Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1999, Blaðsíða 1
19
Eins og að horfa á lið íslands
- sungu stuðningsmenn Stoke City
Stuðningsmenn enska knattspymufélagsins
Stoke City eru að vonum hæstánægðir með
fyrsta leik liðsins eftir yfirtöku íslendinganna
en sem kunnugt er vann Stoke glæsilegan úti-
sigur á Wycombe, 0-4, í fyrrakvöld. Guðjón
Þórðarson stjórnaði þar Stoke í fyrsta skipti í
deildaleik og Stoke vann sinn stærsta útisigur
í sjö ár.
Þegar leiö á leikinn og Stoke var komið með
yfirburðastöðu sungu áhorfendur, sem fylgdu
Stoke á leikinn: „Þetta er eins og að horfa á
landslið íslands."
Staðarblaðið Sentinel talaði í gær um
draumabyrjun Guðjóns í fyrirsögn og fór lof-
samlegum orðum um frammistöðu liðsins.
Guðjón segir sjálfur í viðtali við blaðið að lið-
ið hafi spilað betur en hann hefði getað vænst
'og hann hafi i hreinskilni sagt verið undrandi
á hve vel gekk. Sagt er í greininni að þessi
sannfærandi sigur hljóti að stórauka virðingu
og trú leikmanna og stuðningsmanna á nýja
þjálfaranum og stjórn hans. -VS
Ríkharður bíður svara
Ríkharður Daðason, landsliðsmaðm- í knattspyrnu, bíður enn eftir svöram frá forráða-
mönnum þýska A-deildarliðsins Hamburger. Sem kunnugt er hitti Ríkharður menn frá
félaginu i síðustu viku en þeir eru á höttunum eftir framlínumanni til að fylla skarð Ant-
hony Yeboah.
„Ég reikna með að heyra frá félaginu í þessari viku. Þetta er það eina sem er í gangi
hjá mér enda setti ég Hamburger í forgang og ýtti öðru tU hliðar," sagði Ríkharður við
DV í gær.
Rikharður á eitt ár eftir af samningi sínum við Viking Stavanger en hann hefur staðið
sig mjög vel hjá norska liðinu og skorað mikið af mörkum. Æfingar liðsins hefjast á
mánudaginn. Ríkharður segist reikna með að halda utan á mánudaginn en það geti þó
breyst ef Þjóðverjarnir vUji kaupa sig.
-GH
Geir Sveinsson, þjáif-
ari Valsmanna, þefaði
aðeins af sóknarleik
liðsins í gærkvöld og
náði þá að skora sitt
fyrsta mark fyrir Val
auk þess að fiska
vítakast. Það dugði
Valsmönnum
skammt því Haukar
fóru með sigur af
hólmi og unnu örugg-
an sigur í mikilvæg-
um leik liðanna.
DV-mynd E.ÓI.