Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Blaðsíða 12
m 30 MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2000 Bræðurnir til Stoke? Enska blaðið The Sentinel sem gefið er út í Stoke útilokar ekki þann möguleika að synir Guð- jóns Þórðarsonar, knatt- spyrnustjóra Stoke, gangi til liðs við félagið eftir þetta tímabil. Vitað er að Stoke ætlar að styrkja leikmannahópinn fyrir næstu sparktíð. Þrír syn- ir Guðjóns leika á megin- landinu. Þórður Guöjóns- son og Bjami Guðjónsson eru á mála hjá belgíska liðinú Genk og Jóhannes Karl Guðjónsson, sem einnig er samningsbund- inn sama iiði, er í láni hjá hollenska liðinu Maastricht til vorsins. Haft er eftir Guðjóni að það henti knattspyrnu- mönnum frá Norðurlönd- unum að leika i breska boltanum. -JKS Frestað á Akureyri íslenska landsliðið í hand- knattleik komst ekki til Akur- eyrar í gær en þar átti liðið að leika gegn KA til undirbúnings fyrir Evrópukeppnina. Flug til Akureyrar lá niðri í gær vegna veðurs. Landsliðið tók þess I stað æfingu í gærkvöld. Ekki er talið útilokað að reynt verði að leika á Akureyri í kvöld. Landsliðið lék æfmgarleik við 1. deildar lið ÍBV á fóstudags- kvöldið og sigraði með 28 mörk- um gegn 20. Bjarki ekki með Um helgina varð ljóst aö Bjarki Sigurðsson leikur ekki með íslenska landsliðinu í Evr- ópukeppninni í Króatíu. Bjarki hefur ekki náð sér af meiðslum í hné og er ljóst að hann þarf meiri hvíld. Með þessari niður- stöðu verður skarð fyrir skildi þvi Bjarki er einn besti hand- boltamaður landsins. Tap og sigur Þjóðverjar og Spánverjar átt- ust við í tveimur landsleikjum í Hannover og Minden um helg- ina. Spánverjar unnu fyrri leik- inn, 25-23, en Þjóðverjar þann síðari, 27-24, Þar skoruðu þeir Volker Zerbe og Florian Kehrmann fimm mörk hvor fyr- ir Þjóðverja. Welsh setti met Ástralski sundmaöurinn Matt Welsh setti nýtt heimsmet í 50 metra baksundi á heimsbikar- móti í 25 metra lag i Ástralíu. Hann synti á 24,11 sekúndum en gamla metið átti Neil Walker og var það sett í nóvember sl. í eina sæng? Allt stefnir í að þýsku hand- boltafélögin Wuppertal og Gummersbach veröi sameinuð eftir þetta tímabil og er ástæða þess fjárhagsstaða liðanna. Ekki er allir á eitt sáttir um þessi áform. AEK vann sigur Arnar Grétarsson og samherj- ar hans i gríska liðinu AEK sigr- uðu Kavala, 3-0, í deildarkeppn- inni i gærkvöld. Helgi Sigurðs- son og félagar í Panathinaikos leika í kvöld á heimavelli gegn Panionios. Blackburn vill Reid Enska liðið Blackbum er að leita að knattspymustjóra til framtíðar og er honum ætlað að koma liðinu í fremstu röð á nýj- an leik. Efstur á óskalistanum er Peter Reid sem nú er við stjórn- völinn hjá Sunderland. Di Matteo óánægður Roberto Di Matteo, sem leikið hefur með Chelsea sl. fjögur ár, lýsti því í gær að svo gæti farið að hann væri á fórum frá liðinu. Matteo, sem verður 30 ára í sum- ar, er ekki ánægður með stöðu sína hjá Chelsea. Albertz á förum Þjóðverjinn Jörg Albertz segist vera á forum frá Glasgow Rangers eftir fjögur ár hjá liðinu en hann skoraði 19 mörk á síðasta tímabili. -JKS Corinthians „heimsmeistarar Brasilísku meistararnir í Corinthians tryggðu sér heimsmeistaratitil félagsiiða í knattspyrnu með því að sigra landa sína í Vasco da Gama í úrslitaleik eftir vítaspyrnukeppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var markalaus og var leikur iiðanna afspyrnulélegur og leiðinlegur. Var engu líkara en bæði iið væru staðráöin í að fara meö leikinn í vítakeppni. Heimsmeistarakeppnin í Brasilíu hefur veriö harðlega gagnrýnd og á sú gagnrýni allan rétt á sér. Snautieg framganga ensku meistaranna í Manchester United kom af stað umræðu í Englandi og margir eru á þeirri skoöun aö United hefði verið nær að halda sig heima og taka þar þátt í ensku bikarkeppninni. Ljóst er að fyrirkomulag keppninnar er út úr kortinu og aö lið Corinthians er fjarri því aö vera besta félagsliö heims um þessar mundir. Á myndinni fagna leikmenn Corinthians „heimsmeistaratitlinum". Reuter - dulbúinn sem læknir reyndi dópsali að smygla kókaíni til Maradona Ekkert virðist geta bjargað argentínska knattspymumanninum Diego Armando Mara- dona. Maradona dvelur þessa dagana á sjúkra- húsi í Argentínu eftir að hafa verið fluttur á sjúkrahús nær dauða en lífi eftir ofneyslu kóka- ins. Nú er svo komið að aöeins 38% hjartavöðv- ans starfa eðlilega en þrátt fyrir það er fiknin enn til staðar og ljóst að Maradona á erfiða bar- áttu fram undan sem þó virðist vera töpuð. Um helgina kom starfsfólk sjúkrahússins auga á grunsamlegan mann sem var að snigl- ast í nágrenni sjúkrastof- unnar þar sem Mara- dona dvelur. Þegar farið var að athuga málið bet- ur kom í ljós að hér var um dulbúinn eiturlyfja- sala að ræða og var hann i gervi læknis, í hvítum slopp og með hlustunar- græjurnar á maganum. Þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir tókst ekki að hafa hendur í hári „læknis- ins“ sem lagði á flótta. Læknir Maradona fullyrti í viðtölum viö fjölmiðla að hér hefði verið um eiturlyfjasala að ræða. Og þá verður að telja afar líklegt að Maradona hafi sjálfur reynt að útvega sér eit- urlyf. Lýsir þetta vel veikindum kappans sem á árum áður heillaöi all- an heiminn upp úr skón- um með snilldartöktum á knattspyrnuvellinum. Læknar hafa skipað Maradona í langa með- ferð og er talið líklegast að hann fari til Kanada. Einnig hefur honum ver- ið boðið á meðferðar- stofnun á Kúbu en talið er líklegra að hann fari til Toronto í Kanada. -SK Svíar lögðu Dani í Svíar sigruðu Dani, 27-25, í úr- slitaleik á fjögurra landa handknattleiksmóti sem lauk í Malmö í gær. í leik um þriðja sæt- ið sigruðu Frakkar Egypta, 28-23. Leikur Svía og Dana var spenn- andi og jafn allan tímann en í hálfleik leiddu Danir með tveim- ur mörkum, 13-11. Magnus Wis- lander skoraði 7 mörk fyrir Svía. Svíar eru mjög bjartsýnir á gott gengi liðsins í Evrópukeppninni í Króatíu. Þeir segja mjög gott aö byrja á íslendingum þar og ganga út frá því sem vísu að Svíar virnii. í fyrstu umferð mótsins sigr- uðu Svíar liö Frakka, 27-22, og úrslitum Danir unnu stórsigur á Egyptum, 33^19. í annari umferð lögðu Danir lið Frakka, 20-17, og Svíar sigruðu Egypta, 31-25. Norðmenn voru í Portúgal um helgina og sigruðu heimamenn, 25-23. -JKS Diego Armando Maradona veifar til stuðningsmanna á svölum sjúkrahússins i Argentínu. Nú er líklegt að hann verði sendur til Kúbu eða Kanada í meðferö við gríðarlegri kókaínfíkn. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.