Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 2
16 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 41 Sport Sport Frjálsar íþróttir: Gunnar varði titilinn í kúlu- varpi í Brussel Það voru fleiri frjálsíþróttamenn en Vilhjálmur Einarsson sem náðu frábærum árangri á 20. öldinni. Minnisstæð eru glæsileg afrek þeirra Gunnars Huseby, Torfa Bryngeirsson- ar og Arnar Clausen á Evrópumeistaramótinu í Brussel árið 1950. Gunnar Huseby gerði sér lítið fyrir og varði Evrópumeistaratitilinn í kúluvarpi sem hann náði flórum árum áður. Torfi Bryngeirsson keppti á mótinu í langstökki og stang- arstökki. Hann komst í úrslit í báðum greinum en varð að velja á milli þar sem úrslitin fóru fram á sama tíma. Torfi gerði sér lítið fyrir og varð Evrópumeistari í stangarstökk- inu. Á þessu sama Evrópumóti keppti örn Clausen í tugþraut og vann þar til silfurverð- launa á eftirminnilegan hátt. Loks má geta Evrópumeistaratitils Hreins Halldórssonar í kúluvarpi sem var frábær árangur. Fleira mætti nefna. Telja verður afrek Gunnars Huse- by með betri íþróttaafrekum íslendings á 20. öldinni i frjálsum íþróttum þar sem honum tókst að verja titil sinn fjórum árum eftir að hann vann hann í fyrra skiptið. Og sigur hans árið 1950 var mikill yflrburðasigur. Ef litið er nær í tímann koma nöfn Jóns Amars Magnússonar tugþrautarmanns, Völu Flosadóttur stangarstökkvara, Guðrúnar Amardóttur grindahlaupara, Þórdísar Eddu El- ísdóttur stangarstökkvara og spjótkastaranna Einars Vilhjálmssonar og Sigurðar Einars- son fyrst upp í hugann. Allt hefur þetta snjalla íþróttafólk unnið til glæsilegra afreka á þeirri öld sem senn er liðin og erfltt að gera upp á milli þeirra. Fleiri íþróttamenn mætti nefna en hér er aðeins stiklað á því stærsta. -SK Gunnar Huseby varð tvívegis Evrópumeist- ari í kúluvarpi. Hér í opnunni er stiklaö á stóru, greint frá helstu afrekunum en upp- talningin er vitaskuld ekki tæmandi. íslenskir íþróttamenn létu lítið aö sér kveöa á fyrri hluta aldarinnar enda hófu íslendingar ekki iðkun margra helstu íþróttagreinanna fyrr en eftir miðja öldina. íslenskir íþróttamenn unnu mörg glæsileg afrek á öldinni sem senn er lið- in. Flestir geta verið sammála um að Vil- hjálmur Einarsson hafi unnið merkasta afrekið er hann tryggði sér silfurverðaunin í þrístökki á Ólymp- íuleikunum í Melbourne árið 1956. Körfuknattleikur: Pétur í NBA Knattspyrna: Frábær árangur íslands undir - ótrúleg sigurkarfa Pálmars 1986 íslandsmótið í körfuknattleik hófst árið 1952 og sjö árum síð- ar lék ísland fyrsta landsleikinn. Fyrsti sigurinn vannst á Dön- um, 60-41, 4. nóvember 1962 á Polar Cup í Svíþjóð. Árið 1981 er stórt ár í sögu íslenska körfuknattleiksins því þá er Pétur Guð- mundsson valinn af Portland Trailblazers í 3. umferð í NBA-ný- liðavalinu í júní og 5 mánuðum síðar varð hann fyrsti erlendi leikmaðurinn til að spila í NBA. Pétur átti eftir að leika í NBA í 8 ár með Portland, San Antonio og Los Angeles Lakers áður en hann varð að leggja skóna á hilluna vegna meiösla. Þetta sama ár, 1981, vinnur Njarövík islandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn og tekur íslandsbikarinn frá Reykjavík í fyrsta sinn i 23 ár þangað sem hann hefur aðeins tvisvar komið aftur síðan. Síðan 1981 hafa Suðumesjaliðin unnið 16 af 19 titlum. Körfu aldarinnar á örugglega Pálmar Sigurðsson er hann tryggði íslandi sæti meöal B-þjóða í fyrsta skiptið 19. apríl 1986. í stöðunni 72-72 í úrslitaleik gegn Noregi í C-keppninni í Höll- inni stelur hann boltanum er 4 sekúndur eru eftir, skorar frá miðju og tryggir sigurinn, 75-72, þegar flautan gellur, ótrúleg karfa. Það var mikill sigur fyrir íslenskan körfubolta þegar ís- lenska landsliðið komst í fyrsta sinn í milliriðla Evrópukeppn- innar 1996, hvað þá að ná því á ný síðastliðið sumar eftir frækinn sigur á Rúmenum þó að fyrsti sigurinn þar verði að bíða nýrr- ar aldar. -ÓÓJ Pétur Guðmundsson lék fyrstur erlendra leikmanna í NBA með Portland árið 1981. stjórn Guðjóns Sá árangur sem stendur upp úr hjá landsliðinu er tvímælalaust frammistaða þess í riðlakeppni Evrópumóts landsliöa sem lauk sl. haust. Undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar lenti liðið í fjórða sæti, skammt á eftir heimsmeisturum Frakka, Úkraínu og Rússum. Liðið tók miklum framforum og vakti árngur þess mikla athygli. Af einstökum úrslitum má nefna jafnteflið gegn Rússum i Moskvu 1989. Það voru gríðarlega góð úrslit á þeim tíma. Góður sigur á Austur-Þýskalandi, 2-1, á Laugardalsvelli 1975 geymist lengi í minningunni. Á sama velli vannst mikið afrek 1991 þegar Spánverjar voru lagðir í forkeppni Evrópumótsins. Einnig má minnast leiksins gegn Tyrkjum í Izmir 1980 en þar komu íslendingar rækilega á óvart með 1-3. Bjarni Friðriksson vann til bronsverðlauna í júdó á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1984. Hér sést hann fagna árangrinum ásamt Vigdísi Finnbogadóttur, þáverandi forseta íslands. Á innfelldu myndinni til vinstri er verðlaunapeningur Bjarna. Á myndinni til hægri sést Vilhjálmur Einarsson tryggja sér silfurverðlaunin í þrístökki í Melbourne árið 1956. Silfur í Melbourne - brons I Los Angeles Ólympíuleikar eru stærstu íþróttamót sem haldin eru i veröldinni og þangað mæta íþróttamenn í þúsundatali víðs vegar að úr heiminum. Tveir íslenskir íþróttamenn hafa náð þeim árangri að kom- ast á verðlaunapall á ólympíu- leikum á þessari öld. Vilhjálmur Einarsson er sá íslendingur sem náð hefur bestum árangri á ólympiuleik- um. Árið 1956 fóru ólympíuleik- amir fram í Melbourne í Ástr- alíu og þar stökk Vilhjálmur 16,26 metra í þrístökki. Þessi árangur dugði honum til aö hreppa annað sætið og þar með silfurverðlaun á leik- unum. í tvær klukkustundir var ár- angur Vilhjálms ólympíumet. Brasilíumaðurinn Da Silva sló hins vegar met Vilhjálms og tryggði sér gullverðlaunin með því að stökkva 16,35 metra. Árangur Vilhjálms vakti gíf- urlega athygli á leikunum í Melbourne og án efa var hann sá íþróttamaður leikanna sem kom mest á óvart. Hér heima vakti árangur Vilhjálms gríðarlega athygli eins og gefur að skilja og segja má að hann hafi á svipstundu orðið þjóðhetja á íslandi. Má segja að árangur Vilhjálms hafi virkað sem vítamín- sprauta á íslenskt íþróttalíf. Bronsverðlaun Bjarna í Los Angeles Bjarni Friðriksson á annan besta árangur íslendings á ólympiuleikum. Árið 1984 fóru leikarnir fram í Los Angeles í Banda- ríkjunum og þar náði Bjarni að vinna til bronsverðlauna í júdókeppninni. Árangur Bjarna vakti mikla athygli, bæði hér heima og er- lendis enda ekki lítiö afrek að vinna til bronsverðlauna á ólympíuleikum. Gríðarleg vinna og einstök ástundun skilaði Bjarna þessum ár- angri. Það vakti þvi mikla at- hygli þegar Bjarni náði ekki kjöri sem íþróttamaður ársins og Ásgeir Sigurvinsson varð fyrir valinu. Segja má að allt hafi orðið vitlaust og sjaldan eða aldrei hafa úrslit í kjöri íþróttamanns ársins verið um- deOdara. Voru margar greinar skrifaðar í blöð og íþrótta- fréttamenn lágu undir mikilli gagnrýni. Og réttmætri að margra mati. Bjarni hélt hins vegar áfram að ná frábærum árangri og var síðar kjörinn íþróttamað- ur ársins. -SK Ríkharður Daðason skorar mark ísl- ands gegn heimsmeisturum Frakka á Laugardalsvelli í fyrra. Handknattleikur: Barcelona og svartnætti í Danaveldi Þorbergur Aðalsteins- son var landsliðsþjálf- ari í Barcelona. íslenskt landslið lék i handknattleik í fyrsta skipti árið 1950, þrjá leiki. Tveir þeirra töp- uðust stórt gegn Svíum og Dönum en i fyrsta landsleiknum í Reykjavík náði íslenska lið- ið jafntefli gegn Finnum, 3-3. Leikið var á Melavellinum. Besti árangur sem íslenskt landslið náði í keppni á ólympíuleikum á öldinni verður að telja fjórða sætið á leikunum í Barcelona árið 1992. ísland lék þá gegn Frakklandi um bronsverðlaun en tapaði. Á heimsmeistaramóti hefur ísland best náð fimmta sæti á HM í Kumamoto í Japan árið 1997. Þá náði liðið frábærum árangri og sigraði í sjö af níu leikjum sínum í úrslitakeppn- inni. Liðið tapaði aðeins einum leik og einum lauk með jafntefli. í heimsmeistarakeppninni í Sviss árið 1986 náöi liöiö einnig frábærum árangri. Eftir stórt tap gegn Suður-Kóreu í fyrsta leik náði íslenska liðið sér verulega vel á strik og sjötta sæti varö hlutskipti liðsins og tryggt sæti á Ólympíuleikunum í Seoul árið 1988. Þá má nefna góðan árangm- landsliðsins á HM í Tékkóslóvakíu árið 1964. íslendingar unnu þá Svía í öðrum leik sínum en tap gegn Ungverjum gerði möguleika liðsins á mjög góðu sæti að engu. Mestu vonbrigði varðandi íslenskan handknattleik á öldinni sem senn er liðin litu án efa dagsins ljós á HM í Danmörku árið 1978. Miklar vonir voru þá bundnar viö gengi ís- lenska landsliðsins. Liðið tapaði hins vegar öllum leikjum sínum og var langt frá sínu besta. Jafnan hefur verið talað um fjóra svarta daga í Danmörku þegar HM 1978 hefur borið á góma. -SK Bland í poka íþróttafélag Keflavíkurflugvallar varð fyrsti íslandsmeistari karla í körfubolta, 1952, og vann alls fjórum sinnum á fyrstu sjö árun- um. Oftast hefur ÍR orðið íslandsmeistari í köfubolta eða 15 sinnum en það eru 22 ár síð- an íslandsbikarinn fór í Breiöholtið. Njarðvik- ingar hafa unnið íslandsbikarinn tíu sinnum en KR-ingar, sem hafa átta sinnum unnið ís- landsbikarinn, hafa hampað bik- armeistaratitlinum 11 sinnum, oftast allra. KR-stúlkur urdu íslandsmeistarar í ellefta sinn í vor og næstar þeim koma Keflavíkur- stúlkur með átta íslandsmeistaratitla en Ár- mann varð fyrsti íslandsmeistari kvenna 1953. Keflavík hefur unnið bikarinn oftast eða níu sinnum og alls 17 stóra titla frá 1988. Valsmenn unnu fyrsta íslandsmeistaratitil- inn í handbolta 1940 og hafa alls unnið hann 20 sinnum, oftast allra liða, fimm sinnum oftar en FH. Valsmenn urðu einnig fyrstu bikarmeist- aramir en Vikingar hafa oftast unnið bikarinn eða sex sinnum. Ármann vann fyrstu fimm árin hjá kven- fólkinu en Fram hefur unnið oftast íslands- meistaratitil kvenna í handbolta eða 19 sinn- um, þar af sjö ár í röð 1984 til 1990. Fram hef- ur unnið 12 af 23 bikarkeppnum, níu sinnum oftar en næsta félag sem er Stjarnan. Gudridur Guöjónsdóttir kom mikið við sögu í velgengi Framkvenna en hún er örugg- lega einn sigursælasti iþróttamaður Islands- sögunnar því hún hefur alls unnið 31 íslands- og bikarmeistaratitla í handbolta og fótbolta þar af bæði fyrsta (1976) og síðasta bikarmeist- aratitil aldarinnar í handboltanum. KR-ingar uróu fyrstir íslandsmeistarar í knattspymu 1912 og hafa unnið alls 21 íslands- meistaratitil. siðan. Valsmenn koma næstir með 19 titla, Framarar hafa unnið 18 sinnum og Skagamenn 17, þar af fimm ár í röð 1992-1996, sem er met í unnum íslandsmeist- aratitlum i röð. KR-ingar hafa einnig hampað bikarnum oftast, gerðu það í tíunda sinn í sumar. Breiöablik hefur oftast unnið íslandsmeist- aratitil kvenna eða 12 sinnum en FHvarð fyrsti íslandsmeistari kvenna 1972. Blikar og Valskonur hafa oftast hampað bikarnum eða sjö sinnum hvort. Þess má geta að Blikakonur hafa unnið alls 23 íslandsmeistaratitla í öllum flokkum en KR-konur og stúlkur eru meö 13. Kolbeinn Pálsson, fyrrverandi formaður Körfuknattleikssambands íslands, á örugglega vítaskot körfuboltaaldarinnar. Kolbeinn fór á vítalínuna þegar 15 sekúndur voru eftir af framlengingu í leik gegn Dönum á Norður- landamótinu í Kaupmannahöfn 9. apríl 1966 og ísland var 66-67 undir í leiknum. Kolbeinn setti bæði vítin ofan í, ísland vann 68-67 en þetta er aðeins annar tveggja sigra íslands á Danmörku í Danmörku í tólf landsleikjum þjóöanna þar. Kolbeinn hlaut útnefninguna íþróttamaður ársins það ár. Ásgeir Sigurvinsson var kjörinn leikmaður ársins í Þýskalandi 1984. Þetta sama ár varð fé- lag hans, Stuttgart, meistari og var Ásgeir fyr- irliði liðsins á þeim tíma. Arnór Guðjohnsen gerði garðinn frægan á sínum ferli. Hann var 1987 kjörinn besti leikmaður belgísku deildar- innar, þá einnig markakóngur og meistari með Anderlecht. Ein óvœntustu úrslit á Evrópumótum fé- lagsliða náðu Valsmenn 1968 gegn Benfíca sem var á þeim tíma eitt sterkasta lið heims. Markalaust jafntefli varð í leiknum á Laugar- dalsvelli og aldrei hafa fleiri áhorfendur sótt einn knattspyrnuleik. Um 18.243 greiddu að- gangseyri. Flesta landsleiki í knattspymu á öldinni léku þau Rúnar Kristinsson, 79, og Vanda Sig- urgeirsdóttir, 37. í körfubolta léku flesta lands- leiki þau Valur Ingimundarson, 164, og Anna Maria Sveinsdóttir, 48, en Geir Sveinsson á flesta handboltalandsleiki á öldinni eða alls 338

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.