Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1999, Blaðsíða 1
19 Riðill Islands kominn a storu töfluna i Tokyo þegar dregið var i HM- ríölana i gær. Reuter ▼ f k/V Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu: Er bara nokkuð sáttur" „Það góða við þennan drátt er að þessi löngu og ströngu ferðalög eru út úr dæminu og það er í fyrsta skipti í mörg ár. Það hefði auðvitað verið gaman að fá Þýska- land eða England en þegar allt er skoðað er ég bara nokkuð sáttur," sagði Atli Eðvaldsson, landsliðs- þjálfari í knattspymu, í samtali við DVþegar hann var spurður álits um riðilinn sem islenska landsliðið í knattspymu drógst I þegar dregið var í riðla í und- ankeppni HM í gær. Danir og Tékkar eiga að trekkja „Ég er mjög ánægður aö hafa fengið Danina. Við höfum aldrei áður lent á móti þeim í keppni og leikurinn gegn þeim hér heima ætti að trekkja vel svo og Tékka- leikurinn. Danir og Tékkar hafa á að skipa sterkum liðum sem bæði komust í úrslitakeppni EM. Tékk- ar voru fyrstir til þess og fengu fullt hús svo við vitum alveg um styrk þeirra. Allar þessar þjóðir sem eru með okkur í riðlinum þurfa að hafa mikið fyrir því að spila á móti okkur og þá sérstaklega á okkar heimavelli. Við eigum að hafa burði til að vinna N-írland og Möltu á útivelli en ég lít á Búlgar- ana sem stórt spumingarmerki. Stefnan er fyrst og fremst sú að ná því að hækka um styrkleikaílokk og svo verðum við bara að sjá hverju þaö skilar okkur í riðlin- um,“ sagði Atli. Fulltrúar þjóðanna fimm í 3. riðlinum munu væntanlega hittast á fundi í janúar og ákvaða leikja- niðurröðunina. Ljóst er að íslend- ingar leika í það minnsta þrjá leiki í keppninni á næsta ári en þrír alþjóðlegir leikdagar hafa ver- ið ákveðnir, 7. og 8. september, 7. október og 11. október. Samkvæmt reglunum má hins vegar hefja undankeppnina fyrr eða 1. mars en það skýrist ekki fyrr en á fund- inum hvort sú verður raunin. Noröurlandamótið fyrsta verkefnið Fyrsta verkefni Atla með lands- liðið verður Norðurlandamótið sem fram fer á La Manga á Spáni í lok janúar. Þar keppa íslending- ar við Norðmenn, Finna og Færey- inga. Þeir mæta Svium á Laugar- dalsvelli 18. ágúst og svo Dönum innanhúss í Danmörku í janúar árið 2001. „Undirbúningurinn undir þetta mót fer brátt að hefjast en á með- an ekki er búið að raða niður leikjunum í undankeppni HM erum við svolítið í lausu lofti. Það er ekkert langt í að ég velji hóp í þetta verkefni sem verður nokkuð stór. Ég er ekki kominn inn í það hversu margir atvinnumenn geta verið með okkur á Spáni en um helgina mun ég setjast niður yfir þetta,“ sagði Atii. -GH Islendingar með Dönum og Tékkum Bjarki með þrjú Bjarki Gunnlaugsson skoraði þrennu fyrir Preston sem sigraði Wrexham, 4-1, í bikarkeppni ensku neðrideildarliðanna í knattspymu í gærkvöld. Mörkin gerði hann á 2., 21. og 74. mínútu. Rétt fyrir þriðja markið var einn leikmanna Wrexham rek- inn af velli fyrir gróft brot á Bjarka. -VS Frnm stulkur unnu tvo- falt C20 Miövikudagur 8. desember 1999 dvsport@ff.is íslendingar eru í riðli með Tékkum, Dönum, Búlgörum, Norður-írum, og Möltubúum í undankeppni HM í knatt- spymu en dregið var í riðla í Japan í gær. íslendingar dróg- ust í 3. riðil. Drátturinn var þessi: 1. riðill: Júgóslavía, Rúss- land, Sviss, Slóvenía, Luxem- borg, Færeyjar. 2. riðill: Holland, Portúgal, írland, Kýpur, Andorra, Eist- land. 3. riðill: Tékkland, Dan- mörk, Búlgaría, ÍSLAND, Norður-lrland, Malta. 4. riðill: Svíþjóð, Tyrkland, Slóvakía, Makedónía, Azer- baijan, Moldavía. 5. riðill: Noregur, Úkraína, Pólland, Wales, Armenía, Hvíta-Rússland. 6. riðill: Belgía, Skotland, Króatía, Lettland, San Mar- inó. 7. riðill: Spánn, Austur- ríki, ísrael, Bosnía, Liechten- stein. 8. riðill: Rúmenía, Ítalía, Litháen, Ungverjaland, Ge- orgía. 9. riðill: Þýskaland, Eng- land, Grikkland, Finnland, Albania. Efsta þjóðin í hverjum riðli kemst beint í úrslitakeppnina sem fram fer í Japan og Kóeru árið 2002. Þjóðirnar sem hafna í 2. sæti fara í pott ásamt einni þjóð frá Asíu og leika um fimm laus sæti sem verða í boði. -GH Stefán hjá Geel Stefán Gíslason, hinn 19 ára gamli knatt- spyrnumaður hjá Strömsgodset í Noregi, er kominn til reynslu hjá Geel, liði Guðmundar Benediktssonar í Belgíu. Hann mun leika með varaliði félagsins gegn Club Brugge á föstudaginn. -KB/VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.