Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2000 - Lazio varð að gera sér jafntefli að góðu gegn Reggina Juventus er í toppsætinu i ítölsku deildinni eftir leiki helgarinnar. Liðið vann öruggan sigur á Perugia á heimavelli sínum í Tórínó. Juventus hefur vaxið ásmegin að undanfornu og verður erfitt að víkja liðinu úr því sæti sem það er komið í. Launahæsti leikmaður heims í dag, Alessandro Del Piero, opnaði markareikning sinn í gær með marki úr vítaspymu i fyrri hálfleik. 1 siðari háifleik bættu þeir Zinedine Zidane og Júgóslavinn Darko Kovacevic við tveimur mörkum. Deildin á Ítalíu er nú háifnuð og kallast því Juventus miðsvetrar- meistari. Sterk hefð er fyrir því að það lið sem er í efsta sæti þegar mótið er hálfnað verði meistari. Á síðustu tíu árum hefur það gerst átta sinnum Á meðan Juventus var að vinna mátti Lazio gera sér jafntefli að góðu gegn einu af botnliðum deildarinnar, Reggina. Lazio átti mun meira í leiknum en var alveg fyrirmunað að koma knettinum í netið. Markvörður Reggina, Massimo Taibi, sem er í láni frá Manchester United, lék sinn fyrsta leik. Roma vann sannfærandi sigur á Verona á Ólympíuleikvagnum í Róm. Francesco Totti gaf sínu liði óskabyrjun með marki eftir aðeins tveggja mínútna leik en hann var síðan aftur á ferðinni síðar í leiknum. Japaninn Hidetoshi Nakata lék sinn fyrsta leik með Roma en þaðan kom hann frá Perugia fyrir helgina á rúman einn milljarð króna. Inter Milan tyliti sér í fimmta sætið með sætum sigri á Cagliari en sigurmarkið frá Francesco Moriero kom skömmu fyrir leikslok. Venezia virðist hafa gott tak á stóru liðunum í deildinni. Eigi alls fyrir löngu sigraði liðið Lazio og um helgina varð Fiorentina fyrir barðinu á Venezia. Enn og aftur tryggir liðið sér sigur á lokaminútunni og var Filippo Maniero þar að verki. Frakkinn Zinedine Zidane fagnar marki sínu gegn Perugia í gær en liöiö viröist vera komiö á gott skriö og hefur komið sér fyrir f toppsæti deildarinnar. Símamynd Reuter Spænska knattspyrnan: Deportivo að missa - tapaði í gær Deportivo Coruna virðist vera að missa flugið i spænsku knattspyrn- unni. Um tíma lék allt í lyndi og lið- ið náði tíu stiga forystu og hafði framhaldið í hendi sér. Liðið hefur ekki þolað pressuna og hefur dalað að undanfornu og er ósigurinn á Aiaves í gær glöggt merki um það. Gamli refurinn hjá Alaves, Julio Salinas, skoraði fyrsta mark leiks- ins úr vítaspymu. Hollendingurinn Ryo Makaay jafnaði fyrir Deportivo í upphafi síðari hálfleiks og var þetta hans 10. mark á tímabilinu. Javi Moreno skoraði sigurmark Alaves tveimur mínútum fvrir leikslok. Jafntefli hjá Barcelona Real Zaragoza og Barcelona áttust við í hörkuleik sem lyktaði með markalausu jafntefli og fyrir vikið hélt Deportivo efsta sætinu en hart er sótt að liðinu. Þjálfari Zaragoza flugið fyrir Alaves var óánægður í leikslok og sagði sína menn hafa verið nær sigri. Celta Vigo lagði Real Oviedo í átta marka leik. Mario Turdo skor- aði þrennu í leiknum fyrir Celta. Salva Ballesta heldur áfram að skora þegar hann jafnaði fyrir Racing Santander á lokamínútunni úr vítaspymu gegn Valencia. Ball- esta hefur skorað 21 mark í deiid- inni til þessaa. Real Betis náði að knýja fram sig- ur gegn Bilbao þrátt fyrir að leika einum færri síðasta hálftímann. Atletico nálægt botninum Staða hins fomfræga liðs Atlet- ico er slæm og blasir ekkert annað við en hörð barátta við falldraug- inn. Samt er enginn uppgjafartónn í liðsmönnum sem sögðust fyrir helg- ina ætla að koma liðinu inn á réttar brautir. -JKS David Trezeguet skoraöi annaö mark Monaco gegn Rennes. Reuter Genk tapaði dýrmætum stigum á heimavelli Þórður og Bjami Guðjónssynir lentu heldur betur í kröppum dansi í viðureign sinni á móti Gent í belgísku knattspymunni í gær. RC Genk lék fremur illa og vantaði ailan kraft og faliegt spil sást ekki og máttu þeir þola tap gegn Gent. Það eina sem gladdi augað í fyrri hálfleik var þegar Reimi skaut í stöngina og Þórður var nærri búinn að ná að skalla boltann inn er hann kom frá stönginni enn náði ekki til hans. Gent fór því heim með öll stigin með marki sem Dahlum skoraði á 85. mínútu þegar allir voru búnir að sætta sig við jaflitefli. Þeir bræður léku allan leikinn en náðu sér ekki vel á strik. Club Brugge vann auðveldan sigur gegn Lokeren, 6-1. Amar Viðarsson byrjaði leikinn á bekknum og kom hann inn á á 72. mínútu og var staðan þá 5-1. -KB/Belgíu m 27 Sport Venezia-Fiorentina ..........2-1 1-0 Volpi (14.), 1-1 Batistuta (45.), 2-1 Maniero (90.) Bologna-Bari.................1-0 1-0 Signori (88.) Inter Milan-Cagliari ........2-1 1-0 Simic (3.), 1-lOliveira (17.), 2-1 Moriero (82.) Juventus-Perugia.............3-0 1-0 Del Piero (27.), 2-0 Zidane (89.), 3-0 Kovacevic (90.) Lecce-Parma..................0-0 Piacenza-Torino..............0-2 0-1 Ferrante (83.9, 0-2 Pecchia (89.) Reggina-Lazio ...............0-0 AS Roma-Verona...............3-1 1-0 Totti (2.), 2-0 Apolloni (8.), 2-1 Sal- vett (20.), 3-1 Totti (42.) Udinese-AC Milan.............1-2 0-1 Boban (41.), 1-1 Schevchenko (61.), 1-2 Muzzi (86.) Juventus 17 10 6 1 22-8 36 Lazio 17 10 5 2 33-16 35 Roma 17 9 5 3 34-18 32 Parma 17 9 5 3 29-18 32 AC MUan 17 8 7 2 34-22 31 Inter 17 9 2 6 32-15 29 Bari 17 6 5 6 21-21 23 Bologna 17 6 5 6 14-16 23 Lecce 17 6 5 6 17-24 23 Udinese 17 6 4 7 25-25 22 Fiorentina 17 5 7 5 18-20 22 Perugia 17 6 2 9 16-31 20 Reggina 17 3 8 6 18-25 17 Torino 17 4 5 8 14-21 17 Verona 17 4 4 9 13-25 16 Venezia 17 4 3 10 13-23 15 Piacenza 17 2 5 10 9-22 11 Cagliari 17 1 7 9 16-28 10 ffy BELGÍA Standard-Westerlo.............4-0 Cl. Briigge-Lokeren...........6-1 Lierse-Aalst..................5-2 Genk-Ghent....................0-1 Geel-Saint-Truiden ...........1-2 Lommel-Beerschot..............2-2 Beveren-Anderlecht............0-0 Mouscron-Harelbeke............4-2 Charleroi-Mechelen............1-4 Anderlecht 18 13 4 1 47-19 43 Cl. Briigge 18 12 2 4 44-15 38 Genk 19 10 6 3 44-24 36 Lierse 19 10 5 4 36-23 35 £*J SPÁNN Rayo Vallecano-Atletico .......1-1 Real Sociedad-SevUla...........1-1 Valladolid-Numancia............2-0 Santander-Valencia ........... 1-1 Espanyol-Malaga ...............0-2 Alaves-Deportivo ..............2-1 Real Betis-Bilbao .............2-1 Real Zaragoza-Barcelona .......0-0 Staða efstu iiða: Deportivo 20 11 4 5 34-24 37 Zaragoza 19 9 7 3 36-20 34 Barcelona 19 10 3 6 41-27 33 Celta Vigo 20 10 2 8 30-27 32 Vallecano 20 9 3 8 29-28 30 BUbao 20 7 8 5 30-30 29 Alaves 20 8 5 7 24-24 29 Valencia 20 7 6 7 27-22 27 |f*) FRAKKLAND Auxerre-Lyon .................2-0 Nancy-Bastia..................1-0 Sedan-Lens .................. 0-0 Le Havre-St. Etienne..........1-0 Strassborg-Metz...............1-1 Monaco-Rennes.................3-1 Nantes-Troyes.................3-0 MarseUle-MontpeUier ..........0-0 Bordeaux-Paris SG.............1-1 r Staða eftu liða: Monaco 22 15 3 4 48-19 48 PSG 22 11 5 6 33-25 38 Auxerre 22 11 5 6 28-23 38 Lyon 22 11 5 6 27-22 38 Sedan 21 9 5 7 30-30 32 Bordeaux 22 8 1 7 33-32 31

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.