá því að Einar Þór Daníelsson úr KR færi til enska félagins á leigu til 1. apríl. Gengið var frá sams konar samningi um Sig- urstein Gíslason í fyrradag. Það er hins vegar óljóst hvort af því verði að Sigurður Öm Jónsson fari til Stoke en það hefur komið til tals eins og DV sagði frá í gær. Einar Þór og Sigursteinn fara til Englands í dag og að sögn Magnúsar Orra Schram, framkvæmdastjóra rekstr- arfélags KR, er ekki reiknað með því að þeir fari beint í aðalliðið hjá Stoke heldur byrji með varaliðinu á næstu dögum. -VS Sigurbjörn samdi - gerði tveggja ára samning við Trelleborg Sigurbjöm Hreiðarsson, knatt- spymumaður úr Val, hefur gengið frá tveggja ára samningi við sænska A-deildar liðið Trelleborg. Að sögn Sigurbjöms hafa Sviamir náð samkomulagi við Val en þeir þurfa að greiða fyrir hann þar sem ár var eftir af samningi hans við Hlíðarendaliðið. „Ég var hjá þeim í viku í október og leist mjög vel á mig. Þetta er afskaplega vinalegt félag og bærinn ekki mjög stór en vel staðsettur á suðurodda Sviþjóðar. Ég er tilbú- inn í þennan slag og lít á þetta sem gott skref fyrir mig,“ sagði Sigur- bjöm við DV i gær. Sigurbjöm er 24 ára Dalvíkingur sem kom imgur til Valsmanna og hefur leikið með þeim 105 leiki í efstu deild. Hann hefur gert 18 mörk í efstu deild og kom helming- ur þeirra í sumar þegar Sigurbjöm skoraði úr 8 vítaspymum. Hann hefur leikið 38 leiki með yngri landsliðum íslands, þar af fjóra með 21-árs landsliðinu. -VS Einar Þór Daníels- son fer til Stoke ásamt Sigursteini í dag. Tveir hjá Utrecht Tveir ungir íslenskir knatt- spymumenn eru þessa dagana við æfmgar hjá hollenska A-deildar lið- inu Utrecht. Þetta eru drengjalands- liðsmennimir Viktor B. Amarson úr Vikingi og FH-ingurinn Davíð Þór Viðarsson. Þeir em báðir 15 ára gamlir. Á síðustu missemm hafa erlend félög, bæði á Bretlandseyjum og á megin- landinu, spurst fyrir um þá og Vikt- or hefur dvalið hjá Bordeaux, Liver- pool og Leeds og Davíð h.iá Celtic. Þeir léku með varaliði Utrecht í fyrrakvöld og skomðu sitt markið hvor í 3-0 sigri liðsins en áætlað er að þeir verði hjá hollenska liðinu út vikuna. -GH Geir í Valsvörninni Stoke og Lilleström í viðræðum: Fagnað eftir tapleik „Er ekki England komst í gærkvöld í úrslita- keppni Evrópumóts landsliða í knattspyrnu þrátt fyrir 0-1 tap gegn Skotum á Wembley. David Seaman bjargaði Englendingum seint í leiknum með góðri markvörslu og var í þeirri óvenjulegu stöðu að fagna eftir tapleik. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.