Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999
jölaundirbúningurinn í Ii£3 dCSCJflbCl 1
19
Jólamarkaður Sólheima:
Miöbæjarútvarp gegn
Kringluútsendingum Rásar 2.
Miðbæjarútvarp:
Allt sem fólk
þarf að vita
„Eftir að ákveðið var að Rás tvö
yrði með útvarp frá Kringlunni tvo
tíma á dag fram að jólum fóru kaup-
menn i miðborginni að hugsa til
mótvægis við það. Þeir ákváðu
snemma að vera ekki á opinberri
framfærslu heldur leituðu til
Selsvarar ehf.,“ segir Sigurjón M. Eg-
ilsson, útgáfustjóri Selsvarar og
fyrsti útvarpsstjóri Útvarps KR.
„Þeir fengu mig i lið með sér og
strax I næstu viku verður kveikt á
nýrri dagskrá í Útvarpsstöðinni Nær
FM 104,5. í henni verður jóladagskrá
miðbæjarins á afgreiðslutíma versl-
ana alveg fram að jólum,“ segir Sig-
urjón.
Að sögn Sigurjóns er tilgangur
jóladagskrárinnar eingöngu sá að
þjóna fólki með upplýsingar um það
sem er að gerast í miðborginni sem
hann segir að sé vitanlega miðpunkt-
ur Reykjavíkur, sama hvað aðrir
reyni. Hann segir að ýmislegt fleira
en jólalög verði á dagskrá Miðbæjar-
útvarpsins. „Það verður hugað að
nýútkomnu efni, bæði hljómplötum
og bókum, og nefna má að beint sam-
band verður við bílastæðasjóð og
þaðan fengnar upplýsingar um hvar
sé best að koma bílum fyrir. Á dag-
skránni verður allt sem fólk þarf að
vita og þarf ekki að vita um undir-
búning jólanna." -GAR
Spenna
„Það eru allir spenntir að sjá
sína vöru ganga út,“ segir Guð-
mundur Ármann Pétursson, for-
stöðumaður atvinnusviðs Sól-
heima, en mikil eftirvænting er nú
meðal starfsmanna á staðnum að
sjá hvemig til tekst með jólamark-
að sem hefur verið opnaður í húsi
Landsbankans að Laugavegi 77 og
verður opinn alla daga fram að jól-
um.
Á Sólheimum eru fimm mismun-
andi fyrirtæki og á jólamarkaðnum
verður fjölbreytt framleiðsla þeirra
á boðstólum.
Hljóðfæri, eins og lirur og vind-
hörpur, leikfong og skrautmunir út
tré, vefnaður, handunnin jóla- og
gjafakort, bývaxkerti, endurunnin
kerti og hefðbundin kerti eru dæmi
um vöruframboðið. Einnig verða
þar til sölu matvæli frá Sólheimum,
eins og marmelaði, sultur, chutney
og tómatsósa.
Þá stendur fólki til boða að steypa
eigin kerti á staðnum en á Sólheim-
um er mikil kertaframleiðsla.
„Landsbankinn var svo ljúfur að
lána okkur húsnæði hjá sér. Jóla-
markaðurinn hefur verið haldinn
Helga Kristinsdóttir
og Kristján Már Ólafsson.
Þau eru einbeitt yfir kertapottunum.
um áratugaskeið en stóð aðeins
einn sunnudag þar til í fyrra að
hann var til húsa í Kjörgarði. Þá
tókst hann mjög vel og fer vel af
stað núna og er kominn til að vera,“
segir Guðmundur.
Ótrúleg kertasöfnun
„Það besta er að við getum notað
hverja örðu aftur og þurfum ekki
að henda neinu,“ segir Guðmundur
um kertaendurvinnsluna á Sól-
heimum en I samvinnu við Olís
hafa starfsmenn þar unnið að söfn-
un kertaafganga í eitt ár með ótrú-
lega góðum árangri. Alls söfnuðust
7,5 tonn af kertastubbum en árlega
eru nú flutt inn nær 700 tonn af
kertum.
Kertin sem steypt eru á Sólheim-
um eru í mörgum litum og ýmsum
formum og til eru margs konar
skrautkerti, til dæmis englar og
jólatré, auk útikerta. Nú stendur
yflr kynningarátak vegna kertanna
á bensinafgreiðslum Olís.
Vonast er til að enn meira safn-
ist af kertum í framtiðinni því
Sorpa hefur nú gengið til liðs við
söfnunina og er tekið við kertaaf-
göngum á stöðvum fyrirtækisins.
„Hér eru allir komnir í gott jóla-
skap. Það er gríðarlega fallegt,
snjór yfir öllu og fagurt veður. Um
síðustu helgi héldum við aðventu-
hátíðina sem er ein perlan í okkar
starfi. Fyrir henni er 70 ára hefð og
það er mjög falleg og hátíðleg at-
höfn sem markar upphaf jólanna
hjá okkur. Útbúinn er aðventugarð-
ur og það ganga allir í hann og
tendra sitt ljós. Um næstu helgi
koma félagar úr Lionsklúbbunum
og halda með okkur litlu jólin. Það
er ekki annað hægt en vera kom-
inn í gott jólaskap," segir Guð-
mundur að endingu.
-GAR
að sjá handverkið seljast
Glaöir starfsmenn a Solheimum.
Þaö var glatt á hjalla í þann mund sem þeir tóku til óspilltra málannna viö endurvinnslu kertastubba.
Jólagetraun DV - 1. hluti
Hvem hitti jólasveinninn í þetta sinn?
□ Sigurð Siguijónsson 0ibba Morthens [Hrafn Gunnlaugsson
Nafn:_________________________________________________________
Heimilisfang:_____________________________________________________
Staður:________________________________________Sími:______________
Sendist til: DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Merkt: Jólagetraun DV
Jólagetraun
Hvem hitti
jólasveinninn?
Hvern eftirtalinna manna er jólasveinninn aö ræöa við?
a) Sigurð Sigurjónsson.
b) Bubba Morthens.
c) Hrafn Gunnlaugsson.
Jólasveinninn okkar leikur við hvern sinn fingur þessa
dagana. Hann ferðast glaður í bragði víða um land og dreifir
pökkum til allra jólabarna. Á ferðum sínum hittir Sveinki
ýmsa þjóðþekkta karla og konur. Getm- þú séð hver það er
sem jólasveinninn hittir í dag?
Til að auðvelda ykkur lesendum þrautina gefum við þrjá
svarmöguleika. Ef þið vitið svarið þá krossið við rétta nafnið,
klippið seðlana út úr blaðinu og geymið þá á vísum stað.
Safnið saman öllum tíu hlutum getraunarinnar en þeir birt-
ast einn af öðrum fram að jólum. Munið að senda ekki inn
lausnirnar fyrr en allar þrautirnar hafa birst.
10 verðlaun
Vinningamir í jólagetraun DV
eru sérstaklega glæsilegir og til
mikils að vinna með þátttöku.
Verðmæti vinninga, sem koma
frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Bræðr-
unum Ormsson og Radíóbæ, eru
samtals 363.500 krónur. Fylgist með
jólagetraun DV frá og með morgun-
deginum. Verið með og fáið þannig
tækifæri til að eignast einhvern
hinna glæsilegu vinninga sem í
boði eru.
m
Grundig-sj ónvarp
og DYD-spilari
Fyrsti vinningur I jólagetraun DV er frá Sjón-
varpsmiöstööinni, Síöumúla 2, Grundig-sjónvarps-
tæki, að verömæti 119.900 krónur, og DVD-mynd-
bandstæki aö verömæti 44.900 krónur. Heildarverö-
mæti fyrsta vinnings er 164.800 krónur. Grundig-sjón-
varpiö er með 28“ tomma megatron-myndlampa, 100
riöa myndtækni, CTI-litakerfi, flölkerfa móttakara,
2x20W Nicam stereó-hljóðkerfi, valmyndakerfi, texta-
varpi meö íslenskum stöfum og 2xscart tengi og RCA
og fjarstýringu. Sjónvarpinu fylgir fullkomið DVDmynd-
bandstæki frá Grundig, að verömæti 44.900 krónur.
y*