Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 6
Hrelnsum toppi, mottur og husgögn
i heimahúsum (yrirtækjum og semeignum.
Handhrelnsum mottur á Kleppsvegl 152
Afgrelðslutimi daglege Kl 16-18
Simar 896-0206 568-8813 www.lslandia.ls/skufur
Gleðigjafar í Súlnasal:
jólaiindirbúninguritm í os desemben
FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999
Meistari Hammondsins
Þeir eru án efa margir sem fagna
nýjum geisladiski með Þóri Baldurs-
syni, fremsta hammondorgelleikara
landsins, manninum sem „fann upp
diskótónlistina" eins og hann var ný-
verið kallaður í sjónvarpsþætti. Það
eru liðin 28 ár síðan platan „Þórir
Baldursson leikur vinsæl íslenzk lög“
kom út. Það er svo langt síðan að
bókstafurinn seta átti sér enn sama-
stað í íslensku. Auk þess að semja
meirihluta laganna á diskinum sjálf-
ur grípur Þórir hér einnig í harmon-
iku sem blandast ágætlega við orgel-
ið. Með honum leika Einar V. Schev-
ing á trommur, trompetleikarinn
Veigar Margeirsson og saxafónleikar-
amir Óskar Guðjónsson, Jóel Pálsson
og Sigurður Flosason. Einnig koma
við sögu Árni Scheving á víbrafón,
Kristinn Svavarsson á saxafón og Jó-
hann Ásmundsson á bassa í einu
lagi. Annars er orgelbassinn ráðandi.
Eins og hæfa þykir á hammond-
plötu er blúskennd djassmúsík og
Þessi útgáfa á verkum
meistara hammondsins er
hæði óvænt og ánægjuleg.
Vonandi að það líði ekki
aðrir þrír áratugir þar
til næsta plata kemur.
fónk áberandi og mörg lögin af því
taginu fantagóð. Má nefna til dæmis
lögin Heit lumma, Glens og Tiplað
suður. Ballöðurnar Ást í meinum og
Sveitin milli sanda þekkja flestir
ásamt þjóðvísunni Vem kan segla
frá Álandseyjum. Ekki eru hinar
síðri; Sunnubraut sextán og Til
Gullu. Lögin Frá Sunnuhvoli og síð-
asta lagið Oh, Danny boy stinga dá-
lítð í stúf við annað efni disksins.
Hið fyrra hefur eílaust tilfmngalegt
gildi fyrir höfundinn og hefði mátt
slútta diskinum með því en sleppa
hinu alveg. Það er hvort eð er til í
ótal útgáfum og ekkert sérstakt við
þessa sem hér er. Að öðru leyti eru
bæði útsetningar og hljóðfæraleikur
af vandaðasta tagi.
Þessi útgáfa á verkum meistara
hammondsins er bæði óvænt og
ánægjuleg. Vonandi að það líði ekki
aðrir þrír áratugir þar til næsta
plata kemur.
Ingvi Þór Kormáksson
Jólahátíð
fyrir fatlaða
Jólahátíð fyrir fatlaða verður hald-
in í Súlnasal Hótel Sögu á sunnudag-
inn og hefst klukkan 15.30. Hljóm-
sveitin Gleðigjafamir, með þau
André Bachmann og Helgu Möller í
fararbroddi, munu sjá um fjörið en
auk þess verða fjölbreytt skemmtiat-
riði. Leikhópurinn Perlan verður
með atriði og Lúðrasveit verkalýðs-
ins mun taka nokkur lög. Þá koma
skemmtikraftarnir Rúnar Júlíusson,
Móeiður Júníusdóttir, Sigga Bein-
teins, Raggi Bjama, Hemmi Gunn,
Pétur pókus og Bamakór Kársnes-
skóla einnig fram. Miðaverð er að-
eins 500 krónur og hægt að nálgast þá
í Háskólabíói og skrifstofu Styrktarfé-
lags vangefmna
Jólahöllin við Grundargötuna
Börnin tala um Jólahöllina þar sem
þessa skreytingu er aö finna.
Bornin i Kvistalandi vita að jólin eru að koma. DV-myndir: E.OI.
Enda eru þau búin aö baka piparkökur og bráöum á leiöinni upp í Heiömörk aö höggva jólatré og tína greinar. En þau voru ekki viss um út á hvaö jólin ganga
þó þau væru með það á hreinu aðjólin kæmu meö jólasveininum og pökkunum hans.
Jólin í leikskólanum Kvistalandi:
„Bara einhvern tímann," segir Jó-
hann Einar og virðist ekki hafa með-
tekið þetta með litlu jólin, enda langt
í þau ennþá. Heilar tvær vikur.
Og fyrst eiga þau eftir að fara upp
í Heiðmörk og höggva jólatré.
„Og skreyta jólatré," segir Anna.
„Og leita að greinum úti,“ segir
Jóhann Einar.
Þegar þau era spurð hvers vegna
þau séu að baka piparkökur kemur
þögn og Gísli Snær stingur upp á því
að þau fari í bingó.
Einhver úti á afmæli
En eru ekki að koma jól? Vitiö þið
af hverju jólin eru haldin?
Grundarfjörður:
Sni um
irheitið
Ljósálfur
DV, Vesturlandi:
Jólaannir og undirbúningur fyrir
stórhátíðina hófst í raun formlega í
Grundarflrði á laugardaginn var.
Það var Verslunarráð FAG sem stóð
að opnunardeginum. Kvenfélagið
hélt sinn árlega fjölskyldudag í Sam-
komuhúsinu. Þar kenndi margra
grasa í sölubásum þar sem boðið var
upp á heimaunninn vaming.
Þá hvatti Verslunarráðið íbúa
Grundarfjarðar til þess að stilla sig
inn á að kveikja á jólaskreytingum
þennan dag. Á mínútunni klukkan 17
var kveikt á miðbæjarjólatrénu en
við þá athöfn söng barnakórinn við
undirleik lúðrasveitarinnar. Þegar
athöfninni við jólatréð var lokið var
tekið að rökkva og þá mátti sjá að
Grandfirðingar höfðu tekið vel undir
áskoranina þvi skreytingar loguðu á
eða við nánast hvert einasta hús.
Verslunarráð FAG hefur í hyggju að
veita viðurkenningu fyrir ljósa-
skreytingar og hefur verið rætt um
titilinn Ljósálfur Grundarfjarðar í
því sambandi. Á kyrrum aðventu-
kvöldum hefur mátt sjá að margir
eru á ferðinni til að skoða
skreytingarnar. -DVÓ/GK
Þegar jólasveinninn kemur með dót koma jólin
t um ar. Þa
rí^4)^ra
m-
Ír S
Það er rétt farin að færast
jólastemning yfir leikskólann í
Kvistaborg þegar DV leit þangað
inn i gær. Það er búið að setja upp
jólaskrautið, kertin og jólarósir
prýða stofurnar. Börnin á Reykja-
lundi voru búin að standa í pipar-
kökubakstri allan morguninn en
eftir hádegi var röðin komin að
Birkilundi. Bömin er látin baka í
litlum hópum, þrjú og þrjú i senn,
en stundum slæðast fleiri inn í eld-
hús; Piparkökuilmurinn er lokk-
andi.
Sigurður Leó og Díana voru búin
að setja á sig svuntur og jólahúf-
urnar voru komnar á sinn stað þeg-
ar okkur bar að garði. Það þurfti
aðeins að leysa hnút á svuntu
Hrannar svo hún gæti sett hana
upp og slegist í hópinn. Einbeiting
skein úr svipnum og ekki viðlit að
fá þau til að líta upp og ræða um
þessa alvörustund jólaundirbún-
ingsins við blaðamann. Þau grúfðu
bara kollana dýpra ofan í deigið,
röðuðu á það margvíslegum mótum
og settu síðan útskortið deigið á
plötur með hjálp matráðskonunn-
ar. Það var þvi ekki um annað að
ræða en labba inn á deild og
setjast niður með Önnu, Gísla
Snæ, Unni Andreu og Jóhanni
Einari til að spjalla svolítið
um jólin.
Borða kaldar
piparkökur
Þau voru öll búin að
baka sínar piparkökur og
alveg tilbúin tLL að ræða þá
reynslu. „Ég bakaði mínar í
morgun," segir Unnur en
Gísli Snær grípur fram í
fyrir henni. „Ég smakkaði
ekki heitar piparkökur,
bara kaldar."
„Ég líka. Ég borðaði ekki
heitar piparkökur," gellur í
Jóhanni Einari. Hann er
borubrattur og fljótur til
svars. Stelur eiginlega orð-
inu frá hinum.
Eru piparkökurnar betri
kaldar?
„Það er bæði gott,“ segir hann.
„Við ætlum að mála þær á laugar-
daginn.“
Við þessi orð taka þau öll til máls
í einu, allir vilja segja frá piparköku-
máluninni á laugardaginn, þegar
pabbi og mamma fá líka að koma.
„Þá koma allir og skreyta," segir
Gísli Snær.
„Svo ætlum við að fara með þær
heim svona skreyttar," segir Jóhann
Einar. „Og setja þær í poka.“
En hvenœr œtlió þið aó borða pip-
arkökurnar?
Það kemur hik á mannskapinn og
fóstran þarf að hjálpa til með svarið.
Sigurður Leó, Díana og Hrönn.
Þau máttu ekkert vera að því aö tala við blaöamann DV, svo
upptekin voru þau af piparkökubakstrinum.
Já, þau vita það.
Jóhann Einar: „Þá kem-
ur jólasveinninn með
pakka.“
Anna: „Jólasveinninn
kemur með dót.“
Hin taka heils hugar
undir þessa útskýringu.
En á ekki einhver afmœli
á jólunum?
Gísli Snær: „Nei, það er
bara einhver úti sem á af-
mæli.“
Það man þetta enginn
nema Unnur sem segir
feimnislega: „Það er Jesú
sem á afmæli."
Og hvað heitir mamma
Jesú?
„Ég veit það ekki,“ byrjar Gísli
Snær en man það svo. „Heitir hún
ekki Ágústa?"
Nei hún heitir ekki Ágústa. „Er
það Guð?“ spyr hann þá. En, nei, það
er ekki heldur Guð, bara næstum
þvi.
Það er ennþá of langt í jólin fyrir
lítil börn og ekki ennþá farið að tala
um þau að ráði á leikskólanum.
En eruð þið búin að sjá jólasveina?
„Já, ég hef séð jólasvein," segir
Aron, sem nú hefur bæst í hópinn.
Hann stendur uppi á stól og dillar
sér í mjöðmunum. „Hann gerði
svona.“ -MEÓ
ÍIMMÉMmíI
Þórir Baldursson: Hammond-molar ★★★
Handunnin útskorin massíf
og innlögð húsgögn
Úrval af Ijósum, klukkum og gjafavöru
Bómullar-satín rúmföto.fl. o.fl.
Aldamótadress - jóladress
Ekta pelsar, kr. 135.000
Sigurstjarnan
í bláu húsi við Fákafen.
Sími 588 4545.
I