Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2000 21 Heimsbikarinn á skíöum í Wengen: Skíðin krosslögðust og Kristinn var úr leik - var með góða stoðu þegar hann datt í síðari umferðinni Kristinn Bjömsson, skíðagarpur frá Ólafsfirði, datt neðarlega í brekkunni í síðari umferð svigsins í Wengen í gær. Kristinn var í 19. sæti eftir fyrri umferðina en aðstæður voru ekki sem bestar, brautin erfið og þoka. Tók Kristinn enga áhættu og komst nokkuð auðveldlega í markið. Alls hófu 62 skíðamenn keppni en 20 þeirra urðu úr leik í fyrri umferð sem segir meira en mörg orð um það hversu brautin í Wengen var erfið. Kristinn skiðaði vel framan af í síðari umferð og var með góðan millitima. Það stefndi því allt í góðan lokatíma en þegar hann var kominn neðarlega í brekkuna krosslögðust skíðin og Kristinn var úr leik. Má telja fullvíst að ef Kristni hefði tekist að komast í mark hefði hann orðið meðal efstu manna i sviginu. Þrátt fyrir óhappið sýndi Kristinn og sannaði að hann er meðal bestu svigmanna heims og aðeins er tímaspursmál hvenær hann kemst á verðlaunapallinn eftirsótta. Hann sýndi engu að síður að hann er í góðu formi og einungis spuming hvenær honum tekst að fikra sig ofar. Langþráður draumur Aamodt rættist loksins Það var norskur sigur í sviginu í Wengen í gær og hann kærkominn fyrir Kjetil Andre Aamodt sem ekki hafði unnið sigur á heimsbikarmóti Kjetil Andre Aamodt á fleygiferð í brautinni í Wengen í gær. Aamodt vann þar fyrsta sigur sinn i svigkeppm i heimsbikarnum og þar meö hefur hann sigrað í öiium alpagreinunum á heimsbikarmóti. Reuter í tvö ár. Þetta var hins vegar fyrsti sigur hans í svigi keppninnar og náði hann þar með þeim merka áfanga að hafa sigrað í öllum alpagreinum á heimsbikarmóti. Norðmenn mega vel við una því þeir áttu einnig mann í öðru sæti en það var Ole Christian Furuseth. Slóveninn Drago Grubelnik hreppti þriðja sætið og voru þetta fyrstu verðlaun hans i heimsbikamum. Athygli vakti að Thomas Stangassinger gerði mikil mistök í brautinni og varð mjög aftarlega. áé Phills ók svarta Porsche-bílnum og eins og sést á myndinni, sem tekin var skömmu eftir áreksturinn, eru báðir bílarnir ónýtir. Reuter Sárt saknað Bobby Phills í síðasta leik sínum með Charlotte Hornets. Reuter Bakvarðarins Bobbys Phiils er sárt saknað í NBA- liði Charlotte Hornets. Hann lést samstundis í þriggja bíla árekstri skammt frá heimavelli Charlotte á leið heim til sín eftir morgunæfíngu. Lögreglan í Charlotte telur að Phills hafi verið í kappakstri við félaga sinn í liði Charlotte, bakvörðinn David Wesley, en þeir óku báðir Porsche-bilum. Phills, sem var þrítugur og hafði leikið í NBA-deildinni í 9 ár, missti stjórn á bíl sínum. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn. -SK Elden Campbell og Eddie Robinson komu að slysinu sem varð skammt frá heimavelli Charlotte. Phills lést samstundis. Reuter Sport Bland i poka Franski landsliðsmaðurinn Sylvain Wiltord hjá Bordeaux sagði um helg- ina að hann ætlaði að hætta hjá félag- inu í vor og stefndi að því aö leika á Englandi. Wiltord er 25 ára gamall og var markahæstur í deildinni í fyrra. Fulham keypti um helgina danska landsliðsmanninn Bjarne Goldbœk frá Chelsea og greiddi fyrir hann um 70 milljónir króna. Goldbæk gekk til liðs við Chelsea í nóvember 1998 og gerði þá við félagið þriggja og hálfs árs samning. Nú gœtifarió svo að ekkert verði af því að Lothar Mattháus fari til bandaríska liðsins MetroStars frá Bayern Munchen. Þjálfara- og fram- kvæmdastjóraskipti urðu í vikunni og virðist sem andrúmsloftið innan herbúöa liðsins sé ekki gott. Lothar verður 39 ára í mars. Austurríkismaðurinn Josef Strobl kom sannarlega á óvart þegar hann sigraði í bruni í heimsbikarnum 1 Wengen í Sviss. Annar varð Her- mann Maier frá Austurríki og þriðji varð Ed Podivinsky frá Kanada. í stórsvigi kvenna, sem fram fór í Altenmarkt í Austurríki, sigraði Renate Götschl. Landa hennar Tanja Schneider varð önnur og 1 þriðja sæti Regina Haeusl frá Þýska- landi. Hátt settur tnadur innan íþróttahreyflngarinnar í Suður- Afríku sagðist í gær vera sann- færður um stuðning Sepp Blatt- ers, forseta Alþjóða knattspyrnu- sambandsins, þegar kæmi að því að velja heimsmeistarakeppn- inni í knattspyrnu árið 2006 stað. Suður-Afríkumenn eru mjög reiðir út í Sir Bobby Charlton sem er í bresku nefndinni sem reynir að fá HM til Englands. Charlton sagði um helgina að ör- yggi keppenda væri ekki tryggt ef keppnin ætti að fara fram í Suður-Afríku. Angelo Pagotto, markvörður ítalska knattspyrnuliðsins Perugia, hefur verið dæmdur í keppnisbann vegna þess að hann féll á lyfjaprófi sem framkvæmt var eftir leik Perugia og Fiorent- ina í nóvember sl. í ljós kom að markvörðurinn hafði neytt kókaíns en hann hefur neitað því eins og þeirra er háttur sem falla á lyfjaprófum. Danski hlauparinn Wilson Kipketer hefur sagt að hann hyggist reyna við nýtt heimsmet í 800 metra hlaupi innanhúss á móti í Sviþjóð í næsta mánuði. Hann á núgildandi heimsmet. Einnig hefur Maria Mutola frá Mósambík lýst því >Tir að hún muni reyna við nýtt heims- met í 800 metra hlaupi kvenna á sama móti. Franz Beckenbauer hefur farið fram á óskoraðan stuðning frá Suður-Afríku við umsókn Þjóðverja um að halda HM í knattspyrnu árið 2006. í staðinn ætla Þjóðverjar að styðja Suður- Afríku varðandi umsókn um keppnina 2010. Suður-Afríka og Marokkó eru meðal umsækjenda um keppnina 2006. Svo gæti farið að Jenson Button, 19 ára Breti, verði ann- ar af tveimur ökumönnum BMW-Williams-liðsins í Formula 1 kappakstrinum sem hefst í mars. Hann yrði þá yngsti Bretinn sem náð hefur því að verða ökumaður í Formula 1. -SK/-JKS ÞÍN FRÍSTUND -OKKAR FAG •^INTER WSPORT Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.