Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 8
26 jólaundirbúningtirinn í ir»x*a desember. FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1999 Hafnarfjörður: Kveikt á jólatrjám og bömum boðið á ball Á morgun, laugardag, verður kveikt á jólatrénu á Thorsplani í Hafnarfirði við hátíðlega athöfh klukkan 14. Lúðrasveit Hafiiar- fjarðar leikur og fulltrúi Dana, Emst Hemmingsen, flytur kveðju og tendrar ljósin en tréð er gjöf frá danska vinabænum Fredriksberg. Karlakórinn Þrestir syngur nokkur jólalög og jólasveinar koma. Að lokinni athöfn fer lúðrasveit- in fyrir skrúðgöngu á jólabaU sem haldið verður í íþróttahúsinu við Strandgötu. Þar leikur Neó-trlóið ásamt ömu Þorsteinsdóttur fyrir dansi. Gluggagægir kemur í heim- sókn og gengið verður í kringum jólatréð. Fyrr um daginn, eða klukkan 12.30, verða ljósin á jólatré frá vinabænum Cuxhaven tendmð í Flensborgar- höfii. Þar mun Rolf Pet- ers frá Þýskalandi flytja kveðju ásamt því að tendra ljósin. amir láta sjá sig. Opið alla daga í Kolaportinu Virka daga 10. Des. kl. 12:00-18:00^ 13.-17. Des. kl. 12:00-18:00 I 20.-23. Pes. kl. 12:00-21:00 M 11.-12. Des. kl. 11:00-17:00 | 18.-19. Pes. Kl. 11:00-21:00M Matur Leikföng Verkfæri Gjafavara Snyrtivörur Geisladiskar Föt og fataefni Raftæki og Ijós Teppi og trévara Skór og skartgripir Bækur og búsáhöld Kompudót og antik Markaðstorg KOLAPORTIÐ \ Einsongvannn og stjornandinn: Guömundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Noröurlands, ásamt einsöngvaranum, Baldri Hjörleifssyni, 11 ára dreng úr Svarfaðardal. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands: Fyrstu jólatónleikarnir - með aðstoð tveggja bamakóra, sögumanns og 11 ára einsöngvara úr Svarfaoardal Jólatónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands veröa laugar- daginn 11. desember, kl. 20.30, í Ak- ureyrarkirkju og sunnudaginn 12. desember, kl. 16.00, í Dalvíkur- kirkju. Þetta em fyrstu jólatónleik- amir í 7 ára sögu hljómsveitarinnar og er það von okkar að þeir eigi eft- ir að vinna sér fastan sess í jólaund- irbúningi Norðlendinga. „Það er um 30 manna hljómsveit sem tekur þátt í tónleikunum," seg- ir stjórnandinn, Guömundur Óli Gunnarsson. „Auk þess eru kórar með 45 bömum. Þetta eru jafnframt fyrstu jólatónleikamir okkar.“ - Hvemig gengur að halda úti sin- fóníuhljómsveit á Norðurlandi? „Það hefur gengið ágætlega en eins og mörg önnur fyrirtæki þá þjátunst við auðvitað af fjárskorti. Faglega séð hefur uppbyggingin gengið vel. Við höfum náð að vera með fjög- ur til fimm „prógrömm" á ári. Við erum mest á Akureyri en höfum líka verið að reyna að halda tón- leika utan Akureyrar. Peningamir setja okkur þó ansi þröngur skorður í því. Nú höldum við þó jólatónleik- ana líka á Dalvík sem er íbúum þar að þakka og Sparisjóði Svarfdæla sem standa undir kostnaðinum við það.“ Jólaævintýri og sleðaferð Efnisskrá tónleikanna tengist jól- unum og höfðar til bamsins í okkur öllum. Fyrst eru fjórir þættir úr Hnotubijótnum eftir Tsjajkovski. Þetta er baUettmúsík, samin við jólaævintýri þar sem segir frá hnotubrjót sem er piltungur í álög- um. Þá er Sleðaferðin eftir Freder- ick Delius. Þetta var upphaflega pí- anóverk, samið fyrir jólaboð þar sem Grieg var einn af gestunum. Delius útsetti verkið síðar sjálfur fyrir hljómsveit og gerði það enn jólalegra með sleðabjöllum og flautu og fleira tilheyrandi. Tveir barnakórar Jólin era hátíð bamanna og því vel viö hæfi að Sinfóníuhljómsveit- in hefur fengið til liðs við sig tvo bamakóra á þessum tónleikum en Bama- og unglingakór Akureyrar- kirkju og Húsabakkakórinn Góðir hálsar flytja sex jólalög með hljóm- sveitinni. Allt eru þetta lög sem við þekkjum og hafa verið til í kórút- setningum en hljómsveitarútsetn- ingu gerði Guðmundur Óli Gunn- arsson. Síðast á efnisskránni er jólaævin- týrið Snjókarlinn við tónlist eftir Howard Blake. í sögunni segir frá dreng og snjókarlinum hans sem vaknar til lífsins þegar drengurinn vitjar hans að nóttu. Sigurður Karlsson leikari er sögumaður en einsöngvari er 11 ára drengur, Bald- ur Hjörleifsson. Stjómandi á tón- leikunum er Guðmundur Óli Gunn- arsson. -HKr. Ný tegund jólablóma á Islandi: Jólagleði í stað jólastjörnu DV, Hveragerði: Allir Islendingar kannast við jóla- stjömur, sem prýða mörg heimili um jólin hér á íslandi. Færri, ef nokkrir, þekkja þó til jólabegóníu, enda er hún aöeins ræktuð í gróðrarstöö Birgis í Hveragerði. Birgir Birgisson garð- yrkjubóndi ræktar nú þessa sérstöku begóníutegund, sá eini á íslandi. Begónían er innilutt ffá Noregi og kalla Norðmenn hana ,juleglæde“ eða jólagleði. í samtali við DV kvaðst Birgir hafa flutt inn nokkrar í fyrra en hafi nú hafið ræktun þessarar tegundar til reynslu. „Þetta er nú bara fikt núna, ég á aðeins um sjö hundr-uð stykki," sagði Birgir. „Þessi einstaka begóníu- tegund blómstrar aðeins yfir jólatíma- bilið eða í desember og janúar, eins og jólastjaman. Hún er því sannkallað jólablóm og það er það sem gerir hana svona sérstaka." Birgir sagði, aö oft væri erfitt að koma nýjum tegundum blóma á markaðinn. Hann hefði þó mikinn áhuga á að auka fjölbreytni í framboði pottablóma á íslandi og ekki eingöngu um jólaleytið. Birgir ræktar eingöngu pottablóm og hjá honum eru þrjú stór gróðurhús Birgir Birgisson garðyrkjubóndi: „Þessi einstaka begóníutegund blómstrar aðeins yfir jólatímabiliö eða í desember ogjanúar, eins ogjólastjarnan." fuU af ýmsum tegundum þeirra. Um jólaleytið leggur hann heilt gróðurhús undir hýjasintur en auk þessara jóla- plantna er nóvemberkaktusinn í öll- um mögulegum litum upp á sitt besta hjá Birgi um þessar mundir. -eh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.