Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 43 ‘ bflar Yaris valinn bíll ársins í Evrópu „Bíll ársins í Evrópu árið 2000“. Toyota Yaris náði í byrjun vik- unnar þeim merka áfanga að hljóta sæmdarheitið „BUl ársins í Evrópu árið 2000“. 16. nóvember 1999 kynnti valnefnd fyrir bíl ársins í Evrópu að Toyota Yaris hefði verið valinn bíll ársins í Evrópu fyrir árið 2000. Að- eins einu sinni áður hefur japansk- ur bíil náð þessu, Nissan Micra árið 1993, en sá bíll er smíöaður í verk- smiðjum Nissan í Sunderland á Englandi. Yaris er hins vegar fyrsti híllinn, smíðaður í Japan, sem hlýt- ur þennan eftirsótta titil. í fyrra var það Ford Focus sem var valinn bíll ársins í Evrópu, árið þar á undan var það Aifa Romeo 156 og Renault Mégane Scenic. Hr. Akira Ima, forstjóri TMME (Toyota Motor Europe Marketing and Engineering) sagði við þetta til- efni: „Þetta er mesti heiður sem bílaframleiðandi getur fengið í Evr- ópu. Þetta er í fyrsta skipti sem okk- ur hlotnast þessi heiður og við erum afskaplega stolt yfír því. „Þetta sýnir að ákvörðun okkar að harma bíla í Evrópu fyrir evrópska markaðinn var rétt. Þetta sýnir enn fremur að Toyota er að verða með- tekin að fullu á evrópska markaðn- um. Þetta styður þá ákvörðun okkar að hefja framleiðslu á Yaris í nýju verksmiðjunni í Valenciennes i Frakklandi frá og með árinu 2001. Enn fremur sýnir þetta þá miklu vinnu sem allt liðið okkar, frá verk- fræðingum og hönnuðum til sölu- og markaðsfólks okkar bæði hér hjá TMME og ekki síður hjá dreifíaðil- um okkar víðs vegar um Evrópu hefur lagt á sig til þess að gera Yar- is að svo vel heppnuðum bíl. Ég er mjög stoltur yfir því að Yaris skuli hafa verið valinn bill ársins i Evr- ópu fyrir árið 2000, bíll nýrrar ald- ar.“ og sex bílablaðamenn frá 21 Evr- ópulandi greiddu atkvæði. Dómarar leituðu mest framúrskarandi nýs bíls sem seldur er i Evrópu, eftir fyrir fram ákveðnum atriðum: hönnun, þægindum, öryggi, spar- neytni og akstursgæðum. Yaris hlaut 344 stig í fyrsta sæti, í öðru sæti varð Fiat Multipla með 325 stig og Opel Zafira varð í því þriðja með 265 stig. Skoda Fabia lenti í fjórða sæti með 245 stig og Rover 75 loks í því flmmta með 221 stig. Fyrir fram höföu margir búist við því að Opel Zaflra eða jafnvel Fiat Multipla myndu bera sigur úr býtum að þessu sinni. 19 af dómurunum 55 settu Yaris í fyrsta sæti að þessu sinni. Hver dómari hafði úr 25 stigum að spila til að gefa bílunum Frnirn sem lentu í undanúrslitunum og varð að gefa hverjum bíl stig. Yaris, sem var hannaður í Evr- ópu, hefur einnig náð miklum vin- sældum í Japan, þar sem hann er kynntur undir nafninu Vitz. Þetta er í fyrsta skipti sem Toyota hefur selt bíl í Japan sem er hannaður í Evrópu. „Yaris er meira en einn bíll. Hann er fjölskylda af nýjum bílum,“ segir Björn Víglundsson, auglýs- ingastjóri Toyotaumboðsins, P.Sam- úelssonar. „Á næstunni verður kynntur nýr bíll undir nafninu Yar- is Verso - fyrsti fjölnotabíllinn í smábílaflokknum. Kynningin á Yaris hefur þegar aukið hlutdeild Toyota verulega í flokki smábíla í Evrópu, nú rétt tæp 4% en var 1,6% áður. Þetta markar upphafið á algjörri uppstokkun á vörum Toyota í Evrópu. Á haust- mánuðum árið 2000 verður búið að kynna 10 nýja bíla og 6 nýjar vélar. Þessir bílár eiga að hjálpa til við að endurlífga Toyota í Evrópu og höfða til yngri og breiðari hóps en áður. Þeir munu einnig leggja sitt af mörkum til að ná sölumarkmiði Toyota sem er 800.000 bílar fyrir árið 2005, eða 5% hlutdeild á heild- armarkaðnum í Evrópu,“ segir Bjöm Víglundsson. -JR Stærri vél í Yaris Verso kemur í janúar Sala á Yaris Yaris 1,0 1 hófst í april apríl 1999 og þessa daganna er verið að kynna bílinn með stærri vél, 1.3ja lítra hér á landi. Yaris Verso, litli fjölnotabíllinn, sem slegið hefur í gegn á bílasýn- ingum að undanfömu kemur á markað núna í október 1999 en í janúar 2000 á íslandi AUs var búið aö afhenda 108.000 Yaris-bíl til loka október 1999 og óafgreiddar pantanir í lok október 1999 42.000 bílar sem þýöir að sam- tals seldir bílar á sjö mánuöum erul50.000 í lok ársins er reiknaö með því að búið verði að afhenda 134.000 Yaris, 7.800 Verso og að þá liggi fýrir 46.000 pantanir sem þýðir heildarsölu upp á 187.800 bíla á níu mánuöum. -JR Gullna stýrið: Skoda Fabia, Lancia Lybra, Opel Zafira og Rover 75 - sigruðu hver í sínum flokki Opel Zafira. Það er beð- ið eftir því með nokkurri eftirvæntingu hvaða bílar sigra hver í sínum flokki f vali um Gullna stýrið sem þýska stórblaðið Bild am Sonntag hefur staöið fyrir í 2g ár. Lancia Lybra. Ailir helstu ráðamenn í þýskum bíliðnaði voru ásamt um 500 gestum úr heimi iðnaðar, menningar, stjórnmála, fjölmiðla og íþrótta samankomnir í blaðhúsi Axels Springer í Kreuzberg á dögunum þegar gert var uppskátt hvaða bílar hefðu sigrað í þeim fjórum flokkum sem valið um Gullna stýrið 1999 stóð um. Alls stóð valið á milli 21 bíls og dómaramir 27 áttu þvi úr. vöndu að ráða. Þeir lögðu mat á útlit og form, verðgildi, búnað innanrýmis og notagildi, pláss fyrir farþega og far- angur, vél og skiptingu og loks akst- urseiginleika og öryggi. Aðeins nýir bílar komu til greina í valinu. Smábílar Hér bar hinn nýi Skoda Fabia sig- urorð af Toyota Yaris og Fiat Punto. í ljósi þess að Yaris sigraði í vali á bíl ársins í Evrópu koma þessi úr- slit nokkuð á óvart. Millistærð Hér voru það bílar sem eru nán- ast óþekktir á íslandi sem röðuðu sér í efstu sætin. í fyrsta sæti var Lancia Lybra, í öðru sæti Seat Leon og loks Chrysler Neon í því þriðja. Type en Hyundai XG varð í því þriðja. Fjölnotabflar Opel Zafira náði sigri í flokki ijöl- notabíla en Renault Scenic varð i öðru sæti. Fiat Multipla kom þar rétt á eftir í þriðja sæti. Rover 75. Efri millistærð I þessum flokki stóðu enskir bilar þétt saman í fyrstu sætum. Rover 75 var naumlega á undan Jaguar S- Louis Schweitzer verðlaunaður Skoda Fabia. Aðalstjómandi Renault, Schweitzer, var heiðraður sérstak- lega fyrir framlag sitt til bílaiðnað- arins, einkum vegna endurskipu- lagningar á franska bíliðnaðinum. Hann hlaut Gullna stýrið fyrir mikla endumýjun gerða og þróun nýjunga sem hafa haft áhrif á bíla- Louis iðnaðinn í heild. -JR ppum fypir nyjum vorum. Seljum ósóttar pantanir og aðrar lagervörur rjower moð ótrúlogum afslætti! racustic USA hljómtæki á kynningarverði °S %ur á lilboðj Opið Iná 10-17 laugardag RÍM Tangarhöfða 2, 1 12 Reykjavík 0VMDW gími 5671650 fax 567 2922 netfang bud@bilahudral)r>a.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.