Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1999, Blaðsíða 3
20 4- FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1999 Sport I i Blancfl í poka Sigurður Jónsson, knattspyrnu- maður hjá Dundee United, er byrjaður að æfa og gæti leikið gegn St.Johnstone á laugardaginn. Sigurður hefur verið frá keppni í nokkrar vikur vegna meiðsla i tá og á timabili var haldiö að hún væri brotin. Nú er komið i ljós að svo er ekki. Paul Sturrock, knattspyrnustjóri Dundee United, fagnar endurkomu Sigurðar og vonast til að geta teflt Sigurði fram á laugardaginn. „Við höfum saknað Sigga. Hann getur ekki bara gegnt mikilvægu hlutverki í vöminni heldur getur hann spilað á miðsvæðinu og ég er að hugleiða að láta hann spila á miðjunni þegar hann veröur orðinn heill,“ segir Sturrock. Herrakvöld Hauka verður haldið í Álfafelli í íþróttahúsinu við Strand- götu annað kvöld, fóstudagskvöld. Veislustjóri er Konráö Jónsson, söngstjóri, og ræðumaður kvöldsins er alþingismaðurinn Hjálmar Árna- son. Úrvalsdeildarlió Hamars úr Hveragerði hefur fengið nýjan leikmann til liös við sig. Sá heitir Árni Hrafn Ásbjörnsson og kemur frá Selfossi. Þessi ungi skotbakvörður lék með liði Selfyssinga síðasta vetur. Lárus Ingi Friðfinsson, formaður Hamars, sagðist vera ánægöur með að fá leikmanninn, segir hann vera góðan körfuboltamann. Hamar hefur misst tvo leikmenn í vetur, þá Ægi Gunnarsson, sem meiddist og verður frá út tímabiliö, og Rodney Dean sem var sendur heim síðustu helgi. Guðný Gunnsteinsdóttir dró fram skóna þegar hún lék með Stjömunni gegn Gróttu/KR. Hún kom inn á í sóknarleikinn í síöari hálfleik en náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Nú er þess beöið að félagi hennar úr Stjörnunni Margrét Theódórsdóttir dragi einnig fram skóna og styrki félaga sína í baráttunni. Jóna Björg Pálmadóttir horfði á enn einn leikinn hjá félögum sínum í Gróttu/KR, en hún hefur ekki enn fengið leikheimild þrátt fyrir dóm HRR um að hún hefði ekki gildan samning við Fram. Talsmenn ítalska knattspyrnu- liðsins Inter segja aö Brasilíu- maðurinn Ronaldo geti orðiö frá i allt að 3 mánuði eftir að hafa meiöst á hné í leik með Inter um síöustu helgi. Ronaldo hefur átt í talsverðum meiðslum og á síðustu leiktíð lék hann aðeins 11 heila leiki með Inter. Mark Hughes, knattspyrnumaður hjá Wales, mun skrifa undir fjögurra og hálfs árs samning við welska knattspyrnusambandið í næsta mánuði, þess efnis að hann taki við þjálfun landsliðsins. Hughes hefur stýrt landsliði Wales í síðustu leikjum en hann var ráðinn tímabundið í starfið. -GH/KB/ih 1. DEfLD KARLA Valsmenn misnotuðu tvö víti gegn Haukum í gær og hafa nú misnotað víti í níu deildarleikjum í röð. Þá hafa Valsmenn klikkað á tveimur vítum í 6 af 10 leikjum vetarins. Alls hafa Valsmenn misnotað 15 af 32 vítum sínum í deildinni, 13 hafa verið varin og alls hafa Valsmenn aðeins nýtt 53% víta sinna. Haukar höfóu tapað 10 af síðustu 15 heimaleikjum sínum í deild og bikar fyrir viðureignina gegn Val í gær. Haukar höföu ekki unniö i sex leikjum í röð eða síðan þeir unnu Valsmenn í Strandgötunni 1994. Haukar nýttu 15 af 21 skoti sinu i fyrri hálfleik í gær og samtals misnotuðu Haukar fimmtán skot af 45 i leiknum en í bikarleik liðanna vikuna áður misnotu Haukar 29 skot og töpuðu þá aðeins meö einu marki. Geir Sveinsson skoraði sitt fyrsta mark í vetur þegar 6 minútur voru eftir af fyrri hálfleik eftir góða línusendingu frá Daníel Ragnarssyni og 2 mínútum siðar fiskaði Geir vítakast en hann spilaði lítið sem ekkert meö í sóknarleiknum í gær. Ncestu leikir í Nissandeildinni fara fram annað kvöld kl. 20. Þá leika KA og FH, ÍBV og Fram og þriðji leikurinn er viöureign lR og HK. -ÓÓJ/-SK FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1999 Einn í viðbót til Stoke íslendingar halda áfram að sitja svip sinn á enska C-deildarliðið Stoke City. Eins og allir vita eiga íslenskir ijárfestar meirihluta í félaginu, Guð- jón Þórðarson er knattspymustjóri og Einar Þór Daníelsson og Sigur- steinn Gislason em leikmenn með félaginu. Nú hefur enn einn Islendingurinn bæst í þennan hóp og það er sjúkra- þjálfarinn Stefán Stefánsson. Stefán hefur verið sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins á meðan Guðjón Þórðarson stýrði því og hefur í vetur verið sjúkraþjálfari HK-liðsins í handknattleik. Stefán er farinn utan og er þegar byrjaður að starfa hjá Stoke. Nú spyrja menn hvort Guömundur Jónsson (Gassi) verði ekki næsti maður- inn sem Guðjón nær í til Stoke en Guðmundur var búningastjóri lands- liðsins undir stjórn Guðjóns og einnig unnu þeir saman þegar Guðjón þjálfaði KR-liöið. -GH íslenska liöiö Fjórða jafntefli Víkingsstúlkna Víkingar eru enn eina taplausa liðið í 1. deild kvenna en 9. umferð var leikin í gærkvöld og þar voru landsliðsmark- verðimir í aðalhlutverkum. Vikingar, sem mættu Haukum í Hafnarfirði, gerðu fjórða jafntefli sitt, 18-18, og eru á góðri leið með að verða jafnteflisdrottningar vetrarins. Víkingar ætluðu að koma Haukum úr jafnvægi í upphafi leiks með því að leika mjög framliggjandi vöm en Hauk- arnir létu það ekki slá sig út af laginu og náðu mest þriggja marka forskoti í fyrri hálfleik. Víkingar minnkuðu þann mun fyrir leikhlé í eitt mark, 12-11. Víkingar, með Helgu Torfadóttur markmann í broddi fylkingar, komu bar- áttuglaðar til síðari hálfleiks, breyttu stöðunni í 14-17 á fyrstu 20 mínútum leiksins en Haukastúlkur komu sterkar til baka, jöfnuðu 18-18 og hefðu með smá heppni geta krækt í sigurinn í lokin. „Það vantaði cdveg hausinn í okkur, vantaði alla baráttu og það er eins og við getum bara spilað annan hvem leik,“ sagði Inga Fríða Tryggvadóttir, leikmað- ur Hauka, eftir leikinn og var allt annað en kát. Helga Torfadóttir var langbesti leik- maður vallarins, varði 27/2 skot í marki Víkings. Hanna G. Stefánsdóttir var best í liði Hauka. Mörk Hauka: Hanna G. Stefánsdóttir 7/3, Harpa Melsted 3, Tinna Halldórsdóttir 2, Inga Fríða Tryggvadóttir 2, Auður Hermannsdóttir 2, Thelma Árnadóttir 1, Sandra Anulyte 1. Varin skot: Hjördís Guðmundsdóttir 9. Mörk Víkings: Guðmunda Kristjánsdóttir 6, Kristín Guðmundsdóttir 4/2, Eva Halldórsdótt- ir 3, Heiðrún Guðmundsdóttir 3, Helga Brynj- ólfsdóttir 2. Varin skot: Helga Torfadóttir 27/2. Sveiflur á Nesinu „Þetta var bara samvinna út í gegn. Vömin var glæsileg og ég er mjög ánægð með minn leik,“ sagði Fanney Rúnars- dóttir sem var frábær í marki Gróttu/KR þegar liðið mætti gömlu fé- lögum hennar úr Stjömunni. Stjaman hafði yfir í hálfleik 9-10 en Fanney hreinlega lokaði markinu í seinni hálf- leik, aðeins fjögur skot sluppu í gegn á meðan félagar hennar í Gróttu KR skor- uðu 11 mörk og Grótta/KR vann sex marka sigur, 20-14. Mörk Gróttu/KR: Ágústa E. Björnsdóttir 6, Alla Gorgorian 6/1, Ólöf Indriöadóttir 2, Edda Kristinsdóttir 2, Eva Þórðardóttir 1, Ragna K. Sigurðardóttir 1, Sæunn Stefánsdóttir 1, Val- dis Fjölnisdóttir 1. Varin skot: Fanney Rúnars- dóttir 22/1. Mörk Stjömunnar: Nína K. Björnsdóttir 7/3, Margrét Vilhjálmsdóttir 2, Ragnheiður Steph- ensen 2, Þóra B. Helgadóttir 2, Anna B. Blön- dal 1. Varin skot: Sóley Halldórsdóttir 11, Agata Greehuile 1. Auðvelt hjá FH FH átti ekki í vandræðum með Fram á heimavelli sínum og sigraði, 31-23, eft- ir að hafa leitt í hálfleik, 17-9. Dagný Skúladóttir átti stórleik í liði FHsem virðist vera að rétta úr kútnum eftir ró- lega byrjun í haust. Mörk FH: Dagný Skúladóttir 11, Björk Æg- isdóttir 6, Drífa Skúladóttir 6, Þórdis Brynj- ólfsdóttir 3, Guðrún Hólmgeirsdóttir 3, Gunn- ur Sveinsdóttir 1, Harpa Vífilsdóttir 1. Mörk Fram: Marina Zoueva 7, Katrín Tóm- asdóttir 4, Hafdís Guðjónsdóttir 4, Björk Tóm- asdóttir 4, Dlana Guðjónsdóttir 2, Svanhildur Þengilsdóttir 1, Ásta Malmkvist 1. Stórsigur ÍR í Mosfellsbæ steinlá Afturelding fyrir ÍR, 14-28, en staðan í hálfleik var 9-17. Mörk Aftureldingar: Jolanta Limboite 6, Inga María Ottósdóttir 4, Edda Eggertsdóttir 2, Ingibjörg Magnúsdóttir 1, Sigurbjörg Krist- jánsdóttir 1. Mörk ÍR: Katrín Guðmundsdóttir 10, Inga Ingimundardóttir 5, Anna Sigurðardóttir 4, Hrund Sigurðardóttir 4, Ingibjörg Jóhanns- dóttir 3, Heiða Sigurðardóttir 2. -GH/-Íh Grótta/KR 9 Víkingur R. 9 208-161 191-159 212-154 210-177 215-179 199-170 254-228 207-206 IR 9 3 0 6 154-194 KA 8 0 1 7 133-186 Afturelding 9 0 0 9 148-317 Valur 10 4 0 6 225-232 8 IBV 9 3 1 5 201-224 7 Víkingur R. 9 1 2 6 218-249 4 Fylkir 9 0 0 9 179-246 0 FH-stúlkur léku mjög vel gegn Fram í gærkvöld og unnu öruggan og stóran sigur. Hér er Drífa Skúladóttir að skora eitt af sex mörkum sínum en vörn Fram kemur ekki við vörnum frekar en oftar í leiknum. DV-mynd E.ÓI. 1. DEILD KARLA Afturelding 9 8 1 0 237-206 17 Fram 9 6 1 2 231-221 13 KA 9 6 0 3 254-207 12 FH 9 5 2 2 197-191 12 Haukar 10 5 1 4 262-243 11 HK 9 4 1 4 215-211 9 ÍR 9 4 1 4 214-213 9 Stjarnan 9 4 0 5 221-211 8 sprakk í lokin - og lá gegn Úkraínu, 44-66 Naumt hjá Magdeburg - Óli með 2 mörk en Wuppertal og Nordhorn töpuðu Fimm leikir voru í þýsku A-deildinni í handknattleik í gær. Wuppertal tapaði á heimavelli fyrir hinu sterka liði Flensburgar, 22-29. Dmitri Fillipow skoraði 8 mörk fyrir Wuppertal og Dagur Sigurðsson 5 en Valdimar Grímsson var ekki meðal markaskorara. Dönsku landsliðsmenn- imir Lars Christiansen og Christian Hjermind voru atkvæðamestir hjá Flen- burg með 6 og 5 mörk. Ólafur Stefánsson og samherjar hans mörðu sigur á Bad Schwartau á útivelli, 20-21. Ólafur skoraði 2 mörk í leiknum en Uwe Máuer var markahæstur hjá Magde- burg með 7 mörk. Nordhom, liði Guðmundar Hrafnkels- sonar, hefur fatast flugið í undaníomum leikjum eftir góða byrjun. Nordhorn sótti ekki gull í greipar Lemgo og tapaði, 26- 22. Daniel Stephan var markahæstur hjá Lemgo með 8 mörk. Meistarar Kiel möluðu Gummersbach, 27- 14. Júgóslavinn Nenand Peruninic skoraði 9 mörk og sænsku landsliðs- mennimir Magnus Wislander, Stefan Lövgren og Staffan Olsson voru með 4 mörk hver. Þá steinlá Nettelstedt á heimavelli fyr- ir Grosswallstadt, 15-27. Flensburg 12 11 0 1 349-287 22 Kiel 11 9 1 1 309-246 19 Magdeburg 12 8 2 2 282-236 18 Lemgo 12 8 1 3 304-264 17 Nordhom 12 7 2 3 310-269 16 Grosswallst. 12 8 0 4 297-273 16 Essen 12 8 0 4 303-287 16 Minden 12 7 1 4 315-296 15 Frankfurt 12 5 1 6 270-260 11 Wetzlar 12 5 . 1 6 280-298 11 Nettelstedt 12 5 1 6 305-324 11 Gummersb. 13 5 0 8 291-312 10 Eisenach 12 4 0 8 276-307 8 B.Schwartaul2 4 0 8 250-287 8 Dormagen 12 3 1 8 263-281 7 Wuppertal 12 2 2 8 275-313 6 Willstatt 12 2 0 10 256-331 4 Schutterw. 12 0 1 11 245-309 1 -GH íslenska landsliðið í körfuknatt- leik tapaði meö 22 stiga mun, 66-44, gegn Úkraínumönnum í fyrsta leik sínum í undankeppni Evrópumóta landsliða í körfuknattleik en leikur- inn fór fram Kænugarði í gær- kvöldi. Heimamenn leiddu allan tímann. Þeir höfðu 13 stiga forskot í leikhléi, 34-21, en um miðjan seinni hálfleik náði íslenska liðið sinum besta leikkafla. íslendingar minnkuðu muninn niöur í 6 stig, 48-42, en á lokaflanum reyndust Úkraínumenn sterkari og skoruðu 18 stig gegn 2. Friðrik Ingi Rúnarsson stjórnaði íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í leiknum í gær og náði DV tali af honum eftir leikinn. „Við vorum á ágætu róli á köflum í þessum leik. Við náðum að komast úr að vera 15 stigum undir og minnka muninn í 6 stig og fengum í tvígang færi á minnka muninn enn frekar. En því miður misstum við niður dampinn á lokamínútunum og fylgdum þá ekki því eftir sem var á áætlun. Varnarleikurinn var lengstum nokkuð góður miðað við að einn af okkar helstu veikleikum í leiknum var hversu mörg sóknar- fráköst Úkraínumennimir tóku. Þeir fengu alltaf 2-3 möguleika á meðan við fengum bara einn,“ sagði Friðrik Ingi. „Við vissum í sjálfu sér ekki út í hvað við vorum að fara. Þetta var minn fyrsti leikur með liðið og fyr- ir þennan leik hafði ég ekki liðið undir minni stjóm i fyrsta sinn nema í þrjá daga. Ég lít á þennan leik sem fyrsta skrefiö sem við tökum saman. Við emm að reyna aö vinna á ákveðnum hlutum, við þurfum að koma inn miklu meiri þolinmæði og meiri aga í leik liðs- ins. Ég er ekkert svartsýnn og tel mig geta náð að koma þessu hægt og sígandi í strákana," sagði Friðrik að lokum. Friðrik sagði liðsheildin hafi verið jöfn og enginn hafi skarað neitt sérstaklega fram úr í íslenska liöinu. Stig íslands: Falur Harðarson 13, Herbert Amarson 12, Guðmundur Bragason 9, Jónatan Bow 5, Friðrik Stefánsson 3, Fannar Ólafsson 2. Njarðvíkingurinn Örlygur Sturlu- son lék sinn fyrsta landsleik en hann kom inn á síðustu tvær mínúturnar í leiknum. Önnur úrslit í riðlinum urðu þau að Slóvenía burstaði Portúgal, 89-58, og Belgía lagöi Make- dóníu, 69-61. -GH Georg til Blika Georg Birgisson, knattspymumaður úr Keflavík, er genginn til liðs við úrvalsdeildarlið Breiðabliks. Georg er 28 ára miðjumaður og hefur alla tíð leikiö með Keflavík en hann missti af nær öllu síðasta tímabili vegna meiðsla og spilaði aöeins tvo deildaleiki. Sama gerðist hjá honum sumarið 1997. Alls á Georg að baki 67 leiki með Keflavík í úrvalsdeildinni. Félagi hans Karl Finnbogason hefur einnig átt í viðræð- um viö Breiðablik en ekki er ljóst hvort hann fer einnig í Kópavogsliðið. -VS Unglingarnir fara til Svíþjóðar og Finnlands Dregið hefur verið í riðla fyrir undankeppni Evrópu- móta unglingalandsliða í handknattleik. íslensku liöin fara til Svíþjóðar og Finnlands, svo fram- arlega sem þjóðimar nýta sér þann rétt til gestgjafahlut- verksins sem þeim hefur verið boðinn. Stúlknalandsliðið, skipað leikmönnum fæddum 1981 og siðar, er í riðli með Svíþjóð, Noregi og Grikklandi og hef- ur Svíum verið falið að sjá um keppnina í byrjun júní næsta sumar. Úrslitakeppnin verður í Frakklandi í lok ágúst en þangað komast tvö lið úr riðlinum. Piltalandsliðið, skipað leikmönnum fæddum 1980 og síð- ar, er í riðli meö Slóveníu, Finnlandi og Bosníu og Finnar eiga að sjá um keppnina í lok maí. Úrslitakeppnin verður í Grikklandi í ágúst en eitt lið fer áfram úr riðli íslands. -VS Herbert Arnarson skoraði 12 stig gegn Úkraínu í gær. DV-mynd E.ÓI. *L ENGLAND Ipswich-Wolves ........................ 1-0 Manchester Citj'-Bamsley ................3-1 NotLForest-Portsmouth ...................2-0 Manchester City er efst meö 42 stig, Charlton 38 og Huddersfield 37. í skosku A-deildinni tapaði Hibernian á heima- velli fyrir St.Johnstone, 0-1. Ólafur Gottskálks- son var ekki i liði Hibeminan I. ÐEILD KVENNA Valur Haukar FH ÍBV Stjarnan Fram SSBsí i 21 Sport Haukar 30 (15) - Valur 26 (12) 1-0, 3-1, 4-2, 5-3, 5-5, 6-7, 8-8,10-8,11-9,11-11,12-12, (15-12), 16-12, 17-13, 17-15, 19-16, 22-18, 23-18, 25-19, 29-24, 30-26. firjfeSjHI Jón Karl Bjömsson 8/3, Sigurður Þórðarson 5, Aliaksandr Shamkuts 4, Halldór Ingólfsson 4, Óskar Ármannsson 3, Kjetil Ellertsen 2/1, Petr Baumruk 1, Siguijón Sigurðsson 1, Einar Gunnarsson 1, Gylfi Gylfason 1. Varin skot: Magnús Sigmundsson 19/1, Jónas Stefánsson 1/1. Brottvísanir: 12 mínútur. Rauð spjöld: Sigurjón 59. mín (3 X 2. min) Vitanýting: Skorað úr 4 af 4. Áhorfendur: 200 Gœði leiks (1-10): 8. Dómarar (1-10): Anton Pálsson og Hlynur Leifsson (7). tJúlíus Jónasson 6/1, Freyr Brynjarsson 5, Sigfús Sigurðsson 4, Markús Michaelsson 4/2, Snorri Guðjónsson 3, Davíð Ólafsson 1, Daníel Ragnarsson 1, Geir Sveinsson 1, Bjarki Sigurðsson 1. Varin skot: Axel Stefánsson 4 (af 23), Stefán Hannesson 5 (af 16). Brottvisanir: 10 mínútur. Vítanýting: Skorað úr 3 af 5. Maður leiksins: Sigurður Þórðarson, Haukum. 10. umferð 1. deildar | karla hófst í gærkvöld: Hugurí Haukum - hefndu ófaranna í bikarnum og unnu Valsmenn, 30-26 Haukar hefndu í gær ófaranna í bikarnum á dög- unum þegar þeir unnu Valsmenn, 30-26, í hörku- leik í Strandgötunni í gær en Valsmenn höfðu viku áður tryggt sér farseðilinn í átta liða úrslit bikarsins á sama stað. Það var greinilega mikill hugur í Haukum strax frá upphafí leiks. Liðið hafði tapað fjórum af síðustu sex heimaleikjum, öllum með einu marki og augljóslega var ekkert slíkt á dagskrá heimamanna í þetta skipt- ið. Þeir byrjuðu líka á fullu, kannski of miklum krafti, misstu Kjetil Ellert- sen út af eftir aðeins hálfa mínútu en náðu síðan að stilla kraftinn í vörninni og höföu frumkvæðið mestan hluta fyrri hálfleiks. Ann- ars hefur vöm og mark- varsla liðanna oft verið mun betri því markverðir liðanna vörðu aðeins 7 af 34 skotum í fyrri hálfleik (aðeins 21%). Síðustu þrjár mínútur fyrri hálfleiks skiptu miklu fyrir heimamenn. Á þeim gerðu Haukamir þrjú mörk i röð og fóru því inn í hálf- leik með þriggja marka for- ustu. Hana náðu Valsmenn síðan aldrei að brúa í seinni hálfleik þar sem munurinn var mestur 6 mörk og þrátt fyrir að Vals- menn misstu aldrei móðinn var sigur heimamanna sannfærandi og öruggur eftir hlé. Eins og oft áður skilar liðsheildin miklu hjá Hauk- um, alls gerðu tíu leikmenn mörk fyrir liðið en best léku þeir Jón Karl Björns- son, Sigurður Þóröarson, Rússinn sterki Aliaksandr Shamkuts á línunni og svo Magnús Sigmundsson sem varði 15 skot í seinni hálf- leik og bætti þar upp slak- an fyrri hálfleik þar sem hann varði aðeins fjögur skot. Valsmenn voru eitthvað værukærir í gær, ferðir þeirra í Strandgötuna hafa jafnan verið ánægjulegar. Liöið hafði aöeins tapað einum af fimmtán síðustu i deild og bikar en þeir náðu ekki að fylgja eftir góðum bikarsigri og töpuðu sínum sjötta leik í vetur. „Það stóð ekki steinn yfir steini, sérstaklega varðandi vörnina og það er fyrir neð- an allar hellur að fá á sig 30 mörk. Haukarnir komu grimmir, eða nákvæmlega eins og ég átti von á þeim en það sem ég átti ekki von á var hvernig við komum stemmdir í leikinn,“ sagði Geir Sveinsson, leikmaður og þjálfari Valsmanna sem mátti þola sitt fyrsta tap eft- ir að hann tók fram skóna á ný. Sigurður Þórðarson átti góðan leik bæði í vörn og sókn hjá Haukum. „Okkur hefur gengið illa á heima- velli í síðustu leikjum og ætlum okkur að byggja hér upp gömlu Haukagryfjuna. Það að búa til gryfju skiptir miklu máli og viö vorum ákveðnir að byrja á því í þessum leik“. Guðmundur Karlsson fagnaði líka vel með sínum mönnum í leikslok. „Það var meiri útgeislun frá mínum mönnum og við höfðum meiri áhuga á að vinna. Við spOuðum skyn- samlega á stórum kafla í leiknum og það var mjög gott. Við ákváðum það fyrir leik að við töpum ekki fleiri leikjum hér í Strandgöt- unni enda ekkert leiðin- legra en tapa með einu marki líkt og við höfum tapað fjórum leikjum hér í vetur. Það er gott að vinna leiki og eiga meira inni og i ég er viss um að við eigum ! eftir að sýna meira í fram- haldinu." -ÓÓJ '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.