Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2000, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2000 21 DV Sport Annað tap í jafnmörgum leikjum á EM, nú fyrir Portúgölum, 25-28 Omarkvisst Hvað sögðu þeir... Ólafur Stefánsson „Varnarleikurinn verður okkur að falli. Við verðum enn fremur að setj- ast niður og ráða ráðum okkar. Þetta er að einhverju leyti eitthvað sál- rænt sem er að trufla okkur. Við verðum að rifa okkur upp úr þessu og ég ætla að vona að við gerum það.“ Valdimar Grímsson „Það var sárt að tapa þessum leik. Mér fannst við mæta sterkari til leiks og það var ósann- gjamt að vera undir í leikhléi. Við missum dampinn í síðari hálf- leik og dómararnir voru ekki al- veg á okkar nótum. Við erum líka að láta reka okkur út af fyrir klaufaleg brot og fyrir vikið verð- ur þetta mjög erfitt sóknarlega séð, missum þá í hraðaupphlaup og þeir skora einfóld mörk. I síð- ari hálfleik var varnarleikurinn og markvarslan slök. Við höfum ekki fundið taktinn í vörninni og í sókninni erum við langt í frá að vera sprækir að mínu mati. Það vantaði líka töluvert upp á það í þessum leik að menn væru agað- ir. Það fyrsta sem kemur upp í hugann eru vonbrigði. Við erum drullusárir. Við komum vel stemmdir til leiks og það var góð- ur andi í liðinu og við vorum ákveðnir í að selja okkur dýrt. Á einstaklega klaufalegan hátt missum við leikinn úr höndun- um á okkur. Þetta eru mikil von- brigði en vonandi rifum við okk- ur upp.“ -JKS DV, Króatía Afspyrnu slakur siðari hálfleikur ís- lendinga gegn Portúgal varð okkar mönn- um að falli. Það lagðist allt á eitt í hálf- leiknum, slakm- varnarleikur og mark- varsla og sóknarleikurinn var á löngum kafla agalaus, ómarkviss og hugmynda- snauður. Þegar lagt var upp í keppnina hugsuðu menn sér gott til glóðarinnar þegar viðureignin gegn_ Portúgölum var nefnd því undir venjulegum kringumstæðum á ís- lenska liðið að vinna þá en þegar liðið lék með þeim hætti sem það gerði er ekki von á góðu. Portúgalar sigruðu í leiknum, 28-25, og það voru hnípnir Islendingar sem gengu af leikvelli í leikslok. Þriggja marka forusta í upphafi leiksins virt- ist sem íslenska liðið væri búið að taka sig saman í andlitinu eftir leikinn við Svía. Barátt- an var til staðar og liðið var með leikinn í sínum höndum, náði þriggja marka forystu. Portúgal- Tölurnar tala 12 16 30% 16/30 ar náðu hins vegar að jafna leikinn um miðjan hálfleikinn og eftir það var leik- urinn í jafnvægi. Portúglar gengu til leik- hlés með eins marks forystu, 13-14. Markvarslan var ekki búin að vera góð því Guðmundur Hrafnkelsson varði að- eins fjögur skot en vörnin sá tO þess að munurinn var ekki meiri. Patrekur Jóhanneson var enn fremur mistækur í sókninni og missti boltann klaufalega í ein þrjú skipti og svo var hann einnig að fá óþarfa brottvikning- ar. Reyndur maður á borð við Patrek á ekki að detta i þessa gryfju. íslenska liðið hóf síðari hálfleikinn mjög illa og skoraði ekki mark fyrstu sex minútur hans. Portú- galar léku mjög ákaf- an varnarleik og við honum áttu íslend- ingar ekkert svar. mörk sem Portúgalar geröu fyrir utan 9 metrana i leiknum mörg hver af 10-11 metrum. íslenska liðið geröi samtals 3 mörk fyrir utan. munur á brottreksti í mínút- um í iyrstu tveimur leikjunum hjá annars vegar íslensku leik- mönnunum (30) og hins vegar andstæðingunum (14). skotnýting Dags Sigurds- sonar í 2 fyrstu leikjunum (3 af 10), þess sem ekki þyrfti varamann í keppninni að mati Þorbjöms. Dagur hefur átt 4 stoðsendingar. skotnýting annarra leikmanna en Valdi- mars Grimssonar (9 af 9) í leiknum, þetta gerir 53% nýtingu. Atta sóknir í röö Portúglar skoruðu úr átta sóknum í röð og náðu sex marka forystu og þarf með voru allir möguleikar foknir út í veður og vind. Það var sorglegt að sjá hvernig þessi leikur þróaðist en íslenska liðið mætti einfaldlega ofjörlum sínum. Liði sem barðist með hjartanu og leikgleðin skein úr hverju andliti. Varnarleikurinn, sem hefur verið einn sterkasti hlekkur liðsins á síðustu árum, brást alveg og svo er að sjá að menn nái bara ekki saman. Leikmenn sem hafa oft borið þetta uppi ná sér ekki á strik og þegar þannig háttar þarf ekki að spyrja að leikslokum. Þessi úrslit og framganga liðsins voru eitt orð, vonbrigði. Liðið fékk tækifæri til að taka sig saman í andlitinu en það gekk ekki og var langur vegur þar frá. Leikmenn voru staðráðnir í að gera betur en þetta en þeir höfðu enga burði til þess enda talar framganga liðsins í síðari hálfleik sínu máli. Til að vinna andstæðinginn er ljóst að gera þarf miklu betur. Valdimar bestur Valdimar Grímsson, sem mjög tvisýnt var um að gæti keppt með liðinu í keppn- inni, var skástur í þessum leik og sýndi að hann verður ekki lengi að koma sér í sitt besta form. Um aðra menn er hægt að hafa sem fæst orð um. Þeir voru ekki lík- ir sjálfum sér og ollu vonbrigðum. -JKS Gústaf Ðjarnason skorar hér eitt af tveimur mörkum sínum gegn Portúgal. 25(13) - 128(14) 0-1, 3-1, 5-3, 5-4, 6-5, 7-6, 7-7, 9-7, 9-9, 12-11, 12-13, (13-14), 13-16, 15-18, 18-21, 18-23, 19-25, 20-27, 24-27, 24-28, 25-28._______________ Mörk (skot/tapaðir): Valdimar Grímsson 9/4 (9/1), Ólafur Stefánsson 5 (9/2), Patrekur Jóhannesson 4 ____________________ (5/3), Róbert Sighvatsson 2 (3/2), Gústaf Bjamason 2 (3/1), Magnús Már Þórðarson 2 (4/0), Magnús Sigurðsson 1(1/0), Dagur Sigurðsson 0 (4/0), Rúnar Sigtryggsson 0 (1/0). Samtals: 25/4 (39/9). Island Stoósendingar: Ólafur 6, Patrekur 3, Dagur 2, Sigurður B. 2, Valdimar 2, Róbert 1, Gústaf 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 14/1 (34/6 á sig), Bergsveinn Bergsveinsson 3 (11/2 á sig). Brottvísanir: 14 mínútur. Vítanýting: Skorað úr 4 af 4. Áhorfendur: 300. Gœði leiks (1-10): 6. Dómarar (1-10): Gallego og Lamas frá Spáni. (6). ;}oí' í Ci;o/o Mörk: Carlos Resende 10/4, Filipe Cruz 6/2, Eduardo Coelho 4, Carlos Galamas 2, Ricardo Costa 2, Victor Tchikoulaev 2, Rui Rocha 1, Mario Costa 1. Varin skoú Paulo Morgado 12, Sergio Morgado 1. Brottvísanir: 6 mínútur. Vitanýting: Skorað úr 6 af 8. Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari: Vantaði alla samvinnu í vörnina „Það er fátt að segja eftir svona leik því við vorum ein- faldlega lélegir. Við lékum síð- ari hálfleikinn afspymu illa og vorum að láta reka okkur út af í tíma og ótíma. Þetta virðist vera tölu- vert vandamál hjá okk- ur og við spiluðum greinilega of fast að mati dómaranna. Þó að við séum að leika fast erum við aftur á móti ekki að leika góða vöm. Stærsti höfúðuverkurinn er vömin en alla festu vantar í hana og í kjölfarið fáum við enga markvörslu," sagði Þor- bjöm Jensson eftir leikinn við Portúgal. - Hvað olii því að vömin var ekki betri? „Það er eins og alla sam- vinnu vanti og við verðum að halda vinnunni áfram og fylla upp í götin.“ - Við höfum lengstum staðið miklu framar en Portú- galar. Úrslitin eru mikil vonbrigði? „Jú, markmiðið var að vinna þá. Það eru þrjú lið í riðlinum sem eru í svipuðum gæðaflokki og við og þar sá maður mestu möguleikana. Hins veg- er alveg ljóst að á meðan við leikum ekki betur en þetta þá vinnum við ekki leik.“ — Hvað olli þessum umskiptum á liöinu í síðari hálileik? „Liðið missti alla einbeitingu í byrjun síðari hálfleiks og við misstum þá fljótlega frá okk- ur. Eftir það áttum við aldrei viðreisnar von og þeir bættu frekar í heldur en hitt. Við náðum aðeins að krafsa í þá i lokin en það var um seinan." - Óánægjan leynir sér ekki i svip þínum? „Auðvitað er ég óánægður því við áttum að gera betur. Við áttum bara skilið að tapa eins og við lékjum seinni hálf- leikinn. Maður hefði ekki sætt sig við að tapa jöfnum leik með einu marki en ekki svona. Mér fannst við vera betri en þeir í fyrri háitleik en vorum klaufar að auka ekki forskotið. í síðari hálfleik vor- um við að klikka i mörgum opnum færum af línunni. Þetta er vandamál sem verð- ur að vinna bug á,“ sagði Þorbjörn. -JKS Carcia Cuesta Javier: Afrek að vinna íslendinga „Fyrri hálfleikur var mjög erfiður og þá lék íslenska liðið mjög fast. 1 síðari hálíleik snerist dæmið við og við náð- um yfirhöndinni. Sóknarleikurinn hjá okkur var frábær en endaspretturinn var að sama skapi ekki nógu einbeitt- ur. Ég er mjög ánægður með frammi- stöðu minna manna í þessum leik því ég hafði nokkrar áhyggjur af honum. Ég þekki íslenska liðið vel og veit að það er alltaf erfitt viðureignar. Það er gott afrek að leggia íslendinga að velli en mér finnst gagnrýnin á þá ekki al- veg sanngjörn," sagði Carcia Cuesta Javier, þjálfari Portúgals. -JKS ÞIN FRISTUND -OKKAR FAG ni I tlii Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.