Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2000, Blaðsíða 4
22 MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2000 Sport Úrslit leikjanna á EM í gær: A-riðill Spánn-Úkraina .............27-24 Þýskaland-Frakkland.........19-25 Króatía-Noregur.............27-23 B-riðill Svíþjóö-Portúgal.............29-21 Ísland-Rússland .............23-25 Danmörk-Slóvenía.............24-28 Dagur Sigurðsson skorar her eitt fimm marka sinna gegn Russum i gær, DV-myndir Silvans Sezina »CELANDAiK sm mm "y. n ’&j f sum: ði hraðaupphlaup 25 sekúndum fyrir leikslok - Valdimar mis 23(14) - 25(15) 1-0, 1-2, 2-3, 3-5, 5-5, 7-8, 9-10, 10-12, 11-13, 13-13, 13-14 (14-15), 14-16, 16-16, 16-18, 17-18, 17-23, 20-23, 22-24, 23-24, 23-25. Mörk (skot/tapadir): Valdimar Grímsson 6/5 (9/1), Dagur Sigurðsson 5 (8/1), Gústaf Bjamason 4 (8/1), Patrekur Jóhannesson 4 (10/2), Ólafur Stefánsson 3 (7/1), Róbert Julian Duranona 1 (4/0). Samtals: 23/5 (46/6). Stoösendingar: Ólafur 3, Dagur 2, Valdimar 2, Patrekur 1, Gústaf 1, Duranona 1. Varin skot: Sebastian Alexandersson 9 (29/3 á sig), Guðmundur Hrafnkelsson 6 (11/1 á sig). Brottvísanir: 8 mínútur. Vítanýting: Skorað úr 5 af 6. Áhorfendur: 1200. Gœöi leiks (1-10): 8. Dómarar (1-10): Majstorovic og Pendic frá Júgóslavíu (7). Mörk: Dimitri Filppov 6/4, Lev Voronin 5, Eduardo Moskalenko 4, Oleg Grebnev 3, Serguei Pogorelelov 2, Alexandre Toutchkine 2, Oleg Khodkov 2, Oleg Koulechov 1. . Varin skot: Andrei Lavrov 21/1. Brottvisanir: 6 mínútur. Vitanýting: Skorað úr 4 af 4. DV, Króatíu: íslenskt landslið í handknattleik hefur ekki í mörg ár verið eins nálægt því að ná jöfnu gegn rússneska birninum en í leik þjóðanna á Evrópumótinu í Rijeka í gærkvöld. Þegar 25 sekúndur voru eftir brunaði Valdimar Grimsson upp í harðaupphlaup í stöðunni, 23- 24, en Andrei Lavrov, markvörður Rússa, sá við Valdimari, varði, og Rússar náðu sókn og bættu við 25. markinu í lokin. Það hefðu verið frábær úrslit að ná jöfnu en liðið sýndi þó umfram allt annan og betri leik en það hafði sýnt fram að þessu. Ljós í myrkrinu Það er ljós í myrkinu að sjá strákana rifa sig upp og leika með þeirri getu sem það hefur styrk til. Eftir slæm töp í leikjunum á undan gegn Svíum og Portúgölum tók liðið sig saman í andlitinu og gaf rússneska liðinu ekkert eftir í leiknum ef undan er skiiinn leikkafli snemma í síðari hálfleik. Þessi frammistaða sýnir að ekki er öll nótt úti og ef liðið ieikur með sama hætti í leikjunum tveimur, sem fram undan eru gegn Dönum og Slóvenum, er hægt að bjarga málunum. Ef það gengi eftir eru möguleikar á sæti í næstu heimsmeistarakeppni eftir allt saman. Það var öðru fremur frábær varnarleikur islenska liðsins sem hlés lífí 1 liðið og sóknarleikurinn fylgdi í kjölfarið. Liðið lék af yfirvegun í sókninni sem ekki hafði sést áður. Þessi leikur var tvímælalaust besti feikur liðsins í keppninni og synd að hann gæfi ekki eitt stig. Leikgleði og barátta Gangur leiksins fór í taugamar á Rússum og olli sterkur vamarleikur íslenska liðsins þeim miklum vanda. Leikgleðin og barátta einkenndi leik íslands og undir þeim kringumstæðum þekkti maður strákana rétt. Baráttan getur fleygt mönnum langt eins og berlega kom í ljós í leiknum. Slæmur kafli Sfæmur leikkafli í síðari hálfleik setti leik íslands í mikinn vanda en þá skoraði liðið aðeins þrjú mörk á rúmlega 18 mínútna kafla. Rússar náðu þá fimm marka forskoti og leikurinn virtist úti fyrir okkar menn. íslenska liðið small hins vegar á ný í gang og saxaði jafnt og þétt á forskot Rússa og þegar rúm mínúta var til leiksloka minnkaði Róhert Duranona muninn í eitt mark, 23-24, og mikil spenna hljóp í leikinn. Rússar misstu boltann í næstu sókn og íslendingar fengu tækifæri til að jafna sem ekki gekk eftir eins og að framan var lýst. íslenska liðið náði að sýna hvað í því raunverulega býr og þennan styrk verður að nýta í leikjunum gegn Dönum og Slóvenum. Enn þá von Sjálfstraust manna hlýtur að hafa aukist við þennan leik. Nú verður bara að halda vöku sinni og einbeita sér af alefli fyrir lokaleikina tvo í riðlinum. Það er enn þá von og í hana verður halda þangað til lokaflautið gellur. Dagur Sigurðsson og Patrekur Jóhannesson léku vel í íslenska liðinu og Gústaf Bjarnason var góður í fyrri hálfleik. Sebastian Alexandersson varði ágætlega í fyrri hálfleik en Guðmundur Hrafnkelsson kom inn á eftir miðjan síðari hálfleik og varði vel. Samheldnin var sterk, menn voru staðráðnir að gera sitt besta en aðeins vantaði herslumuninn. Próflnu er ekki lokið og enn er tími til að koma málunum í höfn. -JKS Vladimir Maximov, þjálfari Rússa: Lavrov bjargaði okkur í lokin „Heppnin var okkar megin undir lok leiksins. Lavrov i markinu bjargaði okkur og það er ekki í fyrsta sinn sem hann gerir það. íslenska liðið velgdi okkur verulega undir uggum og gerði okkur mjög erfitt fyrir á mörgum sviðum. íslenska liðið gafst aldrei upp eins og endranær og var komið hættulega nálægt okkur undir lokin. Sem betur fer datt sigurinn okkar megin og að fá stigin tvö var dýrmætt. Ég vissi það fyrir leikinn að hann yrði okkur erfiður. íslendingar voru búnir að tapa leikjunum á undan og þeir ætluðu að selja sig dýrt sem kom á daginn," sagði Vladimir Maximov, þjálfari rússneska landsliðsins. -JKS Heppnin ekki með okkur „Heppnin var ekki með okkur undir lokin. Það sem er þó númer eitt að við lékjum þennan leik vel. Menn komu til baka og sýndu hvað í þeim býr. Við erum búnir að sýna. ákveðna getu sem við erum búnir að leita að á síðustu dögum. Ákveðin vamaruppstilling virkaði vel og allt annað var að sjá til liðsins. Spurningin er núna hvort við ætlum ekki að taka þá tvo leiki sem fram undan eru. Hópurinn getur ekki hengt sig á stigin sem við töpuðum fyrir Rússum. Núna verðum við að vinna saman að því að landa þessu og með heppni gætum við náð í þokkalegt sæti í þessu móti,“ sagði Einar Þorvarðarson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, í samtali við DV eftir leikinn við Rússa í gærkvöld. Það hafa komið fyrir leikkaflar í öllum leikjunum þremur til þessa þar sem liðið dettur hreinlega úr sambandi. Þetta er kannski spuming um hvort við séum að skipta mönnum rétt inn á. í leiknum við Rússa sýndu menn mikinn karakter og það er það sem við höfum verið að leita að,“ sagði Einar Þorvarðarson. -JKS Tölurnar tala -, island hefur aldrei verið eins nálægt aö 55% vinna Rússa á stórmóti en allir 8 leikirnir hafa tapast. Guómundur Hrafnkels- son kom sterkur inn í stöðunni 17-20 og varði 6 af 11 skotum (55%) Rússa það sem eftir var leiksins en það var ekki nóg. 5Dagur Sigurösson kom af miklum krafti í leikinn og skoraði 2 mörkum fleira en i fyrstu tveimur ieikjunum. Hann átti auk þess 2 stoösendingar og 4 inn á línu sem gáfu vítaköst. tslandsvinirnir Fil- 10 /10 tPP°v (6) og Moska- “v/ lenko (4) nýttu öll tiu skot sin i leiknum. Rússar náðu upp 6 Q*00 mar*!a forskoti, 17-23, W þegar jsienska liðið skor- aði ekki i 9 mínútur og misnotaði 6 sóknir í röð. Andrei Lavrov varöi 21. og B mikilvægasta skot sitt 25 sek- úndum fyrir leikslok er Valdimar Grimsson komst einn i gegn i hraðaupp- hlaupi. Lavrov varði alls 14 skot maður á móti manni í leiknum. 21 Þetta sögðu þeir Patrekur Jóhannesson „Það vantaði hársbreiddina og Lavrov sýndi það eina ferðina enn hve frábær markvörður hann er þegar hann varði ffá Valdimar undir lokin. Við sýndum þó að það búa ýmiss öfl í liðinu og við erum smám saman að ná betri tökum á leik okkar. Við þurfum bara okkar tíma og því miður þarf það að gerast i þessari Evrópukeppni. Þetta eru bara staðreyndir sem Þorbjörn þjálfari þarf að takast á við. Mér fannst við sýna mun betri vamarleik en áður en yflr heildina var synd að ná ekki einu stigi. Þessu er alls ekki lokið. Við eigum Danina á þriðjudag og ef við leikum svona þá tökmn við danska liðið.“ Valdimar Grxmsson „Við vorum sorglega nálægt þessu og ég var kannski næst því af öllum þegar upp er staðið. Ég verð að bíta á það en engu að síður fannst mér leikurinn frábær og menn lögðu sig 100% fram. Það var góður karakter í liðinu og menn áttuðu sig á því að við þurftum að gera þetta meira frá hjartanu og það tókst. Hver og einn tók sig taki, menn fóru að hugsa sjálfir hvemig þeir gætu bætt sig. Nú er bara að halda áfram og leikurinn við Dani verður allt eða ekkert." Guömundur Hrafnkelsson „Það tókst sem við ætluðum okkur en það var að bæta okkar leik. Þetta var flnn leikur af okkar hálfu og sýnir að við eram á réttri leið. Ég held að það sé alls ekki útilokað að við tökum næstu tvo leiki og bætum því úr því sem liðið er. Það býr ýmislegt í liðinu og við verðum að laða það fram með öllum ráðum.“ Dagur Sigurðsson fyrirliði „Við þurfum ekkert að sanna fyrir þjóðinni því hún veit alveg hvað við getum þegar við leikum eðlilega. Það var allt annað að sjá til liðsins og sérstaklega var vamarleikurinn sterkur að mínu mati. Leiðin verður vonandi upp á við úr þessu og við verðum að vinna næstu tvo leiki.“ -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.