Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Blaðsíða 8
MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2000 i 26 Sport - eftir 16 sigurleiki í röð varð liðið að játa sig sigrað í Indiana Kobe Bryant og félagar í LA Lakers hafa verið al- gerlega ósigr- andi í NBA- deildinni und- anfarið. Læri- sveinar Larrys Birds tóku Lakers í bakaríið um helg- ina. Reuter Hið geysisterka lið LA Lakers, sem hefur langbesta vinningshlut- fallið í NBA-deildinni, varð loks að láta í minni pokann þegar það lék gegn Indiana Pacers á útivelli um helgina. Lakers hafði unnið 16 leiki i röð án þess að tapa en Indi- ana er mjög sterkt og því fengu gestimir frá Lakers að kynnast. Austin Croshere og Travis Best, sem ekki voru í byrjunarliðinu, settu skemmtilegan svip á fjórða leikhluta en saman skoruðu þeir 20 stig og komu góðum sigri í ör- ugga höfn. „Liðið átti stórleik og uppsker- an var eftir því,“ sagði Travis Best eftir leikinn. Larry Bird, þjálfari Indiana, tók í sama streng og hrósaði sínum mönnum í há- stert. „Það þarf mikinn styrk til að leggja Lakers að velli. Ég er með gott lið í höndum og voandi höld- um við áfram á sömu braut,“ sagði Larry Bird. Indiana hefur ekki tapað 12 leikjum í röð á heimavelli. Seattle er á mikilli uppleið og hefur unnið sex af síðustu sjö leikjum frá áramótum. Liðið gerði iút um leikinn i fyrsta leikhluta gegn meisturunum í San Antonio Spurs. Tim Duncan stóð upp úr í liði San Antonio og skoraði 32 stig. Portland er enn fremur á góðri siglingu og liðið til alls líklegt í vetur. Portland hefur unnið tíu af síðustu 11 leikjum sínum og er með annað besta vinningshlutfall- ið í deildinni. Litháinn Arvydas Sabonis leikur vel um þessar mundir og skoraði 23 stig í leikn- um gegn Phoenix sem átti aldrei möguleika. Miami, sem hefur bestu stöð- una í Atlantshafsriðlinum, lagði Denver á útivelli í hörkuleik. Alanzo Mouming og Voshon Len- ard voru allt í öllu hjá Miami og skoruðu samtals 50 stig í leiknum. Vince Carter skoraði 47 stig fyr- ir Toronto 1 leiknum gegn Milwaukee sem er jafnframt met í deildinni í vetur. Toronto hefur sjaldan leikið betur í deildinni og segir 3. sæti liðsins í miðriðlin- um allt um getu liðsins. Allen Iverson hefur farið á i kostum í vetur hjá Phila- j delphia. Hann skoraði 35 stig í hörkuleik gegn Orlando. Eric Snow skoraði sigurkörfuna í leiknum 15 sekúndum fyrir leiks- lok. Atlanta vann sinn fjórða leik í síðustu 16 leikjum gegn Chicago. Lenny Wilkens, þjáifari liðsins, stjómaði liðinu að nýju eftir fjög- mra leikja fjarveru vegna flensu. LA Lakers bætti leik frá kvöldinu áður þegar liðið sigr- aði Minnesota. Shaquille O’Neal var bestur í liði Lakers og skor- aði 26 stig. Dallas lék einn sinn besta leik á tímabilinu þegar Portland kom þangað í heimsókn. Michael Finley átti stórleik fyrir Dallas og skoraði 32 stig. „Krafturinn í liðinu var einstak- ur. Við vor- um Dallas gei mun ákveðnari frá upphafi til enda ir leikinn. 1 sagði Finley eft- * * m um leikinn í fyrri hálfleik og 20 stiga munur var of mik- iö til að brúa. Engu að síður var ég ánægður með mína menn í síðari hálfleik," sagði Mike Dunleavy þjálfari Portland, eftir leikinn. Ray Allen, sem ný- lega var valinn í ólympíulið Banda- ríkjamanna, sýndi það í leiknum gegn Toronto að hann á sætið þar skilið. Hann lék frábær- NBA-DEILDIN Kevin Phillips, leikmaður Southampton er enn markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeild- arinnar í knattspymu. Phillips hefur skorað 18 mörk. Alan Shearer, Newcaastle, er kom- inn í annað sætiö með 14 mörk og Andy Cole, Manchester United, er þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar með 13 mörk. Noregur er eitt örfárra landa sem Brasilía hefur ekki sigrað á knatt- spymuvellinum. Nú kann þetta að breytast á þessu ári því reiknað er með að þjóð- imar leiki landsleiki í Brasilíu í desember og í Noregi í janúar árið 2001. Norðmenn hafa unnið tvo leiki þjóð- anna frá upphafl og einum lauk með jafntefli. -SK lega vel og skoraði 33 stig. Sacra- mento vann sinn fjórða leik í röð gegn vængbrotnu liði Golden State sem hvorki gengur né rekur hjá. Þetta var 12. ósigur liðsins í röð. Chris Webber skoraði 37 stig fyrir Sacramento og tók 16 frá- köst. Michaei Jordan, einn besti leikmaðurinn í NBA fyrr og síöar, er hugsanlega að taka við stöðu framkvæmdastjóra hjá Washington. Reynslan sem þessi 'maöur býr yfir kemur eflaust að góðum notum í Washington. Reuter (Jrslit aðfaranótt laugardags: Philadelphia-Orlando . . . 102-100 Iverson 35, Ratliff 18 - Doleac 18, Gatling 18. Toronto-Milwaukee .... 115-110 Carter 47, Christie 20 - Robinson 37, Allen 25. Detroit-Washington.......105-98 Stackhouse 32, Hill 30 - Richmond 29, Howard 20. Indiana-LA Lakers.......111-102 Miller 22, Rose 19, Jackson 15 - Rice 23, O’Neal 22, Bryant 18. Atlanta-Chicago...........89-83 Rider 24, Jackson 18, Henderson 14 - Kukoc 19, Brand 18, Artest 13. Miami-Denver .............92-87 Mourning 28, Lenard 24, Weatherspoon 15 - Mcdyess 26, Lafrentz 12, Mercer 12, Clark 11. Seattle-San Antonio ......91-85 Payton 25, Baker 23, Patterson 15 - Duncan 32, Robinson 20, Jackson 10.. Cleveland-Vancouver.......82-80 Kemp 24, Knight 16 - Dickerson 23, Long 13. Portland-Phoenix.........105-83 Sabonis 23, Smith 22, Waiiace 16 - Robinson 23, Kidd 17, Rogers 16. 0’Neal stigahæstur Shaquille O’Neal, LA Lakers, er stigahæstur í NBA-deildinni með 1023 stig úr 37 leikjum. Ann- ar er Grant Hill, Detroit, með 1017 stig úr 36 leikjum. Að meö- altali er Allen Iverson, Phila- delphia, með besta skorið alls, 31 stig í leik. Alls hefur hann skor- að 840 stig úr aðeins 27 leikjum. -JKS -JKS Washington-Detroit.... 107-112 Strickland 27 - Hill 39, Stackhouse 27. Atlanta-76’ers..........98-101 Rider 35 - Iverson 31, Geiger 22. New Jersey-Boston.......96-99 Van Horn 20, Kittles 20 - Walker 39. Orlando-Indiana............89-96 Wahad 18, Armstrong 17 - Croshere 14, Davis 13, Best 13. DaUas-Portland............113-95 Finley 32, Davis 21 - Pippen 22, Smith 19. Minnesota-LA Lakers .... 91-104 Gamett 22, Brandon 21 - O’Neal 26, Bryant 22. Chicago-Houston............90-93 Kukoc 29, Brand 15 - Francis 27, Williams 17. Milwaukee-Toronto.......118-97 Allen 33, Cassell 24 - Christie 31, Carter 24. Utah Jazz-LA CUppers . . . 112-75 Malone 24, Russell 17, Hornachek 17 - Olowokandi 18, Anderson 18, Hudson 12. Golden-State-Sacramento 99-114 Jamison 23, Blaylock 16, Marshall 16 - Webber 37, WiUiamson 23. Bandaríski körfuboltinn um helgina: Lakers stöðv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.