Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 1
• Jólagetraun DV • Jólaútstillingar á Laugaveginum • Langur laugardagur • Jólaundirbúningur á leikskóla - ljósin tendruð 5. des. Sunnudaginn 5. desember nk. klukkan 16 verða ljósin á jólatrénu, gjöf Óslóborgar til Reykvíkinga, tendruð. Óslóborg hefur nú í 48 ár sýnt þennan borgarbúum vinarbrag. Vakin er sérstök athygli á því að jólatréð frá Ósló stendur að þessu sinni á Ingólfstorgi sökum yfirstand- andi framkvæmda við og á Austur- velli. Aðstöðuleysi jólasveina ræður einnig þessari ákvörðun þar sem þak Nýja-Kökuhússins er ekki lengur til staðar en þaðan hafa þeir skemmt börnum undanfarin ár. Athöfnin á Ingólfstorgi hefst klukkan 15.30 með leik Lúðrasveitar Reykjavíkur og klukkan 16 afhendir sendiherra Noregs, Kjell Halvorsen, tréð fyrir hönd Óslóborgar og borg- arstjóri Reykjavíkur, Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, veitir trénu viðtöku fyrir hönd borgarbúa. Á eftir syngur Dómkórinn jóla- sálma og jólasveinar koma í heim- sókn og skemmta yngstu borgurun- um undir stjórn Askasleikis. DV-myndir Ransy Morr Islenski vagninn í jólaskrúðgöngunni í Norfolk: íslensk börn stóðu á vagninum sem var skreyttur níu þúsund Ijðsaperum og fékk sérstök verðlaun fyrir bestu lýsinguna. Á annað hundrað íslendingar tóku þátt í jólaskrúðgöngunni í Norfolk: > íslendingar með fallegustu jólaljósin Tryggvi Freyr Elínarson í BT-búöinni: „PlayStation er fyrir frábærlega skemmtilega leiki." Leikjatölvan líka handa pabba „Hér í tölvuleikjadeildinni er það tvímælalaust nýja PlayStation-leikja- tölvan sem ég veðja á sem jólagjöfina í ár," segir Tryggvi Freyr Elínarson- ar, deildarstjóri tölvuleikjadeildar BT-búðarinnar í Skeifunni, þegar hann var beðinn um að velja jólagjöf úr versluninni. „Þetta er leikjatölva fyrir yngri kynslóðina en hún er engu að síður skemmtileg fyrir þá eldri og hentar pabba ekkert síður. Kosturinn við þessa tölvu er sá að hún er frekar ódýr í samanburði við aðrar tölvur, kostar aðeins 7.290 krónur. Um leið er PlayStation stærsta leiktækjatölvan á markaðn- um í dag. Og það spillir ekki fyrir hve gríðarlega mikið úrval er tU af skemmtilegum leikjum fyrir hana." Þegar Tryggvi er beðinn um að nefna leiki segist hann eiga ansi erfitt með það. „Það er svo mikið af góðum leikjum til fyrir þessa tölvu en ég get bent á að við erum með PlayStation á sérstöku^ verði ef menn kaupa með henni nýja FIFA 2000-fótboltaleik- inn." Það var mikið um dýrðir í Nor- folk í Bandaríkjunum um síðustu helgi þegar hin árlega jólaskrúð- ganga fór þar fram. Um eitt hund- rað skrautvagnar, frá hinum og þessum félögum, taka þátt í göng- unni auk nokkurra hljómsveita sem halda uppi 'Stemningunni. Allir keppa um að eiga fallegasta skraut1 vagninn enda mikil eftirvænting þegar kemur að verðlaunaafhend- ingunni. „Jólaskrúðgangan tókst vel í ár og íslenski vagninn naut mikillar hylli viðstaddra. Við leggjum alltaf Sesselja Siggeirsdóttir Seifert: Hún aðstoöar hér Söndru Fenton við að setja á sig stjörnuhúfuna en óskastjarnan var yfirskrift göngunnar í ár. mikið upp úr því að gera vagninn, sem kominn er til ára sinna, sem fallegastan úr garði og hann er aldrei eins frá ári til árs," sagði Ransy (Ragnheiður Þórisdóttir ) Morr i samtali viö DV. Það er íslensk-ameríska félagið í Norfolk sem skipuleggur framlag ís- lendinganna en með vagninum ferð- ast jafnan hópur íslenskra barna. Að þessu sinni voru þau klædd í bláa og silfraða búninga og með stjörnur á höfðinu en þema ársins var Óskasrjarnan. „Börnin hafa óskaplega gaman af þessu og hlakka alltaf mikið til. Þau stóðu sig mjög vel og fengu góðar viðtökur áhorfenda. Vagninn okkar var skreyttur níu þúsund ljósaper- um og við fengum verðlaun fyrir fallegustu jólaljósin," sagði Ransy. Pönnukökur og kleinur Mikill fjöldi íslendinga býr á þessum slóðum og í íslensk-amer- íska félaginu eru 200 félagar. Af þeim eru 150 íslendingar og segir Ransy fólk halda ágætum tengslum sín á milli. „Norfolk er stórt svæði og fólkið dreifist víða. Félaginu hef- ur tekist að halda hópnum vel sam- an með fjölmörgum viðburðum árið um kring. Nú erum við komin á fullt viö að undirbúa jólaball fyrir krakkana sem haldið verður á sunnudaginn. Þar verða sungin ís- lensk jólalög og svo •bjóðum við jóla- köku, pönnukökur, kleinur og fleira góðgæti," sagði Ransy Morr að lok- um. -aþ Tanya Thorsteinsson brosir sínu breiðasta innan um stjörnur og jólaljós: Jólaskrúðgangan er ávallt mikiö tilhlökkunarefni hjá íslensku börnunum sem búa í Norfolk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.